Bæjarstjórn

1214. fundur 28. apríl 2020 kl. 16:00 - 18:35 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Dagskrármál

1.2004238 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2019 - fyrri umræða

Frá fjármálastjóra, lagðir fram ársreikningar Kópavogsbæjar og stofnana bæjarins fyrir árið 2019. Bæjarráð samþykkti ársreikning Kópavogsbæjar fyrir árið 2019 ásamt ársreikningi stofnana bæjarins skv. 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2019 er undirritaður og tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn vísar afgreiðslu ársreiknings Kópavogsbæjar fyrir árið 2019 ásamt ársreikningum stofnana bæjarins til seinni umræðu með 11 atkvæðum.

Fundargerð

2.2004002F - Bæjarráð - 2998. fundur frá 16.04.2020

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

3.2004003F - Bæjarráð - 2999. fundur frá 24.04.2020

Fundargerð í 21 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

4.2003026F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 288. fundur frá 30.03.2020

Fundargerð í 11 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Fundargerð

5.2003015F - Barnaverndarnefnd - 104. fundur frá 18.03.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

6.2004017F - Forsætisnefnd - 155. fundur frá 24.04.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2004070 - Fundargerð 254. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 30.03.2020

Fundargerð í 31 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2003019F - Leikskólanefnd - 117. fundur frá 19.03.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2004116 - Fundargerð 382.fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 25.03.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

10.2003023F - Skipulagsráð - 74. fundur frá 20.04.2020

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.
  • 10.4 1904103 Nónhæð. Arnarsmári 36-40. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Basalt arkitekta fh. lóðarhafa dags. 12. febrúar 2020 um breytingu á deiliskipulagi á kolli Nónhæðar sem samþykkt var í bæjarstjórn 12. desember 2017 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 4. maí 2018 nr. 438.
    Nánar tiltekið nær breytingin til Arnarsmára 36-40 (hús A), Nónsmára 9-15 (hús B) og Nónsmára 1-7 (hús C). Í breytingunni felst eftirfarandi:
    1) Arnarsmári 36-40: Í tillögunni er gert ráð fyrir bílakjallara vestan við fjölbýlishúsið allt að 950 m2 að flatarmáli með 22 stæðum (undir fyrirhuguðum bílastæðum á yfirborði). Bílastæði innan lóðar verða alls 61 stæði. Fjöldi bílastæða á íbúð verður 1,5 í stað 1,2.
    2) Nónsmári 9-15: Stærð bílakjallara við fyrirhugað fjölbýlishús verður um 1.000 m2 í stað 1.400 m2 með 27 bílastæðum. Fjöldi bílastæða innan lóðar verður 66 stæði. Fjöldi bílastæða á íbúð verður 1,5 í stað 1,7.
    3) Nónsmári 1-7: Stærð bílastæðakjallara við fyrirhugað fjölbýlishús verður um 950 m2 í stað 1.500 m2 með 33 bílastæðum. Fjöldi bílastæða innan lóðar verður 80 stæði. Fjöldi bílastæða á íbúð verður 1,5 í stað 1,6.
    Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum og skýringarmyndum dags. 12. febrúar 2020. Á fundi skipulagsráðs 17. febrúar 2020 var samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kynningartíma lauk 16. apríl 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Þá lögð fram umsögn VSÓ dags. 17. apríl 2020.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 74 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum gegn atkvæði Péturs H. Sigurðssonar.
  • 10.6 2001204 Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Bílastæðahús. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju tillaga ASK arkitekta að þriggja hæða bílastæðahúsi fyrir 310 bíla norðan Smáralindar að Hagasmára 1. Í tillögunni felst jafnframt að lóðarmörk Hagasmára 1 breytist við aðkomugötu frá Fífuhvammsvegi að Smáralind og aðkomugatan hliðrast að hluta til vesturs næst Smáralind og fyrirkomulag bílastæða og gatnatengingar næst norðurhlið Smáralindar breytast. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 28. janúar 2019. Á fundi skipulagsráðs 3. febrúar 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 11. febrúar var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 3. apríl 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 6. apríl 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn dags. 20. apríl 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 74 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 10.7 2003273 Kópavogskirkjugarður. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að lokinni kynningu tillaga Landmótunar sf. dags. í mars 2020 fh. Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma að breyttu deiliskipulagi Kópavogskirkjugarðs. Breytingin er þríþætt: a) Í tillögunni gerð sú breyting að þrír stakstæðir byggingarreitir fyrir þjónustubyggingar í vesturhluta garðsins eru sameinaðir í einn byggingarreit fyrir einnar hæða byggingu alls um 500 m2 að flatarmáli b) Gatnakerfi fyrir akandi umferð innan garðsins er endurskoðað c) Skipulagsmörk og kortagrunnur eru endurbætt miðað við uppfærð gögn m.a. hvað varðar fyrirkomulag duftreits. Uppdrættir ásamt greinargerð og skýringarmyndum í mkv. 1:1000 dags. í mars 2020. Þá lögð fram fundargerð sóknarnefndar Lindasóknar dags. 3. mars 2020. Tillagan var kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningartími var styttur þar sem fyrir lá samþykki hagsmunaaðila. Niðurstaða Skipulagsráð - 74 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 10.8 1910427 Bakkabraut 5c. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Ívars Haukssonar byggingatæknifræðings dags. 6. september 2019 fh. lóðarhafa Bakkabrautar 5c þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta skráningu á 120 m2 rými neðri hæðar úr iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:1000 dags. 6. september 2019.
    A fundi skipulagsráðs 4. nóvember 2019 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Bakkabrautar 5a , b, d og e og Bakkabrautar 7a til 7d. Kynningartíma lauk 8. apríl 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 74 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum gegn atkvæði Guðmundar G. Geirdal.
  • 10.9 2001089 Langabrekka 7. Kynning á byggingarleyfi.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Verkfræðistofu Ívars Haukssonar ehf. fh. lóðarhafa Löngubrekku 7 um að reisa tvíbreiðan bílskúr 55 m2 að grunnfleti á suðaustur hluta lóðarinnar sbr. uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 9. desember 2019. Samþykki lóðarhafa Álfhólsvegar 59 liggur fyrir sbr. erindi dags. 14. janúar 2020. Á fundi skipulagsráðs 2. mars 2020 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 5, 9, Álfhólsvegi 59 og 61. Kynningartíma lauk 1. apríl 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 6. apríl 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 20. apríl 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 74 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

11.2004188 - Fundargerð 425. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 30.03.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2004429 - Fundargerð 426. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 20.04.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2004334 - Fundargerð 485. fundar stjórnar SSH frá 13.03.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2004335 - Fundargerð 486. fundar stjórnar SSH frá 14.03.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2004336 - Fundargerð 487. fundar stjórnar SSH frá 15.03.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2004337 - Fundargerð 488. fundar stjórnar SSH frá 16.03.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.2004338 - Fundargerð 489. fundar stjórnar SSH frá 17.03.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.2004354 - Fundargerð 490. fundar stjórnar SSH frá 18.03.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.2004355 - Fundargerð 491. fundar stjórnar SSH frá 22.03.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.2004356 - Fundargerð 492. fundar stjórnar SSH frá 23.03.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

21.2004357 - Fundargerð 493. fundar stjórnar SSH frá 06.04.2020

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

22.2004251 - Fundargerð 319. fundar stjórnar Strætó frá 22.03.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

23.2004352 - Fundargerð 320. fundar stjórnar Strætó frá 03.04.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

24.2004353 - Fundargerð 321. fundar stjórnar Strætó frá 17.04.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

25.2002013F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 124. fundur frá 10.03.2020

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

26.2003013F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 125. fundur frá 07.04.2020

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram

Kosningar

27.1806584 - Kosningar í hverfakjörstjórnir 2018-2022

Kosning þriggja manna og jafnmargra til vara í hverfiskjörstjórn í Smáranum. Kosning þriggja manna og jafnmargra til vara í hverfiskjörstjórn í Kórnum. Kosningu var frestað á fundum bæjarstjórnar þann 26. júní 2019 og 11. og 25. september 2019.
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi:

Í hverfiskjörstjórn í Kór eru eftirtaldir kjörnir:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Sveinn Gíslason
Svava Gerður Ingimundardóttir
Af B-lista:
Geir Guðmundsson

Varamenn:
Af A-lista:
Lovísa Líf Jónsdóttir
Helgi Þór Jónasson
Af B-lista:
Hans Benjamínsson


Í hverfiskjörstjórn í Smára voru eftirtaldir kjörnir:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Jóhanna Heiðdal
Jónas Skúlason
Af B-lista:
Steingrímur Steingrímsson

Varamenn:
Af A-lista:
Kristín B. Alfreðsdóttir
Guðmundur Birkir Þorkelsson
Af B-lista:
Jónas Már Torfason

Fundi slitið - kl. 18:35.