Bæjarstjórn

1129. fundur 12. janúar 2016 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Páll Magnússon bæjarritari
 • Hreiðar Oddsson varafulltrúi
 • Jón Finnbogason varafulltrúi
 • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði.

Frá bæjarlögmanni, lögð fram drög að rammasamkomulagi við Lund fasteignafélag ehf. um þróun og uppbyggingu deiliskipulags Auðbrekku. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum drög að rammasamkomulagi við Lund fasteignafélag ehf. um þróun og uppbyggingu deiliskipulags Auðbrekku.

2.1512821 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar þann 12. janúar 2016.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 17. og 30. desember og 7. janúar, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 17. desember, barnaverndarnefndar frá 10. desember, félagsmálaráðs frá 14. desember, forsætisnefndar frá 7. janúar, forvarna- og frístundanefndar frá 23. desember, hafnarstjórn frá 14. desember, heilbrigðisnefndar frá 9. desember, íþróttaráðs frá 3. og 17. desember, jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 17. desember, leikskólanefndar frá 10. desember, lista- og menningarráðs frá 17. desember, skipulagsnefndar frá 14. desember, skólanefndar frá 14. desember, stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 20. og 30. nóvember og 11. desember, stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 3. nóvember og 9. desember, stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 18. desember, stjórnar Sorpu frá 14. desember, stjórnar SSH frá 7. desember, stjórnar Strætó frá 4. og 18. desember, svæðisskipulagsnefndar frá 11. desember og umhverfis- og samgöngunefndar frá 17. nóvember og 8. desember.
Lagt fram.

Hlé var gert á fundi kl. 18.30. Fundi var fram haldið kl. 19.10.

3.1512011 - Bæjarráð, dags. 17. desember 2015.

2801. fundur bæjarráðs í 24. liðum.
Lagt fram.

4.1509325 - Birkihvammur 21. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 15. desember, lagt fram að nýju að lokinni kynningu frá byggingafulltrúa erindi Vífils Magnússonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 1.9.2015. Óskað er eftir leyfi til að byggja 45 m2 bílskúr á norðausturhluta lóðarinnar við Birkihvamm 21. Hæð bílskúrs verður 3,2 metrar sbr. uppdráttum dags. 1.9. 2015. Á fundi skipulagsnefndar 14.9.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Birkihvamms 22; Eskihvamms 2 og 2a; Reynihvamms 24; Víðihvamms 23. Að auki verði leitað álits lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu með tilliti til umferðaröryggis. Kynningu lauk 7.12.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Lagt fram ásamt umsögn frá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu dags. 27.11.2015. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

5.1512016 - Bæjarráð, dags. 30. desember 2015.

2802. fundur bæjarráðs í 34. liðum.
Lagt fram.

6.1512741 - Austurkór 8, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 21. desember, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 8 frá Jóhanni Pálmasyni, kt. 090373-4049 og Öddu Mjöll Guðlaugsdóttur, kt. 140775-4609. Umsækjendum var úthlutuð lóðin Austurkór 66 í nóvember sl. en þar sem byggingaráform rúmast ekki innan skipulagsskilmála lóðarinnar óska þau eftir að fá að skila inn lóðinni Austurkór 66 og fá lóðinni Austurkór 8 úthlutað í staðinn. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar Austurkór 8 til umsækjanda og að lóðarréttindum Austurkórs 66 verði skilað inn. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að gefa Jóhanni Pálmasyni og Öddu Mjöll Guðlaugsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 8.

7.1512882 - Austurkór 66. Lóð skilað.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 4. janúar, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Austurkórs 66, Jóhanns Pálmasonar og Öddu Mjöll Guðlaugsdóttur, þar sem óskað er eftir að skila inn lóðarréttindum Austurkórs 66 í ljósi þessi að byggingaráform rúmast ekki innan skipulagsskilmála lóðarinnar og fá úthlutaðri lóðinni Austurkór 8 í staðinn.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að lóðarréttindum að Austurkór 66 verði skilað.

8.1512084 - Álmakór 2. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 17. desember, lögð fram umsókn um lóðina Álmakór 2 frá Eyvindi Ívari Guðmundssyni, kt. 150175-3569. Lagt til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Eyvindi Ívari Guðmundssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Álmakór 2 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

9.1501300 - Funahvarf 2, Vatnsendaskóli-Íþróttahús Gerpla.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 8. desember, lögð fram drög að verksamningi við Baldur Jónsson ehf. vegna byggingar fimleikaíþróttahúss við Vatnsendaskóla og lagt til að verksamningurinn verði samþykktur. Bæjarráð vísaði drögum að verksamningi við Baldur Jónsson ehf. vegna byggingar fimleikaíþróttahúss við Vatnsendaskóla til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir drög að verksamningi við Baldur Jónsson ehf. vegna byggingar fimleikaíþróttahúss við Vatnsendaskóla með 10 atkvæðum.

Jón Finnbogason vék af fundi undir þessum lið.

10.1105065 - Samningar við Gerplu.

Frá bæjarlögmanni, lögð fram drög að samkomulagi við Íþróttafélagið Gerplu um uppbyggingu á aðstöðu fyrir fimleikaæfingar í íþróttahúsinu við Vatnsendaskóla að Funahvarfi 2 í Kópavogi. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir drög að samkomulagi við Íþróttafélagið Gerplu um uppbyggingu á aðstöðu fyrir fimleikaæfingar í íþróttahúsinu við Vatnsendaskóla með 10 atkvæðum.

Jón Finnbogason vék af fundi undir þessum lið.

11.15061886 - Líkamsræktarstöðvar 2015, útboð á húsnæði í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni í Versölum.

Frá bæjarlögmanni og deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 18. nóvember, lagt fram erindi vegna útleigu húsnæðis undir líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs. Í kjölfar útboðs samþykkti bæjarráð að gengið yrði til samninga við Gym heilsu ehf. um leigu á húsnæði undir líkamsræktaraðstöðu, en við undirbúning samningagerðar hafa komið fram annmarkar á tilboði Gym heilsu ehf. Eru annmarkarnir slíkir að ekki er unnt að meta tilboð Gym heilsu ehf. gilt líkt og áður hafði verið talið. Óhjákvæmilegt sé því að bjóða leigu húsnæðisins út að nýju. Bæjarráð samþykkti með 3 atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Karenar E. Halldórsdóttur og Hjördísar Ýrar Johnson, gegn 2 atkvæðum Péturs Hrafns Sigurðssonar og Birkis Jóns Jónssonar að bjóða leigu húsnæðis undir líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs út að nýju þar sem nú liggur fyrir að ekkert gilt tilboð barst í síðasta útboði.
Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum gegn fjórum að bjóða til leigu húsnæði undir líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum bæjarins. Atkvæði með greiddu Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Guðmundur Gísli Geirdal, Jón Finnbogason, Theódóra Þorsteinsdóttir og Hreiðar Oddsson, en atkvæði á móti greiddu Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Birkir Jón Jónsson.

12.1601002 - Bæjarráð, dags. 7. janúar 2015.

2803. fundur bæjarráðs í 9. liðum.
Lagt fram.

Ása Richardsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð tekur undir tillögu Ólafs Þór Gunnarssonar, lögð fram í bæjarráði 7. janúar sl. að metið verði með hvaða hætti Kópavogsbær geti sett sér sjálfstæð markmið m.t.t. losunar gróðurhúslaoftegunda og minnkunar s.k. kolefnsisspors.

Undirrituð telur að Kópvogsbær ætti jafnframt að skrifa undir svokallaða non state actors yfirlýsingu, sem fjölmörg sveitarfélög og stórfyrirtæki um heim allan skrifuðu undir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember sl.
Ása Richardsdóttir"

13.1512015 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 17. desember 2015.

175. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 12. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

14.1512003 - Barnaverndarnefnd, dags. 10. desember 2015.

51. fundur barnaverndarnefndar í 3. liðum.
Lagt fram.

15.1512002 - Félagsmálaráð, dags. 14. desember 2015.

1402. fundur félagsmálaráðs í 8. liðum.
Lagt fram.

16.1601004 - Forsætisnefnd, dags. 7. janúar 2015.

61. fundur forsætisnefndar í 1. lið.
Lagt fram.

17.1512014 - Forvarna- og frístundanefnd, dags. 23. desember 2015.

34. fundur forvarna- og frístundanefndar í 1. lið.
Lagt fram.

18.1512009 - Hafnarstjórn, dags. 14. desember 2015.

101. fundur hafnarstjórnar í 3. liðum.
Lagt fram.

19.1501326 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 9. desember 2015.

207. fundur heilbrigðisnefndar í 69. liðum.
Lagt fram.

20.1511021 - Íþróttaráð, dags. 3. desemeber 2015.

53. fundur íþróttaráðs í 87. liðum.
Lagt fram.

21.1512010 - Íþróttaráð, dags. 17. desember 2015.

54. fundur íþróttaráðs í 7. liðum.
Lagt fram.

22.1512017 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 17. desember 2015.

42. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 1. lið.
Lagt fram.

23.1512005 - Leikskólanefnd, dags. 10. desember 2015.

65. fundur leikskólanefndar í 8. liðum.
Lagt fram.

24.1512012 - Lista- og menningarráð, dags. 17. desember 2015.

52. fundur lista- og menningarráðs í 6. liðum.
Lagt fram.

25.1512001 - Skipulagsnefnd, dags. 14. desember 2015.

1270. fundur skipulagsnefndar í 14. liðum.
Lagt fram.

26.1512008 - Skólanefnd, dags. 14. desember 2015.

96. fundur skólanefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

27.1501339 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 20. nóvember 2015.

832. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 26. liðum.
Lagt fram.

28.1501339 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 30. nóvember 2015.

833. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 1. lið.
Lagt fram.

29.1501339 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 11. desember 2015.

834. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 13. liðum.
Lagt fram.

30.1501344 - Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 3. nóvember 2015.

347. fundur stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í 3. liðum.
Lagt fram.

31.1501344 - Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 9. desember 2015.

348. fundur stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í 3. liðum.
Lagt fram.

32.1501345 - Fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 18. desember 2015.

151. fundur stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í 5. liðum.
Lagt fram.

33.1501250 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 14. desember 2015.

357. fundur stjórnar Sorpu í 13. liðum.
Lagt fram.

34.1501341 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 7. desember 2015.

424. fundur stjórnar SSH í 7. liðum.
Lagt fram.

35.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 4. desember 2015.

232. fundur stjórnar Strætó í 6. liðum.
Lagt fram.

36.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 18. desember 2015.

233. fundur stjórnar Strætó í 12. liðum.
Lagt fram.

37.1501351 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 11. desember 2015.

63. fundur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins í 1. lið.
Lagt fram.

38.1510019 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 17. nóvember 2015.

71. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 11. liðum.
Lagt fram.

39.1511014 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 8. desember 2015.

72. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 12. liðum.
Lagt fram.

40.1406233 - Kosningar í barnaverndarnefnd

Bragi Þór Thoroddsen kjörinn aðalmaður í barnaverndarnefnd í stað Karenar Rúnarsdóttur.

Fundi slitið.