Lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, dags. 5.6.2014 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðanna við Almannakór 2, 4, og 6. Í breytingunni felst að í stað þriggja einbýlishúsa verði byggð þrjú parhús. Byggingarreitur stækkar úr 16x17m í 16x20m, þ.e. á hverri lóð stækkar byggingarreitur um 1,5m á hvorri hlið. Tvö bílastæði verða fyrir hverja íbúð. Heildarbyggingarmagn á lóð eykst úr 400m2 í 450m2 og hámarkshæð verður 6,75m í stað 6,3m sbr. erindi og uppdráttum dags. 4.6.2014. Kynningartíma lauk 6. ágúst 2014. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Ágústi Sverri Egilssyni og Soffíu G. Jónasdóttur, Akrakór 7 og Ármanni E. Lund og Sigríði Láru Guðmundsdóttur, Akrakór 14 sbr. bréf daga. 5. ágúst 2014; Óskari Þór Ólafssyni og Ingunni Hjördísi Kristjánsdóttur, Almannakór 3 sbr. bréf dags. 29. júlí 2014; Örnu G. Tryggvadóttur og Birgi Ingimarssyni, Almannakór 8 sbr. bréf dags. 30. júlí 2014; erindi frá íbúum Almannakór 3, 8, Aflakór 21, 23, Akrakór 7 sbr. bréf dag. 30. júlí 2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.8.2014 var málinu frestað.
Hafnað á grundvelli innsendra athugasemda. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.