Bæjarstjórn

1104. fundur 28. október 2014 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Jón Finnbogason tók sæti Hjördísar Ýr Johnson á fundinum.

1.1410009 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 131

131. fundargerð í 5 liðum
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 greiddum atkvæðum.

2.1401098 - Fundargerðir stjórnar Sorpu 2014

342. fundargerð í 9 liðum
Lagt fram.

3.1401106 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 2014

820. fundargerð í 10 liðum
Lagt fram.

4.1410017 - Skólanefnd - 76

76. fundargerð í 15 liðum
Lagt fram.

5.1410012 - Skipulagsnefnd - 1247

1247. fundargerð í 23 liðum
Lagt fram.

6.1409020 - Skipulagsnefnd - 1246

1346. fundargerð í 1 lið
Lagt fram.

7.1410006 - Lista- og menningarráð - 32

32. fundargerð í 7 liðum
Lagt fram.

8.1410004 - Leikskólanefnd - 51

51. fundargerð í 7 liðum
Lagt fram.

9.1410013 - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 29

29. fundargerð í 9 liðum
Lagt fram.

10.1410023 - Forsætisnefnd - 32

32. fundargerð í 2. liðum
Lagt fram.

11.1410010 - Félagsmálaráð - 1377

1377. fundargerð í 14 liðum
Lagt fram.

Sverrir Óskarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður vill fagna sérstaklega áætlun um uppbyggingu á húsnæðisúrræðum fyirr fatlað fólk. Í fyrra var Kópavogsbraut tekin í notkun og nú erum við að byggja nýtt úrræði að Austurkór. Þá verður haldið áfram að byggja upp eftir því sem efni og aðstæður leyfa.
Sverrir Óskarsson"

12.1410016 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 132

132. fundargerð í 6 liðum
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 greiddum atkvæðum.

13.1410422 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 28. október 2014

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá, 16. og 23. október, byggingarfulltrúa frá 9. og 16. október, félagsmálaráðs frá 13. október, forsætisnefndar frá 24. október, jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 15. október, leikskólanefndar frá 9. október, lista- og menningarráðs frá 16. október, skipulagsnefndar frá 6. og 20. október, skólanefndar frá 20. október, stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga frá 8. október, stjórnar Sorpu frá 10. október.
Lagt fram.

Hlé var gert á fundi kl. 18.25. Fundi var fram haldið kl. 18:55.

14.1403302 - Furugrund 3. Breytt notkun húsnæðis.

Lögð fram að nýju tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts dags. 8.14.2014, f.h. lóðarhafa að breyttri nýtingu húsnæðis á lóð nr. 3 við Furugrund. Á fundi skipulagsnefndar 15.9.2014 var erindinu frestað og óskað eftir umsögn frá menntasviði og Markaðsstofu Kópavogs.

Lagt fram bréf frá Snælandsskóla dags. 1.10.2014 þar sem spurst er fyrir um byggingaráform við Furugrund 3.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn menntasviðs dags. 17.10.2014 og Markaðsstofu Kópavogs dags. 16.10.2014.

Þá lögð fram lýsing fyrir breytingu á verslunar- og þjónustusvæði við Furugrund dags. 15.9.2014.


Lögð verður áhersla á að tillagan verði gerð aðgengileg á heimasíðu bæjarins.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að lýsingu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 sem nær til Furugrundar 3. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagt erindi með átta atkvæðum en þrír bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig að Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen E. Halldórsdóttir, Guðmundur Gísli Geirdal, Theódóra S Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson, Birkir Jón Jónsson og Jón Finnbogason greiddu atkvæði með tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði.

15.1406416 - Þrymsalir 1. Einbýli í tvíbýli.

Lagt fram að nýju erindi Arinbjarnar Snorrasonar þar sem óskað er eftir að breyta þegar byggðu einbýlishúsi við Þrymsali 1 í tvíbýlishús. Á fundi skipulagsnefndar 28.7.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þrymsala 2, 3, 5, Þrúðsala 1, 2 og Þorrasala 17. Kynningu lauk 29.9.2014. Athugasemdir bárust frá Guðmundi Erni Guðmundssyni, Þrymsölum 19, dags. 15.8.2014; frá Jóni Sigurðssyni, Þrymsölum 15, dags. 22.8.2014; frá Herdísi Björk Brynjarsdóttur, Þrymsölum 2, dags. 2.9.2014; frá Leifi Kristjánssyni, Þrymsölum 5, dags. 28.9.2014; frá Birni Inga Victorssyni, Þrymsölum 12, dags. 14.8.2014.

Hafnað á grundvelli innsendra athugasemda. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn hafnar framlögðu erindi með tíu atkvæðum en einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig að Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen E. Halldórsdóttir, Guðmundur Gísli Geirdal, Theódóra S Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson, Pétur Hrafn Sigurðsson, , Birkir Jón Jónsson, Ólafur Þór Gunnarsson og Jón Finnbogason samþykktu tillöguna en Ása Richardsdóttir greiddi ekki atkvæði.

16.1410292 - Örvasalir 1. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Andra Freys Gestssonar dags. 14.10.2014 vegna breytts deiliskipulags Örvasala 1. Í breytingunni felst að farið er 1,4x5m út fyrir byggingarreit á suðurhlið og 2x6,4m á vesturhlið. Aukning á byggingarmagni er í heildina 19,8m2 sbr. uppdráttum dags. 6.10.2014.
Þá lagður fram uppdráttur dags. 6.10.2014 með skriflegu samþykki lóðarhafa Örvasala 2, 3, 4, 6, 8, 10 Öldusala 2 og 4.
Skipulagsnefnd telur umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa, sveitarfélagsins og þeirra sem veitt hafa samþykki fyrir breytingunni.

Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagt erindi með 11 atkvæðum.

17.1406119 - Almannakór 2, 4 og 6. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, dags. 5.6.2014 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðanna við Almannakór 2, 4, og 6. Í breytingunni felst að í stað þriggja einbýlishúsa verði byggð þrjú parhús. Byggingarreitur stækkar úr 16x17m í 16x20m, þ.e. á hverri lóð stækkar byggingarreitur um 1,5m á hvorri hlið. Tvö bílastæði verða fyrir hverja íbúð. Heildarbyggingarmagn á lóð eykst úr 400m2 í 450m2 og hámarkshæð verður 6,75m í stað 6,3m sbr. erindi og uppdráttum dags. 4.6.2014. Kynningartíma lauk 6. ágúst 2014. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Ágústi Sverri Egilssyni og Soffíu G. Jónasdóttur, Akrakór 7 og Ármanni E. Lund og Sigríði Láru Guðmundsdóttur, Akrakór 14 sbr. bréf daga. 5. ágúst 2014; Óskari Þór Ólafssyni og Ingunni Hjördísi Kristjánsdóttur, Almannakór 3 sbr. bréf dags. 29. júlí 2014; Örnu G. Tryggvadóttur og Birgi Ingimarssyni, Almannakór 8 sbr. bréf dags. 30. júlí 2014; erindi frá íbúum Almannakór 3, 8, Aflakór 21, 23, Akrakór 7 sbr. bréf dag. 30. júlí 2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.8.2014 var málinu frestað.

Hafnað á grundvelli innsendra athugasemda. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn hafnar framlögðu erindi með 11 atkvæðum.

18.1407369 - Langabrekka 25. Kynning á byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga STÁSS akritekta fh. lóðarhafa að viðbyggingu við Löngubrekku 25. Í tillögunni dags. 18. júní 2014 fellst að byggt er við neðri hæð núverandi einbýlishúss til vesturs um 60m2 viðbygging. Á fundi skipulagsnefndar 28.7.2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 18, 20, 21, 22, 23, 27, Álfhólsvegi 43, 43a, 45. Kynningu lauk 1.10.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagt erindi með 11 atkvæðum.

19.1406468 - Melaheiði 19. Bílskúr. Kynning á byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Jóhanns Magnúsar Kristinssonar, dags. 13.6.2014, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum á bílskúr á lóðinni Melaheiði 19. Í breytingunni felst að stækka við bílskúr til suðurs um 2,7 m eða 17,2 m2. Einnig er verði reist 23m2 opið bílskýli fyrir framan bílskúr á lóðamörkum sbr. uppdráttum dags. 26.4.2014 í mkv. 1:100 og 1:500. Á fundi skipulagsnefndar 21.7.2014 var samþykkt með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum við Melaheiði 17 og 21 ásamt Álfhólsvegi 90, 92 og 94. Kynningu lauk 3.10.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagt erindi með 11 atkvæðum.

20.1409481 - Fróðaþing 44. Umsókn um lóð

Umsögn frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. október, lögð fram umsókn um lóðina Fróðaþing 44 frá Ágústu Hlín Gústafsdóttur kt. 110474-4319 og Finn S. Magnússyni kt. 060166-3159. Umsækjandi hefur skilað inn afriti skattframtals 2014, yfirlýsingu banka og frekari gögn sem varða málið. Báðir aðilar eru skuldlausir við bæjarsjóð.

Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma samkvæmt úthlutunarreglum.

Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar Fróðaþing 44 til umsækjanda.
Bæjarráð mælir með því við bæjarstjórn með fimm atkvæðum að samþykkja úthlutun lóðarinnar.
Bæjarstjórn samþykkir með ellefu atkvæðum að veita Ágústu Hlín Gústafsdóttur og Finn S. Magnússyni kost á byggingarrétti á lóðinni Fróðaþing 44.

21.905315 - Guðmundarlundur. Samningur um frístundahús.

Frá sviðsstjórum stjórnsýslu-, mennta- og umhverfissviðs, lögð fram að nýju drög að samningi við Skógræktarfélag Kópavogs um framkvæmdir við frístundahús í Guðmundarlundi.
Bæjarráð vísar drögunum til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Jafnframt lögð fram kostnaðaráætlun vegna framkvæmda, umsögn þriggja sviðsstjóra frá 8. janúar sl., skýrsla Deloitte um byggingarkostnað frá 25. apríl sl. og svar við fyrirspurnum úr bæjarráði þann 23. október.
Birkir Jón Jónsson, Pétur Hrafn Sigurðsson og Ása Richardsdóttir lögðu til að afgreiðslu málsins væri frestað.

Tillögu um frestun var hafnað með sjö atkvæðum en fjórir bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með tillögunni. Atkvæði féllu þannig að Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen E. Halldórsdóttir, Guðmundur Gísli Geirdal, Jón Finnbogason, Theódóra S Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu atkvæði með henni.

Birkir Jón Jónsson, Pétur Hrafn Sigursson og Ása Richardsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Við teljum ekki rétt að afgreiða þennan samning í dag og því lögðum við til að málinu verði frestað. Heildar fjárfesting vegna verkefnisins liggur ekki fyrir né heldur hver rekstrarkostnaður verður þegar húsið er tilbúið. En síður liggur fyrir heildstæð áætlun um notkun hússins þó sannarlega hafa verið reifaðar hér í dag góðar hugmyndir þar um.
Ása Richardsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Petur Hrafn Sigurðsson"

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Heildarkostnaður kemur fram í fyrirliggjandi gögnum en úthlutun til rekstrar mun taka mið af svigrúmi í fjárhagsáætlun hverju sinni. Ljóst er að húsið mun fyrst og fremst nýtast til menntunar og útivistar leik- og grunnsnkólabarna.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen E. Halldórsdóttir, Guðmundur Gísli Geirdal, Jón Finnbogason, Theódóra S Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson"

Bæjarstjórn samþykkir framlögð drög að samkomulagi við Skógræktarfélag Kópavogs með sjö atkvæðum en fjórir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig að Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen E. Halldórsdóttir, Guðmundur Gísli Geirdal, Jón Finnbogason, Theódóra S Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði með tillögunni en Ása Richardsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Petur Hrafn Sigurðsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði.

22.1410018 - Bæjarráð - 2747

2747. fundargerð í 31 lið
Lagt fram.

23.1105396 - Reglur um útleigu félagslegra leiguíbúða

Félagsmálaráð samþykkti fyrir sitt leyti framlagðar tillögur að breytingum á 16. 17. og 19. gr. í reglum, sbr. lið 7 í fundargerð 13. október. Tillögunum var vísað til bæjarráðs. Bæjarráð staðfesti tillögur að breytingum á reglum um útleigu félagslegra íbúða með fimm atkvæðum.
Bæjarstjórn staðfestir breytingar á útleigu félagslegra leiguíbúða með 11 atkvæðum.

24.1410014 - Bæjarráð - 2746

2746. fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið.