Bæjarstjórn

1036. fundur 26. apríl 2011 kl. 16:00 - 18:15 í bæjarstjórnarsal
Fundargerð ritaði: Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður
Dagskrá
Áður en gengið var til dagskrár óskaði Hafsteinn Karlsson eftir að lesa yfirlýsingu vegna ávítana forseta á ummælum Gunnars Inga Birgissonar á síðasta bæjarstjórnarfundi og lýsti því yfir að eftir að hafa hlýtt á ummælin að víturnar stæðu. Gunnar Ingi Birgisson kvaddi sér hljóðs og mótmælti vítum

1.1104018 - Bæjarráð 14/4

2591. fundur

Kl. 16.04 óskaði Hafsteinn Karlsson eftir fundarhléi.  Kl. 16.06 var fundi fram haldið.

 

Þá var gengið til dagskrár og Ármann Kr. Ólafsson kvaddi sér hljóðs og ræddi fyrst lið 3 í fundargerð bæjarráðs, síðan lið 7, 8, 20 og loks lið 34.  Lagði hann fram svofellda bókun fulltrúa sjálfstæðismanna.

  

"Heimgreiðslum til foreldra, sem ekki eru með börn sín hjá dagmæðrum, verði breytt frá 1. júní 2011 með eftirfarandi hætti: Greiðslur til einstæðra foreldra hefjast við 9 mánaða aldur og greiðslur til hjónafólks eða sambýlinga hefjist við 12 mánaða aldur.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir  Aðalsteinn Jónsson"

Þá tók Guðríður Arnardóttir til máls og ræddi lið 3, 7 og síðan lið 34.  Þá tók Gunnar Ingi Birgisson til máls og ræddi fyrst lið 7, 8, 13, 28, 29, 32, 33 og 34. Hjálmar Hjálmarson tók síðan til máls og ber af sér sakir varðandi tillögu um útboð reksturs Salalaugar.   Þá tók Ármann Kr. Ólafsson til máls og ræddi lið 34 og 33.

Þá var óskað eftir fundarhléi kl. 17.12.  Fundi var síðan fram haldið kl. 17.18 og til máls tók Rannveig Ásgeirsdóttir og ræddi fyrst lið 3, síðan lið 34 og tillögu fulltrúa sjálfstæðisflokks og lagði til að tillögunum yrði vísað til bæjarráðs.  Þá tók Páll Magnússon staðgengill bæjarstjóra til máls og svaraði fyrirspurnum Ármanns Kr. Ólafssonar.  Þá tók Hjálmar Hjálmarsson til máls og ræddi liði 1, 3 og 7 og tillögu Rannveigar  Ásgeirsdóttur og síðan lið 32. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga Rannveigar Ásgeirsdóttur um vísan tillagnanna til bæjarráðs var borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.  Fundargerðin afgreidd á frekari umræðu.

2.1104191 - Tillaga um að heimgreiðslur falli niður

Tillaga Rannveigar Ásgeirsdóttur um að vísa tillögu meirihlutans og tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um heimgreiðslur til bæjarráðs, var borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum. 

3.1104017 - Framkvæmdaráð 13/4

10. fundur

Ármann Kr. Ólafsson kvaddi sér hljóðs og ræddi lið 2. Þá tók Andrés Pétursson til máls og ræddi fundargerðina almennt og lagði fram eftirfarandi fyrirspurn: 

"Hvað myndi kosta bæjarfélagið að ráða þau ungmenni sem ekki fá vinnu í fyrstu atrennu hjá Kópavogsbæ?" 

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og var fundargerðin afgreidd án frekari umræðu..

4.1104005 - Íþróttaráð 13/4

2. fundur

Andrés Pétursson kvaddi sér hljóðs vegna liðar 7 og spurðist fyrir um stöðu viðræðna bæjarfélagsins við íþróttafélögin um skiptingu bæjarins í þjónustusvæði.  Páll Magnússon staðgengill bæjarstjóra tók til máls og svaraði  fyrirspurn Andrésar Péturssonar.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

5.1101865 - Stjórnar skíðasvæða hbsv. 4/4

312. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

6.1101996 - Stjórn Sorpu bs. 4/4

284. fundur

Hafsteinn Karlsson kvaddi sér hljóðs og ræddi liði 2, 3 og 6. Þá kvaddi Margrét Björnsdóttir sér hljóðs og spurði undir hvaða nefnd bæjarins sorpmálin heyrðu.     Þá tók Hjálmar Hjálmarsson til máls og ræddi liði 8 og 10.  Þá tók Ólafur Þór Gunnarsson til máls og ræddi liði 8 og 10.  Þá tók Páll Magnússon, staðgengill bæjarstjóra, til máls og svaraði fyrirspurn Margrétar Björnsdóttur og síðan fyrirspurn Hjálmars Hjálmarssonar.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

7.1104014 - Umhverfis- og samgöngunefnd 11/4

2. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

8.1103104 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2011

Kosning fimm varamanna í umhverfis- og samgöngunefnd, sem frestað var á fundum bæjarstjórnar 11/3 og 12/4.

Kosningu hlutu:

Af A-lista: Sigurður Grétarsson, Brynjar Örn Gunnarsson og Aldís Aðalbjarnardóttir

 

Af B-lista: Helgi Magnússon og Jón Haukur Ingvason.

9.1010046 - Kosning í framkvæmdaráð

Ólafur Þór Gunnarsson var kosinn aðalmaður í framkvæmdaráð í stað Guðnýjar Dóru Gestsdóttur.

Fundi slitið - kl. 18:15.