Bæjarstjórn

1131. fundur 09. febrúar 2016 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
 • Páll Magnússon bæjarritari
 • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
 • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Margrét Júlía Rafnsdóttir sat fundinn í stað Ólafs Þórs Gunnarssonar.

1.1507357 - Húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogsbæjar.

Frá bæjarstjóra f.h. starfshóps um húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogsbæjar, dags. 8. desember, lögð fram tillaga varðandi húsnæði undir bæjarskrifstofur Kópavogs. Hópurinn leggur til að bæjarstjórn velji milli tveggja kosta, að ráðist verði í viðhald í Fannborg eða hefja viðræður um kaup á nýju húsnæði og sölu fasteigna í Fannborg. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 15. desember sl. að tillaga starfshópsins yrði lögð fyrir rýnihópa íbúa í byrjun þessa árs og að tillögur hópanna yrðu kynntar á íbúafundi þegar vinnu rýnihópa yrði lokið. Að þessu loknu myndi bæjarstjórn taka endanlega afstöðu eigi síðar en á fundi þann 26. janúar sl.
Lögð fram tillaga um athugun á kostum og göllum þess að nýta Kópavogshæli undir fundarsal bæjarstjórnar. Lögð fram tillaga um að komi til sölu fasteigna í Fannborg verði sett í forgang samstarf við byggingarsamvinnufélög, leigufélög og bygging félagslegra íbúða.
Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarstjórn samþykkir að fresta tillögu starfshóps um húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogsbæjar. Jafnframt felur bæjarstjórn umhverfissviði Kópavogsbæjar að kanna kostnað við að byggja ráðhús sem verður hannað fyrir stjórnsýslu Kópavogsbæjar á lóð bæjarins sem er fyrir framan menningar- og tómstundarmiðstöðina Molann að Hábraut 2, gegnt Gerðarsafni og Salnum að Hamraborg 4 og 6.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir, Margrét Júlía Rafnsdóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 19.00. Fundi var fram haldið kl. 19.40.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu um frestun á afgreiðslu tillögu starfshóps með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði, þeir Guðmundur Gísli Geirdal og Karen Elísabet Halldórsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu um athugun á kostum og göllum þess að nýta Kópavogshæli undir fundarsal bæjarstjórnar með tíu atkvæðum. Birkir Jón Jónsson greiddi ekki atkvæði.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu um forgang um samstarf við byggingarsamvinnufélög og leigufélög og bygging félagslegra íbúða komi til sölu fasteigna í Fannborg með tíu atkvæðum. Sverrir Óskarsson greiddi ekki atkvæði.

2.1602154 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 9. febrúar 2016.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 28. janúar og 4. febrúar, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 21. janúar, félagsmálaráðs frá 1. febrúar, forsætisnefndar frá 4. febrúar, leikskólanefndar frá 21. janúar, lista- og menningarráðs frá 14 og 21. janúar, skólanefndar frá 1. febrúar, stjórnar Sorpu frá 22. janúar, stjórnar Strætó frá 22. janúar, svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 22. janúar og umhverfis- og samgöngunefndar frá 21. janúar.
Lagt fram.

3.1601021 - Bæjarráð, dags. 28. janúar 2016.

2806. fundur bæjarráðs í 23. liðum.
Lagt fram.

4.1602001 - Bæjarráð, dags. 4. febrúar 2016.

2807. fundur bæjarráðs í 17. liðum.
Lagt fram.

5.1602066 - Viðauki I við fjárhagsáætlun 2016.

Frá fjármálastjóra, viðauki I við fjárhagsáætlun 2016, vegna kaupa á Kópavogsbraut 17. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka I við fjárhagsáætlun 2016 með 11 atkvæðum.

6.1602066 - Viðauki II við fjárhagsáætlun 2016.

Frá fjármálastjóra, viðauki II við fjárhagsáætlun 2016, vegna kaupa á Smiðjuvegi 74, 2. hæð sem hýsir Myndlistaskóla Kópavogs. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka II við fjárhagsáætlun 2016 með 11 atkvæðum.

7.1601018 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 21. janúar 2016.

178. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 4. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

8.1601024 - Félagsmálaráð, dags. 1. febrúar 2016.

1404. fundur félagsmálaráðs í 6. liðum.
Lagt fram.

9.1602002 - Forsætisnefnd, dags. 4. febrúar 2016.

63. fundur forsætisnefndar í 1. lið.
Lagt fram.

10.1601012 - Leikskólanefnd, dags. 21. janúar 2016.

66. fundur leikskólanefndar í 10. liðum.
Lagt fram.

11.1601013 - Lista- og menningarráð, dags. 14. janúar 2016.

53. fundur lista- og menningarráðs í 4. liðum.
Lagt fram.

12.1601008 - Lista- og menningarráð, dags. 21. janúar 2016.

54. fundur lista- og menningarráðs í 21. lið.
Lagt fram.

13.1601023 - Skólanefnd, dags. 1. febrúar 2016.

98. fundur skólanefndar í 2 liðum.
Lagt fram.

14.16011142 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 22. janúar 2016.

358. fundur stjórnar Sorpu í 10. liðum.
Lagt fram.

15.16011136 - Stjórn Strætó bs. dags. 22. janúar 2016.

235. fundur stjórnar Strætó bs. í 9. liðum.
Lagt fram.

16.16011143 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar hbsv., dags. 22. janúar 2016.

64. fundur svæðisskipulagsnefndar í 6. liðum.
Lagt fram.

17.1601001 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 21. janúar 2016.

73. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 22. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið.