Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Guðna Pálssonar, arkitekts, dags. 31.10.201, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Hafraþings 6-8. Í breytingunni felst að parhús verði á einni hæð í stað tveggja og byggingarreitur stækkar sbr. uppdráttum dags. 31.10.2013 í mkv 1:2000 og 1:500. Á fundi skipulagsnefndar 5.11.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Hafraþing 1, 3, 5, 6, 7 og 8 ásamt Hálsaþingi 1, 3, 5, 7, 9 og 11. Kynningu lauk 18.12.2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að tillagan verði auglýst með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.