Bæjarstjórn

1120. fundur 21. júlí 2015 kl. 16:00 - 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1507357 - Kosning í starfshóp um húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogsbæjar.

Forseti ákvað að dagskrárliðurinn yrði til afgreiðslu síðastur á dagskrá.

Bæjarstjórn kaus aðalmenn í starfshóp um húsnæðismál stjórnsýslu:

Af A-lista
Ármann Kr. Ólafsson
Karen Halldórsdóttir
Sverrir Óskarsson

Af B-lista
Ása Richardsdóttir
Birkir Jón Jónsson

Áheyrnarfulltrúi
Arnþór Sigurðsson

2.15062384 - Sorpa Dalvegi - framtíðarsýn.

Frá bæjarlögmanni, dags. 14. júlí, lagt fram minnisblað vegna kröfu landeiganda að Digranesvegi 81 um að Sorpu verði gert að víkja af hluta lóðarinnar.
Lagt fram.

3.1507340 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar þann 21. júlí 2015.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 25. júní og 2. og 16. júlí, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 11., 18. og 25. júní og 3. júlí, barnaverndarnefndar frá 28. maí og 11. og 25. júní, félagsmálaráðs frá 15. júní, forsætisnefndar frá 16. júlí, heilbrigðisnefndar frá 30. júní, íþróttaráðs frá 25. júní, leikskólanefndar frá 25. júní, lista- og menningarráðs frá 2. júlí, skipulagsnefndar frá 22. júní, stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 3. júlí, stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 19. júní, stjórnar SSH frá 8. júní og umhverfis- og samgöngunefndar frá 2. og 30. júní.
Lagt fram.

4.1506019 - Bæjarráð, dags. 25. júní 2015.

2780. fundur bæjarráðs í 13. liðum.
Lagt fram.

5.1506965 - Austurkór 14. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 18. júní, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 14 frá Eldey eignarhaldsfélagi ehf., kt. 671010-1320. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Eldey eignarhaldsfélagi ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 14 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

6.1506966 - Austurkór 16. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 18. júní, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 16 frá Eldey eignarhaldsfélagi ehf., kt. 671010-1320. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Eldey eignarhaldsfélagi ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 16 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

7.15061927 - Fornahvarf 1. Fyrirspurn.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. júní, lögð fram að nýju fyrirspurn Kristjáns Andréssonar varðandi mögulega uppbyggingu við Fornahvarf 1. Samkvæmt Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 er ekki gert ráð fyrir frekari uppbyggingu á lóðinni við Fornarhvarf 1. Skiplagsnefnd hafnaði innsendri fyrirspurn að svo stöddu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

8.15062167 - Lundur. Lagning holræsis. Framkvæmdaleyfi.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. júní, lagt fram erindi Byggingarfélags Gylfa og Gunnars ehf. þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 200mm holræsislagnar innan Lundarsvæðis, sbr. meðfylgjandi teikningum og verklýsingu verkfræðistofunnar VSB. Skipulagsnefnd samþykkti framkvæmdaleyfið og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

9.1505724 - Vallargerði 31. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. júní, lagt fram að nýju erindi Teiknistofunnar H.R. ehf. f.h. lóðarhafa, vegna fyrirhugaðra breytinga að Vallargerði 31. Tillagan hefur verið grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Vallargerðis 28, 29, 32, 34 og Kópavogsbrautar 68 og er lagt fram skriflegt samþykki fyrrnefndra lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Sverrir Óskarsson víkur af fundi undir afgreiðslu þessa máls.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum.

10.1502349 - Vatnsendaskóli - Funahvarf 2 - Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. júní, lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs Kópavogs að útfærslu deiliskipulags við Vatnsendaskóla hvað varðar íþróttahús, fyrirkomulag bílastæða, leiksvæða og staðsetningu færanlegra kennslustofa. Einnig lögð fram umsögn umhverfissviðs. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi Funahvarfs 2 þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir og með vísan í umsögn skipulags- og byggingardeildar, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Sverrir Óskarsson kemur aftur til fundar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

11.1506023 - Bæjarráð, dags. 2. júlí 2015.

2781. fundur bæjarráðs í 14. liðum.
Lagt fram.

12.1504408 - Álalind 5. Úthlutun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 8. maí, lögð fram tillaga að umsækjendum sem verði veittur kostur á byggingarrétti á lóðinni Álalind 5, enda uppfylla umsækjendur reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkti að gefa eftirtöldum aðilum kost á byggingarrétti á lóðinni Álalind 5:
Mótandi ehf
S.Þ. Verktakar ehf.
Alefli ehf.
Húsafl ehf.
Baldur Jónsson ehf.
Leigufélagið Bestla ehf.

Útdráttur fór fram að viðstöddum fulltrúa sýslumanns, Jóhanni Gunnari Þórarinssyni. Dregið var Húsafl ehf.

Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að veita Húsafli ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Álalind 5 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

13.1504409 - Álalind 10. Úthlutun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14. apríl, lögð fram tillaga að umsækjendum sem verði veittur kostur á byggingarrétti á lóðinni Álalind 10, enda uppfylla umsækjendur reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkti að gefa eftirtöldum aðilum kost á byggingarrétti á lóðinni Álalind 10:
Alefli ehf.
S.Þ. Verktakar ehf.
Baldur Jónsson ehf.
Leigufélagið Bestla ehf.

Útdráttur fór fram að viðstöddum fulltrúa sýslumanns, Jóhanni Gunnari Þórarinssyni. Dregið var Leigufélagið Bestla ehf.

Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að veita Leigufélaginu Bestlu ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Álalind 10 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

14.1507002 - Bæjarráð, dags. 16. júlí 2015.

2782. fundur bæjarráðs í 27. liðum.
Lagt fram.

15.15062164 - Húsnæði stjórnsýslu Kópavogsbæjar.

Samþykkt bæjarráðs: "Stofnaður verði starfshópur sem skipaður verður þremur fulltrúum meirihluta og tveimur úr minnihluta auk eins áheyrnafulltrúa úr minnihluta, ásamt bæjarritara og sviðstjóra umhverfisssviðs.
Hópnum er falið að halda áfram að greina og skoða stöðu húsnæðismála stjórnsýslu Kópavogsbæjar í samræmi við fyrirliggjandi gögn, auk þess að skoða fleiri kosti fyrir framtíðarstaðsetningu starfseminnar. Þar með talið er óbreytt staðsetning, hugsanlegur flutningur í annan hluta bæjarins, uppbygging á Fannborgarreit og á nærliggjandi svæði og aðrir kostir sem hópurinn kýs að skoða.
Hópnum er falið að kanna virði eigna í Fannborg með því að leita eftir hugmyndum frá þróunarfélögum og fjárfestum.
Þá skal hópurinn einnig láta fara fram m.a. rýnihópavinnu, hafa opna fundi, leita álits félagasamtaka og einstaklinga sem láta sig málefnið varða. Formaður hópsins er bæjarstjóri Kópavogs.
Hópurinn skal ljúka störfum í september 2015."
Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu og þar sem ágreiningur var í bæjarráði er hún til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

Bæjarfulltrúi Birkir Jón Jónsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.

16.1507010 - Hestamannafélagið Sprettur. Beiðni um styrk vegna eftistöðva fasteignagjalda. Misritun í samningi.

Frá hestamannafélaginu Spretti, dags. 26. júní, lagt fram erindi vegna niðurfellingar fasteignagjalda umfram fasteignaskatt af fasteign félagsins með vísan til misritunar í samkomulagi við Kópavogsbæ sem undirritað var þann 12. nóvember 2012, en þar er ritað fasteignaskattur í stað fasteignagjalda.
Bæjarráð staðfesti að um misritun hafi verið að ræða í samkomulagi aðila frá 12.11.2012 þannig að í 6. gr. þess eigi að standa "fasteignagjöld" í stað "fasteignaskatts" og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

17.1409524 - Landsendi 7-9. Stjórnsýslukæra vegna afskráningar eignarhalds.

Frá innanríkisráðuneyti, dags. 8. júlí, lagður fram úrskurður ráðuneytisins í tilefni af kæru afskráningar eignarhalds. Ráðuneytið beinir þeim tilmælum til Kópavogsbæjar að úrskurðurinn verði lagður fram á fundi sveitarstjórnar til kynningar.
Lagt fram.

18.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. júní, lögð fram tillaga að breyttu deiluskipulagi Smárabyggðar (suðursvæði Smáralindar). Lögð fram athugasemd frá Nýja Norðurturninum ehf. og einnig lagt fram minnisblað bæjarlögmanns vegna athugasemdarinnar. Skipulagsnefnd samþykkti að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Smárans, vestan Reykjanesbrautar, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

19.1505243 - Umhverfisviðurkenningar 2015. Gata ársins.

Frá skipulagsstjóra, dags. 3. júlí, lagt fram minnisblað varðandi umhverfisviðurkenningar 2015. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti einróma framlagða tillögu að veita Baugakór viðurkenningu fyrir götu ársins. Umhverfis- og samgöngunefnd vísaði tillögu að götu ársins til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarráð staðfestir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar með fimm atkvæðum og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

20.1506014 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 11. júní 2015.

155. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 9. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

21.1506017 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 18. júní 2015.

156. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 9. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

22.1506021 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 25. júní 2015.

157. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 7. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

23.1507001 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 3. júlí 2015.

158. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 12. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

24.1505017 - Barnaverndarnefnd, dags. 28. maí 2015.

46. fundur barnaverndarnefndar í 9. liðum.
Lagt fram.

25.1506008 - Barnaverndarnefnd, dags. 11. júní 2015.

47. fundur barnaverndarnefndar í 3. liðum.
Lagt fram.

26.1506020 - Barnaverndarnefnd, dags. 25. júní 2015.

48. fundur barnaverndarnefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

27.1506012 - Félagsmálaráð, dags. 15. júní 2015.

1394. fundur félagsmálaráðs í 9. liðum.
Lagt fram.

28.1507003 - Forsætisnefnd, dags. 16. júlí 2015.

51. fundur forsætisnefndar í 1. lið.
Lagt fram.

29.1501326 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 30. júní 2015.

202. fundur heilbrigðisnefndar í 65. liðum.
Lagt fram.

30.1506018 - Íþróttaráð, dags. 25. júní 2015.

49. fundur íþróttaráðs í 23. liðum.
Lagt fram.

31.1506013 - Leikskólanefnd, dags. 25. júní 2015.

60. fundur leikskólanefndar í 8. liðum.
Lagt fram.

32.1506024 - Lista- og menningarráð, dags. 2. júlí 2015.

45. fundur lista- og menningarráðs í 4. liðum.
Lagt fram.

33.1506015 - Skipulagsnefnd, dags. 22. júní 2015.

1262. fundur skipulagsnefndar í 15. liðum.
Lagt fram.

34.1501339 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 3. júlí 2015.

829. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 41. lið.
Lagt fram.

35.1501345 - Fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 19. júní 2015.

147. fundur stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í 7. liðum.
Lagt fram.

36.1501341 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 8. júní 2015.

417. fundur stjórnar SSH í 5. liðum.
Lagt fram.

37.1504023 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 2. júní 2015.

65. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 13. liðum.
Lagt fram.

38.1506005 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 30. júní 2015.

66. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 8. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 16:00.