Bæjarstjórn

1057. fundur 24. apríl 2012 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varafulltrúi
  • Tjörvi Dýrfjörð varafulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Guðmundur Örn Jónsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Áður en gengið var til dagskrár lagði forseti til að gengið yrði til kjörs á 2. varaforseta bæjarstjórnar. Gerði forseti tillögu um Gunnar Inga Birgisson og var hún samþykkt með sex samhljóða atkvæðum en fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

1.1204204 - Austurkór 79. Umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Tork verktökum ehf. verði úthlutað lóðinni Austurkór 79, með því skilyrði að skýr staðfesting á fjármögnun verði lögð fram fyrir næsta bæjarstjórnarfund.

Bæjarstjórn vísar afgreiðslu til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.

2.1204203 - Þorrasalir 17. Umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn. Á grundvelli fyrirliggjandi umsagnar leggur framkvæmdaráð til við bæjarstjórn að Upp-slætti ehf. verði úthlutað lóðinni Þorrasalir 17.

Bæjarstjórn samþykkir að úthluta Upp-slætti ehf. byggingarrétti á lóðinni að Þorrasölum 17.

3.1203447 - Þorrasalir 17 Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn. Á grundvelli fyrirliggjandi umsagnar leggur framkvæmdaráð til við bæjarstjórn að Upp-slætti ehf. verði úthlutað lóðinni Þorrasalir 17.

Bæjarstjórn samþykkir að úthluta Upp-slætti ehf. byggingarrétti á lóðinni að Þorrasölum 17.

4.1204228 - Sundlaugar. Viðhald 2012.

Frá deildarstjóra eignadeildar. Óskað eftir heimild til að semja um viðhald á flísum. Samþykkt.

Bæjarstjórn samþykkir erindið einróma.

5.1201357 - Sumarstörf 2012

Frá garðyrkjustjóra. Minnisblað og tillaga. Samþykkt.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með tíu samhljóma atkvæðum.

 

Ómar Stefánsson vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið.

6.1204008 - Hafnarstjórn 12/4

81. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

7.1201279 - Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis 3/4

170. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

8.1201282 - Stjórn Héraðsskjalasafns 27/3

77. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

9.1201287 - Stjórn Sorpu bs. 19/3

298. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

10.1201287 - Stjórn Sorpu bs. 12/4

299. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

11.1201287 - Stjórn Sorpu bs. 16/4

300. fundur

Til máls tók Ómar Stefánsson um lið 2.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

12.1204075 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2011

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir helstu niðurstöðum ársreiknings Kópavogsbæjar, A og B hluta. Greindi hann frá rekstrarniðurstöðum og helstu frávikum. Þannig skýrði hann út sjóðsstreymi og niðurstöður Efnahagsreiknings og lögð fram skýrsla löggiltra endurskoðenda bæjarins. Einnig var lagður fram ársreikningur LSK til kynningar. Þá lagði bæjarstjóri til að ársreikningi Kópavogsbæjar yrði vísað til seinni umræðu.

Til máls tóku Guðmundur Örn Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson.

Hlé var gert á fundi kl. 18:55.  Fundi var fram haldið kl. 18:57.

Forseti óskaði eftir heimild fundarins til að gefa fjármála- og hagsýslustjóra orðið undir þessum lið. Var það samþykkt einróma. Til máls tók fjármála- og hagsýslustjóri.

Hlé var gert á fundi kl. 19:03. Fundi var fram haldið kl. 19:04.

Bæjarstjórn samþykkir einróma að vísa afgreiðslu ársreiknings Kópavogsbæjar 2011 til seinni umræðu.

13.1204119 - Skuldsett heimili í Kópavogi

Umræðu frestað.

14.1006264 - Kosningar í almannavarnanefnd

Kosning tveggja aðalmann og tveggja til vara.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Ármann Kr. Ólafsson og Rannveig Ásgeirsdóttir

Varamenn:

Steingrímur Hauksson og Guðríður Arnardóttir

15.1204006 - Bæjarráð 12/4

2637. fundur

Til máls tók Ólafur Þór Gunnarsson um lið 5, Gunnar Ingi Birgisson um liði 2 og 18, Pétur Ólafsson um liði 2 og 5, Guðmundur Örn Jónsson um lið 2, Gunnar Ingi Birgisson um lið 2, Guðmundur Örn Jónsson um lið 2, Hjálmar Hjálmarsson um liði 36, 37, 38 og 2, Gunnar Ingi Birgisson, sem óskaði eftir að bera af sér sakir, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um liði 2 og 5, Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 5, Hjálmar Hjálmarsson um liði 5, 2 og 18, Ólafur Þór Gunnarsson um liði 2 og 31 og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 5.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

16.1203004 - Skipun hverfaráða. Tillaga frá Ómari Stefánssyni, Ármanni Kr. Ólafssyni og Rannveigu Ásgeirsdóttur

Bæjarráð vísaði tillögu að skipunarbréfi hverfaráða til afgreiðslu bæjarstjórnar, sbr. lið 5 í fundargerð bæjarráðs 12/4.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að skipunarbréfi hverfaráða einróma.

Pétur Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Hverfaráð eru á stefnuskrá Samfylkingarinnar í Kópavogi. Á þeim forsendum greiða bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar atkvæði sitt með tillögunni. Hinsvegar áskiljum við okkur rétt til að gera athugasemdir við undirbúning, skipulag og framkvæmd hverfaráðanna á hverjum tíma.

Pétur Ólafsson, Tjörvi Dýrfjörð, Guðmundur Örn Jónsson"

17.1204012 - Bæjarráð 18/4

2638. fundur

Til máls tóku Ólafur Þór Gunnarsson um liði 10, 7, 11, 12, 13 og 14, Gunnar Ingi Birgisson um lið 7, Ólafur Þór Gunnarsson, sem óskaði eftir að bera af sér sakir, Pétur Ólafsson um lið 7, Hjálmar Hjálmarsson um liði 7 og 10, Margrét Björnsdóttir um lið 7, Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 7, Hjálmar Hjálmarsson um liði 7 og 21 og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um liði 21 og 7.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

18.1204011 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 17/4

41. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án umræðu.

19.1204014 - Framkvæmdaráð 20/4

29. fundur

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson um liði 4 og 5 og lagði til að málinu yrði vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu. Þá tók til máls Hjálmar Hjálmarsson um liði 8, 9 og 11.

20.1204202 - Þorrasalir 29. Umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að SG smið ehf. verði úthlutað lóðinni Þorrasalir 29.

Bæjarstjórn samþykkir einróma að úthluta SG smið ehf. byggingarrétti á lóðinni að Þorrasölum 29.

21.1203260 - Austurkór 117. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Inga Boga Hrafnssyni verði úthlutað lóðinni Austurkór 117.

Bæjarstjórn samþykkir einróma að úthluta Inga Boga Hrafnssyni byggingarrétti á lóðinni að Austurkór 117.

22.1204172 - Austurkór 119. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Smíðaben ehf. verði úthlutað lóðinni Austurkór 119.

Bæjarstjórn samþykkir einróma að úthluta Smíðaben ehf. byggingarrétti á lóðinni að Austurkór 119.

23.1204206 - Austurkór 79. Umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Tork verktökum ehf. verði úthlutað lóðinni Austurkór 79, með því skilyrði að skýr staðfesting á fjármögnun verði lögð fram fyrir næsta bæjarstjórnarfund.

Bæjarstjórn vísar afgreiðslu til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 18:00.