Bæjarstjórn

1110. fundur 10. febrúar 2015 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Forseti bar undir fundinn tillögu um að taka á dagskrá með afbrigðum til afgreiðslu samstarfssamning við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar um byggingu félags- og íþróttamiðstöðvar. Bæjarstjórn samþykkti með 11 atkvæðum að taka málið á dagskrá.

1.1501024 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 29. janúar 2015.

142. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 3. liðum.
Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

2.1501025 - Félagsmálaráð, dags. 2. febrúar 2015.

1385. fundur félagsmálaráðs í 6 liðum.
Lagt fram

3.1502003 - Forsætisnefnd, dags. 5. febrúar 2015.

39. fundur í 1. lið
Lagt fram

4.1501027 - Hafnarstjórn, dags. 2. febrúar 2015.

99. fundur hafnarstjórnar í 3. liðum.
Lagt fram

5.1501326 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits, dags. 2. febrúar 2015.

197. fundur heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis í 76. liðum.
Lagt fram

6.1501339 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 30. janúar 2015.

824. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 38. liðum.
Lagt fram

7.1501026 - Skólanefnd, dags. 2. febrúar 2015.

82. fundur skólanefndar í 3. liðum.
Lagt fram

8.1501341 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 12. janúar 2015.

410. fundur stjórnar SSH í 6. liðum.
Lagt fram

9.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs., dags. 16. janúar 2015.

208. fundur stjórnar Strætó bs. í 8. liðum.
Lagt fram

10.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs., dags. 23. janúar 2015.

209. fundur stjórnar Strætó bs. í 1. lið.
Lagt fram

11.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs., dags. 30. janúar 2015.

210. fundur stjórnar Strætó bs. í 9 liðum.
Lagt fram

12.1501007 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 20. janúar 2015.

60. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 9. liðum.
Lagt fram

13.1403482 - Samstarfssamningur um byggingu félags- og íþróttamiðstöðvar GKG

Frá bæjarstjóra, samstarfssamningur Kópavogs, Garðabæjar og Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, dags. 29. janúar 2015, um byggingu félags- og íþróttamiðstöðvar, sem undirritaður var með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samstarfssamninginn með 11 atkvæðum.

14.1502183 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 10. febrúar 2015.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 29. janúar og 4. febrúar, byggingarfulltrúa frá 22. og 29. janúar, félagsmálaráðs frá 2. febrúar, forsætisnefndar 5. febrúar, hafnarstjórnar frá 2. febrúar, skólanefndar frá 2. febrúar, heilbrigðiseftirlits frá 2. febrúar, stjórnar Strætó bs. frá 16., 23. og 30. janúar, stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 30. janúar, stjórnar SSH frá 12. janúar og umhverfis- og samgöngunefndar frá 20. janúar.
Lagt fram

15.1501023 - Bæjarráð, dags. 29. janúar 2015.

2760. fundur bæjarráðs í 12. liðum.
Lagt fram

16.1502001 - Bæjarráð, dags. 5. febrúar 2015.

2761. fundur bæjarráðs í 23. liðum.
Lagt fram

17.1502049 - Akrakór 12, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 3. febrúar, lögð fram umsókn frá G.Á. byggingar ehf., kt. 660402-2680 um lóðina Akrakór 12, og lagt til að umsóknin verði samþykkt.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa G.Á. byggingar ehf., kt. 660402-2680, kost á byggingarrétti á lóðinni Akrakór 12 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

18.1409199 - Austurkór 12.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 3. febrúar, umsögn um erindi frá Árna Kristni Gunnarssyni og Regínu Diljá Jónsdóttur að fá að skila lóðarréttindum og fá lóðagjöld endurgreidd. Lagt er til að heimila lóðarskil, en ekki endurgreiðslu hluta lóðagjalda.
Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að lóðinni Austurkór 12 verði skilað inn og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

19.15011199 - Hlíðarendi 6, umsókn um hesthúsalóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 3. febrúar, lögð fram umsókn um lóðina Hlíðarendi 6 frá K.E. Bergmót ehf., kt. 471107-0930 og lagt til að umsóknin verði samþykkt.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa K.E. Bergmót ehf., kt. 471107-0930 kost á byggingarrétti á lóðinni Hlíðarenda 6, og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

20.15011094 - Reglur um fjárhagsaðstoð.

Lögð fram tillaga að breytingu á kvarða fjárhagsaðstoðar, sem samþykkt var á fundi félagsmálaráðs þann 2. febrúar, sbr. lið 3 í fundargerð.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á kvarða fjárhagsaðstoðar með 11 atkvæðum.

21.1501020 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 22. janúar 2015.

141. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 5. liðum.
Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Fundi slitið.