Bæjarstjórn

1182. fundur 09. október 2018 kl. 16:00 - 18:25 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
 • Jón Finnbogason varafulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
 • Guðni Ágústsson
Starfsmenn
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.1809018F - Bæjarráð - 2928. fundur frá 04.10.2018

Fundargerð í 27. liðum.
Lagt fram.
Hlé var gert á fundi kl. 18:01. Fundi var fram haldið kl. 18:10
 • 1.6 1809452 Óskað eftir samþykki sveitastjórnar fyrir lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga
  Frá SORPU bs., dags. 12. september, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir samþykki sveitastjórnar fyrir lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Niðurstaða Bæjarráð - 2928 Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Niðurstaða Ákvörðun um að veita einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veiting umboðs til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánsamningi vegna láns Sorpu bs. frá Lánasjóði sveitarfélaga.

  Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir með 11 atkvæðum að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Sorpu bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 750.000.000,- (sjöhundruðogfimmtíumilljónir), með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórn hefur kynnt sér. Nær samþykki bæjarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.

  Er lánið tekið vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

  Jafnframt er Ármanni Kr. Ólafssyni, kt. 170766-5049, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Önnur mál fundargerðir

2.1809009F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 250. fundur frá 17.09.2018

Fundargerð í 8. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

3.1809024F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 251. fundur frá 28.09.2018

Fundargerð í 14. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

4.1809015F - Barnaverndarnefnd - 85. fundur frá 28.09.2018

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.1810003F - Forsætisnefnd - 123. fundur frá 04.10.2018

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.1809717 - Fundargerð 238. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.08.2018

Fundargerð í 48. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1809017F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 62. fundur frá 26.09.2018

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.
 • 7.2 1809655 Jafnlaunastefna Kópavogsbæjar 2018
  Niðurstaða Jafnréttis- og mannréttindaráð - 62 Jafnréttis- og mannréttindaráð samþykkir jafnlaunastefnuna fyrir sitt leyti. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir jafnlaunastefnu Kópavogsbæjar 2018 með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

8.1809013F - Leikskólanefnd - 97. fundur frá 20.09.2018

Fundargerð í 10. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.1808020F - Lista- og menningarráð - 93. fundur frá 20.09.2018

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.1809008F - Menntaráð - 30. fundur frá 18.09.2018

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.1809023F - Skipulagsráð - 35. fundur frá 01.10.2018

Fundargerð í 14. liðum.
Lagt fram.
 • 11.6 1809725 Kópavogsvöllur. Dalsmári 7. Gervigras og flóðlýsing.
  Lögð fram tillaga VSÓ ráðgjöf fh. Kópavogsbæjar að breyttu deiliskipulagi Kópavogsvallar, Dalsmára 7. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir upphituðu gervigrasi á Kópavogsvelli og uppsetningu ljósamastra og ljósabúnaðar til flóðlýsingar við völlinn. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 25. september 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 35 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 11.8 1808023 Holtagerði 35. Kynning á byggingarleyfi.
  Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Yrkis arkitekta f.h. lóðarhafa að viðbyggingu samtals 123 m2 að flatarmáli við Holtagerði 35. Á lóðinni stendur einbýlishús á einni hæð ásamt 34,9 m2 áföstum bílskúr. Eftir breytingu verður íbúarhúsið samatals 228,6 m2. Nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,16 en verður eftir breytingu 0,3. Á fundi skipulagsráðs 20. ágúst 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Holtagerðis 33, 37 og Skólagerðis 10, 12, 14, 16, 18. Athugasemdafresti lauk 24. september 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 35 Skipulagsráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 11.12 1803193 Brú yfir Fossvog. Tillaga að deiliskipulagi.
  Lögð fram tillaga að deiliskipulagi brúar yfir Fossvog. Tillagan er unnin af Alta fh. Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar og í samvinnu við Vegagerðina. Í tillögunni er gert ráð fyrir um 270 m langri brú yfir voginn frá Kársnesi, nánar tiltekið frá norðurenda Bakkabrautar að flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. Markmið tillögunar er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við vistvæna samgöngukosti. Brúin verður fyrir umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2500 ásamt skýringarmyndum og greinargerð með umhverfisskýrslu dags. 1. október 2018.

  Þóra Kjarval frá Alta gerir grein fyrir tillögunni.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 35 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Skipulagsráð vill ítreka að brúin er hugsuð fyrir eina akrein fyrir almenningssamgöngur auk umferð gangandi og hjólandi.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

12.1809654 - Fundargerð 175. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 21.09.2018

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.1810011 - Fundargerð 291. fundar stjórnar Strætó bs. frá 21.09.2018

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.1809020F - Ungmennaráð - 4. fundur frá 24.09.2018

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.1809007F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 101. fundur frá 25.09.2018

Fundargerð í 10. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.1809016F - Velferðarráð - 33. fundur frá 24.09.2018

Fundargerð í 9. liðum.
Lagt fram.

Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Pírata lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð munu leggja fram tillögu á næsta fundi bæjarráðs um að Öldungaráðið fái til umfjöllunar svar velferðarsviðs við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar er varðar uppbyggingu og þróun dagvistar- og hjúkrunarúrræða fyrir aldraða í Kópavogi á næstu fimmtán árum, enda liggur ekki fyrir hjá Kópavogsbæ heildaráætlun um slíka uppbyggingu.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir"

Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Málaflokkurinn er á hendi ríkisins og sem stendur er Kópavogsbær að vinna að fjölgun um 64 hjúkrunarrými og á það mál að skýrast um næstu áramót í kjölfar niðurstöðu Landsréttar. Þá liggur fyrir að Kópavogsbær getur nú þegar fjölgað um 10 dagvistunarrými fyrir eldri borgara ef ríkið tryggir sitt framlag.
Hins vegar liggur fyrir að farið verður í gerð stefnumarkandi áætlana í þessum málaflokki sem og öðrum þar sem innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna eru höfð að leiðarljósi.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Guðmundur Geirdal, Jón Finnbogason, Birkir Jón Jónsson"

Kosningar

17.1806578 - Ungmennaráð Kópavogs 2018

Lagður fram til staðfestingar listi með tilnefningum í ungmennaráð Kópavogs í samræmi við ákvæði í erindisbréfi ráðsins.
Bæjarstjórn staðfestir tilnefningar í ungmennaráð Kópavogs með 11 atkvæðum.

Kosningar

18.1809143 - Kosningar í öldungaráð 2018-2022

Kosning formanns Öldungaráðs.
Karen Halldórsdóttir kjörin formaður öldungaráðs.

Kosningar

19.18051307 - Kosningar í velferðarráð 2018-2022

Kosning varamanns í velferðarráð.
Ragnhildur Reynisdóttir kjörin varamaður í velferðarráð stað Theódórs Júlíussonar.

Fundi slitið - kl. 18:25.