Bæjarstjórn

1099. fundur 24. júní 2014 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir varafulltrúi
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Ármann Kr. Ólafsson, starfsaldursforseti, setti fundinn, bauð nýkjörna fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs velkomna til starfa og greindi frá dagskrá. Skv. 2. mgr. 96. gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar nr. 5/1998 skal yfirkjörstjórn senda nýkjörinni sveitarstjórn greinargerð um úrslit kosninga.

1.1402235 - Sveitarstjórnarkosningar 2014

Formaður yfirkjörstjórnar, Snorri Tómasson, tók til máls og flutti skýrslu kjörstjórnar, skv. 2. mgr. 96. gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar nr. 5/1998.
Á kjörskrá í kosningunum voru 23.606. Alls kusu á kjörstað 12.590 og utankjörfundaratkvæði voru 1.769. Kosningaþátttaka var 60,8%.

Atkvæði féllu þannig:
B listi Framsóknarflokks 1.610 atkvæði eða 11,76% og 1 fulltrúa.
D listi Sjálfstæðisflokks 5.388 atkvæði eða 39,34% og 5 fulltrúa.
S listi Samfylkingarinnar 2.203 atkvæði eða 16,08% og 2 fulltrúa.
T listi Dögunar og umbótasinna 113 atkvæði eða 0,83% og engan fulltrúa.
V listi Vinstri græns og félagshyggjufólks 1.310 atkvæði eða 9,56% og 1 fulltrúa.
X listi Næst besta flokksins 435 atkvæði eða 3,18% og engan fulltrúa.
Þ listi Pírata 554 atkvæði eða 4,04% og engan fulltrúa.
Æ listi Bjartrar framtíðar 2.083 atkvæði eða 15,21% og 2 fulltrúa.
Auðir seðlar 601
Ógildir seðlar 62
Gildir seðlar 13.696
Samtals seðlar 14.359

Eftirtaldir hlutu kosningu sem aðal- og varafulltrúar í bæjarstjórn Kópavogs:
Kjörnir aðalfulltrúar:
Birkir Jón Jónsson B-listi Framsóknarflokks
Ármann Kr. Ólafsson D-listi Sjálfstæðisflokks
Margrét Friðriksdóttir D-listi Sjálfstæðisflokks
Karen E. Halldórsdóttir D-listi Sjálfstæðisflokks
Hjördís Ýr Johnson D-listi Sjálfstæðisflokks
Guðmundur Geirdal D-listi Sjálfstæðisflokks
Pétur Hrafn Sigurðsson S-listi Samfylkingar
Ása Richardsdóttir S-listi Samfylkingar
Ólafur Þór Gunnarsson V-listi Vinstri græns og félagshyggjufólks
Theódóra S. Þorsteinsdóttir Æ-listi Bjartrar framtíðar
Sverrir Óskarsson Æ-listi Bjartrar framtíðar
Kjörnir varafulltrúar:
Sigurjón Jónsson B-listi Framsóknarflokks
Margrét Björnsdóttir D-listi Sjálfstæðisflokks
Jón Finnbogason D-listi Sjálfstæðisflokks
Andri Steinn Hilmarsson D-listi Sjálfstæðisflokks
Anný Berglind Thorstensen D-listi Sjálfstæðisflokks
Gunnlaugur Snær Ólafsson D-listi Sjálfstæðisflokks
Unnur Tryggvadóttir Flóvenz S-listi Samfylkingar
Hannes Friðbjarnarson S-listi Samfylkingar
Margrét Júlía Rafnsdóttir V-listi Vinstri græns og félagshyggjufólks
Hreiðar Oddsson Æ-listi Bjartrar framtíðar
Ragnhildur Reynisdóttir Æ-listi Bjartrar framtíðar

Lagt fram.

2.1406289 - Kosning forseta bæjarstjórnar

Kosning forseta bæjarstjórnar. Ármann Kr. Ólafsson gerði tillögu um Margréti Friðriksdóttur.

Margrét Friðriksdóttir var kosin forseti með ellefu atkvæðum.

3.1406289 - Kosning 1. og 2. varaforseta

Tillaga um 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.

Ólafur Þór Gunnarsson kosinn 1. varaforseti með ellefu atkvæðum.

Sverrir Óskarsson kosinn 2. varaforseti með ellefu atkvæðum.

4.1406289 - Kosning skrifara

Kosning tveggja skrifara og jafn margra til vara úr hópi bæjarfulltrúa.

Kosningu hlutu með ellefu atkvæðum:

Karen Halldórsdóttir og Ása Richardsdóttir

 

Kjöri varamanna var frestað.

 

5.1406292 - Ráðning bæjarstjóra 2014

Ráðning bæjarstjóra. Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Með vísan til 54. gr. sveitarstjórnarlaga leggja undirrituð til að Ármann Kr. Ólafsson verði ráðinn í starf bæjarstjóra Kópavogsbæjar.

Óskað var eftir leynilegri atkvæðagreiðslu um tillöguna. Fram fór leynileg atkvæðagreiðsla og samþykktu sjö bæjarfulltrúar tillöguna en fjórir atkvæðaseðlar voru auðir.

Bæjarstjórn samþykkir því að ráða Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóra.

6.1406289 - Kosningar í bæjarráð

Kosning fimm fulltrúa sem aðalmenn og jafnmargra til vara. Einnig tilnefndur áheyrnarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Fjallalind 43

Karen E. Halldórsdóttir, Lækjasmára 68

Hjördís Ýr Johnson, Laugalind 12

Af B-lista:

Pétur Hrafn Sigurðsson, Fitjasmári 1

Ólafur Þór Gunnarsson, Þinghólsbraut 32

Skipan áheyrnarfulltrúa samkvæmt 43. gr. bæjarmálasamþykktar:

Áheyrnarfulltrúi:  Birkir Jón Jónsson, Baugakór 13

7.1406231 - Kosningar í almannavarnanefnd hbsv. 2014

Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara í almannavarnanefnd hbsv.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Ármann Kr. Ólafsson

Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Kosningu varamanna frestað.

8.1406232 - Kosningar í atvinnu- og þróunarráð 2014

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara í atvinnu- og þróunarráð.

Kosningu frestað.

9.1406233 - Kosningar í barnaverndarnefnd 2014

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara í barnaverndarnefnd.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Bragi Michaelsson, Fellahvarf 4

Matthías Björnsson, Huldubraut 62

Karen Rúnarsdóttir, Lautasmára 49

Af B-lista:

Anna Kristinsdóttir, Sæbólsbraut 32

Sigurbjörg Vilmundardóttir, Björtusölum 25

Kosningu varamanna frestað.

10.1406234 - Kosningar í fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands 2014

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands.

Kosningu hlutu:

Aðalmaður:  Margrét Friðriksdóttir, Bæjartúni 9

Kosningu varamanns frestað.

11.1406235 - Kosningar í félagsmálaráð 2014

Kosning sjö aðalmanna og jafnmargra til vara í félagsmálaráð.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Gunnsteinn Sigurðsson, Grandahvarf 3b

Ragnheiður S. Dagsdóttir, Fjallalind 42

Rannveig Bjarnadóttir, Fjallalind 34

Vilhjálmur Einarsson, Birkigrund 9b

Af B-lista:

Kristín Sævarsdóttir, Hrauntungu 71

Matthías Imsland, Hvannhólma 6

Arnþór Sigurðsson, Bjarnhólastíg 12

Kosningu varamanna frestað.

12.1406236 - Kosningar í forsætisnefnd 2014

Aðalmenn eru forseti bæjarstjórnar ásamt varaforsetum. Kosning þriggja varamanna í forsætisnefnd.

Kosningu varamanna frestað.

13.1406237 - Kosningar í forvarna- og frístundanefnd 2014

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara í forvarna- og frístundanefnd.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Andri Steinn Hilmarsson, Jörfalind 26

Rakel Másdóttir, Gulaþingi 13

Rannveig Jónsdóttir, Birkihvammi 2

Af B-lista:

Sigurður Hauksson, Skólagerði 48

Margrét Sigríður Sigbjörnsdóttir, Bræðratungu 21

Áheyrnarfulltrúi: Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, Trönuhjalla 9

Kosningu varamanna frestað.

14.1406238 - Kosningar í framkvæmdaráð 2014

Kosning þriggja aðalmanna og jafnmargra til vara í framkvæmdaráð.

Kosningu frestað.

15.1406239 - Kosningar í hafnarstjórn 2014

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara í hafnarstjórn, auk bæjarstjóra sem gegnir embætti hafnarstjóra.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Fjallalind 43

Evert K. Evertsson, Álfhólsvegi 127

Andrés Gunnlaugsson, Álfhólsvegi 65

Af B-lista:

Steingrímur Steingrímsson, Víðigrund 19

Helga Margrét Reinhardsdóttir, Sæbólsbraut 59

Kosningu varamanna frestað.

16.1406240 - Kosningar í Heilbrigðiseftirlit 2014

Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara í Heilbrigðiseftirlit Kópavogs- og Hafnarfjarðarsvæðis.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Jón Haukur Ingvason, Auðbrekku 34

Af B-lista:

Svava Guðmundsdóttir, Álfhólsvegi 93

Kosningu varamanna frestað.

17.1406241 - Kosningar í íþróttaráð 2014

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara í íþróttaráð.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Jón Finnbogason, Skjólsölum 16

Lovísa Ólafsdóttir, Huldubraut 31

Sigursteinn Óskarsson, Skólagerði 20

Af B-lista:

Hlín Bjarnadóttir, Geislalind 15

Sigurjón Jónsson, Logasölum 3

Áheyrnarfulltrúi: Helgi Hrafn Ólafsson, Ásbraut 19

Kosningu varamanna frestað.

18.1406242 - Kosningar í jafnréttis- og mannréttindaráð 2014

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara í jafnréttis- og mannréttindaráð.

Kosningu frestað.

19.1406243 - Kosningar í samstarfsnefnd vegna kjarasamninga 2014

Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara í samstarfsnefnd vegna kjarasamninga.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Páll Magnússon

Þorsteinn Einarsson

Kosningu varamanna frestað.

20.1406244 - Kosningar í yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga, alþingiskosninga og forsetakosninga.

Kosning þriggja aðalmanna og jafnmargra til vara í yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga, alþingiskosninga og forsetakosninga.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Snorri Tómasson, Birkigrund 50

Una Björg Einarsdóttir, Álfkonuhvarf 41

Af B-lista:

Einar Kristján Jónsson, Hrauntungu 79

Kosningu varamanna frestað.

21.1406247 - Kosningar í hverfakjörstjórnir 2014-2018

Kosning þriggja manna og jafnmargra til vara í hverfiskjörstjórn í Smáranum.
Kosning þriggja manna og jafnmargra til vara í hverfiskjörstjórn í Kórnum.

Kosningu var frestað.

22.1406248 - Kosningar í leikskólanefnd 2014

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara í leikskólanefnd.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir, Ásakór 1

Gunnlaugur Snær Ólafsson, Hraunbraut 14

Eiríkur Ólafsson, Álfhólsvegi 77

Af B-lista:

Marteinn Sverrisson, Vindakór 2

Signý Þórðardóttir, Álfatún 21

Áheyrnarfulltrúi: Helga María Hallgrímsdóttir, Lyngbrekku 19

Kosningu varamanna frestað.

23.1406249 - Kosningar í lista- og menningarráð 2014

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara í lista- og menningarráð.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Karen E. Halldórsdóttir, Lækjasmára 68

Sigurður Sigurbjörnsson, Perlukór 3d

Auður Sigrúnardóttir, Holtagerði 16

Af B-lista:

Hannes Friðbjarnarson, Lyngbrekku 17a

Björg Baldursdóttir, Haukalind 23

Áheyrnarfulltrúi: Þuríður Backman, Bjarnhólastíg 2

Kosningu varamanna frestað.

24.1406251 - Kosningar í skipulagsnefnd 2014

Kosning sjö aðalmanna og jafnmargra til vara í skipulagsnefnd.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Guðmundur G. Geirdal, Fákahvarf 1

Sigríður Kristjánsdóttir, Daltún 21

Sverrir Óskarsson, Vallargerði 31

Anna María Bjarnadóttir, Álfhólsvegi 114

Af B-lista:

Ása Richardsdóttir, Lækjarhjalla 22

Kristinn Dagur Gissurarson, Hjallabrekku 13

Margrét Júlía Rafnsdóttir, Bakkasmári 24

Kosningu varamanna frestað.

25.1406252 - Kosningar í landsskipulagsnefnd

Kosning eins aðalmanns í landsskipulagsnefnd.

Kosningu frestað.

26.1406254 - Kosningar í skólanefnd 2014

Kosning sjö aðalmanna og jafnmargra til vara í skólanefnd.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Margrét Friðriksdóttir, Bæjartúni 9

Ólafur Örn Karlsson, Vatnsendabletti 719

Helgi Magnússon, Lindasmári 37

Ragnhildur Reynisdóttir, Kópalind 1

Af B-lista:

Bergljót Kristinsdóttir, Hásölum 11

Guðrún Jónína Guðjónsdóttir, Álftröð 5

Gísli Baldvinsson, Álfatún 31

Kosningu varamanna frestað.

27.1406255 - Tilnefningar í skólanefnd MK 2014

Tilnefning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara í skólanefnd Menntaskólans í Kópavogi.

Afgreiðslu var frestað.

28.1406256 - Kosningar í stjórn Héraðsskjalasafns 2014

Kosning þriggja aðalmanna og jafnmargra til vara í stjórn Héraðsskjalasafns Kópavogs.

Kosningu frestað.

29.1406257 - Kosningar í stjórn LSK 2014

Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Kristinn Sverrisson, Kópavogsbraut 82

Af B-lista:

Ása Richardsdóttir, Lækjarhjalla 22

Kosningu varamanna frestað.

30.1406250 - Kosningar í stjórn Reykjanesfólkvangs 2014

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í stjórn Reykjanesfólkvangs.

Kosningu frestað.

 

31.1406258 - Kosningar í stjórn SSH

Bæjarstjóri situr í stjórn SSH. Kosinn varamaður hans.

Kosningu varamanns frestað.

32.1406260 - Kosningar fulltrúa á landsþing Sambandsins 2014 - 2018

Kosning sjö fulltrúa á landsþing Sambandsins.

Kosningu hlutu:

Af A-lista:

Ármann Kr. Ólafsson

Margrét Friðriksdóttir

Karen E. Halldórsdóttir

Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Sverrir Óskarsson

Af B-lista:

Pétur Hrafn Sigurðsson

Birkir Jón Jónsson

33.1406261 - Kosningar í samstarfsnefnd um rekstur skíðasvæða hbsv. 2014

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í samstarfsnefnd um rekstur skíðasvæða hbsv.

Kosningu hlaut:

Aðalmaður:  Anný Berglind Thorstensen, Arakór 8

Kosningu varamanns frestað.

34.1406262 - Kosningar í stjórn Slökkviliðs hbsv. 2014

Bæjarstjóri situr í stjórn Slökkviliðs hbsv. Kosinn varamaður hans.

Kosningu varamanns frestað.

35.1406263 - Kosningar í stjórn Sorpu bs. 2014

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í stjórn Sorpu bs.

Kosningu hlaut:

Aðalmaður: Guðmundur G. Geirdal, Fákahvarfi 1

Kosningu varamanns frestað.

36.1406264 - Kosningar í stjórn Strætó bs. 2014

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í stjórn Strætó bs.

Kosningu hlaut:

Aðalmaður:  Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Fjallalind 43

Kosningu varamanns frestað.

37.1406265 - Kosningar í stjórn Tónlistarskóla Kópavogs 2014

Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara í stjórn Tónlistarskóla Kópavogs.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Þórdís Helgadóttir, Bergsmára 1

Af B-lista:

Unnur Tryggvadóttir Flóvenz, Hlégerði 19

Kosningu varamanna frestað.

38.1406266 - Kosningar í stjórn Tónsala 2014

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í stjórn tónlistarskólans Tónsala.

Kosningu hlaut:

Aðalmaður:  Guðmundur G. Geirdal, Fákahvarfi 1

Kosningu varamanns frestað.

39.1406267 - Kosningar í svæðisskipulagsnefnd hbsv. 2014

Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara í svæðisskipulagsnefnd hbsv.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Sverrir Óskarsson, Vallargerði 31

Af B-lista:

Ása Richardsdóttir, Lækjarhjalla 22

Kosningu varamanna frestað.

40.1406268 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2014

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara í umhverfis- og samgöngunefnd.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Hjördís Ýr Johnson, Laugalind 12

Jón Kristinn Snæhólm, Vindakór 9

Hreiðar Oddsson, Álfhólsvegi 107

Af B-lista:

Sigurður M. Grétarsson, Engihjalla 11

Einar Baldursson, Hlíðarhjalla 51

Áheyrnarfulltrúi: Hreggviður Norðdahl, Álfhólsvegi 93

Kosningu varamanna frestað.

41.1406270 - Kosningar í stjórn Markaðsstofu 2014-2018

Kosning fjögurra aðalmanna og tveggja til vara í stjórn Markaðsstofu Kópavogs.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Áslaug Thelma Einarsdóttir, Lómasölum 21

Ása Inga Þorsteinsdóttir, Hlíðarhjalla 14

Af B-lista:

Sigurjón Jónsson, Logasölum 3

Kolviður Ragnar Helgason, Digranesheiði 3

Kosningu varamanna frestað.

42.1406410 - Málefnasamningur Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Kópa

Lögð fram yfirlýsing um meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Kópavogi.

Til máls tók Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri,  og gerði hann grein fyrir málefnasamningi nýs meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs.

Hlé var gert á fundi kl. 18:23. Fundi var fram haldið kl. 18:53.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Vinstri græn og félagshyggjufólk taka undir margt af því sem fram kemur í málefnasamningi D og Æ enda  margt þar sem er lauslega og almennt orðað og því auðvelt að skilja á sinn hátt.  VGF sakna þess að sjá ekki kröftugar tekið á málefnum eldra fólks en þarna er gert, ekkert er tekið á vanda Sunnuhlíðar, forvarnar og lýðheilsustyrkur til eldra fólks er ekki tekinn upp.  Glugginn á einkavæðingu almannaþjónustu er opnaður en undir ?new speak" orðhenglinum fjölbreytt rekstrarform. VGF vara eindregið við slíkum hugmyndum. Hefðbundin loforð hægri manna um lægri skatta eru viðruð, án þess að þess sé getið hvar eigi að auka álögur í staðinn. VGF munu á næstu 4 árum leggja fram tillögur um lægri álögur á barnafjölskyldur, og mun ekki af veita því þessa sér varla stað í málefnasamningnum. VGF hlakka til kjörtímabilsins sem framundan er og munu viðhafa harða en málefnalega og uppbyggilega stjórnarandstöðu.

Ólafur Þór Gunnarsson"

Pétur Hrafn Sigurðson lagði fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar:

"Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkurinn hafa gert skólamál að meginmarkmiði í meirihlutastarfi sínu. Það kemur því á óvart hversu lítið fjallað er um skólamálin í málefnasamningi  flokkanna. Ekkert er minnst á innviði leik- og grunnskóla, ekkert um úrbætur í húsnæðismálum, vinnuaðstöðu, endurmenntun, starfskjörum eða öðrum þáttum sem skipta megin máli í að gera góða skóla betri.  Stærsta kosningaloforðið sem gefið var í kosningabaráttunni var loforð Sjálfstæðisflokksins um að hækka frístundastyrk úr 13.500 krónum upp í 54.000 krónur. Ekkert er minnst á hækkun frístundastyrks í málefnasamningi Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins.

Málefnasamnningur meirihlutans, Bjartar framtíðar og Sjálfstæðisflokks einkennist mjög af almennum fyrirheitum og fáum skýrum markmiðum.  Boðuð er stefnumörkun í fjölmörgum málaflokkum án þess að pólitísk markmið nýrrar stefnu séu reifuð og því erfitt fyrir bæjarbúa að átta sig á pólitískum áherslum nýs meirihluta.

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar

Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 20:03. Fundi var fram haldið kl. 20:30.

Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Framsóknarmenn í Kópavogi óska nýjum meirihluta góðs í sínum störfum. Við, kjörnir fulltrúar í nefndum, ráðum og bæjarstjórn, munum tala fyrir þeim málum sem við vorum kjörin til að framfylgja í nýafstöðnum kosningum. Málefni fjölskyldna, betri skólar og aukin tækifæri fólks til þátttöku í samfélaginu eru okkar forgangsmál. Við viljum huga sérstaklega að þörfum atvinnulífsins og sækja fram því það er undirstaða velferðarsamfélags. Umfram allt munum við gera okkar besta í því umboði sem bæjarbúar hafa veitt okkur.

Birkir Jón Jónsson"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa meirihlutans:

"Eins og fram kemur í yfirskrift málefnasamningsins þá byggir hann á stefnu Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins. Málefnasamningurinn er stefnumarkandi um leið og hann er skýrt yfirlit yfir verkefni sem ráðist verður í næstu fjögur árin. Nánari útfærsla verður meðal annars unnin í nefndum bæjarins þar sem fulltrúar allra flokka sitja og í samstarfi við íbúa. Þá mun nánari útfærsla einnig koma fram í fjárhagsáætlunum næstu ára.

Við fögnum jákvæðri og uppbyggjandi umræðu sem verið hefur á fundinum um málefnasamninginn.

Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson"

43.1406417 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 24. júní 2014

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 12. júní, forvarna- og frístundanefndar frá 10. júní, lista- og menningarráðs frá 16. júní, stjórnar Héraðsskjalasafns frá 11. júní, stjórnar Sorpu bs. frá 6. og 13. júní og stjórnar SSH frá 6. júní.

Lagt fram.

44.1406009 - Bæjarráð, 12. júní

2735. fundargerð í 8 liðum.

Lagt fram.

45.1406005 - Forvarna- og frístundanefnd, 10. júní

22. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

46.1406011 - Lista- og menningarráð, 16. júní

29. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

47.1401103 - Stjórn Héraðsskjalasafns, 11. júní

89. fundargerð í 2 liðum

Lagt fram.

48.1401098 - Stjórn Sorpu bs., 6. júní

337. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

49.1401098 - Stjórn Sorpu bs., 13. júní

338. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

50.1401107 - Stjórn SSH, 6. júní

403. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

51.1403263 - Kópavogsgerði 5-7. Breytt deiliskipulag.

Mál sem frestað var á fundi bæjarstjórnar þann 10. júní sl. Lagt fram að nýju erindi sem samþykkt var á fundi skipulagsnefndar þann 20. maí. Afgreiðslan staðfest á fundi skipulagsnefndar þann 5. júní og vísað aftur til bæjarstjórnar.
Skipulagsnefnd staðfestir afgreiðslu sína frá 20. maí 2014 og samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með níu atkvæðum en tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

52.1406131 - Austurkór 155. Breytt deiliskipulag.

Mál sem frestað var á fundi bæjarstjórnar þann 10. júní sl. Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, dags. 5.6.2014 f.h. lóðarhafa vegna breytts deiliskipulags Austurkórs 155. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss á einni hæð og kjallara (á þremur pöllum) verði reist einbýlishús á einni hæð. Gólfkóti aðalhæðar lækkar um 30cm sbr. uppdráttum dags. 20.6.2014.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir framlagða tillögu með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með 11 atkvæðum.

53.1406120 - Austurkór 167-169. Breytt deiliskipulag.

Mál sem frestað var á fundi bæjarstjórnar þann 10. júní sl. Lagt fram erindi Benjamíns Magnússonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Austurkórs 167-169. Í breytingunni felst að í stað tveggja hæða parhúss verði reist einnar hæðar parhús sbr. erindi og uppdráttum dags. 4.6.2014. Í gildandi skipulagsskilmálum segir að ef komi í ljós við gerð hæða- og mæliblaða að hægt sé að koma fyrir húsi á einni hæð með eða án kjallara veiti skipulagsnefnd það leyfi og tæknideild Kópavogs ákveður þá hæðarsetningu húss. Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir framlagða tillögu með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með 11 atkvæðum.

54.1406405 - Fundarsköp - dagskrá bæjarstjórnarfunda

Samkvæmt ákvæðum 11. gr. samþykkta um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar tekur bæjarstjórn ákvörðun um hvar og hvenær bæjarstjórnarfundir eru haldnir. Forseti leggur til að bæjarstjórn staðfesti ákvæði 8. gr. samþykktanna um að reglulegir fundir bæjarstjórnar á kjörtímabilinu fari fram 2. og 4. þriðjudag hvers mánaðar kl. 16:00.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

55.809008 - Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Kópavogsbæ

Lagðar fram gildandi siðareglur Kópavogsbæjar sem samþykktar voru í bæjarstjórn þann 12. maí 2009. Forseti leggur til að forsætisnefnd fari yfir gildandi siðareglur og geri tillögu til bæjarstjórnar um staðfestingu þeirra eða tillögur til breytinga.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

56.1306180 - Breytingartillaga á bæjarmálasamþykkt

Lögð fram eftirfarandi breytingartillaga frá Ármanni Kr. Ólafssyni við núgildandi bæjarmálasamþykkt. Breytingar á samþykktum skal ræða á tveimur fundum bæjarstjórnar.
Lagt er til að 47. gr. samþykktanna breytist þannig:
Töluliður 2 í kafla B falli út.
Töluliður 8 í kafla B falli út.
Töluliður 21 í kafla B falli út.
Töluliður 19 í kafla B verði og sjö til vara.
Töluliður 20 í kafla B verði og sjö til vara.
Töluliðir B-kafla færist upp sem þessu nemur.
Greinargerð
Lagt er til að atvinnu- og þróunarráð verði lagt niður. Stjórn Markaðsstofu Kópavogs verði eftir atvikum falin verkefni ráðsins.
Þá er lagt til að framkvæmdaráð verði lagt niður og bæjarráði falið verkefni ráðsins í nýju erindisbréfi sem lagt verður fram.
Einnig er lagt til að stjórn Héraðsskjalasafns verði lögð niður og lista- og menningarráð taki við verkefnum stjórnarinnar. Erindisbréf ráðsins verði breytt til samræmis við það.
Í 19. og 20. tölulið B kafla 47. gr. hefur misfarist að færa fjölda varamanna til samræmis við fjölda aðalmanna.

Birkir Jón Jónsson lagði til að tillögunni yrði frestað og vísað til bæjarráðs til úrvinnslu.

Hlé var gert á fundi kl. 21:03. Fundi var fram haldið kl. 21:14.

Tillaga um frestun var felld með sjö atkvæðum en fjórir greiddu atkvæði með henni.

Hlé var gert á fundi kl. 21:53. Fundi var fram haldið kl. 21:54.

Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum gegn fjórum að vísa breytingartillögunum til seinni umræðu bæjarstjórnar.

57.1406406 - Sumarleyfi bæjarstjórnar

Með vísan til 8. gr. samþykkta Kópavogsbæjar leggur forseti til að reglulegur fundur bæjarstjórnar falli niður í ágúst.
Samkvæmt 35. gr. laga nr. 138/2011 og 32. gr. samþykkta Kópavogsbæjar fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella í sumarleyfi hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

Fundi slitið - kl. 18:00.