Bæjarstjórn

1070. fundur 22. janúar 2013 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1301255 - Óskað eftir leyfi frá störfum bæjarfulltrúa frá 17.1.- 10.4. 2013

Ólafur Þór Gunnarsson óskaði eftir að vera í leyfi frá og með 17. janúar til og með 10. apríl 2013. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir að veita Ólafi Þór Gunnarssyni leyfi frá 17. janúar til og með 10. apríl.  Varamaður hans Arnþór Sigurðsson mun gegna störfum bæjarfulltrúa Vinstri grænna á því tímabili.

2.1208715 - Reglur um innritun og dvöl í leikskólum

Reglur um innritun og dvöl í leikskólum samþykktar í leikskólanefnd, en bæjarráð vísaði afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Til máls tóku Aðalsteinn Jónsson, Guðríður Arnardóttir, Arnþór Sigurðsson, og lagði hann til að reglunum verði vísað til leikskólanefndar að nýju, Ómar Stefánsson, Gunnar Ingi Birgisson, Pétur Ólafsson, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Hafsteinn Karlsson, Hjálmar Hjálmarsson, Aðalsteinn Jónsson og Arnþór Sigurðsson. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, veitti andsvar við ræðu Arnþórs Sigurðssonar. Þá tóku til máls Guðríður Arnardóttir og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, sem bar af sér sakir.

Hlé var gert á fundi kl. 17:02.  Fundi var fram haldið kl. 17:11.

 

Tillaga Arnþórs Sigurðssonar um að vísa reglunum til leikskólanefndar var felld með sex atkvæðum, en fimm greiddu atkvæði með henni.

Bæjarstjórn samþykkir reglur um innritun og dvöl í leikskólum með níu samhljóða atkvæðum en tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Við teljum eðlilegt að leikskólanefnd skoði fleiri möguleika á því að koma til móts við tekjulága hópa, t.d. tekjutengingar, systkinaafslætti og fleira, en ekki eingöngu miða gjaldskrá við félagslega stöðu.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Pétur Ólafsson, Arnþór Sigurðsson, Hjálmar Hjálmarsson"

Hlé var gert á fundi kl. 17:13.  Fundi var fram haldið kl. 17:14.

 

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Tekjutenging er mjög flókin í framkvæmd og ef opnað er á hana í leikskólunum þá verður alltaf álitamál hvar á að draga línuna og eins er verið að opna á þann möguleika að taka upp tekjutengingar á fleiri sviðum eins og fulltrúi foreldra í leikskólanefnd vakti athygli á en þar segir: "tekjutenging gjalda þarfnast heildarskoðunar en ekki er hægt að samþykkja tekjutengingu á eina tegund gjalda frekar en annarra gjalda".

Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Björnsdóttir, Aðalsteinn Jónsson, Gunnar Ingi Birgisson, Rannveig Ásgeirsdóttir, Ómar Stefánsson"

3.1205409 - Tillögur starfshóps um Kópavogstún, Kópavogsbæinn og Kópavogshælið.

Tillögur starfshóps um Kópavogstún, Kópavogsbæinn og Kópavogshælið.

Til máls tóku Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Margrét Björnsdóttir, Hafsteinn Karlsson, Arnþór Sigurðsson, Hjálmar Hjálmarsson, Ómar Stefánsson, Gunnar Ingi Birgisson, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Aðalsteinn Jónsson og Margrét Björnsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir einróma tillögur starfshóps um Kópavogstún, Kópavogsbæinn og Kópavogshælið með þeirri breytingu að stofnfundur skuli auglýstur eigi síðar en 20. febrúar 2013.

4.1301474 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 22. janúar 2013

Lagðar fram fundargerðir byggingarfulltrúa frá 8. janúar, bæjarráðs frá 10. og 17. janúar, félagsmálaráðs frá 15. janúar, forsætisnefndar frá 17. janúar, framkvæmdaráðs frá 9. janúar, íþróttaráðs frá 8. janúar, leikskólanefndar frá 15. janúar, samvinnunefndar um svæðisskipulag frá 21. desember, skipulagsnefndar frá 15. janúar, skólanefndar frá 14. janúar, stjórnar Sorpu bs. frá 7. og 14. janúar og umvherfis- og samgöngunefndar frá 14. janúar.

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson um lið 15 í fundargerð bæjarráðs frá 10. janúar, Hjálmar Hjálmarsson um stjórn fundarins og að fundargerð lista- og menningarráðs frá 17. janúar verði tekin á dagskrá með afbrigðum, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri um stjórn fundarins, Hjálmar Hjálmarsson um stjórn fundarins, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri um stjórn fundarins.  Forseti bar undir fundinn tillögu Hjálmars Hjálmarssonar um að taka á dagskrá fundargerð lista- og menningarráðs frá 17. janúar og var það samþykkt með fimm atkvæðum gegn þremur.  Þar sem samþykki 2/3 þarf til að taka mál á dagskrá með afbrigðum skv. samþykktum um stjórn bæjarins telst tillögunni hafnað. Þá tók til máls Guðríður Arnardóttir um lið 15 í fundargerð bæjarráðs frá 10. janúar og liði 13, 19 og 20 í fundargerð bæjarráðs frá 17. janúar. Þá veitti Gunnar Ingi Birgisson andsvar við ræðu Guðríðar Arnardóttur.  Þá svaraði Guðríður Arnardóttir andsvari Gunnars Inga Birgissonar. Þá veitti Rannveig Ásgeirsdóttir andsvar við ræðu Guðríðar Arnardóttur. Þá tók til máls Hafsteinn Karlsson um lið 4 í fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar frá 14. janúar, Ómar Stefánsson um lið 19 í fundargerð bæjarráðs frá 10. janúar, um lið 12 í fundargerð framkvæmdaráðs frá 9. janúar, um lið 1 í fundargerð íþróttaráðs frá 8. janúar og um lið 1 í fundargerð stjórnar Sorpu frá 7. janúar, Margrét Björnsdóttir um liði 4 og 5 í fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar frá 14. janúar, Hjálmar Hjálmarsson um stjórn fundarins, Arnþór Sigurðsson um liði 4 og 5 í fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar frá 14. janúar, um lið 9 í fundargerð bæjarráðs frá 10. janúar og um lið 15 í fundargerð bæjarráðs frá 17. janúar, Hjálmar Hjálmarsson um lið 15 í fundargerð bæjarráðs frá 17. janúar, um lið 28 í fundargerð bæjarráðs frá 17. janúar og um lið 13 í fundargerð bæjarráðs frá 17. janúar. Þá veitti Gunnar Ingi Birgisson andsvar við ræðu Hjálmars Hjálmarssonar. Þá svaraði Hjálmar Hjálmarsson andsvari Gunnars Inga Birgissonar. Því næst veitti Margrét Björnsdóttir andsvar við ræðu Hjálmars Hjálmarssonar. Hjálmar Hjálmarsson svaraði andsvari Margrétar Björnsdóttur. Þá tóku til máls Pétur Ólafsson um lið 25 í fundargerð bæjarráðs frá 17. janúar, um lið 15 í fundargerð bæjarráðs frá 10. janúar og um lið 9 í fundargerð bæjarráðs frá 10. janúar, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri um lið 9 í fundargerð bæjarráðs frá 10. janúar, um liði 13 og 15 í fundargerð bæjarráðs 17. janúar, um lið 4 í fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar frá 14. janúar og um lið 15 í fundargerð bæjarráðs 10. janúar og Hjálmar Hjálmarsson um liði 19 og 20 í fundargerð bæjarráðs 10. janúar, lið 13 í fundargerð bæjarráðs 17. janúar og um lið 1 í fundargerð íþróttaráðs 8. janúar. Þá veitti Arnþór Sigurðsson andsvar við ræðu Hjálmars Hjálmarssonar.

5.1301006 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 70

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

6.1301010 - Bæjarráð, 10. janúar

2669. fundur

Lagt fram.

7.1301041 - Álmakór 19. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Framkvæmdaráð lagði til að Kristjáni Hjálmari Ragnarssyni kt. 200759-4789 og Kristjönu Unu Gunnarsdóttur kt. 191166-4939 verði úthlutað lóðinni nr. 19 við Álmakór. Bæjarráð staðfesti afgreiðslu framkvæmdaráðs og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir einróma að Kristjáni Hjálmari Ragnarssyni, kt. 200759-4789 og Kristjönu Unu Gunnarsdóttur, kt. 191166-4939 verði úthlutað lóðinni nr. 19 við Álmakór.

8.1301013 - Bæjarráð, 17. janúar

2670. fundur

Lagt fram.

9.1209463 - Austurkór 3, deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingartillögu og vísaði henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarráð vísaði tillögunni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir framlagða tillögu einróma.

10.1210574 - Austurkór 98. Breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingartillögu og vísaði henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarráð vísaði tillögunni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir framlagða tillögu einróma.

11.911897 - Langabrekka 5, umsókn um byggingarleyfi.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingartillögu og vísaði henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarráð vísaði tillögunni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir framlagða tillögu einróma.

12.1210144 - Dalaþing 3 - breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd hafnaði erindinu á grundvelli athugasemda og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu einróma.

13.1107040 - Framtíðarhópur SSH - verkefnahópur 17 Byggðasamlög

Umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 22/11 sl. Umhverfis- og samgöngunefnd gerði ekki athugasemdir við drög að eigendastefnu Strætó bs. annars vegar og Sorpu bs. hins vegar, sbr. lið 2 í fundargerð 14/1.
Bæjarráð vísaði afgreiðslu til bæjarstjórnar.


Bæjarstjórn gerir ekki athugsemd við drög að eigendastefnu Strætó bs. annars vegar og Sorpu bs. hins vegar. Samþykkt einróma.

 

Hjálmar Hjálmarsson tók til máls um stjórn fundarins.

14.1212244 - Sameiginleg stjórn Bláfjalla- og Reykjanessfólkvanga

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti tillögu SSH um sameiginlegan fulltrúa í stjórnum Reykjanes- og Bláfjallafólkvangs og lagði til við bæjarráð og bæjarstjórn að kosinn verði nýr sameiginlegur fulltrúi í báðar nefndir. Bæjarráð vísaði afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir einróma afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar um að kosinn verði sameiginlegur fulltrúi í stjórnir Bláfjalla- og Reykjanessfólkvangs.

15.1208544 - Digranesvegur 12 - sala.

Tillaga um að taka tilboði Bjarna Björnssonar, kt. 060570-5699 um kaup á Digranesvegi 12. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að taka tilboði Bjarna Björnssonar, kt. 060570-5699 um kaup á Digranesvegi 12. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins.

16.1301011 - Félagsmálaráð, 15. janúar

1344. fundur

Lagt fram.

17.1301015 - Forsætisnefnd, 17. janúar

1. fundur

Lagt fram.

18.1301004 - Framkvæmdaráð, 9. janúar

43. fundur

Lagt fram.

19.1301003 - Íþróttaráð, 8. janúar

21. fundur

Lagt fram.

20.1301009 - Leikskólanefnd, 15. janúar

34. fundur

Lagt fram.

21.1201280 - Samvinnunefnd um svæðisskipulag, 21. desember

31. fundur

Lagt fram.

22.1301007 - Skipulagsnefnd, 15. janúar

1221. fundur

Lagt fram.

23.1301005 - Skólanefnd, 14. janúar

53. fundur

Lagt fram.

24.1301050 - Stjórn Sorpu bs., 7. janúar

310. fundur

Lagt fram.

25.1301050 - Stjórn Sorpu bs., 14. janúar

311. fundur

Lagt frma.

26.1301008 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 14. janúar

29. fundur

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.