Bæjarstjórn

1154. fundur 28. mars 2017 kl. 16:00 - 20:35 í bæjarstjórnarsal í Gerðarsafni
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
 • Hreiðar Oddsson varafulltrúi
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

1.17031216 - Breytingar á lögum um sölu áfengis

Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni bæjarfulltrúa sem forsætisnefnd samþykkti að vísa til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Kópavogs leggst eindregið gegn samþykkt frumvarps um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Engin knýjandi þörf er á að bæta aðgengi að áfengi, og umsagnir heilbrigðisyfirvalda eru allar á eina leið. Frumvarpið samræmist ekki lýðheilsumarkmiðum og verulegar lýkur á að með samþykkt þess myndi umfang áfengisvandans aukast."
Ása Richardsdóttir leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Bæjarstjórn Kópavogs leggst gegn samþykkt frumvarps um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Engin knýjandi þörf er á að bæta aðgengi að áfengi, og umsagnir heilbrigðisyfirvalda eru allar á eina leið. Frumvarpið samræmist ekki lýðheilsumarkmiðum.
Allar rannsóknir sýna að aukið aðgengi að áfengi leiðir til aukinnar neyslu. Árangur Íslendinga í að draga úr áfengisneyslu barna og ungmenna er einstakur, á heimsvísu. Bæjarstjórn Kópavogs leggur áherslu á velferð og heilsu barna og ungmenna í sinni stefnumörkun og hvetur Alþingi Íslendinga til að hafna frumvarpinu."

Breytingar við tillöguna samþykktar með sjö atkvæðum gegn tveim atkvæðum Karenar E. Halldórsdóttur og Guðmundar Gísla Geirdal. Hjördís Ýr Johnson og Hreiðar Oddsson sátu hjá.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna í heild sinni með sjö atkvæðum gegn fjórum atkvæðum Karenar E. Halldórsdóttur, Hjördísar Ýr Johnson, Guðmundar G. Geirdal og Hreiðars Oddsonar.


Bókun Karenar E. Halldórsdóttur:
"Frumvarp um að leyfa áfengi í búðir sem nú liggur fyrir felur í sér ætlun um að borða fíl í einum bita. Það lýsir sér í 100% frelsi til þess að selja áfengi í búðum og lokun Vínbúða. Það var fyrirsjáanlegt að enginn málefnaleg umræða um einokun ríkisins á sölu á áfengi yrði þegar slíkt myndi vera lagt fram. Betur hefði farið að leggja til örlitla losun á einokunarhöftum með því að ræða sérleyfisverslanir í bland við vínbúðir eða jafnvel algert frelsi í að selja áfengi undir 5% vínanda í matvörubúðum.
Það er mitt mat að þegar heilu bæjarfélögin leggjast gegn frumvarpinu í nafni lýðheilsu eða heilsu þá ættu þau að ganga alla leið og banna vínbúðir sem þegar eru innan síns bæjarfélags sem og þau ættu að krefjast styttri opnunartíma Vínbúða. Annað er að mínu mati tvískinnungur og því getur undirrituð ekki tekið undir þá tillögu sem liggur hér til atkvæðagreiðslu."

Bókun Hjördísar Ýr Johnson:
"Ég tek undir bókun Karenar E. Halldórsdóttur."

2.1703010F - Bæjarráð - 2862. fundur frá 16.03.2017

Fundargerð í 22. liðum.
Lagt fram.
 • 2.4 1703476 Aflakór 4, umsókn um lóð.
  Frá bæjarlögmanni, dags. 13. mars, lögð fram umsókn um lóðina Aflakór 4 frá Vífil Björnssyni, kt. 280478-5639 og Guðrúnu Guðgeirsdóttur, kt. 290481-3099. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Niðurstaða Bæjarráð - 2862 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Vífil Björnssyni og Guðrúnu Guðgeirsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Aflakór 4 og vísar málinu til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.
 • 2.5 1703466 Aflakór 4. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði
  Frá bæjarlögmanni, dags. 13. mars, lögð fram umsókn um lóðina Aflakór 4 frá Mark-Hús ehf., kt. 640206-2170. Lagt er til að bæjarráð hafni umsókn umsækjanda um lóðina. Niðurstaða Bæjarráð - 2862 Bæjarráð hafnar umsókninni á grundvelli ófullnægjandi gagna og vísar málinu til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum og hafnar umsókninni.
 • 2.6 1703422 Austurkór 34, umsókn um lóð.
  Frá bæjarlögmanni, dags. 14. mars, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 34 frá Leigufélagi Kópavogs ehf., kt. 490316-1670. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Niðurstaða Bæjarráð - 2862 Dagskrártillaga: Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að taka málið inn á dagskrá með afbrigðum.

  Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Leigufélagi Kópavogs ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 34 og vísar málinu til bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.
 • 2.7 1612281 Tilfærsla verkefna innan stjórnsýslu Kópavogsbæjar. Innkaupamál og úthlutun lóða færð af umhverfissviði á stjórnsýslusvið
  Frá lögfræðideild, lagt fram erindisbréf innkauparáðs Kópavogsbæjar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á síðasta fundi þann 9. mars sl. Niðurstaða Bæjarráð - 2862 Bæjarráð samþykkir framlagt erindisbréf innkauparáðs Kópavogsbæjar og vísar því til staðfestingar bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

3.1703015F - Bæjarráð - 2863. fundur frá 23.03.2017

Fundargerð í 24. liðum.
Lagt fram.

Guðmundur G. Geirdal bókar undir lið 3 í fundargerð bæjarráðs:
"Ég tek undir bókun Karenar E. Halldórsdóttur."
 • 3.11 1703871 Breyting á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar
  Frá Brú lífeyrissjóði, dags. 16. mars, lögð fram tillaga að breytingum á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar sem samþykkt var á fundi stjórnar lífeyrissjóðsins þann 30. janúar sl. Niðurstaða Bæjarráð - 2863 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu að breytingum á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Sverris Óskarssonar.

  Bókun:
  "Mun ekki samþykkja framlagða tillögu um breytingar á samþykktum lífeyrissjóðsins þar sem undirritaður telur ekki þörf á að gera breytingu á 4. grein og 13. grein og tel ekki þörf á að breyta sjálfstæði sjóðsins. En nefni að undirritaður er hlynntur breytingum á 7. grein og 8. grein samþykkta lífeyrissjóðsins.
  Sverrir Óskarsson"

4.1703016F - Forsætisnefnd - 92. fundur frá 23.03.2017

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

5.1703004F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 54. fundur frá 09.03.2017

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

6.1703006F - Lista- og menningarráð - 69. fundur frá 16.03.2017

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

7.1703615 - Fundargerð 358. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 07.03.2017

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

8.1703005F - Skipulagsráð - 4. fundur frá 20.03.2017

Fundargerð í 22. liðum.
Lagt fram.
 • 8.8 1509910 Brekkuhvarf 20. Breytt deiliskipulag.
  Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Brekkuhvarfs 20. Í breytingunni felst að lóðinni verður skipt í tvær lóðir, Brekkuhvarf 20 og 20a. Nýja lóðin, Brekkuhvarf 20a, verður 937,7 m2 að stærð. Á lóðinni verður byggingarreitur fyrir einbýlishús á einni til tveimur hæðum með hámarksnýtingarhlutfall 0,3. Heildarbyggingarmagn yrði um 220 m2, hámarksvegghæð og þakhæð byggingarreitar verður 5 m. suðvesturhliðar (að götu) verður 5 m. Staðsetning bílgeymslu verður í suðvesturhluta byggingarreitar. Fyrirhuguð nýbygging rúmast að öllu leyti innan núverandi byggingarreits Brekkuhvarfs 20. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 5. desember 2016.
  Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna ofangreinda tillögu og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 13. desember 2016 staðfesti bæjarstjórn afgreiðslu skipulagsnefndar. Tillagan var kynnt frá 17. desember 2016 með athugasemdafresti til 6. mars 2017. Ábendingar og athugasemdir bárust frá Magnúsi Alfreðssyni og Þórönnu S. Sverrisdóttur, lóðarhöfum Brekkuhvarfi 22, dags. 5. mars 2017.
  Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 17. mars 2017.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 4 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með vísan í niðurstöðu ofangreindrar umsagnar skipulags- og byggingardeildar dags. 17. mars 2017. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

  Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Birkis Jóns Jónssonar og Ólafs Þórs Gunnarssonar.
 • 8.10 1703429 Geislalind 6. Viðbygging.
  Lögð fram tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggingatæknifræðings fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir stækkun á einbýlishúsi auk byggingar á stakstæðri vinnustofu og bílskúr á lóðinni nr. 1 við Geislalind. Í breytingunni felst að við einbýlishúsið yrði byggð viðbygging og sólskáli, heildarstærð einbýlishúss eftir stækkun yrði um 145 m2. Stærð stakstæðar byggingar er áætluð um 133 m2, brúttóstærð eftir breytingu er 278 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 ásamt skýringarmyndum og erindi dags. 1. mars 2017. Niðurstaða Skipulagsráð - 4 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 8.11 1703287 Austurkór 127. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa að Austurkór 127, dags. 28. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir heimild til að breyta einbýlishúsalóð í parhúsalóð. Jafnfram er óskað eftir að byggingarreitur verði breikkaður um 5 metra. Niðurstaða Skipulagsráð - 4 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 8.12 1703551 Dalaþing 7. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga Sigurðar Hafsteinssonar byggingatæknifræðings, dags. 6. mars 2017 fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til að breyta deiliskipulagi lóðarinnar við Dalaþing 7 úr einbýlishúsalóð í parhúsalóð. Byggingarreitur yrði færður um 1 m. í suðvestur og 1 m. í norðaustur, reitur húss yrði 16 m. x 17 m. í stað 14 m. x 17 m. Uppdráttur í mkv. 1:1500. Niðurstaða Skipulagsráð - 4 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

  Steingrímur Hauksson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 8.13 1703626 Austurkór 85. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa Austurkórs 85 dags. 28. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir að breyta einbýlishúsalóð í lóð fyrir parhús á einni hæð. Jafnframt er óskað eftir því að byggingarreitur stækki til vesturs um 1.5 metra. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum. Niðurstaða Skipulagsráð - 4 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 8.17 1703846 Melahvarf 3. Breytt deiliskipulag.
  Frá byggingarfulltrúa:
  Lögð fram tillaga Gunnars Sigurðssonar arkitekts fh. lóðarhafa lóðar nr. 3 við Melahvarf um byggingu einbýlishúss ásamt hljóðveri og gestahúsi. Í tillögunni felst að byggja 127,3 m2 einbýlishús á einni hæð ásamt 246,9 m2 hljóðveri með milligólfi og 54 m2 stakstæðu gestahúsi, í heildina samtals 428,2 m2. Lóðin er 1,569 m2 og með byggingunum yrði nýtingarhlutfall 0,27. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:1500 ásamt skýringarmyndum dags. 2. janúar 2017.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 4 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda breytingu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

9.1703400 - Fundargerð 439. fundar stjórnar SSH frá 13. feb. 2017

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

10.1703622 - Fundargerð 261. fundar stjórnar Strætó bs. frá 03.03.2017

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

11.1702007F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 83. fundur frá 08.02.2017

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

12.1702010F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 84. fundur frá 07.03.2017

Fundargerð í 15. liðum.
Lagt fram.
 • 12.5 1702469 Framkvæmdir á útivistarsvæðum 2017
  Frá gatnadeild lögð fram tillaga að ýmsum framkvæmdum á útivistarsvæðum 2017. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 84 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti framlagt erindi. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar með 11 atkvæðum.
 • 12.6 1702471 Garðyrkjufélag Íslands - Tillaga að samstarfssamningi
  Lögð fram tillaga garðyrkjustjóra að samstarfssamningi við Garðyrkjufélags Íslands sem hefur það að markmiði að efla vitund og almenna þekkingu á garðrækt og umhverfi. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 84 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti framlagt erindi einróma. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar með 11 atkvæðum.
 • 12.7 1702470 Garðlönd - Tillaga að gjaldskrá 2017
  Frá garðyrkjustjóra lögð fram tillaga að fyrirkomulagi og leigugjaldi 2017. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 84 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti framlagða tillögu að fyrirkomulagi og leigugjaldi fyrir árið 2017. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar með 11 atkvæðum.
 • 12.13 1703292 Vegglist og vegglistaverk í Kópavogi
  Frá umhverfisfulltrúa er lagt fram í samræmi við samþykkt Umhverfis- og samgöngunefndar dags. 18.10.2016 varðandi æfingarsvæði og vegglistaverk í Kópavogi tillaga að fyrirkomulagi vegglistaverka sumarið 2017. Lögð fram beiðni til Gatnadeildar Umhverfissviðs og Molann - menningarhús ungmenna um samstarf og leiðbeinandi umsýslu sumarið 2017.
  Lögð fram beiðni til Gatnadeildar Umhverfissviðs um að auðkennd verði fimm sumarstörf fyrir verkefnið 2017 í samráði við deildarstjóra Gatnadeildar Umhverfissviðs til að vinna að vegglistaverkum sumarið 2017 og annist starfsmenn Molans - menningarhús unglinga umsýslu umsókna og yfirferð í samræmi við bréf til Gatnadeildar dags 03.03.2017.
  Lögð fram minnisblað um fyrirhugaðan efniskostnað og fyrirkomulag sumarið 2017 dags. 03.03.2017.
  Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 84 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrirhugað verklag, kostnað og óskir um samstarf og felur umhverfisfulltrúa að vinna áfram að verkefninu. Vísað til bæjarráð og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar með 11 atkvæðum.

13.1703009F - Velferðarráð - 5. fundur frá 13.03.2017

Fundargerð í 10. liðum.
Lagt fram.

14.1612281 - Kosningar í Innkauparáð

Ármann Kr. Ólafsson leggur fram tillögu um formann Innkauparáðs:
"Ingólfur Arnarsson fjármálastjóri".
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

15.1406248 - Kosningar í leikskólanefnd 2014 - 2018

Helgi Hrafn Ólafsson verður aðalmaður í stað Margrétar Sigbjörnsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Margrét Sigbjörnsdóttir verður varamaður í stað Agnesar Jóhannsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum

16.1408096 - Kosningar í íþróttaráð 2014-18

Magnús Jakobsson verður áheyrnarfulltrúi í stað Helga Hrafns Ólafssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Gísli Baldvinsson verður varaáheyrnafulltrúi í stað Magnúsar Jakobssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 20:35.