Bæjarstjórn

1081. fundur 10. september 2013 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1206236 - Húsnæðismál í Kópavogi

Bæjarráð vísar umræðum um húsnæðismál til bæjarstjórnar, sbr. lið 36 í fundargerð frá 5. september.

Hlé var gert á fundi kl. 17:32.  Fundi var fram haldið kl. 17:45.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri Grænna og Næstbesta flokks í bæjarstjórn Kópavogs leggja til að sviðsstjóra umhverfissviðs, fjármálastjóra og bæjarlögmanni verði falið að skoða mögulegar ívilnanir vegna lóðaúthlutana til aðila sem hyggjast byggja leiguíbúðir í bænum. Jafnframt kanni þeir kosti þess að Kópavogsbær komi að byggingu íbúða til leigu bæði félagslegar og á hinum almenna leigumarkaði. Skulu þessar  upplýsingar liggja fyrir með minnisblaði innan tveggja vikna.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Pétur Ólafsson, Arnþór Sigurðsson, Hjálmar Hjálmarsson"

Hlé var gert á fundi kl. 17:52.  Fundi var fram haldið kl. 18:00.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, flutti eftirfarandi viðaukatillögu:

"Jafnframt verði fengin umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Björnsdóttir, Aðalsteinn Jónsson, Gunnar I Birgisson, Rannveig Ásgeirsdóttir, Ómar Stefánsson"

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu ásamt framlagðri viðaukatillögu með ellefu atkvæðum.

2.1309107 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 10. september 2013

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 5. september, afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 13. og 27. ágúst, félagsmálaráðs frá 3. september, forsætisnefndar frá 6. september, heilbrigðisnefndar frá 26. ágúst, íþróttaráðs frá 29. ágúst, leikskólanefndar frá 3. september, lista- og menningarráðs frá 5. september, skipulagsnefndar frá 27. ágúst, skólanefndar frá 2. september, skólanefndar MK frá 3. september, stjórnar Héraðsskjalasafns frá 29. ágúst og stjórnar SSH frá 12. ágúst og 2. september.

Hlé var gert á fundi kl. 18:45.  Fundi var fram haldið kl. 19:10.

3.1309001 - Bæjarráð, 5. september

2698. fundur

Lagt fram.

4.1306550 - Melgerði 20-22. Kynning á byggingarleyfi.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

5.1307075 - Perlukór 10, stækkun byggingarreits og bygging bílgeymslu.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

6.1305517 - Hólmaþing 7. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

7.1308288 - Desjakór 10. Sólskáli.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

8.1211244 - Grænatún 20. Breytt deiliskipulag.

Með vísun til afgreiðslu skipulagsnefndar, leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að hún afturkalli samþykkt sína frá 11. júní sl.og samþykki að auglýsa að nýju tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Grænatún 20. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að afturkalla samþykkt sína frá 11. júní 2013 er varðar breytt deiliskipulag fyrir Grænatún 20 og jafnframt samþykkir bæjarstjórn með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna að nýju tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Grænatún 20, sbr. uppdrátt í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum, dags. 27. maí 2013.

9.1102243 - Kópavogsbakki 2-4. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna með 7 atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

10.1306829 - Sandskeið. Viðbygging við klúbbhús Svifflugfélags Íslands.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar, hafnar erindinu og vísar því til bæjarstjórnar. Þrír samþykkja og tveir sátu hjá.

Hlé var gert á fundi kl. 19.57. Fundi var fram haldið kl. 20.03.

 

Bæjarstjórn staðfestir höfnun skipulagsnefndar varðandi stækkun á klúbbhúsi Svifflugfélags Íslands á Sandskeiði með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.  

 

Bæjarstjórn hafnar afgreiðslu skipulagsnefndar um að félaginu sé gefin heimild til að flytja þrjár færanlegar kennslustofur á athafnasvæði félagsins áður en deiliskipulag af svæðinu liggur fyrir. Atkvæði féllu þannig að sex bæjarfulltrúar greiddu atkvæði gegn staðfestingu á afgreiðslu skipulagsnefndar en fjórir greiddu atkvæði með því að staðfesta afgreiðslu skipulagsnefndar. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

11.1108100 - Ennishvarf 6, breytt lóðarmörk.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

12.705018 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Tillaga

Bæjarráð samþykkir framlagt vinnublað. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir minnisblaðið með 11 atkvæðum.

13.1103297 - Uppgjör vegna leikskólans Kjarrsins.

Bæjarráð samþykkti að vísa uppgjörinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir fullnaðaruppgjör vegna leikskólans Kjarrsins með sex atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

14.1308596 - Beiðni um styrk vegna þátttöku barna úr Kópavogi í Evrópukeppni einstaklinga í í skák september 2013

Mál sem ágreiningur var um í bæjarráði. Samþykkt að vísa málinu til bæjarstjóra með þremur atkvæðum gegn tveimur.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með sex atkvæðum gegn fimm.

15.1308004 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 13. ágúst

90. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa einróma.

16.1308008 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 27. ágúst

91. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa einróma.

17.1308016 - Félagsmálaráð, 3. september

1356. fundur

Lagt fram.

18.1301023 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar - og Kópavogssvæðis, 26. ágúst

182. fundur

Lagt fram.

19.1308010 - Íþróttaráð, 29. ágúst

27. fundur

Lagt fram.

20.1308009 - Leikskólanefnd, 3. september

40. fundur

Lagt fram.

 

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður óskar eftir því að gjaldskrá Kópavogsbæjar vegna greiðslna til einkarekinna leikskóla í öðrum sveitarfélögum verði tekin til endurskoðunar við gerð næstu fjárhagsáætlunar með því markmiði að færa hana til samræmis við gjaldskrá nágrannasveitarfélaganna.

Hjálmar Hjálmarsson"

21.1308014 - Lista- og menningarráð, 5. september

18. fundur

Lagt fram.

22.1308005 - Skipulagsnefnd, 27. ágúst

1229. fundur

Lagt fram.

23.1308012 - Skólanefnd, 2. september

61. fundur

Lagt fram.

24.1301025 - Skólanefnd MK, 3. september

2. fundur

Lagt fram.

25.1301026 - Stjórn Héraðsskjalasafns, 29. ágúst

83. fundur

Lagt fram.

26.1301043 - Stjórn SSH, 12. ágúst

391. fundur

Lagt fram.

27.1301043 - Stjórn SSH, 2. september

392. fundur

Lagt fram.

28.1103100 - Kosningar í forvarna- og frístundanefnd

Jón Kristinn Snæhólm kjörinn aðalmaður í forvarna- og frístundanefnd í stað Braga Michaelssonar.

29.1103099 - Kosningar í barnaverndarnefnd

Bragi Michaelsson kjörinn aðalmaður í barnaverndanefnd í stað Jóns Kristins Snæhólm.

30.1010046 - Kosning í framkvæmdaráð 2010 - 2014

Pétur Ólafsson kjörinn aðalmaður í framkvæmdaráð í stað Guðríðar Arnardóttur og Hafsteinn Karlsson kjörinn varamaður í framkvæmdaráð í stað Péturs Ólafssonar.

31.1006278 - Kosning forseta, varaforseta og skrifara 2010 - 2014

Hlé var gert á fundi kl. 20:10.  Fundi var fram haldið kl. 20:12.

Hafsteinn Karlsson kjörinn 1. varaforseti bæjarstjórnar.

Aðalsteinn Jónsson kjörinn 2. varaforseti bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:00.