Fundargerð í 24. liðum.
8.3
1702284
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040. Breyting. Verklýsing. Hágæðakerfi almenningasamgangna á höfuðborgarsvæðinu, Borgarlína.
Niðurstaða Skipulagsráð - 3
Eftirfarandi fært til bókar:
Skipulagsráð Kópavogs leggur ofurkapp á að fyrsti áfangi Borgarlínuverkefnisins fari um svæðiskjarna höfuðborgarsvæðisins, Smárann. Smárinn er í miðju höfuðborgarsvæðisins og er nú þegar gríðarlega öflugt verslunar- og þjónustusvæði þar sem starfa um 6000 manns með þúsundir heimila allt um kring bæði í Kópavogi, Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði. Áhrifasvæði Smárans nær ekki aðeins langt út fyrir bæjarmörk Kópavogs og höfuðborgarsvæðisins heldur nær það til landsins alls. Í Smáranum er nú þegar hafin þétting byggðar í samræmi við stefnu svæðisskipulagsins sem gildir til ársins 2040. Fá svæði á höfuðborgarsvæðinu, ef nokkurt eru jafn vel í sveit sett og Smárinn sem samgöngumiðað þróunarsvæði (sbr. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðins). Smárinn er því lykilsvæði fyrir enn frekari uppbyggingu, blöndun byggðar og miðstöð verslunar og þjónustu í tenglum við Borgarlínuverkefnið.
Það er afstaða skipulagsráðs að ekki sé hægt að fara í fyrsta áfanga Borgarlínunnar nema hún liggi um svæðiskjarna höfuðborgarsvæðisins Smárann með skiptistöð/biðstöð við Smáralind,- stærstu verslunarmiðstöð landsins.
Í Smáralind koma um 20 þúsund gestir á dag þegar best lætur. Fyrirhugaðar eru róttækar breytingar á verslunarmiðstöðinni og enn frekari uppbygging í verslun og þjónustu í tengslum við hana. Nú þegar er hafin vinna við staðsetningu biðstöðvar Borgarlínunnar við Smáralind.
Eitt mikilvægasta stefnumið svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins er að fjölga þeim sem nýta almenningasamgöngur. Til að svo verði þarf Borgarlínan að fara um þar sem fólkið er og verður.
Smárinn er og verður eitt fjölmennasta og þéttasta svæðið sem við eigum og lykilsvæði í því að Borgarlínan verði að veruleika.
Skipulagsráð samþykkir framlagða verklýsingu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
8.4
1702285
Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Breyting. Verklýsing. Borgarlína og auknar byggingarheimildir innan áhrifasvæða.
Niðurstaða Skipulagsráð - 3
Skipulagsráð samþykkir framlagða verklýsingu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
8.7
1611451
Digranesvegur 1. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 3
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynni í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Mikilvægt er að fá kostnaðaráætlun sem fylgir verkefninu".
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Sverris Óskarssonar.
8.8
1610185
Auðbrekka 16. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 3
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Kristinn Dagur Gissurarson situr hjá við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
8.9
1610189
Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 3
Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.
8.10
1610270
Grænatunga 3. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 3
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu ásamt umsögn og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
8.13
1702353
Austurkór 157, 159, 161. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 3
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
8.16
1609771
Álfhólsvegur 52. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 3
Skipulagsráð hafnar framlögðu erindi og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.
8.17
1702400
Naustavör 36-42, 44-50 og 52-58. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 3
Skipulagsráð samþykkir ofangreindar breytingar með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
8.18
1612052
Þverbrekka 2. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 3
Skipulagsráð samþykkir að unnar verði breytingar á aðalteikningum Þverbrekku 2 þar sem gert er ráð fyrir tveimur íbúðum í sameign hússins sbr. ofangreint erindi húsfélagsins og þær lagðar fyrir byggingarfulltrúa til afgreiðslu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
8.19
1612047
Skemmuvegur 50. Kynninga á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 3
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Ása Richardsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 8 atkvæðum og hjásetu Péturs Hrafns Sigurðssonar, Ásu Richardsdóttur og Margrétar Júlíu Rafnsdóttur.