Bæjarstjórn

1042. fundur 27. september 2011 kl. 16:00 - 18:00 í Hörðuvallaskóla
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1109270 - Málefni efri byggða

Til máls tóku Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, Guðný Dóra Gestsdóttir, Guðríður Arnardóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Gunnar Ingi Birgisson, Rannveig Ásgeirsdóttir, Aðalsteinn Jónsson, Guðríður Arnardóttir, Margrét Björnsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson og lagði fram eftirfarandi tillögu:

""Bæjarstjóra verði falið að kanna hvað rekstur tómstundavagns kostar bæjarfélagið. Miða skal við daga (milli klukkan 15 og 20) fyrir börn upp að 10 ára aldri.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir, Aðalsteinn Jónsson""

 

Þá tók Guðríður Arnardóttir til máls og lagði til að framlagðri tillögu yrði frestað til næsta fundar. Var tillaga Guðríðar Arnardóttur samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

2.1109011 - Bæjarráð 15/9

2608. fundur

Til máls tók Ármann Kr. Ólafsson um liði 23, 7 og 11. Hlé var gert á fundi kl. 19.13. Fundi var fram haldið kl. 19.14.

 

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson um liði 5, 6, 21 og 26, Guðríður Arnardóttir um liði 23, 5, 6 og 21 og Ómar Stefánsson um stjórn fundarins. Þá tóku til máls Ómar Stefánsson um liði 5, 6, 7, 11, 23 og 24.

Hlé var gert á fundi kl. 19.37. Fundi var fram haldið kl. 19.39.

Til máls tóku Ármann Kr. Ólafsson um lið 23, Guðríður Arnardóttir um lið 23, Margrét Björnsdóttir um lið 4, 25, 23 og 11, Ómar Stefánsson um lið 23, Gunnar Ingi Birgisson um liði 21 og 23, Hafsteinn Karlsson um lið 23 og Ómar Stefánsson og Ármann Kr. Ólafsson sem óskuðu eftir að bera af sér sakir. Til máls tóku Hjálmar Hjálmarsson um lið 23, Aðalsteinn Jónsson um lið 11 og 13, Guðný Dóra Gestsdóttir um lið 23 og Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um lið 11.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

3.1109016 - Bæjarráð 23/9

2609. fundur

Til máls tók Ármann Kr. Ólafsson um liði 3, 7 og 25. Óskaði Ármann Kr. Ólafsson eftir því að 16. gr. í tillögu að nýjum reglum um fjárhagsaðstoð undir lið 3 í fundargerðinni verði borin sérstaklega upp. Hlé var gert á fundi kl. 20:42.  Fundi var fram haldið kl. 20:44.

Til máls tóku Guðríður Arnardóttir um lið 3 og Ómar Stefánsson og Ármann Kr. Ólafsson sem óskuðu eftir að bera af sér sakir. Til máls tók Ómar Stefánsson um liði 7, 19, 41, 42, 43, 44 og 48, Hjálmar Hjálmarsson um lið 20, 25 og 41, Gunnar Ingi Birgisson um liði 16, 17, 18 og 20 og lagði fram eftirfarandi tillögu:

""Í ljósi þess að 6 mánaða uppgjör bæjarins er óendurskoðað og er ekki rétt sett fram, leggur undirritaður til að uppgjörið verði endurskoðað af endurskoðenda bæjarins.

Gunnar Ingi Birgisson""

Til máls tóku Ómar Stefánsson um liði 20 og 25, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um liði 16, 17, 20, 18 og 25, Ármann Kr. Ólafsson um lið 25, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um lið 25, Guðríður Arnardóttir um liði 20, 41 og 25 og lagði fram eftirfarandi tillögu:

""Bæjarstjórn Kópavogs felur rýnihópi um málefni sundlauganna að vinna áframhaldandi tillögur að því hvernig megi bæta þjónustu sundlauganna í bænum og efla forvarnargildi og  lýðheilsuþátt.

Sundlaugarnar skulu vera lifandi félagsmiðstöðvar allra íbúa Kópavogs. Ferð í sund skal vera skemmtileg upplifun þar sem bæjarbúum gefst kostur á að slaka á í erli dagsins.

Rýnihópur skal skila tillögum sínum og kostnaðarmati um hvernig þessum markmiðum verði náð fyrir 1. nóvember 2011. 

Guðríður Arnardóttir""

 

Til máls tók Gunnar Ingi Birgisson um liði 25 og 20.

 

Tillaga Gunnars Inga Birgissonar var felld en sex greiddu atkvæði gegn henni, fjórir með og einn bæjarfulltrúi sat hjá.

 

Tillaga Guðríðar Arnardóttur var samþykkt með sex samhljóða atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

4.1105239 - Reglur Kópavogsbæjar um fjárhagsaðstoð. Drög að endurskoðun samþykkt í félagsmálaráði 20/9

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Greidd voru atkvæði sérstaklega um grein 16 í tillögu að breyttum reglum um fjárhagsaðstoð. Sex bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með grein 16 en fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

 

Bæjarstjórn samþykkti tillögur að breyttum reglum um fjárhagsaðstoð með sex atkvæðum en fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

5.1104190 - Framtíð sundlauganna - rýnihópur

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu B í skýrslu rýnihóps um opnunartíma sundlauganna.

6.1107093 - Grundarhvarf 5, breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið.

7.1107173 - Austurkór 88, 90 og 92, (verða 100, 102 og 104) breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið.

8.1109079 - Engjaþing 5-7 breytt deiliskipulag

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið.

9.1011215 - Tunguheiði 8, þakhýsi.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu.

10.1109009 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 13/9

21. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án umræðu.

11.1109017 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 20/9

22. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án umræðu.

12.1109014 - Félagsmálaráð 20/9

1315. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

13.1109018 - Framkvæmdaráð 21/9

16. fundur

Til máls tók Ómar Stefánsson.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

14.1108020 - Hafnarstjórn 8/9

75. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

15.1109013 - Menningar- og þróunarráð 19/9

9. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

16.1109005 - Skipulagsnefnd 20/9

1194. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

17.1109010 - Skólanefnd 19/9

33. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

18.1101862 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 9/9

789. fundur

Til máls tók Ómar Stefánsson.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

19.1101865 - Stjórn skíðasvæða hbsv. 1/9

315. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

20.1109006 - Umhverfis- og samgöngunefnd 25/8

7. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

21.1109007 - Umhverfis- og samgöngunefnd 12/9

8. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

22.1003047 - Kosningar á fundi bæjarstjórnar

Ásdís Helga Jóhannesdóttir kjörin varamaður í skólanefnd í stað Hjálmars Hjálmarssonar.

 

Ásdís Helga Jóhannesdóttir tilnefnd áheyrnarfulltrúi í leikskólanefnd fyrir Næstbesta flokkinn.

 

Óttar Felix Hauksson kjörinn aðalmaður í barnaverndarnefnd í stað Karenar Halldórsdóttur.

 

Helgi Magnússon kjörinn aðalmaður í skólanefnd í stað Margrétar Björnsdóttur.

 

Margrét Björnsdóttir kjörin aðalmaður í skipulagsnefnd í stað Árna Bragasonar. 

Fundi slitið - kl. 18:00.