Bæjarstjórn

1118. fundur 09. júní 2015 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Páll Magnússon bæjarritari
 • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Áður en gengið var til dagskrár bar forseti undir fundinn að tekin yrði á dagskrá með afbrigðum tillaga frá bæjarstjóra um styrkveitingu til Sunnuhlíðar. Var samþykkt með 11 atkvæðum að taka málið á dagskrá.

1.1505698 - Viðaukar 2015. Fjárhagsáætlun. Liðveisla og frekari liðveisla.

Frá bæjarstjóra, dags. 27. maí, lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna liðveislu og frekari liðveislu, ásamt umsögn sviðsstjóra velferðarsviðs. Bæjarráð vísaði afgreiðslu tillögunnar til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum viðauka I við fjárhagsáætlun 2015.

2.1505698 - Viðaukar 2015. Fjárhagsáætlun. Styrkveiting til Sunnuhlíðar.

Frá bæjarstjóra, dags. 9. júní, lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna styrks til Sunnuhlíðar til greiðslu fasteignagjalda með skilyrðum.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að veita Sunnuhlíð Hjúkrunarheimili styrk að fjárhæð kr. 59.301.895,- til að standa straum af gjaldföllnum fasteignagjöldum hjúkrunarheimilisins í samræmi við tillögu bæjarstjóra, dags. 9. júní 2015, og að uppfylltum skilyrðum sem þar koma fram.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn með 11 atkvæðum framlagðan viðauka 2, dags. 9. júní 2015, við fjárhagsáæltun ársins 2015 vegna framangreindrar styrkveitingar til Sunnuhlíðar. Inntak viðaukans er að dregið verði úr stofnfjárfestingum stofnana og framlög aðalsjóðs vegna þeirra því lækkuð sem nemur umræddri fjárhæð. Mun samþykkt styrksins því ekki hafa áhrif rekstrarafkomu Kópavogsbæjar.

3.1506759 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 9. júní 2015.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 28. maí og 4. júní, eigendafunda Strætó frá 17. apríl og 18. maí, félagsmálaráðs frá 1. júní, forsætisnefndar frá 4. júní, jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 18. maí, leikskólanefndar frá 28. maí, lista- og menningarráðs frá 19. maí, skipulagsnefndar frá 1. júní, stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 8. apríl og 19. maí, stjórnar Sorpu frá 22. maí og stjórnar Strætó frá 29. maí.
Lagt fram.

4.1505014 - Bæjarráð, dags. 28. maí 2015.

2776. fundur bæjarráðs í 18. liðum.
Lagt fram.

5.1505024 - Bæjarráð, dags. 4. júní 2015.

2777. fundur bæjarráðs í 19. liðum.
Lagt fram.

6.1503265 - Boðaþing 14-16 og 18-20. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 2. júní, lagt fram að nýju erindi THG arkitekta f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Boðaþings 14-16 og 18-20, að lokinni grenndarkynningu. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi og vísaði erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

7.1503554 - Gulaþing 25. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 2. júní, lagt fram að nýju erindi Púkk arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Gulaþings 25, þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir og vísaði erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

8.1505359 - Þrúðsalir 11. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 29. maí, lögð fram umsókn um lóðina Þrúðsali 11 frá Sigurlaugu Lilju Ólafsdóttur, kt. 250386-3039 og Jóni Heiðari Ingólfssyni, kt. 071083-5009. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Sigurlaugu Lilju Ólafsdóttur og Jóni Heiðari Ingólfssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Þrúðsalir 11 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

9.1505304 - Þrúðsalir 13. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 29. maí, lögð fram umsókn um lóðina Þrúðsali 13 frá Helgu Rós Benediktsdóttur, kt. 190788-3269 og Sveinbirni Inga Erlendssyni, kt. 031288-2239. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Helgu Rós Benediktsdóttur og Sveinbirni Inga Erlendssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Þrúðsalir 13 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

10.1501347 - Fundargerðir eigendafunda Strætó bs. dags. 17. apríl 2015.

8. eigendafundur Strætó bs. í 1. lið.
Lagt fram.

11.1501347 - Fundargerðir eigendafunda Strætó bs. dags. 18. maí 2015.

9. eigendafundur Strætó bs. í 3. liðum.
Lagt fram.

12.1505020 - Félagsmálaráð, dags. 1. júní 2015.

1393. fundur félagsmálaráðs í 8. liðum.
Lagt fram.

Sverrir Óskarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Skorað er á ríkisstjórn Íslands að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og gera nauðsynlegar breytingar á lagaumhverfinu svo samningurinn geti verið virkur. Það er óskandi að Ísland verði ekki síðasta landið í heiminum til að fullgilda samninginn.
Þá hef ég miklar væntingar um að velferðarráðuneytið og aðstoðarmaður ráðherra leggi þessu málefni lið svo hægt sé að fullgilda samninginn sem fyrst.
Óskað er eftir að þessi áskorun verði send til velferðarráðuneytisins.
Sverrir Óskarsson"

13.1506006 - Forsætisnefnd, dags. 4. júní 2015.

49. fundur forsætisnefndar í 1. lið.
Lagt fram.

14.1505010 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 18. maí 2015.

37. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

15.1505015 - Leikskólanefnd, dags. 28. maí 2015.

58. fundur leikskólanefndar í 13. liðum.
Lagt fram.

16.1505013 - Lista- og menningarráð, dags. 19. maí 2015.

43. fundur lista- og menningarráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

17.1505011 - Skipulagsnefnd, dags. 1. júní 2015.

1260. fundur skipulagsnefndar í 15. liðum.
Lagt fram.

18.1501344 - Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða hbsv. dags. 8. apríl 2015.

344. fundur samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í 4. liðum.
Lagt fram.

19.1501344 - Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða hbsv. dags. 19. maí 2015.

345. fundur samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í 3. liðum.
Lagt fram.

20.1501250 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 22. maí 2015.

350. fundur stjórnar Sorpu í 12. liðum.
Lagt fram.

21.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs. dags. 29. maí 2015.

220. fundur stjórnar Strætó í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið.