Bæjarstjórn

1109. fundur 27. janúar 2015 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Páll Magnússon bæjarritari
 • Jón Finnbogason varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.809008 - Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Kópavogsbæ

Síðari umræða.
Ólafur Þór Gunnarsson gerði grein fyrir breytingartillögum forsætisnefndar á siðareglum bæjarstjórnar Kópavogs.

Ása Richardsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að leita umsagnar Siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga um endurskoðaða tillögu forsætisnefndar á Siðareglum kjörinna fulltrúa hjá Kópavogsbæ.
Ása Richardsdóttir"

Tillaga Ásu Richardsdóttur var felld með sjö atkvæðum en þrír greiddu atkvæði með henni. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig: Ármann Kr. Ólafsson, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Gísli Geirdal, Theódóra S Þorsteinsdóttir, Jón Finnbogason og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir og Birkir Jón Jónsson greiddu atkvæði með henni. Ólafur Þór Gunnarsson greiddi ekki atkvæði.

Þá bar forseti undir fundinn framlagða tillögu forsætisnefndar að breytingum á siðareglum kjörinna fulltrúa. Bæjarstjórn samþykkti með ellefu atkvæðum tillögu forsætisnefndar að breytingum á siðareglum kjörinna fulltrúa.

2.1501969 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 27. janúar 2015

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 15. og 22. janúar, byggingarfulltrúa frá 18. desember og 8. janúar, félagsmálaráðs frá 19. janúar, forsætisnefndar frá 16. og 22. janúar, íþróttaráðs frá 8. janúar, jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 12. janúar, leikskólanefndar frá 15. janúar, lista- og menningarráðs frá 15. janúar, skipulagsnefndar frá 15. og 17. desember og 19. janúar, skólanefndar frá 19. janúar, stjórnar skíðasvæða hbsv. frá 20. janúar, stjórnar slökkviliðs hbsv. frá 16. janúar, stjórnar Sorpu bs. frá 9. janúar og umhverfis- og samgöngunefndar frá 17. desember og 5. janúar.
Lagt fram.

3.1501012 - Bæjarráð, 15. janúar

2758. fundargerð í 26 liðum.
Lagt fram.

4.1501017 - Bæjarráð, 22. janúar

2759. fundargerð í 25 liðum.
Lagt fram.

5.1012239 - Verkfallslistar

Lögð fram tillaga að auglýsingu um störf sem eru undanskilin verkfallsheimild. Bæjarráð samþykkti samhljóða framlagðan verkfallslista fyrir sitt leyti og vísaði honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að auglýsingu um störf sem eru undanskilin verkfallsheimild með 11 atkvæðum.

6.1501585 - Reglur um fjárhagsaðstoð.

Lögð fram tillaga að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð, sem samþykkt var í félagsmálaráði þann 19. janúar. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð.

7.1411117 - Hlíðarvegur 4. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Teiknistofunnar Arko, dags. 24.10.2014, f.h lóðarhafa Hlíðarvegar 4. Óskað er eftir að stækka kjallara um 22,9m2 til suðurs og endurbyggja timbursvalir á 1. hæð á þaki stækkunar. Heildarbyggingarmagn eftir stækkun verður 380,7m2 og nýtingarhlutfall 0,39 sbr. uppdráttum dags. 24.10.2014. Á fundi skipulagsnefndar 17.11.2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegar 2 og 6 ásamt Hlíðarhvamms 12.
Þá lagt fram samþykki fyrrnefndra lóðarhafa fyrir framlagðri breytingu, undirritaður uppdráttur dags. 12.12.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 atkvæðum.

8.1501562 - Veitingavagn við Krónuna. Ósk um stöðuleyfi.

Lagt fram erindi Ikaup ehf., dags. 13.1.2015 þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir veitingavagn við Krónuna í Kórahverfi. Hafnað. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn hafnar erindinu með 11 atkvæðum.

9.1501561 - Urðarhvarf 4. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi ASK arkitekta dags. 15.1.2015, f.h. lóðarhafa, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Urðarhvarfs 4. Í breytingunni felst að húsið hækkar um tvær hæðir, efsta hæðin verður inndregin og húsið verður því 7 hæðir + kjallari. Aukning á byggingarmagni er 530m2 og við breytingu hækkar nýtingarhlutfall úr 0,8 í 0,93. Bílastæði á lóð eru 99 en með stækkun verða 114 stæði sé miðað við 1 stæði pr. 36 m2 sbr. uppdráttum dags. 18.8.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa framlagða tillögu með 9 atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig að tillöguna samþykktu Ármann Kr. Ólafsson, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Gísli Geirdal, Theódóra S Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson, Jón Finnbogason, Pétur Hrafn Sigurðsson og Birkir Jón Jónsson. Ása Richardsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði.

10.1410241 - Marbakkabraut 10. Bílastæði á lóð.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sólveigar Guðmundsdóttur, Marbakkabraut 10, þar sem óskað er eftir að bæta einu bílastæði við á norðvesturhorni lóðarinnar. Á fundi skipulagsnefndar var málinu frestað og skipulags- og byggingardeild falið að vinna umsögn um innkomnar athugasemdir.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 19.1.2015.
Skipulagsnefnd hafnaði því að koma fyrir stæði á norðvesturhorni lóðarinnar en samþykkti að lóðarhafi komi fyrir stæði á suðausturhluta lóðarinnar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

11.1409240 - Hlíðarvegur 57. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Arkþings, f.h. lóðarhafa, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni við Hlíðarveg 57. Á fundi skipulagsnefndar 3.11.2014 var málinu frestað.
Lagt fram minnisblað frá samráðsfundi sem haldinn var þann 15.1.2015 með lóðarhöfum og athugasemdaraðilum.
Lagt fram að nýju ásamt breyttri tillögu að fjórbýli dags. 15.1.2015 þar sem komið hefur verið til móts við innsendar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkti með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 breytta tillögu dags. 15.1.2015 . Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

12.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing fyrir deiliskipulag Smárans, vestan Reykjanesbrautar "Ný vistvæn borgarbyggð" dags. 2.11.2014. Kynningu lauk 18.12.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Þá lögð fram bréf frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 25.11.2014; Frá Skipulagsstofnun dags. 27.11.2014; frá Minjastofnun 2.12.2014; frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 8.12.2014; frá Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 17.12.2014; frá Vegagerðinni, dags. 14.1.2015; frá stjórn Nýs Norðurturns hf., dags. 16.12.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag Smárans, vestan Reykjanesbrautar "Ný vistvæn borgarbyggð" dags. 27.11.2014. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

13.1412019 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 18. desember

139. fundargerð í 12 liðum.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

14.1501004 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 8. janúar

140. fundargerð í 13 liðum.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

15.1501014 - Félagsmálaráð, 19. janúar

1384. fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

16.1501015 - Forsætisnefnd, 16. janúar

37. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

17.1501019 - Forsætisnefnd, 22. janúar

38. fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

18.1501005 - Íþróttaráð, 8. janúar

44. fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

19.1501010 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, 12. janúar

33. fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

20.1501008 - Leikskólanefnd, 15. janúar

54. fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

21.1501009 - Lista- og menningarráð, 15. janúar

36. fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

22.1412008 - Skipulagsnefnd, 15. desember

1250. fundargerð í 21 lið.
Lagt fram.

23.1410082 - Auðbrekka 16.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Arnar Þórs Halldórssonar, arkitekts, dags. 17.9.2014, f.h. lóðarhafa vegna breytingar á Auðbrekku 16. Á fundi skipulagsnefndar 20.10.2014 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28, 30 og 32. Kynningu lauk 5.12.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

24.1410278 - Mánalind 4. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sigurðar Hallgrímssonar, arkitekts, dags. 14.10.2014, f.h. lóðarhafa vegna breytts deiliskipulags Mánalindar 4. Á fundi skipulagsnefndar 20.10.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Mánalindar 1, 2, 3 og 6, Múlalindar 5, 7, 9 og 11; Laxalindar 1, 3 og 5. Kynningu lauk 15.12.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum.

Ármann Kr. Ólafsson vék af fundi undir þessum lið.

25.1410090 - Dalaþing 36. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sigurðar Hallgrímssonar dags. 2.10.2014 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Dalaþings 36. Á fundi skipulagsnefndar 20.10.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dalaþings 26, 27, 28 og 34. Kynningu lauk 12.12.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

26.1403171 - Fornahvarf 3, settjörn

Á fundi skipulagsnefndar 18.8.2014 var afgreiðslu erindis um breytta staðsetningu settjarna við Fornahvarf frestað og óskað eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma.

Lagt fram að nýju breytt erindi sbr. uppdrátt í mkv. 1:2000 um legu tjarna dags. 9.12.2014 þar sem komið er til móts við innsenda athugasemd lóðarhafa Fornahvarfs 3, umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15.12.2014 ásamt samkomulagi milli lóðarhafa Fornahvarfs 3 og bæjaryfirvalda dags. 15.12.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15.12.2014. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Drög að samningi um breytingar á lóðamörkum Fornahvarfs 3 voru lögð fram á fundi bæjarráðs þann 30. desember og samþykkt. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

27.1412150 - Austurkór 104. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Einars Ólafssonar, dags. 1.12.2014 þar sem óskað er eftir að færa suðvesturhorn lóðamarka og þ.m. suðvesturhorn veggs á lóðamörkum, um 123 cm til vesturs. Við tilfærslu stækkar lóðin um 4,4 m2 sbr. uppdráttum dags. 1.12.2014.
Skipulagsnefnd taldi umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og sveitarfélagsins og samþykkti því framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

28.1412015 - Skipulagsnefnd, 17. desember

1251. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

29.1501011 - Skipulagsnefnd, 19. janúar

1252. fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.

30.1501013 - Skólanefnd, 19. janúar

81. fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

31.1501344 - Stjórn skíðasvæða hbsv., 20. janúar

342. fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

32.1501345 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 16. janúar

143. fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

33.1501250 - Stjórn Sorpu bs., 9. janúar

345. fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

34.1412004 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 17. desember

58. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

35.1412018 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 5. janúar

59. fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið.