Bæjarstjórn

1049. fundur 22. desember 2011 kl. 10:15 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
 • Hafsteinn Karlsson 1. varaforseti
 • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
 • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
 • Aðalsteinn Jónsson aðalfulltrúi
 • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
 • Erla Karlsdóttir varafulltrúi
 • Páll Magnússon bæjarritari
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Hafseinn Karlsson stýrði fundi.

1.1112015 - Bæjarráð 15/12

2621. fundur

Til máls tóku Ármann Kr. Ólafsson um liði 1 og 4 og Ómar Stefánsson um liði 4 og 18.

2.1110420 - Endurskoðun ársreikninga, útboð

Tillaga frá fjármála- og hagsýslustjóra og deildarstjora framkvæmdadeildar, dags. 12/12, vegna tilboða í verkið "Endurskoðun Kópavogsbæjar 2011-2012" skv. útboðsgögnum gerðum af fjármáladeild Kópavogsbæjar, dags. í nóvember 2011. Útboðið var opið og bárust eftirfarandi tilboð:
nr.
Verktaki
Tilb. yfirfarin
% mv. lægst - bjóðanda
1
Deloitte hf.
8.596.020
100%
6
KPMG
13.305.060
155%
4
PWC ehf.
23.726.000
276%
2
Ernst Young
33.731.600
392%
7
Kostnaðaráætlun
32.800.000
38%

Bæjarráð samþykkti með fjórum atkvæðum gegn einu að leitað yrði samninga við lægstbjóðanda Deloitte hf. Þar sem ágreiningur var um málið þarfnast það afgreiðslu í bæjarstjórn.

Til máls tók Gunnar Ingi Birgisson.

Hlé var gert á fundi kl. 10:23.  Fundi var fram haldið kl. 10:45.

Til máls tóku Guðríður Arnardóttir og Gunnar Ingi Birgisson, sem lagði fram eftirfarandi bókun:

"Við undirritaðir teljum að tilboð Deloitte í endurskoðun bæjarreikninga fyrir árin 2011 og 2012 sé algjörlega óraunhæft, þ.e. 4,3 milljónir kr. fyrir hvert ár eða 27% af kostnaðaráætlun. Það er svipuð upphæð eins og það kostar meðalstórt fyrirtæki með veltu upp á nokkur hundruð milljónir króna, en Kópavogsbær veltir yfir tuttugu milljörðum króna með 7000 reikningslykla.

Annað hvort verður endurskoðunin nánast engin eða hinsvegar fær fyrirtækið (Deloitte) önnur verkefni hjá bænum til að bæta sér upp lágt tilboð. Eins og alkunna er eru Deloitte hirð-endurskoðendur Samfylkingar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks, sérstaklega eftir pantaða skýrslu frá þeim í janúar 2009 um viðskipti Frjálsrar miðlunar við Kópavogsbæ. Allar fullyrðingar í þeirri skýrslu voru hraktar af helsta sérfræðingi í útboðsrétti, Eiríki Elíasi Þorkelssyni hjá lögmannsstofunni Lex hf.

Ef framangreint er skoðað í samhengi er augljóst í hvað stefnir. Við greiðum því atkvæði á móti þessari tillögu meirihlutans.

Gunnar Ingi Birgisson, Aðalsteinn Jónsson"

Til máls tóku Ármann Kr. Ólafsson og Ómar Stefánsson.

Hlé var gert á fundi kl. 11:01.  Fundi var fram haldið kl.11:11.

Til máls tók Guðríður Arnardóttir og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Bókun af þessu tagi dæmir sig sjálf, uppfull af dylgjum. Við berum fullt traust til allra þeirra aðila sem buðu í verkið en tökum einfaldlega tilboði lægstbjóðanda.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Rannveig Ásgeirsdóttir, Pétur Ólafsson, Erla Karlsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson"

Til máls tók Ómar Stefánsson og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þær aðdróttanir Gunnars og Aðalsteins um að endurskoðun Deloitte verði nánast engin og að fyrirtækið fái önnur verkefni hjá bænum eða að það sé hirðendurskoðendur hjá Framsóknarflokknum og einhverjum öðrum flokkum dæma sig sjálf og hafa ekkert með útboðið að gera.

Ómar Stefánsson"

Til máls tóku Aðalsteinn Jónsson, Guðríður Arnardóttir, Ómar Stefánsson, Gunnar Ingi Birgisson, sem óskaði eftir að bera af sér sakir, Guðríður Arnardóttir, sem óskaði eftir að bera af sér sakir, og Ármann Kr. Ólafsson.

Hlé var gert á fundi kl. 11:27.  Fundi var fram haldið kl. 11:36.

Kl. 11:36 mætti Karen Elísabet Halldórsdóttir til fundarins.

Óskað var eftir nafnakalli um afgreiðslu tillögunnar.

Gunnar Ingi Birgisson sagði nei,

Karen Halldórsdóttir sagði já,

Ólafur Þór Gunnarsson sagði já,

Ómar Stefánsson sagði já,

Pétur Ólafsson sagði já,

Rannveig Ásgeirsdóttir sagði já,

Aðalsteinn Jónsson sagði nei,

Ármann Kr. Ólafsson sagði já,

Erla Karlsdóttir sagði já,

Guðríður Arnardóttir sagði já,

Hafsteinn Karlsson sagði já.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu um að leita samninga við lægstbjóðanda með níu atkvæðum gegn tveimur.

3.1111516 - Lántaka nóvember 2011. Lánasamningar nr. 37 og 38

Staðfesting á lántöku, sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar þann 29. nóvember sl.:

1.         "Bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 1.260.000.000 kr. til 13 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að  endurfjármagna afborgun láns nr. 0610059 á gjalddaga hjá Lánasjóði sveitarfélaga í desember 2011, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

          Jafnframt er Guðrúnu Pálsdóttur, 071256-4489, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."

2.         "Bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð EUR 5.000.000 kr. til 10 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við leikskóla, skóla og hjúkrunarheimili, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Lánið er af endurlánafé frá Þróunarbanka Evrópuráðsins og skuldbindur lántaki sig til að veita upplýsingar um þau verkefni sem fjármögnuð eru skv. Viðauka III í lánasamningi, en þau þurfa að rúmast innan skilyrða þróunarbankans sbr. Viðauka II í lánasamningi.

          Jafnframt er Guðrúnu Pálsdóttur, 071256-4489, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."

Bæjarstjórn staðfestir fyrri ákvörðun um lántöku einróma.

Forseti óskaði bæjarfulltrúum og fjölskyldum þeirra og bæjarbúum öllum gleðilegra jóla.

Fundi slitið - kl. 18:00.