Bæjarstjórn

1069. fundur 08. janúar 2013 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1212012 - Félagsmálaráð, 18. desember

1343. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

2.1301111 - Kosningar í forsætisnefnd

Kosningar í forsætisnefnd, þrír aðalmenn og jafnmargir til vara, til reynslu til þriggja mánaða.

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson, Pétur Ólafsson og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri.

 

Kosningu hlutu:

 

Aðalmenn:

Af A-lista:

Margrét Björnsdóttir

Ómar Stefánsson

Af B-lista.

Hafsteinn Karlsson

 

Varamenn:

Af A-lista:

Aðalsteinn Jónsson

Rannveig Ásgeirsdóttir

Af B-lista:

Ólafur Þór Gunnarsson

3.1212099 - Sveitarfélagamörk Kópavogs og Garðabæjar við Kjóavelli.

Mál sem samþykkt var í framkvæmdaráði 12/12 og í bæjarráði 13/12, til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir einróma samkomulag um staðarmörk Kópavogs og Garðabæjar við Kjóavelli.

4.1212011 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 17. desember

28. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

5.1201287 - Stjórn Sorpu bs., 14. desember

309. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

6.1201286 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 21. desember

117. fundur

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Gunnar Ingi Birgisson og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 1.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

7.1201261 - Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, 17. desember

328. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

8.1201284 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 12. desember

802. fundur

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson og Guðríður Arnardóttir um lið 26.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

9.1212009 - Skipulagsnefnd, 18. desember

1220. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

10.1212014 - Jafnréttis- og mannréttindanefnd, 19. desember

17. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

11.1212008 - Íþróttaráð, 19. desember

20. fundur

Til máls tóku Aðalsteinn Jónsson um liði 1, 2, 3 og 4, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 4, Ómar Stefánsson um liði 1, 2 og 4 og Margrét Björnsdóttir um lið 4.

Bæjarstjórn Kópavogs færir íþróttafólki í Kópavogi hamingjuóskir vegna góðs árangurs á nýliðnu ári.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

12.1212017 - Bæjarráð, 20. desember

2667. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

13.1212006 - Barnaverndarnefnd, 13. desember

21. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

14.1211006 - Barnaverndarnefnd, 8. nóvember

20. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

15.1212018 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 28. desember

69. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án umræðu.

16.1212015 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 18. desember

68. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án umræðu.

17.1211269 - Tillagan Vinna og virkni - Átak til atvinnu 2013.

Samningur milli velferðarráðuneytisins, annars vegar og Kópavogsbæjar, hins vegar.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn einróma.

Þá bar forseti undir fundinn tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra.  Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sex atkvæðum en fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

18.1301001 - Bæjarráð, 3. janúar

2668. fundur

Til máls tók Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 10 og lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Samþykktin er háð því og í trausti þess að niðurstöður starfshópsins sem velferðarráðherra hefur skipað til að fara yfir framkomnar óskir Sambands íslenskra sveitarfélaga um breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga um skýrari heimildir til að skilyrða fjárhagsaðstoð félagsþjónustu sveitarfélaga við virkni verði að lögum nú þegar þing kemur saman á nýju ári.

Ármann Kr. Ólafsson"

Kl. 16:09 mætti Gunnar Ingi Birgisson til fundar.

Þá tóku til máls Margrét Júlía Rafnsdóttir um lið 8, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 10, Guðríður Arnardóttir um lið 10, Gunnar Ingi Birgisson um liði 4, 7 og 10, Ólafur Þór Gunnarsson um liði 8 og 10, Pétur Ólafsson um liði 4, 7, 10 og 18, Aðalsteinn Jónsson um liði 4, 7 og 10, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um liði 10, 4 og 18, Hjálmar Hjálmarsson um liði 4, 8, 18 og 10 og Margrét Júlía Rafnsdóttir um liði 10, 18 og 8 og lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirrituð leggur það til við jafnréttis- og mannréttindanefnd og skólanefnd að gerðar verði heildstæðar viðmiðunarreglur um samskipti leik- og grunnskóla við alla þá aðila sem vilja með einhverjum hætti koma með fræðslu eða boðskap til nemenda á skólatíma. Jafnframt legg ég til að tryggt sé að einstaklingar sem eru ráðnir til að vinna með börnum eða að málefnum þeirra skili inn sakavottorði eins og lög gera ráð fyrir.

Margrét Júlía Rafnsdóttir"

Þá tóku til máls Rannveig Ásgeirsdóttir um liði 10 og 18, Gunnar Ingi Birgisson um liði 10 og 4, Hjálmar Hjálmarsson um lið 10, Pétur Ólafsson um lið 18, Ómar Stefánsson um liði 8, og lagði til að tillögu Margrétar Júlíu Rafnsdóttur undir þeim lið verði vísað til umfjöllunar skólanefndar, 4, 18 og 10 og Margrét Björnsdóttir um liði 4, 8 og 10.

Hlé var gert á fundi kl. 18:10.  Fundi var fram haldið kl. 18:25.

Forseti bar undir fundinn tillögu Ómars Stefánsson um að vísa tillögu Margrétar Júlíu Rafnsdóttur til umfjöllunar skólanefndar og var tillagan samþykkt með níu atkvæðum en tveir bæjarfulltrúar sátu hjá

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

19.1212249 - Frístundastyrkur - Breyting

Tillaga um að hækka frístundastyrk vegna íþróttaiðkunar barna úr 12.000 kr. í 13.500 kr. næsta haust.

Bæjarstjórn samþykkir að hækka frístundastyrk vegna íþróttaiðkunar barna úr 12.000 kr. í 13.500 kr. næsta haust. Samþykkt með níu atkvæðum en einn bæjarfulltrúi sat hjá.

20.1206159 - Selbrekka 8 - umsókn um byggingarleyfi

Skipulagsnefnd hafnaði erindinu á grundvelli innsendra athugasemda frá íbúum að Álfhólsvegi 91 og 93. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn hafnar erindinu með níu atkvæðum en einn bæjarfulltrúi sat hjá.

21.1011337 - Ennishvarf 9, breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd hafnar að taka málið upp að nýju og vísaði því til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn hafnar einróma að taka málið upp að nýju.

22.911897 - Langabrekka 5, umsókn um byggingarleyfi.

Skipulagsnefnd hafnaði að taka málið upp að nýju varðandi byggingu bílskúrs, og vísaði afgreiðslu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn hafnar einróma að taka málið upp að nýju.

Fundi slitið - kl. 18:00.