Bæjarstjórn

1157. fundur 09. maí 2017 kl. 16:00 - 19:03 í bæjarstjórnarsal í Gerðarsafni
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson varafulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Frá stýrihópi um lýðheilsustefnu Kópavogs, lögð fram tillaga til bæjarráðs um samþykkt lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar sem bæjarráð vísaði til umsagna fastra nefnda og ráða bæjarins á fundi þann 17. nóvember sl.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða lýðheilsustefnu fyrir Kópavogsbæ með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

2.1704024F - Bæjarráð - 2868. fundur frá 27.04.2017

Fundargerð í 11. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

3.1704031F - Bæjarráð - 2869. fundur frá 04.05.2017

Fundargerð í 17. liðum.
Lagt fram.
  • 3.3 1705174 Stofnun öldungaráðs
    Frá bæjarstjóra, dags. 2. maí, lögð fram til samþykktar drög að samþykkt um Öldungaráð Kópavogs. Niðurstaða Bæjarráð - 2869 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða samþykkt um Öldungaráð Kópavogs fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir framlagða samþykkt um Öldungaráð Kópavogs með 11 atkvæðum.
  • 3.5 1704508 Markavegur 2, umsókn um hesthúsalóð.
    Frá bæjarlögmanni, dags. 2. maí, lögð fram umsókn um lóðina Markarveg 2 frá Haraldi R. Jónssyni, kt. 260553-6079. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Niðurstaða Bæjarráð - 2869 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Haraldi R. Jónssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Markarvegi 2 og vísar málinu til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

4.1704015F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 215. fundur frá 12.04.2017

Fundargerð í 10. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingafulltrúa með 11 atkvæðum.

Fundargerð

5.1704020F - Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra - 2. fundur frá 24.04.2017

Lagt fram.
  • 5.3 1701368 Gulaþing 19. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Gulaþing 19. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss á tveimur hæðum verður byggt einbýlishús á einni hæð liðlega 190 m2 að grunnfleti. Fyrirhuguð bygging mun jafnframt ná um 50 sm út úr innri byggingareit til vesturs, um 3 m út úr innri byggingarreit til suðurs og norðurs. Aðkomuhæðir breytast þannig að fyrir bílskúr er gólfkóti áætlaður 89,80; fyrir anddyri 90,65 og fyrir íbúð 91.84. Uppdrættir í mkv. 1:200 dags. í janúar 2017.
    Skipulagsráð samþykkti erindið með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs 24. janúar 2017. Athugasemdafresti lauk 3. apríl 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra - 2 Skipulagsstjóri samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir embættisafgreiðslur skipulagsstjóra með 11 atkvæðum.
  • 5.4 1702250 Fornahvarf 1, viðbygging og hesthús. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Fornahvarfs 1 dags. 13. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir að gera breytinga á íbúðarhúsnæði auk þess að byggja hesthús á vesturhluta lóðarinnar. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 8. febrúar 2017.
    Skipulagsráð samþykkir að grenndakynna framlagða tillögu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Dimmuhvarfs 2, 4, 6 og Fornahvarfs 3.
    Athugasemdafresti lauk 27. mars 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra - 2 Skipulagsstjóri samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir embættisafgreiðslur skipulagsstjóra með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

6.1705001F - Forsætisnefnd - 95. fundur frá 04.05.2017

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1704017F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 55. fundur frá 27.04.2017

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.1704023F - Leikskólanefnd - 81. fundur. fundur frá 25.04.2017

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.1704006F - Skipulagsráð - 7. fundur frá 18.04.2017

Fundargerð í 18. liðum.
Lagt fram.
  • 9.12 16111197 Fagraþing 2. Breyting á deiliskipulagi.
    Lögð fram tillaga ARK þing arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Fagraþing. Í breytingunni felst að breyta núverandi einbýlishúsi í parhús. Jafnframt er lagt til að bætt verði við bílskýli norðvestan til í húsinu og á annari hæð verði svölum lokað að hluta. Fjöldi bílastæða breytist úr þremur stæðum í fimm og nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,34 í 0,43. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 12. apríl 2017. Niðurstaða Skipulagsráð - 7 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna ofangreinda breytingu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

10.1704370 - Fundargerð 845. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16.12.2016

Fundargerð í 13. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.1704497 - Fundargerð 442. fundar stjórnar SSH frá 03.04.2017

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.1704496 - Fundargerð 263. fundar stjórnar Strætó bs. frá 07.04.2017

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.1704021F - Velferðarráð - 8. fundur frá 24.04.2017

Fundargerð í 9. liðum.
Lagt fram.
  • 13.4 1702627 Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð 2017
    Niðurstaða Velferðarráð - 8 Velferðarráð samþykkir framlagða breytingartillögu fyrir sitt leyti. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir framlagða breytingartillögu á reglum um fjárhagsaðstoð með 11 atkvæðum.
  • 13.9 1610412 Sérstakur húsnæðisstuðningur
    Lagt fram til upplýsingar Niðurstaða Velferðarráð - 8 Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að fella út 5. grein reglna um sérstakan húsnæðisstuðning. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að fella út 5. gr. reglna um sérstakan húsnæðisstuðning.

Dagskrármál

14.1612156 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2016

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir helstu niðurstöðum samantekins ársreiknings Kópavogsbæjar 2016, A-hluta fyrirtækja samstæðunnar, sem eru Eignasjóður Kópavogsbæjar, Byggingarsjóður MK og Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, svo og B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar; Fráveitu Kópavogsbæjar, Vatnsveitu Kópavogsbæjar og Húsnæðisnefndar Kópavogsbæjar ásamt ársreikningum B-hluta fyrirtækjanna Tónlistarhúss Kópavogs og Hafnarsjóðs Kópavogs, sem höfðu verið samþykktir í viðkomandi stjórn/nefnd. Einnig var lagður fram samþykktur ársreikningur Vatna ehf., Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. og félagsins Músik og saga ehf. Þá var lögð fram skýrsla löggiltra endurskoðenda bæjarins. Lagði bæjarstjóri til að samantekinn ársreikningur Kópavogsbæjar 2016 ásamt fylgigögnum yrði samþykktur. Bæjarstjóri lagði fram til staðfestingar bæjarstjórnar ársreikning Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, sem þegar hefur verið samþykktur í stjórn sjóðsins.
Fundarhlé hófst kl. 16.54, fundi fram haldið kl. 17.08.

Forseti bar undir fundinn til staðfestingar ársreikning Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Bæjarstjórn staðfestir ársreikninginn með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Aðalsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Eignasjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Byggingarsjóðs MK. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Húsnæðisnefnd Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Tónlistarhúss Kópavogs. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Hafnarsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Fráveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Vatnsveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning Vatna ehf. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning félagsins Músik og saga ehf. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði í heild sinni samantekinn ársreikning Kópavogsbæjar, þ.e. ársreikning Kópavogsbæjar, A- og B-hluta fyrirtækja hans ásamt framlögðum ársreikningum B-hluta fyrirtækja og öðrum fylgigögnum. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Bókun:
"Ársreikningur Kópavogs fyrir árið 2016 sýnir ágæta niðurstöðu og endurspeglar annars vegar góða vinnu starfsfólks bæjarins og hins vegar hagstæð ytri skilyrði. Þó vekur áhyggjur að heildarskuldir aukast milli ára og enn eru greiðslur bæjarins vegna vaxta og verðbóta um 2,7 milljarðar króna. Þá er einnig umhugsunarvert að afgangurinn af rekstri er að stórum hluta vegna einskiptistekna og afgangi af rekstri vatns og fráveitna. Vitað er að á þessu ári mun bærinn þurfa að leggja í kostnaðarsamar framkvæmdir sem ekki voru fyrirséðar. Þá eru blikur á lofti í húsnæðismálum sem bærinn mun vafalítið þurfa að bregðast við á næstu misserum. Forgangsröðun fjár til þeirra málaflokka sem snerta íbúana beint mun því verða enn mikilvægari en áður.

Ólafur Þór Gunnarsson
Pétur Hrafn Sigurðsson
Ása Richardsdóttir
Kristinn Dagur Gissurarson"

Bókun:
"Ársreikningur Kópavogsbæjar sýnir fyrst og fremst sterka stöðu bæjarsjóðs. Veltufé frá rekstri er 3,6 milljarðar og hækkar um 1,2 milljarða á milli ára. Þetta sýnir að hæfni bæjarins til að takast á við niðurgreiðslu skulda, ásamt aukinni getu til framkvæmda, er sterk. Þá má geta þess að skuldir á hvern íbúa bæjarins lækka um 9%. Niðurstaða ársreiknings sýnir góðan árangur af samvinnu milli starfsfólks bæjarins og kjörinna fulltrúa.

Ármann Kr. Ólafsson
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Margrét Friðriksdóttir
Sverrir Óskarsson
Karen E. Halldórsdóttir
Jón Finnbogason
Guðmundur G. Geirdal"

Fundi slitið - kl. 19:03.