Bæjarstjórn

1191. fundur 26. febrúar 2019 kl. 16:00 - 18:17 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.1902010F - Bæjarráð - 2946. fundur frá 14.02.2019

Fundargerð í 17. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

2.1902013F - Bæjarráð - 2947. fundur frá 21.02.2019

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram

Önnur mál fundargerðir

3.1902016F - Forsætisnefnd - 133. fundur frá 21.02.2019

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.1901039F - Lista- og menningarráð - 98. fundur frá 30.01.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.1902001F - Menntaráð - 37. fundur frá 05.02.2019

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.1901033F - Skipulagsráð - 45. fundur frá 18.02.2019

Fundargerð í 14. liðum.
Lagt fram.
  • 6.6 18051169 Kópavogsbraut 62. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Ólafs Jónssonar arkitekts dags. 18. maí 2018 fyrir hönd lóðarhafa Kópavogsbrautar 62 þar sem óskað er eftir leyfi til að reisa stakstæða 60 m2 bílgeymslu á norðaustur hluta lóðarinnar. Á fundi skipulagsráðs 4. júní 2018 var samþykkt framlögð tillaga verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Kópavogsbrautar 64 og Vallargerðis 25 og 27. Kynningartíma lauk 4. febrúar 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa Vallargerðis 25. Niðurstaða Skipulagsráð - 45 Skipulagsráð samþykkir erindið að því tilskyldu að framkvæmdin fari að öllu leiti fram innan lóðarmarka Kópavogsbrautar 62 og að ekki hljótist af henni röskun á göngustíg austan lóðarinnar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 6.7 1902337 Naustavör 13-15, 52-58 og 60-68. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Archus arkitekta fh. lóðarhafa tillaga að breyttu deiliskipulagi Naustarvarar 13-66 (áður 13-84)

    Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 13 og 15.
    Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 4 hæða fjölbýlishúsi auk kjallara á lóðinni Naustavör 13 með alls 12 íbúðum. Í deiliskipulaginu er jafnframt gert ráð fyrir leikskóla á lóð Naustavarar 15.
    Í breytingunni felst að lóðirnar Naustavör 13 og 15 eru sameinaðar og þar ráð gerður byggingarreitur fyrir fjögurra deilda leikskóla á 4.600 m2 lóð, en byggingarreitur fyrir fjölbýlishúsið að Naustavör 13 er felldur niður. Aðkoma, bílastæði og byggingarreitur breytist. Leikskólinn mun þjóna Bryggjuhverfi sem og vesturhluta Kársnes.
    Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 52 til 58.
    Í breytingunni felst að aðkoma að Naustavör 52 til 58 breytist á þann hátt að vesturhluti Naustavarar liggur nú beint norður af gatnamótum Vesturvarar og Naustavarar. Bílastæði færast til vesturs og lóðarmörk breytast.
    Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 60 til 68 (áður 70-84).
    Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir tveimur 4 hæða fjölbýlishúsum auk kjallara á lóðinni Naustavör 60-66 (áður 76-84) með alls 33 íbúðum.
    Í breytingunni felst að koma fyrir á lóðinni byggingarreit á 3 og 4 hæðum með kjallara. Gert er ráð fyrir 54 íbúðum. Lóðarmörk og aðkoma að Naustavör 60-66 breytist á þann hátt að vesturhluti Naustavarar liggur nú beint norður af gatnamótum Vesturvarar og Naustavarar. Bílastæðum á lóð og í kjallara fjölgar. Bílastæðakrafa helst óbreytt. Fallið er frá kennileyti á byggingarreit. Heildarbyggingarmagn eykst um 4.230 m2 og verður 7.020 m2 eftir breytingu.
    Opið svæði.
    Göngu og hjólaleið norðan Vesturvarar nr. 12-20 breytist sem og kvöð um skógrækt.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 45 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 6.8 1901481 Endurskoðun aðalskipulags Kópavogs. Skipulagslýsing. Drög.
    Greint frá stöðu mála.
    Lögð fram verklýsing að skipulagslýsingu fyrir endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 sbr. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 45 Skipulagsráð samþykkir framlagða skipulagslýsingu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 6.10 1804314 201 Smári. Sunnusmári 2-14. Reitur A03 og A04. Byggingaráform.
    Með tilvísan í skipulagsskilmála fyrir Smárann vestan Reykjanesbrautar frá 25. nóvember 2016 kafla 5 um "Sérstöðu svæðisins og byggingaráform" er lögð fram að nýju tillaga Arkís og Tark arkitekta fh. lóðarhafa að byggingaráformum á reitum A03 og A04 (Sunnusmára 2-14) í 201 Smára. Samkvæmt framlögðum byggingaráformum er ráðgert að byggja á reitunum um 33.000 m2, 269 íbúðir og þjónustuhúsnæði auk bílageymslna í kjallara. Niðurstaða Skipulagsráð - 45 Skipulagsráð telur framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett eru fram í skipulagsskilmálum fyrir reiti A03 og A04 í deiliskipulagi Smárans vestan Reykjanesbrautar og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsráð samþykkir framlögð áform með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

7.1902359 - Fundargerð 372. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 05.02.2019

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.1902346 - Fundargerð 404. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 11.02.2019

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.1902383 - Fundargerð 467. fundar stjórnar SSH frá 11.02.2019

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.1901872 - Fundargerð 299. fundar stjórnar Strætó bs. frá 01.02.2019

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.1902002F - Ungmennaráð - 8. fundur frá 11.02.2019

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.1902006F - Velferðarráð - 40. fundur frá 11.02.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:17.