Bæjarstjórn

1144. fundur 25. október 2016 kl. 16:00 - 19:45 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson varafulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1610408 - Breyting á bæjarmálasamþykkt og erindisbréf ráða.

Lagt fram.

2.1306180 - Breytingartillaga á bæjarmálasamþykkt

Frá bæjarritara, lögð fram breytingartillaga á bæjarmálasamþykkt Kópavogs vegna skipulagsbreytinga að því er varðar nefndir og ráð bæjarins og framsal bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu mála.
Bæjarstjórn vísar breytingartillögu að bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar til seinni umræðu með 11 atkvæðum.

3.1610405 - Erindisbréf menntaráðs

Frá forsætisnefnd, lögð fram til samþykktar tillaga að erindisbréfi menntaráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða tillögu að erindisbréfi menntaráðs.

4.1610406 - Erindisbréf skipulagsráðs

Frá forsætisnefnd, lögð fram til samþykktar tillaga að erindisbréfi skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða tillögu að erindisbréfi skipulagsráðs.

5.1610407 - Erindisbréf velferðarráðs

Frá forsætisnefnd, lögð fram til samþykktar tillaga að erindisbréfi velferðarráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða tillögu að erindisbréfi velferðarráðs.

6.1610355 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar þann 25. október 2016.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 13. og 20. október, félagsmálaráðs frá 20. október, forsætisnefndar frá 13. og 20. október, hafnarstjórn frá 10. október, lista- og menningarráðs frá 6. október, skipulagsnefndar frá 20. október, skólanefndar frá 17. október, stjórnar Sorpu frá 14. október og stjórnar Strætó frá 7. október.
Lagt fram.

Hlé var gert á fundi kl. 18.40. Fundi var fram haldið kl. 19.10.

7.1610008 - Bæjarráð, dags. 13. október 2016.

2841. fundur bæjarráðs í 11. liðum.
Lagt fram.

8.1610016 - Bæjarráð, dags. 20. október 2016.

2842. fundur bæjarráðs í 27. liðum.
Lagt fram.

9.1610208 - Austurkór 70. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 18. október, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 70 frá Gunnari Einarssyni, kt. 020550-2369 og Elísabetu Stellu Grétarsdóttur, kt. 140856-5849. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Gunnari Einarssyni og Elísabetu Stellu Grétarsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 70 og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

10.1610266 - Gulaþing 19. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 18. október, lögð fram umsókn um lóðina Gulaþing 19 frá Nebojsa Zastavnikovic, kt. 160964-2279 og Dragana Zastavnikovic, kt. 130369-2359. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Nebojsa Zastavnikovic og Dragana Zastavnikovic kost á byggingarrétti á lóðinni Gulaþingi 19 og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

11.1610295 - Melahvarf 3. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 18. október, lögð fram umsókn um lóðina Melahvarf 3 frá Gunnari Árnasyni, kt. 050166-3259. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Gunnari Árnasyni kost á byggingarrétti á lóðinni Melahvarfi 3 og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

12.16041198 - Tekju- og eignaviðmið í stigakerfi félagslegra leiguíbúða

Frá deildarstjóra ráðgjafa- og íbúðadeildar, dags. 3. maí, lögð fram til staðfestingar bæjarstjórnar hækkun á tekjuviðmiðum í stigakerfi félagslegra leiguíbúða sem bæjarráð samþykkti fyrir sitt leyti á fundi þann 12. maí sl. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir hækkun á tekjuviðmiðum í stigakerfi félagslegra leiguíbúða með 11 atkvæðum.

13.16031430 - Tillaga um breytingu á stigakerfi félagslegra leiguíbúða fyrir aldraða

Frá deildarstjóra ráðgjafa- og íbúðadeildar, dags. 4. október, lögð fram til staðfestingar bæjarstjórnar breyting á stigakerfi félagslegra leiguíbúða til aldraðra og lækkun aldursviðmiðs til 67 ára aldurs sem bæjarráð samþykkti fyrir sitt leyti á fundi þann 6. október sl. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir breytingu á stigakerfi félagslegra leiguíbúða til aldraðra og lækkun aldursviðmiðs til 67 ára aldurs með 11 atkvæðum.

14.1610300 - Gjaldskrá fyrir matvæla-, heilbrigðis- og mengunareftirlits og gjaldskrá fyrir eftirlit með hundahal

Frá heilbrigðisnefnd, dags. 14. október, lagðar fram tillögur að gjaldskrám 2017 fyrir heilbrigðiseftirlitið (gjaldskrá vegna hundahalds og gjaldskrá fyrir matvæla-, heilbrigðis- og mengunareftirlits) sem samþykktar voru á fundi heilbrigðisnefndar þann 29. september sl. og vísað til afgreiðslu aðildarsveitarfélaga. Bæjarráð vísaði tillögu að gjaldskrám heilbrigðiseftirlits 2017 til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að gjaldskrám heilbrigðiseftirlits 2017 með 11 atkvæðum.

15.1602252 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Smárinn vestan Reykjanesbrautar.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. október, lagt fram að nýju að lokinni kynningu breyting á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 á Smáranum vestan Reykjanesbrautar. Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs 7. júní 2016 var samþykkt að kynna í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Tillagan er sett fram í greinargerð dags. 10. maí 2016 þar sem m.a. kemur fram að á svæðinu sunnan Smáralindar, á svæðum M-3 og M4 (ÞR-5) verði 620 íbúðir í stað 500 íbúða. Þrátt fyrir fjölgun íbúða er ekki gert ráð fyrir að breyting verði á fjölda byggðra fermetra íbúðarhúsnæðis á svæðinu. Tillögunni fylgir jafnframt minnisblað VSÓ dags. 24. júní 2016 þar sem m.a. kemur fram að umrædd fjölgun íbúða á svæðinu muni hafa óveruleg áhrif á umferð í kringum skipulagssvæðið. Í erindi Skipulagsstofnunar dags. 14. júlí 2016 kemur m.a. fram að stofnunin hafi farið yfir framlögð gögn og geri ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga. Tillagan var auglýst frá 28. júlí 2016 með athugasemdafrest til 15. september 2016. Jafnframt var boðað til kynningarfundar um tillöguna 1. september 2016. Tillagan var send bréflega lögboðunum umsagnaraðilum. Athugasemdir bárust frá Hjörleifi B. Kvaran, hrl. fh. Nýs Norðurturns sbr. erindi dags. 13. september 2016. Ennfremur báust erindi frá Mosfellsbæ sbr. erindi dags. 16. ágúst 2016 þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna og frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis dags. 2. september 2016 þar sem fram kemur að heilbrigðisnefnd geri ekki athugasemd við tillöguna; frá Vegagerðinni sbr. erindi dags. 22. september 2016 þar sem m.a. kemur fram að ekki eru gerðar athugasemdir við skipulagsbraytinguna. Ennfremur er lögð fram fundargerð Svæðisskipulagsnefndar SSH. frá 19. ágúst 2016 þar sem m.a. kemur fram að nefndin geri ekki athugasemd við tillöguna og hún feli ekki í sér ósamræmi við stefnu svæðisskipulagsins. Þá lagt fram minnisblað bæjarlögmanns dags. 14. október 2016 vegna athugasemda Nýja norðurturnsins; greinargerð Helga Jóhannessonar, hrl. dags. 29. september 2016 "Sjónarmið Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. vegna athugasemda Nýs Norðurturns ehf. við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Kópavogsbæjar og deiliskipulagi Smárans vestan Reykjanesbrautar dags. 13. september sl." Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu ásamt ofangreindu minnisblaði bæjarlögmanns og vísaði tillögunni í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

16.1610194 - Auðbrekka 2. Breytt aðkoma að bílastæðum.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. október, lagt fram frá byggingarfulltrúa erindi Helga M. Hermannssonar f.h. lóðarhafa Auðbrekku 2 dags. 26.9.2016 þar sem óskað er eftir að innkeyrslu verði breytt að þeim hluta Auðbrekku 2 sem kallað er bakhús, sbr. meðfylgjandi afstöðumynd sem sýnir æskilega staðsetningu innkeyrslu. Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

17.1510546 - Breiðahvarf 15. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. október, að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Guðrúnar Fjólu Halldórsdóttur, dagsett 5. júlí 2016, þar sem óskað er eftir að breyta hesthúsi á lóðinni í vinnustofu listamanns samkvæmt tillögu Sveins Ívarssonar, arkitekts, dagsett 5. júlí 2016. Á fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Breiðahvarfi 17. Kynningartíma lauk 29. ágúst 2016. Athugasemdir bárust frá Bjarna Þór Bjarnasyni LL.M., hdl. fyrir hönd lóðarhafa Breiðahvarfi 17. Á fundi skipulagsnefndar 19. september 2016 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Tillagan lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar. Er umsögnin dags. 14. október 2016. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

18.16091001 - Brú yfir Fossvog, fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Aðal- og deiliskipulagslýsing.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. október, lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs og umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur að aðal- og deiliskipulagslýsingu fyrir brú yfir Fossvog sem ætluð verður fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Skipulagslýsingin er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagslýsingin er yfirlit yfir helstu áherslur skipulagsvinnunnar sem framundan er, forsendur hennar, efnistök, samræmi við skipulagsáætlanir og ferli skipulagsvinnunnar. Lýsingin er dags. í september 2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða lýsingu og hún verði kynnt í samræmi við 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum. Margrét Júlía Rafnsdóttir greiddi ekki atkvæði.

19.16041193 - Dalaþing 3. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. október, að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Sigurðar Hafsteinssonar, byggingatæknifræðings fh. lóðarahafa. Í tillögunni er gert ráð fyrir breyttri staðsetningu bílskúrs og hestagerðis á lóðinni. Uppdráttur í mkv. 1:500 dags. 21. júní 2016. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Frostaþings 2, 2a, 4; Dalaþings 1, 2, 4 og 5. Kynningu lauk 29. júlí 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Valbirni Höskuldssyni og Krístínu Ýr Hrafnkelsdóttur, Frostaþingi 2 sbr. erindi dags. 6. júlí 2016. Á fundi skipulagsnefndar 15. ágúst 2016 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Kynnt tillaga lögð fram að nýju með þeirri breytingu að fyrirhugað gerði við hesthús á lóðinni hefur verið fært austurfyrir fyrirhugað hesthús á lóðinni. Er breytingartillagan dags. 17. október 2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Dalaþings 3 dags. 17. október 2016 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

20.1607181 - Huldubraut 7. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. október, að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Landmótunar ehf. fyrir hönd lóðarhafa um að reisa fjórbýlishús á þremur hæðum með 6 bílastæðum á lóð í stað einbýlishúss byggt 1969, samtals 142,2 m2. Núverandi nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,12 miðað við lóðarstærð 1208,0 m2. Áætlað byggingarmagn fyrirhugaðs húss er 495 m2 og nýtingarhlutfall því áætlað 0,41. Á fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2016 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum nærliggjandi lóða. Kynningartíma lauk 19. september 2016. Athugasemdir bárust frá Huldubraut 16, dags. 12.9.2016; Huldubraut 10, dags. 13.9.2016; Huldubraut 12, dags. 14.9.2016; Huldubraut 14, dags. 15.9.2016; Jóhanni Rafnssyni, Huldubraut 5, dags. 15.9.2016. Á fundi skipulagsnefndar 19. september 2016 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Tillagan lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar um fram komnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 17. október 2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í niðurstöðu ofangreindrar umsagnar skipulags- og byggingardeildar dags. 17. okt. 2016 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

21.1610231 - Jórsalir 2. Viðbygging.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. október, lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að 25.5 m2 viðbyggingu til suðurs við Jórsali 2. Viðbyggingin er að stærstum hluta inna byggingarreits sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 dags. í september 2016. Ennfremur lagt fram samþykki lóðarhafa Jórsala 1 og 4 dags. 11.10.2016. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

22.1609380 - Kársnes þróunarsvæði. Deiliskipulagslýsing.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. október, lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að deiliskipulagslýsingu fyrir þróunarsvæði Kársness. Skipulagslýsingin er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagslýsingin er yfirlit yfir helstu áherslur skipulagsvinnunnar sem framundan er, forsendur hennar, efnistök, samræmi við skipulagsáætlanir og ferli skipulagsvinnunnar. Deiliskipulagslýsingin er dags. í október 2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða lýsingu og hún verði kynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

23.1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. október, Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Vesturvarar 38-50. Í tillögunni er gert ráð fyrir að:
a) Breyta lóðarmörkum Vesturvarar 38a og stækka lóðina úr 5.000 m2 í 8.900 m2 og auka núverandi byggingarmagn úr 3.000 m2 í 12.000 m2 og færa hann til norðurs. Auk þess er nú gert ráð fyrir niðurgrafinni bílageymslu 6.800 m2 að stærð. Byggingarreitir og hámarks nýtingarhlutfall breytist. Hámarks mænishæð verður 15 metar.
b) Breyta lóðarmörkum Vesturvarar 38b og stækka lóðina úr 5.000 m2 í 11.300 m2 og auka núverandi byggingarmagn úr 3.000 m2 í 12.000 m2 og færa hann til norðurs. Auk þess er nú gert ráð fyrir niðurgrafinni bílageymslu 6.800 m2 að stærð. Byggingarreitir og hámarks nýtingarhlutfall breytist. Hámarks mænishæð verður 27 metar.
c) Breyta lóðarmörkum Vesturvarar 40, breyta heiti hennar í Vesturvör 40-42 og minnka hana úr 11.700 m2 í 8.400 m2 með því að færa norðurlóðarmörk til suðurs um 50 metra og breyta heiti lóðar í Vesturvör 40 til 42. Dregið er úr byggingarmagni sem var 6.000 m2 í 5.000 m2 og byggingarreitur færður til suðurs. Hámarks nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0.6. Ekki er gert ráð fyrir niðurgrafinni bílageymslu. Miðað er við 1 bílastæði á hverja 100 m2 húsnæðis eða um 50 stæði.
d) Breyta lóðarmörkum Vesturvarar 42-48, breyta heiti hennar í Vesturvör 44 -48 og minnka hana úr 11.700 m2 í 9.000 m2 með því að færa norðurlóðarmörk til suðurs um 50 metra. Dregið er úr byggingarmagni sem var 6.000 m2 í 4.500 m2 og byggingarreitur færður til suðurs og rúmar byggingarreitur 3 innri byggingarreiti með mænisstefnur í austur - vestur. Eftir breytinguna verður byggingarreiturinn um 32 x 124 metrar. Mænishæð og hámarks vegghæð er óbreytt þ.e.a.s hámarks vegghæð er 10 metrar og hámarks mænishæð er 12 metrar. Hámarks nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0.5. Ekki er gert ráð fyrir niðurgrafinni bílageymslu. Miðað er við 1 bílastæði á hverja 50 m2 húsnæðis eða um 90 stæði.
Í tillögunni er lóðin að Vesturvör 50 óbreytt og er áætluð um 2900 m2 að flatarmáli og byggingareitur hennar rúmar hús sem er með hámarks mænishæð 9 metar. Fjöldi hæða er 1-2. Vegghæð er óbundin og ekki er gerð krafa um mænisstefnu en mælst er til þess að þak sé flatt. Hámarks flatarmál fyrirhugaðs húss er áætlað um 1500 m2 og grunnflötur 1000 m2. Hámarks nýtingarhlutfall lóðarinnar er um 0.6 og miðað er við 1 bílastæði á hverja 50 m2 húsnæðis eða 30 stæði. Að öðru leyti er vísað í gildandi skipulagsuppdrátt dags. 27. nóvember 2012. Skipulagsnefnd samþykkti að framlögð tillaga yrði kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 8 samhljóða atkvæðum. Kristinn Dagur Gissurarson, Margrét Júlía Rafnsdóttir og Ása Richardsdóttir greiddu ekki atkvæði.

24.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. oktober, lögð fram að nýju tillaga Arkstudio/Urban arkitekta/Tendra arkitekta um breytingu á deiliskipulagi Smárans vestan Reykjanesbrautar í samræmi við breytingu á aðalskipulagi Kópavogs. Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs 28. júní 2016 var samþykkt að kynna breytingu á deiliskipulagi Smárans vestan Reykjanesbrautar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nánar tiltekið afmarkast deiliskipulagssvæðið af Smárahvammsvegi í vestur, Fífuhvammsvegi í norður, Reykjanesbraut í austur og Hæðasmára í suður. Í breytingunni felst að íbúðum á svæðinu er fjölgað úr 500 í 620 íbúðir. Nýtingarhlutfall helst óbreytt sem og krafa um fjölda bílastæða á íbúð, þ.e. 1,0-1,2. Bílastæðum mun því fjölga samsvarandi fjölgun íbúða. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð, skipulagsmálum og skýringarmyndum dags. 23. júní 2016. Tillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi bæjarins frá 28. júlí 2016 með athugasemdafrest til 15. september 2016. Jafnframt var boðað til kynningarfundar um tillöguna 1. september 2016. Athugasemdir bárust frá Hjörleifi B. Kvaran, hrl. fh. Nýs Norðurturns sbr. erindi dags. 13. september 2016. Þá lagt fram minnisblað bæjarlögmanns dags. 14. október 2016 vegna athugasemda Nýja norðurturnsins; greinargerð Helga Jóhannessonar, hrl. dags. 29. september 2016 "Sjónarmið Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. vegna athugasemda Nýs Norðurturns ehf. við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Kópavogsbæjar og deiliskipulagi Smárans vestan Reykjanesbrautar dags. 13. september sl." Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Smárans vestan Reykjanesbrautar deiliskipulagsuppdrátt í mkv. 1:1200 ásamt greinargerð og skipulagsskilmálum dags. 23. júní 2016 ásamt minnisblaði bæjarlögmanns dags. 14. október 2016 um framkomnar athugasemdir og ábendingar, og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

25.1610010 - Félagsmálaráð, dags. 20. október 2016.

2842. fundur félagsmálaráðs í 8. liðum.
Lagt fram.

26.1610009 - Forsætisnefnd, dags. 13. október 2016.

80. fundur forsætisnefndar í 3. liðum.
Lagt fram.

27.1610022 - Forsætisnefnd, dags. 20. október 2016.

81. fundur forsætisnefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

28.1610007 - Hafnarstjórn, dags. 10. október 2016.

104. fundur hafnarstjórnar í 5. liðum.
Lagt fram.

29.1609029 - Lista- og menningarráð, dags. 6. október 2016.

63. fundur lista- og menningarráðs í 8. liðum.
Lagt fram.

30.1610001 - Skipulagsnefnd, dags. 20. október 2016.

1285. skipulagsnefndar í 23. liðum.
Lagt fram.

31.1610011 - Skólanefnd, dags. 17. október 2016.

109. fundur skólanefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

32.16011142 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 14. október 2016.

367. fundur stjórnar Sorpu í 10. liðum.
Lagt fram.

33.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 7. október 2016.

252. fundur stjórnar Strætó í 5. liðum.
Lagt fram.

34.1509729 - Kosningar nefnda

35.1408262 - Kosningar í jafnréttis- og mannréttindaráð 2014 - 2018

Kjörin voru sem aðalmenn Guðmundur Gísli Geirdal og Margrét Friðriksdóttir í stað Þórdísar Helgadóttur og Jóns Kristins Snæhólm.

Fundi slitið - kl. 19:45.