Bæjarstjórn

1148. fundur 13. desember 2016 kl. 16:00 - 18:15 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson varafulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Andri Steinn Hilmarsson varafulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1610283 - Kópavogsbraut 9-11. Nýbygging. Deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. desember, lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 21. nóvember 2016 að breyttu deiliskipulagi Kópavogsbrautar 9 og 11. Í breytingunni felst að í stað núverandi íbúðarhúsa á lóðunum að Kópavogsbraut 9 og 11 komi tvö fjölbýlishús á 4 og 5 hæðum auk kjallara þar sem 5 hæðin er inndregin að hluta. Lóðirnar verða sameinaðar og verður stærð lóðar eftir breytingu 2.900 m2. Fjöldi íbúða á hinni nýju lóð Kópavogsbraut 9-11 verður 40. Miðað er við 1,3 bílastæði á íbúð alls 50 stæði þar af 40 í niðurgrafinni bílgeymslu. Hámarks byggingarmagna á lóðinni er áætlað 5.800 m2 með bílageymslu sem áætluð er 900 m2 að stærð. Hámarkshæð vegghæð byggingarreits talið frá yfirborði botnplötu 1. hæðar verður 15,5 metrar og hámarks þakhæð um 15,6 metrar. Afmörkun þess svæðis sem í gildandi deiliskipulagi Kópavogstúns sem merkt er "SKIPULAGI FRESTAÐ" breytist. Að öðru leiti er vísað í ofangreinda gildandi skipulagsuppdrætti og skipulagsskilmála fyrir Kópavogstún sem samþykkt var í bæjarstjórn 8. nóvember 2005 m.s.br. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 1. mg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna ofangreinda tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

2.1609770 - Lækjarhjalli 36. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. desember, að lokinni kynningu er lögð fram að nýju frá byggingarfulltrúa tillaga Benjamíns Magnússonar, arkitekts fh. lóðarhafa að viðbyggingu við Lækjarhjalla 36 sbr. uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 29. ágúst 2016. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Lækjarhjalla 26, 28, 34 og 38. Kynningartíma lauk 5. desember 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

3.1611944 - Naustavör 11 og 13, 32-42 og 44-50. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. desember, lögð fram tillaga Landark f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Naustavör. Breytingin tekur til lóðanna 11, 13, 36 til 42 og 44 til 50 (áður 52 til 66):
Naustavör 11; Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 12 í 18 íbúðir. Heildarbyggingarmagn eykst um 348 m2. Aðkoma að bílakjallara breytist. Bílastæðum fjölgar og verða 35 stæði á lóð þar af 9 í kjallara og 24 fyrir Naustavör11 á lóðinni. Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt frá 22. mars 2005. Naustavör 13; Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 12 í 18 íbúðir. Heildarbyggingarmagn eykst um 348 m2. Aðkoma að bílakjallara breytist. Bílastæðum fjölgar og verða 35 stæði á lóð þar af 9 í kjallara og 24 fyrir Naustavör13 á lóðinni. Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt frá 22. mars 2005.
Naustavör 36 til 42; Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 42 í 44 íbúðir. Heildarbyggingarmagn eykst um 295 m2. Hámarshæð húss hækkar um 0.45 metra og hluti byggingarreitar sem skilgreindur er 3 hæðir og kjallari verður 4 hæðir og kjallari. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og verða 47 stæði á lóð og 43 stæði í kjallara. Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt frá 22. mars 2005.
Naustavör 44 til 50; Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 42 í 44 íbúðir. Heildarbyggingarmagn eykst um 295 m2. Hámarshæð húss hækkar um 0.45 metra og hluti byggingarreitar sem skilgreindur er 3 hæðir og kjallari verður 4 hæðir og kjallari. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og verða 47 stæði á lóð og 43 stæði í kjallara. Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt frá 22. mars 2005. Skipulagsnefnd samþykkti framlagðar tillögur með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Ólafur Þór Gunnarsson lagði til að tillagan fari í grenndarkynningu með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að málinu verði vísað til skipulagsnefndar að nýju. Ólafur Þór Gunnarsson dró tillögu sína til baka.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Ármanns Kr. Ólafsson, bæjarstjóra, með 11 atkvæðum.

4.1611567 - Nýbýlavegur 4-10. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. desember, lögð fram tillaga ASK arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Nýbýlave.gar 4-10. Í breytingunni felast eftirtaldar breytingar:
1) Íbúðum fjölgað úr 85 í 115.
2) Byggingarmagn aukið úr 18,700 m² í 19,900 eða um 1,200 m².
3) Bílastæðakrafa lækkar úr 1,3 í 1,1.
4) Hlutfall íbúða/atvinnu breyst úr 47/53 í 58/42.
Að öðru leiti vísast í gildandi deiliskipulag frá 23. maí 2016. Þá lögð fram yfirlýsing lóðarhafa Nýbýlavegar 2, Nýbýlavegar 6, fastanr. 223-4709 og Nýbýlavegar 12 fastanr. 206-4400 dags. 18. nóvember 2016 um að þeir séu samþykkir ofangreindum breytingum. Skipulagsnefnd hafnaði tillögunni og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

5.1611008 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 11.11.2016

202. fundur í 2. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

6.1611010 - Barnaverndarnefnd frá 17.11.2016

61. fundur í 4. liðum.
Lagt fram.

7.1611016 - Félagsmálaráð frá 21.11.2016

1422. fundur í 14. liðum.
Lagt fram.

8.1612001 - Félagsmálaráð frá 05.12.2016

1423. fundur í 7. liðum.
Lagt fram.

9.1611018 - Forsætisnefnd frá 08.12.2016.

84. fundur í 3. liðum.
Lagt fram.

10.16111123 - Fundargerð 219. fundar Heilbrigðisnefndar 28.11.2016

219. fundur í 36. liðum.
Lagt fram.

11.1611009 - Jafnréttis- og mannréttindaráð frá 21.11.2016

52. fundur í 3. liðum.
Lagt fram.

12.1611004 - Skipulagsnefnd frá 21.11.2016

1286. fundur í 20. liðum.
Lagt fram.

13.1611020 - Skipulagsnefnd frá 05.12.2016

1287. fundur í 18. liðum.
Lagt fram.

14.1611007 - Skólanefnd frá 14.11.2016

111. fundur í 11. liðum.
Lagt fram.

15.16111195 - Fundargerð 844. fundar stjórnar Sambandsins frá 25.11.2016

844. fundur í 22. liðum.
Lagt fram.

16.16011141 - Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 14.11.2016

355. fundur í 4. liðum.
Lagt fram.

17.1612051 - Fundargerð 158. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 02.12.2016

158. fundur í 7. liðum.
Lagt fram.

18.1611969 - Fundargerð 368. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 25.11.2016

368. fundur í 12. liðum.
Lagt fram.

19.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 04.11.2016

254. fundur í 4. liðum.
Lagt fram.

20.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 18.11.2016

255. fundur í 5. liðum.
Lagt fram.

21.1610021 - Umhverfis- og samgöngunefnd frá 21.11.2016

80. fundur í 10. liðum.
Lagt fram.

22.1406261 - Kosningar í samstarfsnefnd um rekstur skíðasvæða hbsv. 2014-2018

Kosning aðalmanns og varamanns í samstarfsnefnd um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Kjörin voru, sem aðalmaður Anný Berglind Thorstensen og Ármann Kr. Ólafsson til vara.

23.1612176 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar þann 13. desember 2016.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 24. nóvember og 1. og 8. desember, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 11. nóvember, barnaverndarnefndar frá 17. nóvember, félagsmálaráðs frá 21. nóvember og 5. desember, forsætisnefndar frá 8. desember, heilbrigðisnefndar frá 28. nóvember, jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 21. nóvember, skipulagsnefndar frá 21. nóvember og 5. desember, skólanefndar frá 14. nóvember, stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. nóvember, stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 14. nóvember, stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 2. desember, stjórnar Sorpu frá 25. nóvember, stjórnar Strætó frá 4. og 18. nóvember og umhverfis- og samgöngunefndar frá 21. nóvember.
Lagt fram.

24.1611017 - Bæjarráð frá 24.11.2016

2847. fundur í 24. liðum.
Lagt fram.

25.15062358 - Samþykkt um hænsnahald í Kópavogi

Frá bæjarlögmanni, dags. 22. nóvember, lögð fram til samþykktar endurskoðuð samþykkt um hænsnahald í Kópavogi ásamt umsögn. Bæjarráð samþykkti að vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða samþykkt um hænsnahald í Kópavogi.

26.1611489 - Álalind 18-20. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. nóvember, lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 21. nóvember 2016 að breyttu deiliskipulagi Álalindar 18-20 ásamt skýringaruppdrætti dags. 21. nóvember 2016 með samþykki lóðarhafa Álalindar 4-8, 5, 10, 14 og 16. Í breytingunni felst að íbúðum fjölgar úr 35 í 43. Hámarksflatarmál húss eykst og verður 6.000 m2 án bílageymslu. Heildarflatarmál bílageymslu minnkar og verður 1.100 m2. Hæð byggingarreits breytist og er mesta hæð hússins talið frá yfirborði botnplötu 1. hæðar nú 21 metrar í stað 20.8 eða hækkun um 20 cm. Hæð byggingarreitar yfir þess hluta húss sem eru 4 hæðir lækkar úr 13, í 12,4 metrar og hæð byggingarreitar yfir þess hluta húss sem er 6 hæðir hækkar úr 17,8 metrar í 18,1 meter. Aðkoma og staðsetning bílastæða breytist. Krafa um fjölda bílastæða á íbúð er óbreyttur og er gert ráð fyrir 73 bílastæðum þar af 43 í niðurgrafinni bílageymslu. Að öðru leiti er vísað í ofangreinda gildandi skipulagsuppdrætti og skipulagsskilmála sem samþykktir voru í bæjarstjórn 15. desember 2015. Þá lagður fram áritaður uppdráttur með ofangreindri deiliskipulagsbreytingu með samþykki lóðarhafa Álalindar 4-8; Álalindar 5,; Álalindar 10; Álalindar 14 og Álalindar 16. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

27.1611458 - Nónhæð. Breyting á aðalskipulagi. Skipulagslýsing.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. nóvember, lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Lýsingin er lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fjallar um breytingu á landnotkun og talnagrunni í Nónhæð, sem skv. núgildandi aðalskipulagi er áætlað fyrir samfélagsþjónustu og opin svæði en breytist skv. ofangreindri lýsingu í íbúðarbyggð og opin svæði. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða lýsingu og að hún verði kynnt í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Guðmundur Gísli Geirdal lagði til ásamt Ásu Richardsóttur að afgreiðslu málsins yrði frestað.

Bæjarstjórn frestar afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

28.1611463 - Smáratorg 1-3. Breyting á fyrirkomulagi bílastæða á lóð.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. nóvember, lögð fram til kynningar tillaga Landark að breytingu á fyrirkomulagi bílastæða á lóð Smáratorgs. Uppdráttur í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum dags. í október 2016. Einnig lögð fram til kynningar tillaga Arkís að staðsetningu skiltaturni með 3 stafrænum skjáum 4x2,4 m ofan á lyftukjarna á miðju bílastæði Smáratorgs. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:100 dags. 16. nóvember 2016. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

29.1611585 - Tónahvarf 9. Breyting á deiliskipulagi.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. nóvember, lögð fram tillaga ASK akritekta að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 9 við Tónahvarf. Í breytingunni felst að byggt er úr út gildandi byggingarreit í norður og suður, fyrirhuguð bygging verði á einni hæða án kjallara og fyrirkomulagi bílastæða á lóð er breytt. Uppdráttur í mkv. 1.500 dags. 18. nóvember 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

30.1611555 - Ögurhvarf 4 C. Breyting á deiliskipulagi.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. nóvember, lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breytingu á deiliskipulagi Ögurhvarfs 4c. Í breytingunni felst tilfærsla á byggingarreitum og byggt er úr byggingarreit. Byggingarreitur færist um 2 m til vesturs í fyrirhugaðri tveggja hæða byggingu lóðarinnar. Í fyrirhugaðri einnar hæðar byggingu lóðarinnar stækkar byggingareiturinn um 3 x6 m til suðurs. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

31.1611554 - Ögurhvarf 4 D. Breyting á deiliskipulagi.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. nóvember, lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breytingu á deiliskipulagi Ögurhvarfs 4 d. Í breytingunni felst tilfærsla á byggingarreitum og byggt er úr byggingarreit. Byggingarreitur vestari húshluta færist 3 m til suðurs og afstaða húsanna innbyrðis minnkar um 0.5 m. og verður 3m. í stað 3.5m. Á langhliðum beggja húshluta bætist útbygging 1.5x6.sm eða 9.0 m2 og fer hún 2,5 m út úr samþykktum byggingarreit byggingarreit. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

32.1611023 - Bæjarráð frá 01.12.2016

2848. fundur í 17. liðum.
Lagt fram.

33.16111052 - Reglur um sölu félagslegra leiguíbúða til leigjenda

Frá lögfræðideild, dags. 29. nóvember, lögð fram drög að reglum um sölu félagslegra leiguíbúða til leigjenda ásamt greinargerð. Bæjarráð samþykkti fyrir sitt leyti framlögð drög að reglum um sölu félagslegra leiguíbúða til leigjenda og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Sverrir Óskarsson lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Reglur um sölu félagslegra leiguíbúða til leigjenda.
Tillögur um breytingu.
3. grein: Þar segir:
"Óháður fasteignasali skal verðmeta eignina og leigjandi gerir tilboð á grundvelli þess mats“.
Óskað er eftir að orðalagi verði breytt.
"Tveir óháðir fasteignasalar skulu verðmeta eignina og leigjandi gerir tilboð á grundvelli þess mats."

4. grein:
Nú stendur: „Kópavogsbær lánar kaupanda“.
Lagt til að þarna standi: „Kópavogsbæ er heimilt að lána kaupanda allt að 15% af kaupverði... „
Sverrir Óskarsson"

Bæjarstjórn samþykkir breytingartillögu Sverris Óskarssonar á 3. gr. með 11 atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir breytingartillögu Sverris Óskarssonar á 4. gr. með 10 atkvæðum. Ólafur Þór Gunnarsson greiddi ekki atkvæði.

Bæjarstjórn samþykkir framlögð drög að reglum um sölu félagslegra leiguíbúða til leigjenda svo breytta með 11 atkvæðum.

34.1603634 - Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð 2016

Frá deildarstjóra ráðgjafa- og íbúðadeildar, dags. 16. nóvember, lagðar fram tillögur að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð, ásamt greinargerð, sem samþykktar voru á fundi félagsmálaráðs þann 6. júní sl. Gert hefur verið ráð fyrir auknum kostnaði vegna endurskoðunar reglnanna í fjárhagsáætlun næsta árs. Einnig lagt fram minnisblað frá fjármálastjóra, dags. í nóvember 2016. Bæjarráð vísaði breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð með 11 atkvæðum.

35.1612005 - Bæjarráð frá 08.12.2016

2849. fundur í 29. liðum.
Lagt fram.

36.16111110 - Samkomulag um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Dalbrekku 2,4,6,8 og 10 og Auðbrekku 13

Frá bæjarlögmanni, lögð fram drög að samkomulagi við Lund fasteignafélag ehf. og GG verk ehf. um lóðirnar Dalbrekku 2, 4, 6, 8 og 10 og Auðbrekku 13. Þá er einnig lagt fram sem fylgiskjal með samkomulaginu rammasamkomulag um þróun og uppbyggingu deiliskipulags Auðbrekku. Bæjarráð samþykkti að vísa málinu áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar en leggur áherslu á að skilyrði um leiguhúsnæði verði útfært nánar.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum framlögð drög að samkomulagi við Lund fasteignafélag ehf. og GG verk ehf. um lóðirnar Dalbrekku 2, 4, 6, 8 og 10 og Auðbrekku 13. Birkir Jón Jónsson greiddi ekki atkvæði.

37.1610412 - Sérstakur húsnæðisstuðningur

Frá rekstrarstjóra velferðarsviðs og lögfræðideild, dags. 6. desember, lögð fram til samþykktar drög að reglum um sérstakan hússnæðisstuðning. Félagsmálaráð samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti á fundi þann 5. desember sl. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlögð drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

38.1509910 - Brekkuhvarf 20. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. desember, lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Brekkuhvarfs 20. Í breytingunni felst að lóðinni verður skipt í tvær lóðir, Brekkuhvarf 20 og 20a. Nýja lóðin, Brekkuhvarf 20a, verður 937,7 m2 að stærð. Á lóðinni verður byggingarreitur fyrir einbýlishús á einni til tveimur hæðum með hámarksnýtingarhlutfall 0,3. Heildarbyggingarmagn yrði um 220 m2, hámarksvegghæð og þakhæð byggingarreitar verður 5 m suðvesturhliðar (að götu) verður 5 m. Staðsetning bílgeymslu verður í suðvesturhluta byggingarreitar. Fyrirhuguð nýbygging rúmast að öllu leyti innan núverandi byggingarreits Brekkuhvarfs 20. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 5. desember 2016. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna ofangreinda tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum. Ólafur Þór Gunnarsson greiddi ekki atkvæði.

39.1612048 - Hafnarbraut 8. Spennistöð.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. desember, lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að staðsetningu dreifistöðvar Veitna á mörkum lóða nr. 6 og 8 við Hafnarbraut. Enn fremur lögð fram umsögn Fjalars Gíslasonar fagstjóra rafmagns Veitna dags. 1. desember 2016. Þá lagt fram samþykkir lóðarhafa Hafnarbreutar 6 og 8 dags. 1. desember 2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagðar tillögur með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

40.1611857 - Hæðarendi 7. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. desember, lagt fram erindi Halldórs Benediktssonar og Lísu Bjarnadóttur, lóðarhafar Hæðarenda 7 þar sem óskað er eftir að færa byggingarreit fyrirhugaðs hesthúss um 4 m til suðurs þ.e. frá Hæðarenda 5 sbr. uppdrátt í mkv. 1:500 dags. í nóvember 2016. Lagt fram samþykki aðligjandi lóðarhafa dags. í nóvember 2016. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum tillögu um að seinni fundur bæjarstjórnar í desember falli niður með vísan til ákvæða 3. mgr. 8. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogs.

Fundi slitið - kl. 18:15.