Bæjarstjórn

1126. fundur 10. nóvember 2015 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Kristín Sævarsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1403522 - Starfsumhverfi bæjarfulltrúa og valdmörk nefnda

Forsætisnefnd vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar til afgreiðslu:
"Forsætisnefnd leggur til við bæjarstjórn að stofnuð verði þrjú ráð, menntaráð, velferðarráð og umhverfisráð við hlið bæjarráðs. Hvert og eitt ráð sinnir verkefnum með hliðsjón af skiptingu á stafsemi bæjarins í fjögur svið. Jafnframt verði lagðar niður samsvarandi nefndir bæjarsins. Ráðin hefji störf 1. júlí 2016, en þá liggi fyrir erindisbréf hvers ráðs, reglur um starfskjör þeirra sem starfa í ráðum og nefndum hjá Kópavogsbæ og endurskoðuð Bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar. Forsætisnefnd verði falið að útfæra ofangreinda liði fyrir 1. apríl 2016."
Hlé var gert á fundi kl. 16.10. Fundi var fram haldið kl. 16.22.

Forseti lagði til að umræðunni væri frestað til næsta fundar og var það samþykkt með 11 atkvæðum.

2.1511083 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar þann 10. nóvember 2015.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 29. október og 5. nóvember, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 22. og 29. október, barnaverndarnefndar frá 24. september, forsætisnefndar frá 5. nóvember, heilbrigðisnefndar frá 26. október, jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 21. október, lista- og menningarráðs frá 20. október, íþróttaráðs frá 21. október, skipulagsnefnd frá 26. október, skólanefndar tónlistarskólans Tónsala frá 15. október, stjórnar Strætó frá 16. október og umhverfis- og samgöngunefndar frá 20. október.
Lagt fram.

3.1510022 - Bæjarráð, dags. 29. október 2015.

2794. fundur bæjarráðs í 17. liðum.
Lagt fram.

4.1510364 - Akralind 3. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 27. október, lagt fram erindi Eignafélagsins Akralindar ehf., einum af lóðarhöfum Akralindar 3, dags. 12.10.2015. Í erindi er óskað eftir að stækka lóð til suðurs þannig að frá suðausturhorni yrði dregin 3 m löng lína og frá henni bein lína að suðvesturhorni lóðar sbr. meðfylgjandi uppdrætti. Stækkun er u.þ.b. 100 m2 að stærð. Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði afgreiðslu málsins til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

5.15082228 - Álftröð 1. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 27. október, lagt fram frá byggingarfulltrúa að nýju, erindi Hildar Bjarndadóttur arkitekts, f.h. lóðarhafa Álftraðar 1, dags. 15.9.2015 þar sem skað er eftir heimild til að stækka bílskúr á norðvesturhorni lóðarinnar um 47m2 og verður hann 115 m2 eftir breytingu. Skv. tillögu verða innréttaðar tvær íbúðir í bílskúrnum, tvö bílastæði fyrir framan bílskúr tilheyra nýjum íbúðum. Bílskúr hækkar ekki og verður dreginn þrjá metra frá lóðamörkum til vesturs. Að auki verður byggður stigi á austurhlið íbúðarhússins og svölum bætt við til suðurs á 2. hæð. Fjórum nýjum bílastæðum er bætt við á austurhlið lóðarinnar sbr. uppdráttum dags. 15.9.2015. Á fundi skipulagsnefndar 5.10.2015 var erindinu frestað. Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

6.15082229 - Kársnesbraut 93. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 27. október, lagt fram að nýju frá byggingarfulltrúa erindi KRark, f.h. Kársnes 93 ehf., þar sem óskað er eftir að skipta matshluta 0103 á 1. hæð Kársnesbrautar 93 í tvo eignarhluta og breyta þeim í tvær íbúðir sbr. uppdráttum dags. 1.6.2015. Á fundi skipulagsnefndar 24.8.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 91 og 95. Lagt fram skriflegt samþykki lóðarhafa Kársnesbrautar 91 og 95. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

7.1503263 - Kópavogsbakki 2. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 27. október, lagt fram að nýju erindi GlámuKím f.h. lóðarhafa dags. 23.2.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Kópavogsbakka 2. Á fundi skipulagsnefndar 17.8.2015 var málinu frestað og því vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Erindið var samþykkt á grundvelli minnisblaðs lögfræðideildar dags. 22. október 2015 og málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum gegn atkvæði Ólafs Þórs Gunnarssonar.

8.15062060 - Langabrekka 5. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 27. október, lagt fram að nýju frá byggingarfulltrúa erindi Teiknivangs f.h. lóðarhafa Löngubrekku 5 dags. 22.6.2015. Á fundi skipulagsnefndar 14.9.2015 var erindinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 26.10.2015. Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

9.15082225 - Víðihvammur 26. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 27. október, lagt fram að nýju frá byggingarfulltrúa að lokinni kynningu erindi Stáss arkitekta, f.h. lóðarhafa, dags. 3.7.2015 þar sem óskað er eftir breytingum á Víðihvammi 26. Í breytingunni felst að núverandi útbygging á vesturhlið verði rifin og í stað hennar reist rúmlega 8 m2 viðbygging. Þak viðbyggingar verður nýtt sem svalir. Hæð viðbyggingar verður 5,3m. Að auki stækkar kvistur á norðurhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 3.7.2015. Á fundi skipulagsnefndar 24.8.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víðihvamms 23 og 28; Fífuhvamms 33 og 35. Kynningu lauk 23.10.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

10.1408478 - Umhverfisverkefni - Grænar gönguleiðir.

Frá skipulagsstjóra, dags. 21. október, lagt fram minnisblað varðandi auðkenni á grænum gönguleiðum skólabarna dags. 11. september 2014 ásamt fyrirhuguðum kostnaðarliðum. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti að vísa erindinu til umhverfissviðs til úrvinnslu en vísaði kostnaðarliðum til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarráð vísaði afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar með 11 atkvæðum enda rúmist verkefnið innan fjárhagsáætlunar.

11.1510027 - Bæjarráð, dags. 5. nóvember 2015.

2795. fundur bæjarráðs í 17. liðum.
Lagt fram.

12.1510018 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 22. október 2015.

169. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 6. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.

13.1510024 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 29. október 2015.

170. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 4. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.

14.1509024 - Barnaverndarnefnd, dags. 24. september 2015.

49. fundur barnaverndarnefndar í 9. liðum.
Lagt fram.

15.1511001 - Forsætisnefnd, dags. 5. nóvember 2015.

57. fundur forsætisnefndar í 2. liðum.
Lagt fram.

16.1501326 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 1. október 2015.

205. fundur heilbrigðisnefndar í 2. liðum.
Lagt fram.

17.1501326 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 26. október 2015.

206. fundur heilbrigðisnefndar í 56. liðum.
Lagt fram.

18.1510017 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 21. október 2015.

40. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 5. liðum.
Lagt fram.

19.1510015 - Lista- og menningarráð, dags. 20. október 2015.

50. fundur lista- og menningarráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

20.1510014 - Íþróttaráð, dags. 21. október 2015.

51. fundur íþróttaráðs í 6. liðum.
Lagt fram.

21.1510009 - Skipulagsnefnd, dags. 26. október 2015.

1267. fundur skipulagsnefndar í 26. liðum.
Lagt fram.

22.1510816 - Fundargerðir skólanefndar tónlistarskólans Tónsala, dags. 15. október 2015.

6. fundur skólanefndar tónlistarskólans Tónsala í 3. liðum.
Lagt fram.

23.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 16. október 2015.

227. fundur stjórnar Strætó í 4. liðum.
Lagt fram.

24.1510002 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 20. október 2015.

70. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 7. liðum.
Lagt fram.

25.1511135 - Unnur Tryggvadóttir Flóvenz biðst lausnar á starfi sínu sem varabæjarfulltrúi.

Lögð fram beiðni Unnar Tryggvadóttur Flóvenz þar sem hún biðst lausnar á starfi sínu sem varabæjarfulltrúi.
Bæjarstjórn veitir umbeðna lausn frá starfi með 11 atkvæðum.

26.1408262 - Kosningar í jafnréttis- og mannréttindaráð 2014 - 2018.

Kosning aðal- og varamanns í jafnréttis- og mannréttindanefnd.
Sema Erla Serdar kjörin aðalmaður í stað Unnar Tryggvadóttur Flóvenz.
Sigurgeir Ingi Auðar-Þorkelsson kjörinn varamaður í stað Einars Gísla Gunnarssonar.

27.1406248 - Kosningar í leikskólanefnd 2014 - 2018.

Kosning aðalmanns í leikskólanefnd.
Magnús Helgi Björgvinsson kjörinn aðalmaður í stað Marteins Sverrissonar.

28.1408542 - Kosningar barnaverndarnefnd Kópavogs 2014-2018.

Kosning varamanns í barnaverndarnefnd.
Magnús Norðdal kjörinn varamaður í stað Ingibjargar Hinriksdóttur.

Fundi slitið.