Bæjarstjórn

1024. fundur 26. október 2010 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundargerð ritaði: Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður
Dagskrá
Forseti bauð velkominn á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund Arnþór Sigurðsson. Þá óskaði forseti Gerplu til hamingju með Evrópumeistaratitilinn í hópfimleikum kvenna.

1.1010009 - Bæjarráð 14/10

2565. fundur

Ármann Kr. Ólafsson ræddi lið 13 og síðan lið 15, þá lið 20.  Þá tók Ómar Stefnánsson  til máls og ræddi fyrst lið 6, síðan lið 35.  Þá tók Guðríður Arnardóttir til máls og ræddi fyrst lið 13, síðan lið 13, þá lið 6, síðan lið 20 og lið 35.  Næst tók Gunnar Ingi Birgisson til máls og ræddi lið 35, síðan lið 13 og lið 33.  Þá tók Ómar Stefánsson til máls varðandi lið 6, lið 35 og lið 34. Þá tók Margrét Björnsdóttir til máls og ræddi lið 22, þá Hjálmar Hjálmarsson varðandi lið 22 og Margrét Björnsdóttir aftur varðandi lið 22 og Hjálmar Hjálmarsson aftur vegna sama liðar. Þá tók Pétur Ólafsson til máls og ræddi lið 22.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og fundargerðin afgreidd. 

2.1010019 - Bæjarráð 21/10

2566. fundur

Guðríður Arnardóttir kvaddi sér hljóðs vegna liðar 25, Steypustöðin Borg.  Guðríður lagði til að bæjarstjórn veitti Steypustöðinni Borg lokafrest til 20. nóvember n.k. til að flytja starfsemi sína frá Bakkabraut 9.  Þá tók Gunnar Ingi Birgisson til máls og ræddi lið 1, og lið 11 og lagði til að tillögunni yrði vísað aftur til endurskoðunar í skipulagsnefnd.  Þá tók Hafsteinn Karlsson til máls og ræddi lið 8 og lagði fram svofellda bókun meirihluta bæjarstjórnar: 

"Vegna bókunar Ármanns Kr. Ólafssonar og Gunnars Inga Birgissonar bendum við á að úthlutanir á styrkjum Lista- og menningarráðs fylgja sömu hefðum og venjum og undanfarin ár.  Þeir félagar hafa setið um árabil í meirihluta bæjarstjórnar og frá 2003 hafa þeir samþykkt t.d. styrki til skólahljómsveitar Kópavogs fjórum sinnum og auk þess til fleiri stofnana bæjarins s.s. Bókasafns Kópavogs, Sundlaugar Kópavogs, Kópavogsskóla og skólakóra. 

Hafsteinn Karlsson, Arnþór Sigurðsson, Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Pétur Ólafsson, Rannveig H. Ásgeirsdóttir" 

Þá tók Ármann Kr. Ólafsson til máls varðandi lið 8, lið 6, lið 7, og lið 38.  Þá tók Gunnar Ingi Birgisson til máls og ræddi lið 8 og lið 36.   

 

Forseti gerði hlé á fundi kl. 16.50 til að heiðra Fimleikafélagið Gerplu.  Fundi var síðan framhaldið kl. 18.10.  Ómar Stefánsson kvaddi sér hljóðs og ræddi lið 8 og bókun, síðan lið 11 og lið 36.

Þá tók Hafsteinn Karlsson til máls og ræddi lið 36, síðan lið 8.     Ármann Kr. Ólafsson óskaði eftir fundarhléi kl. 18.17 og samþykkti forseti það.  Fundi var síðan framhaldið kl. 18.21 og til máls tók Ármann Kr. Ólafsson og ræddi lið 8 og bókun meirihluta bæjarstjórnar.  Lagði hann fram svofellda bókun:

"Bókun meirihlutans verður að teljast undarleg í aðdraganda óskar hans um að Sjálfstæðisflokkurinn komi að gerð fjárhagsáætlunar og sannarlega ekki gott veganesti fyrir þá vinnu sem framundan er. Staða bæjarsjóðs er með þeim hætti að hefðir verða því miður að víkja þegar kemur að góðum málum eins og í þessu tilviki.  Það var af sömu ástæðu að Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði um frestun á framkvæmdum í bænum ekki alls fyrir löngu jafnvel þótt að það sér á skjön við fjárhagsáætlun og hefðir flokksins þegar kemur að framkvæmdum yfirleitt.  

Ármann Kr. Ólafsson, Hildur Dungal, Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir" 

Pétur Ólafsson kvaddi sér hljóðs og ræddi lið 6. Guðríður Arnardóttir kvaddi sér hljóðs og ræddi lið 8 og bókun og jafnframt lið 6.   Ármann Kr. Ólafsson tók til máls og ræddi stjórn fundarins.   Pétur Ólafsson kvaddi sér hljóðs og lagði til að felld verði niður grein í samþykkt um kattahald sem kveður á um geldingu fresskatta eldri en 6 mánaða sem ganga lausir verði felld út úr reglunum.  Ómar Stefánsson kvaddi sér hljóðs og ræddi stjórn fundarins.  Þá tók Guðríður Arnardóttir til máls og ræddi sama og lið 6.  Ármann Kr. Ólafsson og ræddi stjórn fundarins, þá Ómar Stefánsson og ræddi það sama.  Hjálmar Hjálmarsson kvaddi sér hljóðs og ræddi lið 14 og bókun sjálfstæðismanna.  Þá tók Rannveig Ásgeirsdóttir til máls og svaraði fyrirspurnum Hjálmars Hjálmarssonar og ræddi lið 14.  Þá tók Ómar Stefánsson til máls varðandi lið 14. 

 

Forseti bar undir atkvæði tillögu Gunnars Inga Birgissonar um að vísa tillögu um breytt deiliskipulag Þorrasala til endurskoðunar skipulagsnefndar, tillagan samþykkt með 11 atkvæðum.  Tillaga Péturs Ólafssonar um að fella niður ákvæði um geldingu fresskatta sem ganga lausir felld með 8 atkvæðum gegn 1.  Tillaga Guðríðar Arnardóttur um að bæjarstjórn veiti Steypustöðinni Borg frest til að færa starfsemi sína frá Bakkabraut 9 borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.  

3.1010046 - Kosning áheyrnarfulltrúa í framkvæmdaráð

Liður 36 í fundargerð bæjarráðs 21. október. Tillaga frá Ómari Stefánssyni um skipan áheyrnarfulltrúa í framkvæmdaráð, sem lögð var fram á fundi bæjarráðs þann 7. október sl., tekin til afgreiðslu. Tillagan var felld með þremur atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með henni.

Forseti bar undir atkvæði tillögu Ómars Stefánssonar. Ómar Stefánsson óskaði eftir nafnakalli.  Ómar Stefánsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og segir allt tal hins nýja meirihluta um lýðræði og gagnsæi sé nú lagt í dóm og segir já. Pétur Ólafsson segir nei, Rannveig Ásgeirsdóttir segir nei. Arnþór Sigurðsson segir nei, Ármann Kr. Ólafsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og segir já, Guðríður Arnardóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu og segir allt tal hins nýja meirihluta um lýðræði og gagnsæi er nú lagt í dóm og segir nei, Gunnar Ingi Birgisson segir já, Hildur Dungal segir já, Margrét Björnsdóttir segir já, Hafsteinn Karlsson segir nei.  Tillagan felld með 6 atkvæðum gegn 5.

 

Fundargerðin síðan afgreidd án frekari umræðna.

4.1010018 - Byggingarnefnd 19/10

1320. fundur

Fundargerðin samþykkt án umræðu.

5.1009017 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa 19/10

fksj. 9/2010

Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa samþykktar án umræðu.

6.1010005 - Atvinnu- og upplýsinganefnd 6/10

327. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

7.1010016 - Félagsmálaráð 19/10

1293. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

8.1010006 - Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra 11/10

2. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

9.1010017 - Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra 18/10

3. fundur

Ómar Stefánsson tók til máls og beindi fyrirspurn til Rannveigar H. Ásgeirsdóttur og svaraði Rannveig fyrirspurninni.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og fundargerðin afgreidd.

10.1010015 - Hafnarstjórn 19/10

69. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

11.1010014 - Íþrótta- og tómstundaráð 20/10

258. fundur

Ármann Kr. Ólafsson kvaddi sér hljóðs og ræddi lið 1. Þá tók Arnþór Sigurðsson til máls og svaraði fyrirspurn Ármanns. Guðrún Pálsdóttir tók síðan til máls.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

12.1010003 - Lista- og menningarráð 18/10

365. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

13.1010007 - Skipulagsnefnd 19/10

1183. fundur

Bæjarstjórn staðfestir lið 18.   Fundargerðin síðan afgreidd.

14.1010027 - Smiðjuvegur 11, stækkun lóðar.

Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010, var lagt fram erindi KJ. Hönnunar fh. lóðarhafa nr. 11(eingarhl.01) við Smiðjuveg, dags. 1. október 2010. Erindið varðar ósk um aðgang að landi norðan lóðar, þ.e. um 6 metra breiðu og um 120 metra löngu. Tilgangur með breytingunni er að bæta aðgengi.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 29. september 2010 í mkv. 1:500. Enn fremur lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 14. október 2010.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem umrædd lóðarstækkun gengur inn á trjásafn í útivistarsvæði Fossvogsdals og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar frá 19. október 2010.

15.1010010 - Skólanefnd 18/10

19. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

16.1002171 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 22/9

777. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

17.1002171 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 29/9

778. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

18.1001153 - Stjórn SSH 11/10

354. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

19.1001154 - Stjórn skíðasvæða hbsv. 4/10

308. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

20.1010013 - Umhverfisráð 19/10

495. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

21.1010008 - Bæjarstjórn 12/10

1023. fundur

22.1010313 - Bæjarstjórn skipulagsgögn, kynning 26.okt.´10

Forseti óskaði eftir heimild til að gefa Birgi Sigurðssyni, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, orðið og var það samþykkt.

Birgir Sigurðsson kynnti skipulagsgögnin.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. 

23.1010192 - Rjúpnahæð vesturhluti, breytt aðalskipulag.

Lögð fram tillaga Skipulags- og umhverfissviðs að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2000-2012. Tillagan nær til vesturhluta Rjúpnahæðar sem er um 16 ha að stærð og sett fram á uppdrætti í mkv. 1:10.000, dags. 19. október 2010. Nánar tiltekið afmarkast skipulagssvæðið af lögsögumörkum Kópavogs og Garðabæjar í suður, opnu svæði sem liggur að lögsögumörkum Kópavogs og Garðabæjar í vestur, skógræktarsvæði í Smalaholti og Rjúpnahæð í norður og opnu svæði meðfram fyrirhugaðri byggð við Austurkór og Auðnukór í austur.
Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað á svæðinu úr 132 íbúðum í liðlega 162 íbúðir í sérbýli og fjölbýli. Þéttleiki byggðarinnar eykst úr 9 íbúðum á ha í ca 11. Íbúum fjölgar á svæðinu og verða á svæðinu fullbyggðu um 500 miðað við 3 í íbúð.
Reiknað er með um 55 íbúðum í einbýli; 22 íbúðum í parhúsum; 66 íbúðum í tveggja og þriggja hæða fjölbýlishúsum og 19 íbúðum í raðhúsum. Nýtingarhlutfall fyrir einstaka landnotkunarreiti er sem hér segir til viðmiðunar: Fyrir fjölbýlishús 0,5 til 0,8; fyrir parhús að meðaltali 0,4, fyrir einbýlishús að meðaltali 0,3 og fyrir raðhús 0,5.
Tillagan er í samræmi við breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 sem staðfest var af umhverfisráðherra 23. nóvember 2006.

Birgir Sigurðsson kynnti síðan tillöguna.  Ómar Stefánsson tók til máls um tillöguna. Hjálmar Hjálmarsson ræddi stjórn fundarins. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Bæjarstjórn samþykkir að ofangreind tillaga verði auglýst með tilvísan í 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Fundi slitið - kl. 18:00.