Bæjarstjórn

1089. fundur 28. janúar 2014 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
 • Margrét Björnsdóttir forseti
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
 • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
 • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
 • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
 • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
 • Páll Magnússon bæjarritari
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir varafulltrúi
 • Jóhann Ísberg varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.14011029 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 28. janúar 2014.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 16. og 23. janúar, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 21. janúar, félagsmálaráðs frá 21. janúar, íþróttaráðs frá 9. janúar, leikskólanefndar frá 21. janúar, lista- og menningarráðs frá 16. janúar, skipulagsnefndar frá 21. janúar, skólanefndar frá 20. janúar, stjórnar slökkviliðs hbsv. frá 17. janúar, svæðisskipulagsnefndar hbsv. frá 17. janúar og umhverfis- og samgöngunefndar frá 20. janúar.

Lagt fram.

Hlé var gert á fundi kl. 16:24. Fundi var fram haldið kl. 16:25.

Hlé var gert á fundi kl. 16:31. Fundi var fram haldið kl. 16:56.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Vegna neyðarástands á húsnæðismarkaði samþykkir bæjarstjórn að kaupa nú þegar 30-40 íbúðir víðsvegar í bænum til að mæta vanda þeirra sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda í húsnæðismálum. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hefja nú þegar undirbúning að byggingu tveggja fjölbýlishúsa með leiguíbúðum. Þar verði hagkvæmar íbúðir til leigu bæði á hinum almenna markaði og hinum félagslega. Gert er ráð fyrir að þær verði tilbúnar á árinu 2015"

Til samræmis við samþykkt bæjarstjórnar er starfsmönnum bæjarins falið að kaupa félagslegar íbúðir á árinu og hefja nú þegar undirbúningsvinnu við byggingu tveggja fjölbýlishúsa í bænum.  Það má gera ráð fyrir að á árinu 2014 falli til kostnaður umfram fjárhagsáætlun ársins sem nemur allt að 750 milljónum.  

Tillaga Guðríðar Arnardóttur, Ólafs Þórs Gunnarssonar og Hjálmars Hjálmarssonar:

Gerð er tillaga til bæjarstjórnar um að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2014.  Hér er um að ræða færslur innan efnahagsreiknings samstæðu og þannig eru heildaráhrif á efnahag samstæðu óveruleg.

Greinargerð með tillögu:

Ekki verður séð af lögum né reglugerðum um fjármál sveitarfélaga að viðauki kalli á endurskoðaða áætlun en hér er um að ræða kreditfærslu á 32-500-1102 og debetfærslu á 58-101-11600.

Til móts við aukin útgjöld skal gert ráð fyrir tekjum af lóðasölu á árinu 2014 kr. 750 milljónir en ekki er gert ráð fyrir slíkum tekjum á áætlun ársins 2014, þótt alltaf hafi þess verið að vænta að tekjur af lóðasölu á árinu yrðu umtalsverðar.

Guðríður Arnardóttir"

Þar sem tillagan var ekki í útsendu fundarboði þarf samþykki 2/3 hluta bæjarfulltrúa, samanber 2. mgr. 27. gr. sveitarstjórnarlaga og c-lið 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar, og bar forseti því undir fundinn tillögu um afbrigði þannig að tillaga Guðríðar Arnardóttur verði tekin á dagskrá. Sex bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með því að tillagan væri tekin á dagskrá en fimm greiddu atkvæði á móti. Tillagan var því ekki tekin á dagskrá fundarins.

Hlé var gert á fundi kl. 17:07. Fundi var fram haldið kl. 17:12.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa minnihlutans:

"Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar, VG og Næstbesta flokksins mótmæla harðlega fundarstjórn forseta þar sem hún beitir fundatækni til að koma í veg fyrir afgreiðslu á tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun sem óskað var eftir á síðasta fundi bæjarstjórnar. Ákvörðun hennar afhjúpar djúpstæða bresti í meirihluta bæjarstjórnar sem aldrei fyrr. Um leið er tekin bein afstaða gegn stóru réttlætismáli sem þolir ekki bið.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Pétur Ólafsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Hjálmar Hjálmarsson"

Hlé var gert á fundi kl. 17:15. Fundi var fram haldið kl. 17:36.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun f.h. undirritaðra bæjarfulltrúa:

"Hér er farið að leikreglum enda hafa mál margoft verið tekin á dagskrá með samþykki 2/3 hluta bæjarfulltrúa enda er það skýrt í lögum að ef mál er ekki á dagskrá þá þarf aukinn meirihluta til að taka það á dagskrá. Það var því hárrétt hjá forseta að óska eftir samþykki fundarins í samræmi við ákvæði sveitastjórnarlaga.

Það kom skýrt fram á fundinum að tillöguflytjendur höfðu fullt tækifæri til að koma málinu á dagskrá fundarins í gegnum forsætisnefndina. Við ítrekum að fyrirliggjandi tillögur ásamt fleirum er verið að skoða í þverpólitískri húsnæðisnefnd sem hóf störf í desember.

Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Björnsdóttir, Karen Halldórsdóttir, Rannveig Ásgeirsdóttir, Ómar Stefánsson"

Hlé var gert á fundi kl. 18:30. Fundi var fram haldið kl. 19:07.

2.1401008 - Bæjarráð, 16. janúar

2715. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

3.1401012 - Bæjarráð, 23. janúar

2716. fundargerð í 39 liðum.

Lagt fram.

4.1401072 - Almannakór 11. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Björgvins Halldórssonar, byggingafræðings, dags. 30.12.2013 f.h. lóðarhafa, að breyttu deiliskipulagi Almannakórs 11. Í breytingunni felst að stækka neðri hæð hússins sem um 74,1m2. Leyfilegt hámarksbyggingarmagn hækkar úr 340m2 í 414m2. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,41 í 0,5 sbr. uppdráttum í mkv. 1: 100 dags. 18.12.2013. Skipulagsnefnd telur breytinguna ekki hafa grenndaráhrif og samþykkir tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

5.1310436 - Hafraþing 2-4. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Guðna Pálssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Hafraþings 2-4. Í breytingunni felst að parhús verði á einni hæð í stað tveggja og byggingarreitur stækkar sbr. uppdráttum dags. 31.10.2013 í mkv 1:2000 og 1:500. Á fundi skipulagsnefndar 5.11.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Hafraþing 1, 3, 5, 6, 7 og 8; Hálsaþing 1, 3, 5, 7, 9 og 11 ásamt Gulaþingi 26 og 28. Kynningu lauk 18.12.2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

6.1310437 - Hafraþing 6-8. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Guðna Pálssonar, arkitekts, dags. 31.10.201, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Hafraþings 6-8. Í breytingunni felst að parhús verði á einni hæð í stað tveggja og byggingarreitur stækkar sbr. uppdráttum dags. 31.10.2013 í mkv 1:2000 og 1:500. Á fundi skipulagsnefndar 5.11.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Hafraþing 1, 3, 5, 6, 7 og 8 ásamt Hálsaþingi 1, 3, 5, 7, 9 og 11. Kynningu lauk 18.12.2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

7.1210144 - Dalaþing 3 - Breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Dalaþings 3. Sótt er um að stækka núverandi íbúðarhús þannig að grunnflötur þess verði 175m2 að stærð sem er 75m2 minna en gildandi skilmálar gera ráð fyrir. Stærð byggingarreits verður 9,5m x 18m sbr. uppdrætti dags. 12.11.2013. Á fundi skipulagsnefndar 10. desember 2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða breytingartillögu fyrir lóðarhöfum Dalaþings 1, 2, 4, og 5 ásamt Frostaþings 2, 2a og 4. Engar athugasemdir og ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

8.1401080 - Gnitaheiði 4-6. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, dags. 10.1.2014, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðanna Gnitaheiði 4-6. Í breytingunni felst að kjallari stækkar til norðurs um 2,2m eða 53,6m2. Stækkun er að öllu leyti neðanjarðar. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,39 í 0,41 sbr. erindi og uppdráttum í mkv. 1:200 dags. 10.1.2014. Skipulagsnefnd telur breytinguna ekki hafa grenndaráhrif og samþykkir tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

9.1307076 - Álfhólsvegur 22a og 22b. Þakhæð og fjölgun íbúða.

Lagt fram að nýju erindi Kjartans Sigurðssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa varðandi þakhæð og fjölgun íbúða að Álfhólsvegi 22a og 22b. Á fundi skipulagsnefndar 5.11.2013 var erindinu hafnað. Á fundi bæjarráðs 7.11.2013 var erindinu vísað aftur til skipulagsnefndar. Á fundi skipulagsnefndar 11.11.2013 var erindið tekið aftur til umfjöllunar og því frestað. Lagt fram að nýju ásamt viðbótargögnum varðandi skuggavarp. Skipulagsnefnd ítrekar bókun sína frá 5. nóvember 2013 um að hafna framlagðri breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar tillögunni með 11 atkvæðum.

10.1309369 - Lundur 8-18. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Lundar 8-18. Skipulagsnefnd frestaði erindinu þann 24.9.2013 og 10.12.2013 og óskaði eftir frekari gögnum. Lagt fram að nýju ásamt erindi hönnuðar dags. 15.1.2014 ásamt uppdráttum í mkv. 1:2000 og 1:500 dags. 15.1.2014. Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

11.1302688 - Ennishvarf 27. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Haraldar Ingvarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina við Ennishvarf 27. Á fundi skipulagsnefndar 27.8.2013 var málinu frestað í kjölfar athugasemda frá nágrönnum. Lagt fram að nýju breytt tillaga þar sem komið er til móts við athugasemdir. Í breytingunni felst að lóðinni er skipt í tvær sjálfstæðar lóðir, nr. 27a og 27b. Á hvorri lóðinni verði byggð 280m2 sérbýli á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu. Nýbyggingar eru að öllu leyti innan samþykkts byggingarreits sbr. uppdráttum í mkv. 1:500 og 1:2000 dags. 15.1.2014.
Ennfremur er lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 13. janúar 2014. Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Ennishvarfs 27 ásamt ofangreindri umsögn. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

12.1401362 - Taðþrær á Kjóavöllum.

Lagt fram erindi frá Hestamannafélaginu Spretti dags. 11.12.2013. Óskað er eftir því að deiliskipulagi á svæðinu verði breytt þannig að setja megi taðþrær við hesthúsin. Hafnað. Samrýmist ekki gildandi deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar tillögunni með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

13.1401691 - Kópavogsbraut - Borgarholtsbraut. Framkvæmdaleyfi.

Óskað er eftir, í samræmi við reglugerð nr. 772/2012, og gildandi deiliskipulag birt í B-deild Stjórnartíðinda 7. mars 2006, að skipulagsnefnd samþykki framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni "Kópavogsbraut-Borgarholtsbraut nýr rampur og torg". Verkkaupar eru Kópavogsbær, Orkuveita Reykjavíkur, Míla ehf. og Gagnaveita Reykjavíkur. Í verkinu felst að í stað einstefnurampa milli Borgarholtsbrautar og Kópavogsbrautar er gerð vegtenging með tvístefnu á milli Kópavogsbrautar og Borgarholtsbrautar með hringtorgi á Kópavogsbraut og frá því rampi sem tengist Hafnarfjarðarvegi ásamt því að veitustofnanir leggja lagnir sínar í nýja vegtengingu. Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir með átta atkvæðum að veita umbeðið framkvæmdaleyfi. Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá.

14.1312115 - Áhaldahús. Ný lóð.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi lóðanna við Hestheima 4-8. Lagt er til að lóðirnar verði sameinaðar í eina lóð, Hestheima 6, sem yrði 9500m2 að stærð. Þar verður gert ráð fyrir byggingarreit fyrir Áhaldahús Kópavogs, hámarksbyggingarmagn er áætlað 3800m2, hámarkshæð byggingarreits verða 9m frá aðkomukóta.
Við austurenda nýrrar lóðar nr. 6 verða tvær nýjar lóðir, Hestheimar 2 og 4. Lóð nr. 2 verður 1200m2 að stærð og Hestheimar 4 verður 1500m2. Á lóðunum tveimur verða byggingarreitir fyrir verslun og þjónustu á tveimur hæðum, 16x17,5m að stærð með hámarkshæð 7m frá aðkomukóta. Aðkoma, bílastæði og reiðleiðir breytast sbr. uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:2000 dags. 10.12.2013. Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að tillagan verði auglýst með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.1312091 - Bláfánaumsókn 2014. Mál sem ágreiningur var um í bæjarráði.

Lögð eru fram umsóknargögn fyrir Bláfanaumsókn 2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við bæjarráð að endurnýja umsókn um Bláfána fyrir 2014, Ýmishöfn.
Bæjarráð samþykkti að endurnýja umsókn um Bláfána fyrir árið 2014 með fjórum atkvæðum og einu mótatkvæði.

Bæjarstjórn samþykkir að endurnýja umsókn um Bláfána fyrir 2014, Ýmishöfn, með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

16.1401594 - RIFF kvikmyndahátíð. Tillaga frá Rannveigu Ásgeirsdóttur sem ágreiningur var um í bæjarráði.

Rannveig Ásgeirsdóttir leggur til að bæjarstjóra í samvinnu við framkvæmdastjóra Markaðsstofu verði falið að ræða við framkvæmdastjórn RIFF kvikmyndahátíðar og skoða möguleika þess að hýsa hátíðina. Niðurstöður þessarar athugunar verði sendar lista- og menningarráði til umsagnar.
Bæjarráð samþykkti tillöguna með fjórum atkvæðum gegn einu.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sjö atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

17.1401013 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 21. janúar

102. fundargerð í 9 liðum.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa einróma.

18.1401011 - Félagsmálaráð, 21. janúar

1363. fundargerð í 9 liðum.

Lagt fram.

19.1401003 - Íþróttaráð, 9. janúar

31. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

20.1401009 - Leikskólanefnd, 21. janúar

44. fundargerð í 8 liðum.

Lagt fram.

21.1401007 - Lista- og menningarráð, 16. janúar

24. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

22.1401001 - Skipulagsnefnd, 21. janúar

1235. fundargerð í 27 liðum.

Lagt fram.

23.1401006 - Skólanefnd, 20. janúar

67. fundargerð í 8 liðum.

Lagt fram.

24.1401109 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 17. janúar

127. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

25.1401100 - Svæðisskipulagsnefnd hbsv., 17. janúar

41. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

26.1312009 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 20. janúar

44. fundargerð í 19 liðum.

Lagt fram.

27.1202292 - Kosningar í atvinnu- og þróunarráð 2012-2014

Kosning aðalmanns í atvinnu- og þróunarráð.

Þóra Elfa Björnsson kosin aðalmaður í atvinnu- og þróunarráð í stað Garðars H. Guðjónssonar.  Kosningu varamanns var frestað.

Fundi slitið - kl. 18:00.