Bæjarstjórn

1010. fundur 09. febrúar 2010 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1001023 - Bæjarráð 28/1

2535. fundur

Fundargerðin samþykkt án umræðu.

2.1001022 - Forvarnanefnd 26/1

22. fundur

Til máls tóku Ingibjörg Hinriksdóttir, Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, og Ingibjörg Hinriksdóttir um lið 2. Ingibjörg Hinriksdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Fulltrúar Samfylkingarinnar fagna framkominni forvarnastefnu Kópavogsbæjar og leggja til að henni verði dreift til barna í öllum árgöngum grunn- og leikskóla bæjarins.  Forvarnastefnan á erindi við okkur öll og því leggjum við auk þess til að forvarnastefnunni verði dreift í einhverju upplagi á þjónustumiðstöðvar eldri borgara sem og í helstu íþróttamannvirki bæjarins.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Jón Júlíusson, Ingibjörg Hinriksdóttir."

 

Þá tóku til máls Guðríður Arnardóttir um lið 2 og Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, um lið 2 og lagði hann til að framkominni tillögu yrði vísað til forvarnanefndar.  Þá tók til máls Ólafur Þór Gunnarsson og óskaði hann eftir að gerast meðflutningsmaður framkominnar tillögu. Þá tók til máls Guðríður Arnardóttir og lagði hún til að framkominni tillögu yrði vísað til bæjarráðs. Þá tók til máls Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, og dró hann fyrri tillögu sína til baka og tók undir tillögu Guðríðar Arnardóttur um að vísa tillögunni til bæjarráðs.

 

Forseti bar tillögu Guðríðar Arnardóttur undir fundinn og samþykkti bæjarstjórn einróma að vísa framkominni tillögu til bæjarráðs.

 

Fundargerðin samþykkt án frekari umræðu.

 

Jón Júlíusson vék af undir undir þessum lið.

3.1001150 - Fundargerð heilbrigðisnefndar 25/1

146. fundur

Fundargerðin samþykkt án umræðu.

4.1001016 - Íþrótta- og tómstundaráð 25/1

244. fundur

Fundargerðin samþykkt án umræðu.

5.912018 - Leikskólanefnd 19/1

1. fundur

Fundargerðin samþykkt án umræðu.

6.1001024 - Leikskólanefnd 2/2

2. fundur

Fundargerðin samþykkt án umræðu.

7.1002001 - Lista- og menningarráð 2/2

350. fundur

Fundargerðin samþykkt án umræðu.

8.1001018 - Skólanefnd 25/1

2. fundur

Fundargerðin samþykkt án umræðu.

9.1001156 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. 25/1

269. fundur

Fundargerðin samþykkt án umræðu.

10.1001196 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 19/1

130. fundur

Fundargerðin samþykkt án umræðu.

11.1001196 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 29/1

131. fundur

Fundargerðin samþykkt án umræðu.

12.1002003 - Stjórn Tónlistarsafns Íslands 2/2

4. fundur

Fundargerðin samþykkt án umræðu.

13.1001013 - Umferðarnefnd 21/1

366. fundur

Fundargerðin samþykkt án umræðu.

14.1001015 - Umhverfisráð 25/1

485. fundur

Fundargerðin samþykkt án umræðu.

15.1001020 - Vinabæjanefnd 27/1

97. fundur

Fundargerðin samþykkt án umræðu.

16.1001148 - 3ja ára fjárhagsáætlun 2011-2013.

Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir 3ja ára fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árin 2011 - 2013 og lagði til að hún yrði samþykkt.

Til máls tók Ólafur Þór Gunnarsson og lagði hann fram eftirfarandi bókun:

"Þriggja ára fjárhagsáætlun Kópavogs er gerð í ljósi margra óvissuþátta. Óvissa um vaxtastig, gengi, verðbólgu, tekjur og atvinnuleysi er mikil. Skuldastaða bæjarins er afar erfið, og VG hafa miklar áhyggjur af henni. Það er ljóst að mikið aðhald þarf við rekstur bæjarins næstu ár. VG munu koma að þeirri vinnu af fullri ábyrgð, hér eftir sem hingað til. Að mati VG munu velferðarmál, málefni barnafjölskyldna, skólamál, málefni aldraðra og atvinnumál verða helstu málaflokkar sem hér þarf að standa vörð um. Kópavogur getur með samstilltu átaki komist í gegnum kreppuna og staðið undir nafni sem velferðarsamfélag.

Ólafur Þór Gunnarsson."

 

Þá tóku til máls Guðríður Arnardóttir, Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, Guðríður Arnardóttir, Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, Guðríður Arnardóttir, Ómar Stefánsson, Ingibjörg Hinriksdóttir, Guðríður Arnardóttir, Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, Hafsteinn Karlsson, Ármann Kr. Ólafsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Guðríður Arnardóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, og Guðríður Arnardóttir.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að 3ja ára fjárhagsáætlun með sex samhljóða atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

Fundi slitið - kl. 18:00.