Bæjarstjórn

1146. fundur 08. nóvember 2016 kl. 16:10 - 19:55 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir varafulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir varafulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir með 11 atkvæðum eftirfarandi ályktun:
"Í ljósi nýlegrar ákvörðunar kjararáðs um kjör þingmanna o.fl. beinir Bæjarstjórn Kópavogs því til Alþingis að endurskoða lög um kjararáð. Það er eðlileg krafa að þessi ákvörðun verði endurskoðuð með tilliti til aðstæðna á vinnumarkaði."

1.1306180 - Breytingartillaga á bæjarmálasamþykkt - seinni umræða

Frá bæjarritara, lögð fram breytingartillaga á bæjarmálasamþykkt Kópavogs vegna skipulagsbreytinga að því er varðar nefndir og ráð bæjarins og framsal bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu mála. Bæjarstjórn vísaði breytingartillögu að bæjarmálasamþykkt Kópavogs til seinni umræðu með 11 atkvæðum.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum breytingartillögu á bæjarmálasamþykkt Kópavogs vegna skipulagsbreytinga að því er varðar nefndir og ráð bæjarins og framsal bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu mála.

2.1610459 - Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2017 - fyrri umræða

Frá bæjarstjóra, lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar og stofnana fyrir árið 2017 og tillaga að þriggja ára fjárhagsáætlun 2018-2020.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, óskaði fært til bókar að hann hefði við upphaf fundar móttekið kröfu frá grunnskólakennurum gagnvart sveitarfélögum.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2018-2020 til seinni umræðu.

3.1611045 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar þann 8. nóvember 2016.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 27. og 31. október, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 7. og 14. október, barnaverndarnefndar frá 20. október, félagsmálaráðs frá 24. október, forsætisnefndar frá 3. nóvember, jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 19. október, leikskólanefndar frá 20. október, stjórnar SSH frá 10. október og umhverfis- og samgöngunefndar frá 6. september og 18. október.
Lagt fram.

Hlé var gert á fundi kl. 19.00. Fundi var fram haldið kl. 19.25.

4.1610025 - Bæjarráð, dags. 27. október 2016.

2843. fundur bæjarráðs í 15. liðum.
Lagt fram.

5.1512052 - Velferðarsvið. Niðurstöður stjórnsýsluúttektar Capacent. Tillögur um breytingar

Frá bæjarstjóra, dags. 19. október, lögð fram tillaga að breyttu skipulagi velferðarsviðs sem samþykkt var í félagsmálaráði þann 4. apríl sl. með þeirri breytingu að félagsstarf aldraðra verði áfram á menntasviði. Bæjarráð vísaði afgreiðslu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að breyttu skipulagi velferðarsviðs með 11 atkvæðum.

6.1610029 - Bæjarráð, dags. 31. október 2016.

2844. fundur bæjarráðs í 5. liðum.
Lagt fram.

7.1604139 - Umsókn um lóð undir upplifunar- og spa hótel á Kársnesi.

Frá bæjarstjóra, dags. 25. október, lögð fram umsögn um erindi Nature Resort ehf. frá 4. apríl sl. ásamt fylgiskjölum, þar sem sótt er um lóð undir upplifunar- og spa hótel á Kársnesi. Erindinu var vísað til umsagnar bæjarstjóra. Lagt er til að Nature Restort ehf. verði gefinn kostur á byggingarrétti á lóðinni Vesturvör 40-48. Einnig lagt til að forsvarsmenn fyrirtækisins vinni tillögu að er breytingu á skipulagi lóðanna í samvinnu við skipulags- og byggingardeild umhverfissviðs, sem taki mið af niðurstöðu Kársnessamkeppninnar. Bæjarráð samþykkti tillöguna með þremur atkvæðum og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

8.1610172 - Vesturvör 29. Viðræður við Hafrannsóknarstofnun

Frá bæjarstjóra, dags. 27. október, lögð fram viljayfirlýsing Kópavogsbæjar og Hafrannsóknarstofnunar dags. 27. október, um flutning stofnunarinnar að Vesturvör 29. Bæjarráð samþykkti framlagða viljayfirlýsingu við Hafrannsóknarstofnun með fjórum atkvæðum gegn einu.
Ólafur Þór Gunnarsson ítrekar bókun sína frá fundi bæjarráðs.

Bæjarstjórn samþykkir viljayfirlýsinguna með 9 atkvæðum gegn 2. Þeir sem voru samþykkir tillögunni voru Margrét Friðriksdóttir, Birkir Jón Jónsson, Ármann Kr. Ólafsson, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal og Ólafur Þór Gunnarsson en atkvæði gegn tillögunni greiddu Kristín Sævarsdóttir og Bergljót Kristinsdóttir.

9.1610005 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 7. október 2016.

198. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 23. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

10.1610013 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 14. október 2016.

199. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 5. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

11.1610014 - Barnaverndarnefnd, dags. 20. október 2016.

60. fundur barnaverndarnefndar í 1. lið.
Lagt fram.

12.1610024 - Félagsmálaráð, dags. 24. október 2016.

1421. fundur félagsmálaráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

13.1611001 - Forsætisnefnd, dags. 3. nóvember 2016.

82. fundur forsætisnefndar í 2. liðum.
Lagt fram.

14.1610015 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 19. október 2016.

51. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 1. lið.
Lagt fram.

15.1610018 - Leikskólanefnd, dags. 20. október 2016.

75. fundur leikskólanefndar í 8. liðum.
Lagt fram.

16.16011135 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 10. október 2016.

434. fundur stjórnar SSH í 4. liðum.
Lagt fram.

17.1608011 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 6. september 2016.

78. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 10. liðum.
Lagt fram.

18.1609014 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 18. október 2016.

79. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 19. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:55.