Bæjarstjórn

1074. fundur 26. mars 2013 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Una Björg Einarsdóttir varafulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir varafulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Áður en gengið var til dagskrár bar forseti undir fundinn að tekin væri á dagskrá fundargerð hafnarstjórnar með afbrigðum. Var það samþykkt með tíu samhljóða atkvæðum en einn bæjarfulltrúi sat hjá.

1.1210221 - Talning í íþróttahúsum

Á fundi bæjarstjórnar 13/11 sl. var óskað eftir talningu í öllum íþróttahúsum.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Fyrirspurn til bæjarstjóra.

Undanfarið hefur bæjarstjóri ritað pistla í blöð og sagt hverfisskiptingu íþróttafélaganna í Kópavogi vera lokið. Spurt er:

1. Hvernig er þessari hverfaskiptingu háttað?

2. Hvaða félög eiga í hlut?

3. Hvar og hvenær hefur slíkt verið samþykkt;

a) Hvaða félög?

b) Hvenær í bæjarstjórn?

Skriflegt svar óskast.

Gunnar Ingi Birgisson"

Þá lagði Gunnar Ingi Birgisson til að dagskrárliðnum verði frestað til næsta fundar, þar sem gögn bárust með of skömmum fyrirvara.

Var það samþykkt með sex samhljóða atkvæðum en fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

2.1303415 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 14. og 21. mars, afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 12. og 19. mars,barnaverndarnefndar frá 14. mars, félagsmálaráðs frá 18. mars, forvarna- og frístundanefndar frá 7. mars, forsætisnefndar frá 22. mars, framkvæmdaráðs frá 20. mars, hafnarstjórnar frá 25. mars, heilbrigðisnefndar frá 18. mars, íþróttaráðs frá 7. mars, samvinnunefndar um svæðisskipulag hbsv. frá 8. mars, skólanefndar frá 18. mars, skólanefndar Tónsala frá 9. maí 2011, stjórnar SSH frá 4. mars, stjórnar Sorpu bs. frá 11. mars og stjórnar slökkviliðs hbsv. frá 15. mars.

Hlé var gert á fundi kl. 17:48.  Fundi var fram haldið kl. 17:51.

3.1303012 - Bæjarráð, 14. mars

2678. fundur

Lagt fram.

4.1303017 - Bæjarráð, 21. mars

2679. fundur

Lagt fram.

5.1303292 - Vesturvör. Sjósetningaraðstaða með viðlegukanti. Samningur um afnotarétt.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. mars, lagður fram samningur dags. 19. mars 2013 um afnot og gerð sjósetningaraðstöðu með viðlegukanti við Vesturvör nr. 38-50. Samningurinn er undirritaður af málsaðilum og bæjarstjóra með fyrirvara um samþykki hafnarstjórnar og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu hafnarstjórnar og bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn með tíu samhljóða atkvæðum.

Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

6.1303291 - Vesturvör 40 og 42-48. Umsókn um lóðaúthlutun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. mars, lagður fram samningur, dags. 19. mars 2013 um úthlutun lóðarréttinda við Vesturvör. Samningurinn er undirritaður af málsaðilum og bæjarstjóra með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu hafnarstjórnar og bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn með tíu samhljóða atkvæðum.

Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

7.1301087 - Samþykkt um gatnagerðargjöld 2013.

Drög að endurskoðaðri gjaldskrá yfir gatnagerðargjöld, samþykkt í framkvæmdaráði og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Hlé var gert á fundi kl. 17:53.  Fundi var fram haldið kl. 17:54.

Bæjarstjórn staðfestir endurskoðaða gjaldskrá yfir gatnagerðargjöld með sjö samhljóða atkvæðum.  Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

8.1303011 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 12. mars

75. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

9.1303016 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 19. mars

76. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

10.1303008 - Barnaverndarnefnd, 14. mars

24. fundur

Lagt fram.

11.1303013 - Barnaverndarnefnd, 14. mars

25. fundur

Lagt fram.

12.1303015 - Félagsmálaráð, 18. mars

1348. fundur

Lagt fram.

13.1303020 - Forsætisnefnd, 22. mars

5. fundur

Lagt fram.

14.1203295 - Framlenging á skipan forsætisnefndar og gildi reglna um ræðutíma

Forsætisnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipan forsætisnefndar og reglur um ræðutíma bæjarstjórnar verði lengd um þrjá mánuði eða þar til endurskoðun samþykkta bæjarins er lokið.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu forsætisnefndar með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

15.1303007 - Forvarna- og frístundanefnd, 7. mars

15. fundur

Lagt fram.

16.1303014 - Framkvæmdaráð, 20. mars

47. fundur

Lagt fram.

17.1302637 - Fróðaþing 14. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Á fundi framkvæmdaráðs 20. mars 2013 var á dagskrá umsókn Ottós G. Eiríkssonar kt. 060967-3699 og Hugrúnar B. Haraldsdóttur kt. 280269-3609, um lóðina Fróðaþing 14.
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Ottó G. Eiríkssyni og Hugrúnu B. Haraldsdóttur verði úthlutað lóðinni Fróðaþing 14.

Bæjarstjórn samþykkir einróma að gefa Ottó G. Eiríkssyni,  kt. 060967-3699 og Hugrúnu B. Haraldsdóttur, kt. 280269-3609 kost á byggingarrétti á lóðinni Fróðaþing 14.

18.1302228 - Kópavogsbrún 2-4, umsókn um lóð

Á fundi framkvæmdaráðs 20. mars 2013 var til umfjöllunar umsókn Sætrar ehf. kt. 620305-1620 um lóðina Kópavogsbrún 2-4. Lögð var fram umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs dags. 18. mars sl.
Í umsögninni kemur fram að Kópavogsbrún 2 var með samningi dags. í janúar 2012 úthlutað til Tónahvarfs ehf.
Lagt er til við framkvæmdaráð að skrifstofustjóra verði falið að ræða við Sætrar ehf. og upplýsa um stöðu málsins. Þá verði Sætrar ehf. gefinn kostur á að fá helming lóðarinnar úthlutaðri, þ.e. Kópavogsbrún 4. Framkvæmdaráð samþykkir umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs einróma.

19.1303021 - Hafnarstjórn, 25. mars

89. fundur

Lagt fram.

20.1301023 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar - og Kópavogssvæðis, 18. mars

178. fundur

Lagt fram.

21.1303001 - Íþróttaráð, 7. mars

23. fundur

Lagt fram.

22.1301024 - Samvinnunefnd um svæðisskipulag, 8. mars

33. fundur

Lagt fram.

23.1303009 - Skólanefnd, 18. mars

56. fundur

Lagt fram.

24.1101858 - Skólanefnd Tónsala, 9. maí 2011

5. fundur

Lagt fram.

25.1301043 - Stjórn SSH, 4. mars

387. fundur

Lagt fram.

26.1301050 - Stjórn Sorpu bs., 11. mars

315. fundur

Lagt fram.

27.1301049 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 15. mars

120. fundur

Lagt fram.

28.1006242 - Kosningar í kjörstjórn

Kosning varamanna í kjörstjórn

Kosningunni var frestað.

29.1103160 - Kosningar í hverfakjörstjórnir

Kosning þriggja aðalmanna í tvær hverfakjörstjórnir

Bæjarstjórn vísar kosningunni til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 18:00.