Bæjarstjórn

1072. fundur 26. febrúar 2013 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1301029 - Forvarna- og frístundanefnd, 13. febrúar

14. fundur

Lagt fram.

2.1205409 - Kosningar í stjórn Kópavogsfélagsins

Bæjarstjórn tilnefnir formann stjórnar Kópavogsfélagsins.

Hjálmar Hjálmarsson lagði til að kjöri formanns verði vísað til stjórnar Kópavogsfélagsins.

 

Bæjarstjórn tilnefnir Margréti Björnsdóttur formann stjórnar Kópavogsfélagsins.

3.1006252 - Kosningar í skipulagsnefnd 2012 - 2014

Kosning varamanna í skipulagsnefnd í stað Magnúsar Bjarnasonar (X-S) og Hreggviðs Norðdahl (X-V).

Kosningu frestað.

4.1301050 - Stjórn Sorpu bs., 11. febrúar

313. fundur

Lagt fram.

5.1301043 - Stjórn SSH, 11. febrúar

386. fundur

Lagt fram.

6.1301043 - Stjórn SSH, 7. janúar

385. fundur

Lagt fram.

7.1301049 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 15. febrúar

119. fundur

Lagt fram.

8.1301025 - Skólanefnd MK, 12. febrúar

24. fundur

Lagt fram.

9.1301025 - Skólanefnd MK, 15. janúar

23. fundur

Lagt fram.

10.1302009 - Lista- og menningarráð, 14. febrúar

13. fundur

Lagt fram.

11.1302240 - Fróðaþing 29. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, lögð fram umsókn um lóðina Fróðaþing 29 frá Ívari Þór Hilmarssyni, kt. 310783-3749 og Björk Kjartansdóttur, kt. 060486-2289. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að umsækjendum verði úthlutað lóðinni.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að gefa Ívari Þór Hilmarssyni, kt. 310783-3749 og Björk Kjartansdóttur, kt. 060486-2289, kost á byggingarrétti á lóðinni Fróðaþingi 29.

12.1302065 - Örvasalir 1. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, lögð fram
umsókn um lóðina Örvasalir 1 frá Hildi Sjöfn Ingvarsdóttur, kt. 230276-3159 og Valgeiri Guðlaugssyni, kt. 110278-3659. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að umsækjendum verði úthlutað lóðinni.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að gefa Hildi Sjöfn Ingvarsdóttur, kt. 230276-3159 og Valgeiri Guðlaugssyni, kt. 110278-3659, kost á byggingarrétti á lóðinni Örvasölum 1.

13.1302005 - Framkvæmdaráð, 13. febrúar

45. fundur

Lagt fram.

14.1206603 - Langtímaáætlun 2017 - 2018. Seinni umræða.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir langtímaáætlun 2017 - 2018 og lagði til að hún yrði samþykkt.

Bæjarstjórn samþykkir langtímaáætlun 2017 - 2018 með sex atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

15.1302016 - Forsætisnefnd, 21. febrúar

3. fundur

Lagt fram.

16.1302012 - Félagsmálaráð, 19. febrúar

1346. fundur

Lagt fram.

17.1302008 - Barnaverndarnefnd, 14. febrúar

23. fundur

Lagt fram.

18.1302013 - Atvinnu- og þróunarráð, 18. febrúar

13. fundur

Lagt fram.

19.1302084 - Kópavogsgerði 1-3. Ósk um nafnbreytingu á lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 19. febrúar, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði þann 7. febrúar sl. varðandi ósk um nafnbreytingu á lóðarréttindum Kópavogsgerði 1-3, þar sem lagt er til að bæjarráð samþykki erindið. Ágreiningur var um málið í bæjarráði sbr. lið 18 í fundargerð frá 21. febrúar.

Bæjarstjórn samþykkir nafnabreytingu á lóðaréttindum Kópavogsgerði 1 - 3 með sex atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

20.1205409 - Tilnefning varamanns í stjórn Kópavogsfélagsins

Lista- og menningarráð tilnefndi Unu Björgu Einarsdóttur varamann í stjórn Kópavogsfélagsins, en bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu, sbr. lið 7 í fundargerð frá 21. febrúar.

Bæjarstjórn samþykkir að tilnefna Unu Björgu Einarsdóttur varamann í stjórn Kópavogsfélagsins með níu atkvæðum en tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

21.1302547 - Kópavogsbraut 41- nýtt búsetuúrræði fyrir fatlað fólk

Erindi deildarstjóra í þjónustudeild fatlaðra sem samþykkt var á fundi félagsmálaráðs þann 19. febrúar og bæjarráð vísaði til bæjarstjórnar til afgreiðslu, sbr. lið 4 í fundargerð frá 21. febrúar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu félagsmálaráðs með 11 atkvæðum.

22.1302015 - Bæjarráð, 21. febrúar

2675. fundur

Lagt fram.

23.1302010 - Bæjarráð, 14. febrúar

2674. fundur

Lagt fram.

24.1302696 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 26. febrúar 2013

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 14. og 21. febrúar, atvinnu- og þróunarráðs frá 18. febrúar, barnaverndarnefndar frá 14. febrúar, félagsmálaráðs frá 19. febrúar, forsætisnefndar frá 21. febrúar, forvarna- og frístundanefndar frá 13. febrúar, framkvæmdaráðs frá 13. febrúar, lista- og menningarráðs frá 14. febrúar, skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 15. janúar og 12. febrúar, stjórnar Slökkviliðs hbsv. frá 15. febrúar, stjórnar SSH frá 7. janúar og 11. febrúar og stjórnar Sorpu bs. frá 11. febrúar.

Hlé var gert á fundi kl. 19.30. Fundi var fram haldið kl. 19.55.

 

Hlé var gert á fundi kl. 21.08. Fundi var fram haldið kl. 21.23.

 

Hlé var gert á fundi kl. 21.40. Fundi var fram haldið kl. 21.41.

25.1302698 - Menningarmál - staða og horfur. Tillögur frá Hafsteini Karlssyni

Hafsteinn Karlsson leggur fram eftirfarandi tillögur:
Tillögur
1. Atvinnu- og þróunarráð og lista- og menningarráð verði sameinað í eina nefnd sem fari með þau mál sem þessar nefndir fara með nú.
2. Starf menningarfulltrúa verði sett á laggirnar hið fyrsta
3. Nefndin setji fram tillögur um hvernig hagað verði samstarfi markaðsstofu og Kópavogsbæjar í atvinnu- og menningarmálum
4. Nefndin setji nú í vor fram hugmyndir um ljóðahátíð Jóns úr Vör sem hefjist í grunnskólum í október og ljúki með afhendingu Ljóðstafs Jóns úr Vör 21. janúar.
5. Lista- og menningarsjóður fái það fjármagn sem samþykktir bæjarstjórnar Kópavogs greina á um með því að færa þá liði undan sjóðnum sem settir voru þar þegar mest þurfti að skera niður.
6. Verkefnið Tónlist fyrir alla sem sett var á ís í niðurskurðinum verði sett í gang frá og með næstu áramótum.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til eftirfarandi afgreiðslu á tillögu Hafsteins Karlssonar:

"Lið 1 verði hafnað. Lið 2 verði vísað til stjórnsýslusviðs. Lið 3 verði vísað til lista- og menningarráðs, atvinnu- og þróunarráðs og Markaðsstofu Kópavogs. Liðum 4 - 6 verði vísað til lista- og menningarráðs.

Ármann Kr. Ólafsson"

Hlé var gert á fundi kl. 18:43.  Fundi var fram haldið kl. 18:50.

Forseti bar upp hvern lið fyrir sig.

Töluliður 1 var felldur með sex atkvæðum en fimm bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með henni.

Tillaga Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra, um að vísa tölulið 2 til stjórnsýslusviðs var samþykkt með átta atkvæðum en þrír bæjarfulltrúar sátu hjá.

Tillaga Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra, um að vísa tölulið 3 til lista- og menningarráðs, atvinnu- og þróunarráðs og Markaðsstofu Kópavogs var samþykkt með 11 atkvæðum.

Tillaga Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra, um að vísa liðum 4 - 6 til lista- og menningarráðs var samþykkt með tíu atkvæðum en einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Fundi slitið - kl. 18:00.