Bæjarstjórn

1030. fundur 25. janúar 2011 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1101008 - Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra 10/1

12. fundur

Til máls tók Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 3.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

2.1003047 - Kosningar á fundi bæjarstjórnar

Í umhverfisnefnd var kjörin Hreggviður Nordahl í stað Karólínu Einarsdóttur.

Í jafnréttisnefnd var kjörin Lára Jóna Þorsteinsdóttir í stað Bryndísar Hilmarsdóttur.

3.1101726 - Nýtt skipurit

Til máls tók Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, og gerði grein fyrir tillögu að breyttu skipuriti í stjórnsýslu Kópavogsbæjar. Með tillögunni er sviðum bæjarins fækkað úr sex í fjögur. Þá tók til máls Ármann Kr. Ólafsson og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks við framkomna tillögu að breyttu skipuriti:

"Tillaga 1

Í stað Umhverfissviðs verði áfram tvö svið.  Annars vegar framkvæmda og tæknisvið og hins vegar Umhverfis og skipulagssvið. Ein almenn skrifstofa verði rekin fyrir bæði sviðin. 

Með þessu er tryggt sjálfstæði umhverfis- og skipulagsmála gagnvart framkvæmdamálum.

Tillaga 2

Íþróttir og tómstundir verði undir stjórnsýslusviði í stað þess að verða undir menntasviði. ( Hér er átt við tómstundir sem bærinn stendur ekki fyrir með beinum hætti)

Tillaga 3

Félagsstarf aldraðra verði undir Velferðarsviði í stað þess að fara undir menntasvið.

Tillaga 4

Gæðamál verði undir almennri skrifstofu í stað þess að verða sérstök deild

Tillaga 5

Almenningssamgöngur fari undir umhverfissvið.

Ármann Kr. Ólafsson, Hildur Dungar, Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir"

 

Pétur Ólafsson gerði því næst athugasemd við stjórn fundarins. Þá tók til máls Una María Óskarsdóttir og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð telur óheppilegt að ekki var haft samráð við minnihluta bæjarstjórnar um svo stórt mál sem breyting á skipuriti bæjarins er og harmar þann stutta tíma sem bæjarfulltrúar hafa fengið til þess að kynna sér málið, sem er stórt og hefur víðtæk áhrif.  Undirtituð telur að svo stórar breytingar sem um ræðir hefðu þurft mun lengi og betri umfjöllun.

Óskað er frestunar á málinu svo betri umfjöllun geti farið fram. Málið er allt of stórt til þess að ákvörðun verði tekn á svo stuttum tíma, þ.e.

tillögur um nýtt skipurit voru lagðar fram síðasta fimtudag og  ætlast er til að þær verði samþykktar í dag þriðjudag.

Una María Óskarsdóttir"

 

Þá tók til máls Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, Gunnar Ingi Birgisson, Hildur Dungal og Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri.

Forseti bar undir fundinn tillögu Unu Maríu Óskarsdóttur um að fresta afgreiðslu fyrirliggjandi tillögu og var frestunartillagan felld með sex atkvæðum en fimm greiddu atkvæði með henni.

Forseti bar undir fundinn breytingartillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, merkt Tillaga 1, og var óskað eftir nafnakalli. Atkvæði féllu þannig:

Pétur Ólafsson sagði nei,

Rannveig Ásgeirsdóttir sagði nei,

Una María Óskarsdóttir sat hjá,

Ármann Kr. Ólafsson sagði já,

Guðný Dóra Gestsdóttir sagði nei,

Guðríður Arnardóttir sagði nei,

Gunnar Ingi Birgisson sagði já,

Hjálmar Hjálmarsson sagði nei,

Hildur Dungal sagði já,

Margrét Björnsdóttir sagði já og

Hafsteinn Karlsson sagði nei.

Tillagan var felld með sex atkvæðum en fjórir greiddu atkvæði með henni.

Forseti bar undir fundinn breytingartillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, merkt Tillaga 2, og var hún felld með sex atkvæðum en fjórir greiddu atkvæði með henni. Einn fulltrúi sat hjá.

Forseti bar undir fundinn breytingartillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, merkt Tillaga 3, og var hún felld með sex atkvæðum en fjórir greiddu atkvæði með henni. Einn fulltrúi sat hjá.

Forseti bar undir fundinn breytingartillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, merkt Tillaga 4, og var hún felld með sex atkvæðum en fimm greiddu atkvæði með henni.

Breytingartilliga bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, merkt Tillaga 5, var dregin til baka.

Þá bar forseti undir fundinn framlagða tillögu að breyttu skipuriti Kópavogsbæjar og var hún samþykkt með sex atkvæðum gegn fjórum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Ármann Kr. Ólafsson bar fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæla harðlega vinnubrögðum meirihlutans við breytingar á skipuriti bæjarins. Skipuritið var lagt fram í bæjarráði sl. fimmtudag. Óskað var eftir frestun á afgreiðslu málsins. Hefðin er sú að við slíka ósk er frestað til næsta bæjarráðsfundar sem er viku síðar. Í stað þess boðar formaður bæjarráðs til nýs bæjarráðsfundar sólarhring síðar. Enginn bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafði séð breytingartillögurnar og því er ljóst að sólarhringur var allt of skammur fyrirvari til þess að koma fram með breytingartillögur í svo viðamiklu máli þar sem skipuriti bæjarins hefur verið algerlega kollvarpað. Það tók stórt ráðgjafafyrirtæki á þriðja mánuð að ljúka þessari vinnu.

Sjálfstæðisflokkurinn leggur engu að síður fram breytingatillögur við umræðu í bæjarstjórn. Það hefur þó í raun lítinn tilgang þar sem meirihlutinn hefur nú þegar kynnt breytingarnar fyrir starfsfólki bæjarins og því ljóst að hann ætlar ekki að taka nokkurt tillit til nýrra tillagna né heldur að láta umræðu í bæjarstjórn hafa áhrif á þær tillögur sem nú liggja fyrir.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæla þessum vinnubrögðum og telja að þau geti ekki staðist skoðun um heiðarlega og eðlilega stjórnsýslu. Þá er vert að undirstrika það að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins komu hvergi nærri þessum tillögum og bera því ekki ábyrgð á þeim. Öll fyrirheit um samráð í aðdraganda fjárhagsáætlunar hafa verið svikin í þessu máli svo og við breytingar á nefndarkerfi bæjarins.

Ármann Kr. Ólafsson, Hildur Dungal, Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir"

 

4.708167 - Bæjarmálasamþykkt

Bæjarráð vísar afgreiðslu bæjarmálasamþykktar til bæjarstjórnar með 3 atkvæðum gegn tveimur.

Til máls tók Guðríður Arnardóttir og gerði hún grein fyrir breytingartillögum frá tillögu sem lögð var fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 11. janúar sl. Því næst tóku til máls Ármann Kr. Ólafsson og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks við framkomna tillögu:

"Liður 6.5

Framkvæmdaráð verði lagt niður. Störf framkvæmdaráðs verði felld inn í störf bæjarráðs. Formaður bæjarráðs hafi heimild til þess að boða til vinnufunda  tvisvar í mánuði. Þá fundi sitji kjörnir fulltrúar bæjarráðs, bæjarstjóri og sviðsstjóri framkvæmda og tæknisviðs.

Liður 8

ÍTK verði áfram hluti af nefndarkerfi bæjarins og fjalli  jafnhliða um Íþrótta og tómstundamál. Í nefndinni verði fimm aðalmenn og fimm til vara.

Liður 13

Mannréttindaráð. Ráðið fari jafnframt með ferlimál.

Liður 19

Lagt er til að Lista og menningarráð verði áfram hluti af nefndakerfi bæjarins en ekki lagt niður eins og gert er ráð fyrir í núverandi tillögum. Hlutverk ráðsins verði útvíkkað þannig að það taki að sér stjórn Héraðsskjalasafns. Ráðið fer með stjórn bókasafnsins skv. 7. gr. laga um almenningsbókasöfn nr. 36/1997, stjórn Tónlistarhúss Kópavogs ? Salarins og Tónlistarsafns Íslands Listasafns Kópavogs ? Gerðarsafns,, stjórn Héraðsskjalasafns og Lista- og menningarsjóðs. 

Liður 27

Forvarnaráð verði áfram sér nefnd sem vinnur að forvarmálum þvert á alla aðrar nefndir bæjarins. Tómstundamálin verði ekki hluti af nefndinn heldur verði þau áfram undir sömu nefnd og íþróttamálin.

Liður 28

Umhverfis og samgöngunefnd fari einnig með stjórn Náttúrufræðistofu.

Ármann Kr. Ólafsson, Hildur Dungal, Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir"

Því næst tóku til máls Una María Óskarsdóttir og Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri. Hlé var gert á fundi kl. 21.25. Fundi var fram haldið kl. 21.39.

Þá tóku til máls Hildur Dungal og Guðríður Arnardóttir og lagði til eftirfarandi breytingartillögu á framkomna tillögu:

"Að í lið 13 komi "Jafnréttis- og mannréttindaráð" í stað "Mannréttindaráð" og í lið 19 komi "Menningar- og þróunarráð" í stað "Markaðs- og þróunarráð".

Guðríður Arnardóttir"

Þá tóku til máls Hjálmar Hjálmarsson, Rannveig Ásgeirsdóttir, Una María Óskarsdóttir, Guðný Dóra Gestsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, Margrét Björnsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson.

 

Forseti bar undir fundinn breytingartillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks við lið 6.5 og var hún felld með sex atkvæðum en fjórir greiddu atkvæði með henni.

Forseti bar undir fundinn breytingartillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks við lið 8 og var hún felld með sex atkvæðum en fimm greiddu atkvæði með henni.

Þá bar forseti undir fundinn breytingartillögu frá Unu Maríu Óskarsdóttur bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins við lið 13, sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar þann 11. janúar sl. og var hún felld með sex atkvæðum en fimm greiddi atkvæði með henni.

Því næst bar forseti undir fundinn breytingartillögu Guðríðar Arnardóttur við lið 13 og var hún samþykkt með sex atkvæðum en fimm greiddu atkvæði á móti.

Forseti bar undir fundinn breytingartillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks við lið 19 og var hún felld með sex atkvæðum en fimm greiddu atkvæði með henni.

Forseti bar undir fundinn breytingartillögu Guðríðar Arnardóttur við lið 19 og var hún samþykkt með sex atkvæðum en fimm greiddu atkvæði á móti.

Forseti bar undir fundinn tillögu Unu Maríu Óskarsdóttur bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins við 19 um að vinabæjarnefnd falli undir Menningar- og þróunarráð og var það samþykkt með sex atkvæðum gegn fjórum.

Forseti bar undir fundinn breytingartillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks við lið 27 og var hún felld með sex atkvæðum en fimm greiddu atkvæði með henni.

Forseti bar undir fundinn breytingartillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks við lið 28 og var hún felld með sex atkvæðum en fimm greiddu atkvæði með henni.

 

Þá bar forseti undir fundinn tillögu að breytingu á 57. gr. samþykkta um stjórn Kópavogsbæjar með þeim breytingum sem kynntar voru í bæjarráði 20. janúar sl. Tillagan var lögð fram til fyrri umræðu bæjarstjórnar þann 11. janúar sl. Bæjarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á 57. gr. samþykktanna með sex samhljóða atkvæðum en fimm sátu hjá.

5.1101011 - Umhverfisráð 17/1

498. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

6.1101303 - Stjórn SSH 10/1

358. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

7.1101641 - Stjórn Héraðskjalasafns Kópavogs 17/1

69. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

8.1001151 - Skólanefnd MK 20/12

10. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

9.1001151 - Skólanefnd MK 21/9

9. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

10.1101002 - Skólanefnd 10/1

23. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

11.1101005 - Skipulagsnefnd 18/1

1186. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

12.1012005 - Lista- og menningarráð 10/1

368. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

13.1101004 - Leikskólanefnd 11/1

15. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

14.1101001 - Hafnarstjórn 4/1

71. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

15.1101009 - Framkvæmdaráð 12/1

5. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

16.1101010 - Bæjarráð 13/1

2577. fundur

Til máls tóku Ármann Kr. Ólafsson um liði 24, 4, 16, 17 og 23, Guðríður Arnardóttir um lið 4, Gunnar Ingi Birgisson um liði 10, 20 og 21 og lagði fram eftirfarandi bókun vegna liðar 10:

"Mér þykir með þessum bókunum ómaklega vegið að Skólahljómsveit Kópavogs sem hefur innt af hendi gott starf og á frekar þakkir skilið en skammir.

Gunnar Ingi Birgisson"

Þá tóku til máls Una María Óskarsdóttir um lið 4, og 12, Hjálmar Hjálmarsson um liði 4 og 8 og Pétur Ólafsson um lið 4.

17.1101013 - Félagsmálaráð 18/1

1300. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

18.1101007 - Félagsmálaráð 11/1

1299. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

19.1101012 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 18/1

1. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

20.1011343 - Sparnaðartillaga lögð fram 25/11, sem vísað var til gerðar fjárhagsáætlunar 2011

Tillaga sem ágreiningur var um í bæjarráði 21/1.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með tíu atkvæðum gegn einu.

21.1101016 - Bæjarráð 21/1

2579. fundur - aukafundur

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson um liði 6 og 9 og óskaði eftir afgreiðslu bæjarstjórnar á tillögu undir þeim lið, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um lið 9, 6 og 2, Ármann Kr. Ólafsson um liði 2 og 9 og lagði til að tillögu undir þeim lið yrði vísað til bæjarráðs að nýju, Guðný Dóra Gestsdóttir um lið 10, Hjálmar Hjálmarsson um lið 9, Guðríður Arnardóttir um liði 9, 1 og 3, Rannveig Ásgeirsdóttir um liði 9, Ármann Kr. Ólafsson um liði 1 og 3, Hjálmar Hjálmarsson um lið 9, Guðríður Arnardóttir um liði 1 og 3, Gunnar Ingi Birgisson um liði 1, 3 og 9 og lagði til að tillögu undir þeim lið yrði frestað og Pétur Ólafsson um liði 3 og 9.

Forseti bar undir fundinn tillögu Gunnars Inga Birgissonar um að fresta afgreiðslu á tillögu undir lið 9 og var það samþykkt með fimm atkvæðum gegn tveimur.

22.711315 - Sértækar aðgerðir í starfsmannamálum í grunn- og leikskólum hjá Kópavogsbæ.

Tillaga varðandi sértækar aðgerðir í starfsmannamálum sem ágreiningur var um í bæjarráði 20/1.

Óskað var eftir nafnakalli. Atkvæði féllu þannig:

Rannveig Ásgeirsdóttir sagði já,

Una María Óskarsdóttir sagði nei,

Ármann Kr. Ólafsson sagði já,

Guðný Dóra Gestsdóttir sagði já,

Guðríður Arnardóttir sagði já,

Gunnar Ingi Birgisson sagði nei,

Hjálmar Hjálmarsson sagði já,

Hildur Dungal sagði já,

Margrét Björnsdóttir sagði já,

Pétur Ólafsson sagði já og

Hafsteinn Karlsson sagði já.

Tillagan var því samþykkt með níu atkvæðum gegn tveimur.

23.704062 - Arion banki - Samningur um yfirdráttarlán

Tillaga að bókun varðandi framlengingu á láni, sem ágreiningur var um í bæjarráði 20/1.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

24.1010069 - Karlakórinn Þrestir, umsókn um styrk frá lista- og menningarráði vegna tónleikahalds vegna sýningar

Mál sem samþykkt var í lista- og menningarráði 10/1, en ágreiningur var um í bæjarráði 20/1.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu lista- og menningarráðs með sjö atkvæðum gegn fjórum.

25.1101191 - Vesturvör 24, stækkun lóðar

Bæjarráð hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og hafnar erindinu með sex atkvæðum gegn fimm.

26.1009211 - Gulaþing 15 og 25, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og hafnar erindinu með sex samhljóða atkvæðum.

27.1005061 - Vesturvör 26, tímabundin afnot lands.

Bæjarráð hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og hafnar erindinu með sex atkvæðum gegn fimm.

28.1101014 - Bæjarráð 20/1

2578. fundur

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson um liði 10, 18, 23, 24, 25, 27 og 36, Una María Óskarsdóttir um liði 10, 27, Guðríður Arnardóttir um liði 23, 24 og 27, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um liði 25 og 36, Ármann Kr. Ólafsson um lið 36 og 27 og Una María Óskarsdóttir um lið 27 og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Getur leikskólanefnd, í samstarfi við leikskólastjóra fengið tíma til að leggja fram tillögur til sparnaðar, þannig að hægt verði að endurskoða ákvörðun um afnám afláttar af leiksskólagjöldum starfsmanna leikskóla?

Una María Óskarsdóttir"

Þá tóku til máls Hjálmar Hjálmarsson um liði 27, 23 og 24 og Una María Óskarsdóttir sem bar af sér sakir. Þá tóku til máls Guðný Dóra Gestsdóttir um lið 27 og 8, Margrét Björnsdóttir um lið 18, Gunnar Ingi Birgisson um liði 24 og 27, Hjálmar Hjálmarsson um lið 24, 16, 17, 18, 8 og óskaði fært til bókar að hann tæki undir bókun Helga Helgasonar undir lið 14 á fundi skipulagsnefndar þann 18. janúar 2011.

Þá tóku til máls Hafsteinn Karlsson um liði 16, 17, 18 og 24, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um lið 24, Pétur Ólafsson um lið 24 og Gunnar Ingi Birgisson sem bar af sér sakir. Þá tók til máls Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 27, Ármann Kr. Ólafsson um lið 8, 18, og 24 og Hjálmar Hjálmarsson sem bar af sér sakir.

Þá tóku til máls Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um lið 24 og Ármann Kr. Ólafsson sem bar af sér sakir.

29.1101010 - Gjaldskrá Kópavogshafnar

Tillaga hafnarstjórnar um hækkun á rafmagnsgjaldi samþykkt í bæjarráði 13/1.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs varðandi hækkun á rafmagnsgjaldi í 14,10 pr. kwst. og tekur breytingin gildi frá og með 1. janúar 2011.

Forseti lagði til að skrifurum yrði falið að ganga frá fundargerð og var það samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:00.