Bæjarstjórn

1087. fundur 10. desember 2013 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
 • Margrét Björnsdóttir forseti
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
 • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
 • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
 • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Páll Magnússon bæjarritari
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir varafulltrúi
 • Una María Óskarsdóttir varafulltrúi
 • Elfur Logadóttir varafulltrúi
 • Erla Karlsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar lagði forseti til að tekið verði á dagskrá Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, með afbrigðum. Var það samþykkt einróma.

1.1311250 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040

Forseti óskaði eftir heimild fundarins til að veita Hrafnkeli Proppé verkefnisstjóra hjá SSH orðið og kynna áherslur í vinnu við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Var það samþykkt einróma.

Lagt fram.

2.1311358 - Tillaga vegna gjaldskráa leikskóla, grunnskóla og eldri borgara.

Hlé var gert á fundi kl. 17:22.  Fundi var fram haldið kl. 17:37.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir einróma að gjaldskrár í skólum hækki ekki um áramót. Í leikskólum verði leikskóla- og matargjald óbreytt sem og matargjald í grunnskólum. Einnig verði verðskrá dægradvalar óbreytt. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hækka ekki mat fyrir eldri borgara,  heimilishjálp eða heimkeyrslu á mat til þeirra.

Markmiðið með ákvörðuninni er að draga úr verðbólgu og liðka til fyrir komandi kjarasamningum. Bæjarstjórn hvetur sveitarfélög og aðra opinbera aðila til þess að falla einnig frá gjaldskrárhækkunum þannig að forða megi vísitöluhækkunum á gjaldskrám síðar á árinu.

3.1302228 - Kópavogsbrún 2-4, umsókn um lóð

Lagt fram erindi sviðsstjóra umhverfissviðs dags. 12. nóvember 2013, þar sem skýrð er framvinda vegna úthlutana Kópavogsbrún 2 - 4. Framkvæmdaráð samþykkti að heimila framsal lóðarréttinda Kópavogsbrún 4 frá Sætrar ehf. til Tónahvarf ehf. Fyrir fund bæjarstjórnar liggi fyrir framkvæmdaáætlun Tónahvarfs ehf. vegna uppbyggingar Kópavogsbrún 2-4. Jafnframt samþykkir framkvæmdaráð að Sætrar ehf. hafi vilyrði til úthlutunar sambærilegs byggingarmagns lóðar og úthlutun Kópavogsbrún 4 fól í sér, enda liggi fyrir umsókn um tiltekna lóð eða lóðir. Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi bæjarstjórn 26. nóvember sl. Tekið fyrir að nýju.

Hlé var gert á fundi kl. 17:45. Fundi var fram haldið kl. 17:46.

Bæjarstjórn samþykkir að heimila framsal lóðarréttinda Kópavogsbrún 4 frá Sætrar ehf. til Tónahvarf ehf. með sex samhljóða atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

4.1312108 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 10. desember 2013.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 28. nóvember og 8. desember, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 19. nóvember og 3. desember, félagsmálaráðs frá 3. desember, forsætisnefndar frá 5. desember, framkvæmdaráðs frá 27. nóvember, heilbrigðisnefndar frá 25. nóvember, leikskólanefndar frá 3. desember, skólanefndar frá 2. desember, skólanefndar MK frá 4. desember, stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 22. nóvember, stjórnar SSH frá 4. nóvember og 2. desember, stjórnar skíðasvæða hbsv. frá 18. nóvember, stjórnar Sorpu bs. frá 25. nóvember, stjórnar Strætó bs. frá 30. nóvember 2012 til 29. nóvember 2013 (15 fundargerðir) og svæðisskipulagsnefndar frá 22. nóvember.

Lagt fram.

5.1311021 - Bæjarráð, 28. nóvember

2710. fundargerð í 24 liðum.

Lagt fram.

6.1312001 - Bæjarráð, 5. desember

2711. fundargerð í 24 liðum.

Lagt fram.

7.1207107 - Erindisbréf atvinnu- og þróunarráðs

Lagt fram erindisbréf fyrir atvinnu- og þróunarráð. Bæjarráð vísaði drögum að erindisbréfi til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erla Karlsdóttir lagði til að afgreiðslu erindisbréfs verði frestað.

 

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að afgreiðslu erindisbréfs verði vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.

 

Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindisbréfi atvinnu- og þróunarráðs til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.

8.1304099 - Vatnsendahlíð, gatnagerð 1. áfangi.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 28. nóvember, eftirfarandi tilboð bárust í verkið "Þing VII, 1. áfangi-Vallaþing og Leiðarendi."
Bjóðendur Tilboð á opnunarfundi Leiðrétt tilboð % af kostnaðaráætlun
1. Urð og grjót ehf. 182.557.000 kr. 183.063.391 kr. 80%
2. Hálsafell ehf. 186.608.646 kr. 186.608.564 kr. 81%
3. Rökkvi verktakar ehf. 194.439.011 kr. 194.439.450 kr. 85%
4. Grafa og grjót ehf.-frávik 197.969.450 kr. 198.129.450 kr. 86%
5. Grafa og grjót ehf. 206.786.950 kr. 206.946.950 kr. 90%
6. Ístak 212.990.178 kr. 213.479.676 kr. 93%
7. Loftorka ehf. 218.066.998 kr. 213.542.300 kr. 93%
8. Íslenskir aðalverktakar hf. 235.670.424 kr. 235.672.426 kr. 103%
9. Óskatak ehf. 253.617.381 kr. 256.227.250 kr. 111%
Kostnaðaráætlun 229.801.003 kr. 229.850.873 kr. 100%

Lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Urð og grjót ehf.
Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Urð og grjót ehf. með sex atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

9.1311015 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 19. nóvember

98. fundargerð í 15 liðum.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa einróma.

 

Elfur Logadóttir vék af fundi undir þessum lið.

10.1311019 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 3. desember

99. fundargerð í 16 liðum.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu málsins.

11.1311025 - Félagsmálaráð, 3. desember

1361. fundargerð í 15 liðum.

Lagt fram.

12.1310001 - Forsætisnefnd, 5. desember

14. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

13.1311020 - Framkvæmdaráð, 27. nóvember

58. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

14.1301023 - Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar - og Kópavogssvæðis, 25. nóvember

185. fundargerð í 11 liðum.

Lagt fram.

15.1311023 - Leikskólanefnd, 3. desember

43. fundargerð í 13 liðum.

Lagt fram.

16.1311022 - Skólanefnd, 2. desember

66. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

17.1301025 - Skólanefnd MK, 4. desember

4. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

18.1301028 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 22. nóvember

810. fundargerð í 23 liðum.

Lagt fram.

19.1301043 - Stjórn SSH, 4. nóvember

395. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

20.1301043 - Stjórn SSH, 2. desember

397. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

21.1301048 - Stjórn skíðasvæða hbsv., 18. nóvember

334. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

22.1301050 - Stjórn Sorpu bs., 25. nóvember

328. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

23.1301051 - Stjórn Strætó bs. 30. nóvember 2012 til 29. nóvember 2013 (15 fundargerðir)

176. fundargerð í 6 liðum, 177. fundargerð í 9 liðum, 178. fundargerð í 6 liðum, 179. fundargerð í 1 lið, 180. fundargerð í 6 liðum, 181. fundargerð í 10 liðum, 182. fundargerð í 7 liðum, 183. fundargerð í 3 liðum, 184. fundargerð í 1 lið, 185. fundargerð í 3 liðum, 186. fundargerð í 1 lið, 187. fundargerð í 5 liðum, 188. fundargerð í 4 liðum, 189. fundargerð í 1 lið og 190. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

24.1301024 - Svæðisskipulagsnefnd hbsv. (áður Samvinnunefnd um svæðisskipulag), 22. nóvember

39. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.