Bæjarstjórn

1107. fundur 09. desember 2014 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Kristín Sævarsdóttir varafulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Páll Magnússon bæjarritari
 • Jón Finnbogason varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Kristín Sævarsdóttir tók sæti Ásu Richardsdóttur.

1.809008 - Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa hjá Kópavogsbæ - fyrri umræða.

Ólafur Þór Gunnarsson gerði grein fyrir breytingartillögum að siðareglum kjörinna bæjarfulltrúa hjá Kópavogsbæ.
Bæjarstjórn vísar afgreiðslu til síðari umræðu með tíu atkvæðum.

2.1410501 - Fjárhagsáætlun Kópavogs 2015

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram að nýju tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015, ásamt tillögu að álagningu gjalda. Þá gerði bæjarstjóri grein fyrir breytingartillögum meirihluta bæjarstjórnar við fjárhagsáætlun 2015 og lagði til að þær yrðu samþykktar ásamt framlagðri fjárhagsáætlun.
Jafnframt lagði bæjarstjóri fram tillögur að breytingum á gjaldskrám.
Kl. 16:45 tók Jón Finnbogason sæti á fundinum í fjarveru Margrétar Friðriksdóttur.

Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram breytingartillögur Samfylkingar og tillögu um kynjaða hagstjórn.
Birkir Jón Jónsson lagði fram breytingartillögur Framsóknarflokksins.
Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram breytingartillögur VGF og breytingartillögu minnihlutans í húsnæðismálum.

Hlé var gert á fundi kl. 19:10. Fundi var fram haldið kl. 19:45.

Hlé var gert á fundi kl. 22:00. Fundi var fram haldið kl. 22:05.


Forseti bar undir fundinn eftirfarandi tillögu að álagningu gjalda fyrir árið 2015:
I. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að fasteignagjöld fyrir árið 2015 verði álögð sem hér segir:
a) Fasteignaskattur
1. Íbúðarhúsnæði lækki úr 0,27% í 0,265% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með átta atkvæðum gegn einu en tveir fulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson og Birkir Jón Jónsson greiddu atkvæði með tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði. Kristín Sævarsdóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni.

2. Atvinnuhúsnæði og annað húsnæði lækki úr 1,64% í 1,62% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með átta atkvæðum gegn þremur. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson og Birkir Jón Jónsson greiddu atkvæði með tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson , Ólafur Þór Gunnarsson og Kristín Sævarsdóttir greiddu atkvæði gegn tillögunni.

3. Opinbert húsnæði óbreytt, 1,320% af fasteignamati (sbr. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með tíu atkvæðum en einn fulltrúi greiddi ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson, Birkir Jón Jónsson, Ólafur Þór Gunnarsson og Kristín Sævarsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson greiddi ekki atkvæði.

4. Hesthús lækki úr 0,27% í 0,265% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með átta atkvæðum en þrír fulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson og Birkir Jón Jónsson greiddu atkvæði með tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Ólafur Þór Gunnarsson og Kristín Sævarsdóttir greiddu ekki atkvæði.

5. Sumarhús lækki úr 0,27% í 0,265% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sjö atkvæðum en fjórir fulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði með tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði.

b) Vatnsskattur og holræsagjald
1. Vatnsskattur lækki og verði 0,09% af heildarfasteignamati í stað 0,10%. Aukavatnsgjald skv. mæli verði kr. 36,30 (var 35,59) fyrir hvern m3 vatns.
Samþykkt með 11 atkvæðum.

2. Fráveitugjald, sbr. reglugerð um fráveitugjald í Kópavogsbæ nr. 729/2001, verði óbreytt og nemi 0,169% af fasteignamati, sbr. lög um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976 með síðari breytingum. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald. Ekki skal reikna fráveitugjald af húsi það ár sem bygging þess hefst. Rotþróargjald fyrir íbúðarhúsnæði að Vatnsenda verði kr. 26.171 (var 25.658) og innheimtist með fasteignagjöldum.
Samþykkt með 11 atkvæðum.

c) Lóðarleiga:
1. Fyrir lóðir íbúðarhúsa óbreytt 19,48 kr/m².
Samþykkt með 11 atkvæðum.
2. Lækjarbotnar - lækki úr kr. 22,72 í 19,48 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með átta atkvæðum gegn einu en tveir fulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson og Birkir Jón Jónsson greiddu atkvæði með tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði. Kristín Sævarsdóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni.
3. Fyrir lóðir annarra húsa óbreytt 190,00 kr/m².
Samþykkt með 11 atkvæðum.

Gjalddagar fasteignagjalda 2015 verði átta, þann 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst og 1. september og greiðist áttundi hluti gjaldsins hverju sinni. Eindagi verði í lok hvers mánaðar.
Gjaldendur er greiða lægri fasteignagjöld en 40.000 kr. greiði þau í einu lagi á gjalddaga 01.03. 2015.
Gjaldendur er greiða fasteignagjöld að fullu fyrir 13.02. 2015 fá 3% staðgreiðsluafslátt.
Samþykkt með 11 atkvæðum.

d) Elli- og örorkulífeyrisþegar er njóta lækkunar fasteignaskatts skulu fá staðgreiðsluafslátt samkvæmt sömu reglum og aðrir gjaldendur af þeim hluta er þeim ber að greiða.
Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk liðins árs:
Frá bæjarfulltrúa VGF:
Lagt er til að tekjur lækki um 12 m.kr. og eftirfarandi breytingar gerðar á afslætti af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega sem búa í eigin íbúð:
100% Hjón með 4,320 m.kr. í árstekjur og einstaklingar 3,0 m.kr. og minna
75% Hjón með 4321- 4800 og einstakl. 3001-3300
50% Hjón með 4801-5160 og einstakl. með 3301-3540
25% Hjón með 5161-5400 og einstakl. með 3541-3720
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sjö atkvæðum gegn fjórum. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu atkvæði með henni.

Tillaga frá bæjarstjóra, sem lögð var fram við fyrri umræðu:
100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 2.852.000 krónur (var 2.750 þ).
Hjón með heildarárstekjur allt að 3.935.000 krónur (var 3.795 þ).
75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 2.852.001 - 3.287.000 krónur (var 3.170 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 3.935.001 - 4.433.000 krónur (var 4.275 þ).
50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 3.287.001 - 3.547.000 krónur (var 3.420 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 4.433.001 - 4.812.000 krónur (var 4.640 þ).
25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 3.547.001 - 3.754.000 krónur (var 3.620 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 4.812.001 - 5.107.000 krónur (var 4.925 þ).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sjö atkvæðum en fjórir fulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði með tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði.

e) Veittur verður styrkur til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, sbr. sérstakar reglur bæjarstjórnar þar um.
Samþykkt með 11 atkvæðum.

II. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að leggja sérstakt sorphirðu- og eyðingargjald á hverja íbúð í Kópavogi á árinu 2015. Gjaldið hækkar vegna aukins úrgangs og vegna gjaldskrárhækkana Sorpu, m.a. vegna gas- og jarðefnastöðvar og verður kr. 24.500 á íbúð (var 22.000). Enn fremur verði heimilt að leggja á aukatunnugjald. Innheimta skal gjaldið með fasteignagjöldum og eru gjalddagar þeir sömu.
Samþykkt með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn eftirfarandi breytingartillögur:

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
Lagt er til að gerðar verði breytingar vegna kjarasamningsbreytinga. Sjá fylgiskjal með tillögu meirihluta að breytingu á áður framlagðri fjárhagsáætlun 2015.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
00-111-0139-Framlög vegna tónlistarskóla
Lagt er til að tekjuliðurinn hækki um 5.339.505 kr. samkvæmt áætlun Jöfnunarsjóðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
00-111-0141-Grunnskólaframlag
Lagt er til að tekjuliðurinn hækki um 28.330.315 kr. samkvæmt áætlun Jöfnunarsjóðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
00-111-0142-Framlag vegna sérþarfa fatlaðra
Lagt er til að tekjuliðurinn hækki um 13,3 m.kr. samkvæmt áætlun Jöfnunarsjóðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
00-111-0144-Framlag vegna nýbúafræðslu
Lagt er til að tekjuliðurinn hækki um 9,19 m.kr. samkvæmt áætlun Jöfnunarsjóðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Frá bæjarfulltrúa VGF:
02-111-9111-Fjárhagsaðstoð
Lagt er til að liðurinn hækki um allt að 10 m.kr. vegna skólamatar fyrir börn foreldra sem þurfafjárhagsaðstoð.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi breytingartillögu:
Styrkur komi til greiðslu gjalda hjá þeim sem verið hafa á fjárhagsaðstoð. Kostnaður falli á liðinn fjárhagsaðstoð. Styrkurinn nær til: Daggæslu barna í heimahúsum, leikskólagjalda, skólamáltíða, dægradvalar í skóla, tómstundaiðkunar barna, skólagjalda og bókakostnaðar í framhaldsskóla.
Bæjarstjórn samþykkir breytingartillögu meirihlutans með 11 atkvæðum.
Ólafur Þór Gunnarsson dró tillögu sína til baka.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
02-111-9111-Fjárhagsaðstoð
Lagt er til að liðurinn lækki um 5 m.kr. vegna lækkaðra framlaga vegna lægri útgjalda.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sex atkvæðum en fimm fulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal og Theódóra Þorsteinsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni en Sverrir Óskarsson, Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
02-181-9710-Framlög
Lagt er til að liðurinn hækki um 5.111.721 kr. vegna Varasjóðs húsnæðislána.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með tíu atkvæðum en einn fulltrúi greiddi ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson, Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir og Birkir Jón Jónsson greiddu atkvæði með tillögunni en Ólafur Þór Gunnarsson greiddi ekki atkvæði.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
02-319-4390-Önnur sérfræðiþjónusta
Lagt er til að liðurinn hækki um 2,05 m.kr. vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustu.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
02-361-9121-Vistgjöld
Lagt er til að liðurinn hækki um 5,59 m.kr. vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustu.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Frá bæjarfulltrúum Samfylkingar:
02-411-9989-Annað
Lagt er til að liðurinn hækki um 1 m.kr. vegna stofnunar Öldungaráðs í Kópavogi.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sex atkvæðum gegn fjórum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu atkvæði með henni. Hjördís Ýr Johnson greiddi ekki atkvæði.

Frá bæjarfulltrúa VGF:
02-416-9194-Framlög ýmis
Lagt er til að liðurinn hækki um allt að 20 m.kr. vegna matarþjónustu eldri borgara.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sjö atkvæðum gegn þremur. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu atkvæði með henni. Birkir Jón Jónsson greiddi ekki atkvæði.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
02-416-9194-Framlög ýmis
Lagt er til að liðurinn hækki um 808.407 kr. vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustu.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
02-511-9193-Ferðaþjónusta fatlaðra
Lagt er til að liðurinn hækki um 7.400.750 kr. þar sem fjölgun fatlaðs fólks kallar á fleiri ferðir.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
02-511-9194-Framlög ýmis
Lagt er til að liðurinn lækki um 4.925.000 kr. vegna lægri útgjalda.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sjö atkvæðum en fjórir fulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði með tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
02-512-0810-Endurgreiðslur sveitarfélaga
Lagt er til að tekjufærslan hækki um 9 m.kr. þar sem reiknað er með hærri endugreiðslum en ætlað var við fyrri umræðu.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með átta atkvæðum en þrír fulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson og Kristín Sævarsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
02-512-0820-Endurgreiðslur ríkissjóðs
Lagt er til að liðurinn lækki um 8.605.799 kr. í samræmi við áætlun Jöfnunarsjóðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
02-512-9312-Stuðningsfjölskyldur
Lagt er til að liðurinn hækki um 413 þús. vegna endurmats á þjónustuþörf.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
02-512-9940-Ás-Kastalagerði
Lagt er til að liðurinn lækki um 3 m.kr. þar sem endurmat bendi til ofmats á kostnaði við fyrri umræðu.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með átta atkvæðum en þrír fulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Kristín Sævarsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði með tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
02-512-9991-Aðrir styrkir og framlög
Lagt er til að liðurinn hækki um 10.366.570 kr. vegna Vistheimilisins Bjargs og Sumardvalarheimilisins Reykjadal.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
02-528-1110-Mánaðarlaun
Lagt er til að liðurinn lækki um 15.221.455 kr. þar sem úrræðið opni ekki um áramót.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
02-552-1xxx-Launaliðir
Lagt er til að liðurinn lækki um 5.375.009 kr. vegna millifærslu á hluta stöðugildis á hæfingarstöðvar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með níu atkvæðum en tveir fulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Ólafur Þór Gunnarsson og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði með tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson og Kristín Sævarsdóttir greiddu ekki atkvæði.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
02-552-4342-Aðkeypt þjónusta
Lagt er til að liðurinn hækki um 15 m.kr. vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustu.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Frá bæjarfulltrúa VGF:
04-xxx-0250-Leikskólagjöld
Lagt er til að tekjur lækki um 52,755 m.kr. og leikskólagjöld lækkuð sem því nemur.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sjö atkvæðum gegn einu. Þrír bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Ólafur Þór Gunnarsson greiddu atkvæði með henni. Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir og Birkir Jón Jónsson greiddu ekki atkvæði.

Frá bæjarfulltrúa VGF:
04-xxx-0252-Daggjöld dægradvöl
Lagt er til að tekjur lækki um 13,3 m.kr. og gjöld fyrir dægradvöl lækkuð um 10%.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sjö atkvæðum gegn einu. Þrír bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Ólafur Þór Gunnarsson greiddu atkvæði með henni. Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir og Birkir Jón Jónsson greiddu ekki atkvæði.

Frá bæjarfulltrúa Framsóknarflokks:
04-xxx-0xxx-Leikskólagjöld, dagforeldrar, dægradvöl og skólamáltíðir
Lagt er til að tekjur lækki um 30 m.kr. og að gjaldskrá á menntasviði haldist óbreytt, þ.e. leikskólagjöld, dvöl hjá dagforeldrum, dægradvöl og skólamáltíðir.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sjö atkvæðum gegn fjórum. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu atkvæði með henni.

Frá bæjarfulltrúum Samfylkingar:
04-xxx-0250-Leikskólagjöld
Lagt er til að tekjur lækki um 20 m.kr. og að gjaldskrá haldist óbreytt.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sjö atkvæðum gegn fjórum. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu atkvæði með henni.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
04-012-0259-Aðrar tekjur
Lagt er til að tekjufærsla lækki um 30 m.kr. og áætlaðar tekjur teknar út og þeim dreift á rétta staði.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með níu atkvæðum en tveir fulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði með tillögunni en Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
04-xxx-0xxx-Tekjur deilda
Lagt er til að tekjufærsla hækki um 30.330.283 kr. vegna fæðisgjalda, dægradvalar og leikskólagjalda.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sjö atkvæðum gegn fjórum. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði með tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu atkvæði á móti tillögunni.

Frá bæjarfulltrúum Samfylkingar:
04-010-9993-Þróunarsjóður grunnskóla
Lagt er til að liðurinn hækki um 4 m.kr. og Þróunarsjóður grunnskóla verði endurvakinn.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sjö atkvæðum gegn fjórum. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu atkvæði með henni.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
04-012-4114-Skólaakstur
Lagt er til að liðurinn hækki um 4,9 m.kr. vegna fatlaðra sem ekið er á Lyngás.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
04-012-4382-Verkefni/Kab Abel/Skiptinemendur
Lagt er til að liðurinn hækki um 300 þús. vegna samnorræns verkefnis sem fellur til á Íslandi næsta ár.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
04-012-9991-Aðrir styrkir og framlög
Lagt er til að liðurinn hækki um 10.080.314 kr. vegna Námsgagnasjóðs og endurmenntunarsjóðs grunnskólakennara.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Frá bæjarfulltrúa Framsóknarflokks:
04-171-9113-Dagforeldrar
Lagt er til að liðurinn hækki um 15 m.kr. til að auka framlag til foreldra sem eru með börn hjá dagforeldrum um 5.000 kr. per mánuð.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sjö atkvæðum gegn fjórum. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu atkvæði með henni.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
04-1xx-2111-Matvæli
Lagt er til að liðurinn hækki um 3.852.297 kr. vegna leiðréttingar á matarúthlutunum v/barngilda og að leikskólinn Austurkór komi inn að fullu.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
04-598-2955-Ýmis kennslugögn
Lagt er til að liðurinn lækki um 200 þús. vegna lægri útgjalda.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sjö atkvæðum en fjórir fulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði með tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
04-598-2990-Önnur vörukaup
Lagt er til að liðurinn lækki um 100 þús. vegna lægri útgjalda.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sjö atkvæðum en fjórir fulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði með tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði.

Frá bæjarfulltrúum Samfylkingar:
04-2xx-1142/1890-Laun v/dægradvalar/Launatengd gjöld
Lagt er til að liðurinn hækki um 3 m.kr. vegna lengingar dægradvalar.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sjö atkvæðum gegn fjórum. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu atkvæði með henni.

Frá bæjarfulltrúa Framsóknarflokks:
04-xxx-0xxx-Systkinaafsláttur þvert á skólastig
Lagt er til að tekjur lækki um 15 m.kr. vegna hækkunar systkinaafsláttar.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sjö atkvæðum gegn fjórum. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu atkvæði með henni.

Frá bæjarfulltrúa Framsóknarflokks:
06-821-9928-Niðurgreiðsla æfingagjalda
Lagt er til að liðurinn hækki um 50 m.kr. til að hækka frístundastyrk úr 30 þúsund í 40 þúsund.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með átta atkvæðum gegn einu. Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Birkir Jón Jónsson greiddi atkvæði með henni. Kristín Sævarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
07-401-9695-Þátttaka í sameiginl.kostnaði
Lagt er til að liðurinn lækki um 11.241.000 kr. vegna nýrrar áætlunar SHS eftir samning við ríkið.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Frá bæjarfulltrúa VGF:
08-211-4913-Auglýsingar
Lagt er til að liðurinn hækki um allt að 5 m.kr. vegna átaksverkefnis til að útrýma burðarplastpokum úr notkun í Kópavogi.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sjö atkvæðum gegn fjórum. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu atkvæði með henni.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
09-011-1191-Nefnda- og stjórnarlaun
Lagt er til að liðurinn lækki um 6.559.000 kr. vegna leiðréttrar tvíbókunar launa.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Frá bæjarfulltrúum meirihlutans:
09-011-4923-Námskeiðs- og skólagjöld
Lagt er til að liðurinn lækki um 400 þús. vegna leiðréttingar, en áætlað var of hátt.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Frá bæjarfulltrúa VGF:
11-421-4970-Verktakar samningsverk
Lagt er til að liðurinn hækki um 10 m.kr. vegna merkinga á stígum.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sjö atkvæðum gegn fjórum. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu atkvæði með henni.

Frá bæjarfulltrúa Framsóknarflokks:
13-011-4990-Önnur þjónustukaup
Lagt er til að liðurinn hækki um 4 m.kr. og framlag til Markaðsstofu Kópavogs hækki úr 10 m.kr. í 14. m.kr.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sjö atkvæðum gegn fjórum. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu atkvæði með henni.

Frá bæjarfulltrúa VGF:
21-011-4927-Kostnaður vegna afmælis
Lagt er til að liðurinn hækki um 3 m.kr. og margnota burðarpokar merktir Kópavogi 60 ára verði sendir bæjarbúum á afmælisárinu.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að tillögunni yrði vísað til afgreiðslu afmælisnefndar.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til afmælisnefndar með 10 atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson, Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu atkvæði með tillögunni en Karen E. Halldórsdóttir greiddi ekki atkvæði.

Frá bæjarfulltrúa VGF:
29-31-31015-Tölvubúnaður á lager
Lagt er til að liðurinn lækki um allt að 150 m.kr., 50 m.kr. fari í innleiðingu spjaldtölva í grunnskólum en innkaupum á spjaldtölvunum frestað til 2016.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sjö atkvæðum gegn einu. Þrír bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Ólafur Þór Gunnarsson greiddi atkvæði með henni. Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson greiddu ekki atkvæði.

Frá bæjarfulltrúum Samfylkingar:
31-110-4960-Viðhald ósundurliðað
Lagt er til að liðurinn hækki um 40 m.kr. vegna viðhalds leikskóla og leikskólalóða.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sjö atkvæðum gegn fjórum. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu atkvæði með henni.

Frá bæjarfulltrúa Framsóknarflokks:
32-321-11470-Verktakar samningsverk
Lagt er til að liðurinn hækki um 10 m.kr. og framlag til byggingar Kópavogshælisins verði 30 m.kr. í stað 20 m.kr.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sjö atkvæðum gegn fjórum. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu atkvæði með henni.

Frá bæjarfulltrúum Samfylkingar:
32-291-11299-Önnur vörukaup
Lagt er til að liðurinn hækki um 30 m.kr. til að taka hluta af kjallara Kórsins undir æfingahúsnæði fyrir ungt listafólk, hljómsveitir, leikhópa, myndlist ofl.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sjö atkvæðum gegn fjórum. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu atkvæði með henni.

Frá bæjarfulltrúum Samfylkingar:
32-301-11470-Verktakar samningsverk
Lagt er til að liðurinn lækki um 90 m.kr. og endurnýjun 4. hæðarinnar á Fannborg 2 frestað um eitt ár.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með átta atkvæðum gegn tveimur. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson og Kristín Sævarsdóttir greiddu atkvæði með henni. Birkir Jón Jónsson greiddi ekki atkvæði.

Frá bæjarfulltrúa VGF:
34-181-11470-Verktakar samningsverk
Lagt er til að liðurinn hækki um 25 m.kr. vegna flokkunar sorps. Settar verði 25 milljónir á árinu inn á stofnkostnað til að koma verkefninu af stað. Sett verði inn heimild á tekjuhlið til að innheimta einsskiptisgjald af íbúum (allt að 50% af kostnaði við tunnuna) sem deilist á næstu 3 ár svipað og gert var með blátunnuna.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sjö atkvæðum gegn fjórum. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu atkvæði með henni.

Frá bæjarfulltrúum Framsóknarflokks, Samfylkingar og VGF:
58-101-11600-Eignakaup
Lagt er til að liðurinn hækki í 500 m.kr. vegna framlags til íbúðakaupa fyrir félagslegt húsnæði og leigufélaga á almennum markaði.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sjö atkvæðum gegn fjórum. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu atkvæði með henni.

Frá bæjarfulltrúa Samfylkingar, Pétri Hrafni Sigurðssyni:
Bæjarstjórn samþykki að aðferðarfræði kynjaðrar fjárhagsáætlunar verði beitt við framkvæmd fjárhagsáætlunar 2015. Hverju sviði verði falið að beita kynjaðri aðferðarfræði á sínu sviði og hjá sínum undirstofnunum og deildum. Í því felst að taka mið af stöðu kynjanna í stefnumótun og útfærslu fjárhagsáætlunar 2015 og verði niðurstöður hafðar til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar 2016.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sjö atkvæðum gegn þremur. Einn bæjarfulltrúi greiddi atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði gegn tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu atkvæði með henni. Birkir Jón Jónsson greiddi ekki atkvæði.

Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 svo breytta með sjö atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði með tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá dagforeldra.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sjö atkvæðum en fjórir fulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði með tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá mötuneyta og dægradvala í grunnskólum.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sjö atkvæðum en fjórir fulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði með tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá leikskóla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sjö atkvæðum en fjórir fulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði með tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði.

Forseti bar undir fundinn tillögu að framlögum til einkaleikskóla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sjö atkvæðum en fjórir fulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði með tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá Skólahljómsveitar Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sjö atkvæðum en fjórir fulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði með tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði.

Hlé var gert á fundi kl. 23:20. Fundi var fram haldið kl. 23:27.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Áhersla fjárhagsáætlunar 2015 er á málefni barna og fjölskyldna í fjárhagsáætluninni sem undirstrikar málefnasamning meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Framlög til grunnskóla hækka umfram almennar launa- og verðlagshækkanir og fjármagn til dægradvalar er aukið umtalsvert. Frístundastyrkur barna í Kópavogi hækkar í 30.000 um næstu áramót og er nú hægt að nota hann allan í eina grein og einnig í tónlistarnám. Spjaldtölvuvæðing skóla í Kópavogi heldur áfram á næsta ári, gert er ráð fyrir 200 milljónum í kaup og innleiðingu á spjaldtölvum og eflingu upplýsingatækni fyrir grunnskólabörn á mið- og efsta stigi, en spjaldtölvuvæðing leikskólanna er þegar komin vel á veg. Hafist verður handa við byggingu íþróttahúss við Vatnsendaskóla, byrjað verður á golfskála GKG sem er samvinnuverkefni Kópavogs og Garðabæjar en í skálanum verður sérstök áhersla á æfingaraðstöðu fyrir börn. Meðal annarra breytinga sem koma fram í fjárhagsáætlun bæjarins er að frá og með áramótum fá eldri borgarar frítt í sund og börn undir 10 ára sömuleiðis. Í félagsþjónustu bæjarins er lögð áhersla á barnavernd, varnir gegn heimilisofbeldi, málefni fatlaðra, heimahjúkrun og atvinnuver sem hefur það hlutverk að auðvelda atvinnulausum að komast út á vinnumarkaðinn.

Skuldir og skattar halda áfram að lækka og er gert ráð fyrir því að skuldahlutfall bæjarins verði 166 prósent í árslok 2015 en það var 178% í áætlun yfirstandandi árs. Lögð er áhersla á að draga úr álögum á íbúa og atvinnulíf með því að lækka fasteignagjöld á íbúðar- og atvinnuhúsnæði og er vatnsgjaldið jafnframt lækkað sem lækkar húsnæðiskostnað fjölskyldna. Þá er útsvarið undir leyfilegu hámarki annað árið í röð. Gjaldskrárhækkunum er stillt í hóf, gjaldskrár leik- og grunnskóla hækka um 2 prósent sem er undir verðbólguspám næsta árs. Engar hækkanir voru á gjaldskrám á yfirstandandi ári sem þýðir að þessi gjöld hækka einungis um 2 prósent á tveggja ára tímabili.

Þess má geta að í áætluninni kemur fram að A-hluti bæjarsjóðs verður rekinn með 147 milljón króna rekstrarafgangi á næsta ári. Sé skoðuð niðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar þá verður hún rekin með 397 milljón króna rekstrarafgangi á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætluninni.

Þegar allt er samantekið þá sýnir fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar að staða sveitarfélagsins er sterk og allar helstu kennitölur taka jákvæðum breytingum. Sú áhersla að hugsa inn á við, hlúa að því sem við höfum gefur líka sóknarfæri þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi.
Ármann Kr. Ólafsson, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Johnson, Guðmundur Geirdal, Jón Finnbogason, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson"

Fulltrúar Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Sú fjárhagsáætlun sem liggur hér fyrir til afgreiðslu er auðvitað ekki fjárhagsáætlun Samfylkingarinnar, bæjarfulltrúum Samfylkingar hefur ekki verið boðið að koma að gerð hennar. Margt er gott í áætluninni og margir hlutir sem horfa til betri vegar, enda er landið tekið að rísa eftir hrun og nýtur Kópavogsbær góðs af því.
Fjárhagsáætlun Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks sýnir pólitískar áherslur meirihlutans. Áherslan er á að lækka fasteignagjöld og útsvar en hækka leikskólagjöld. Slík pólitík er hrein hægri pólitík og vekur furðu að Björt framtíð skuli undirgangast slíka pólitík ef miðað er við málflutning bæjarfulltrúa í nýliðinni kosningabaráttu.
Samfylkingin hefur lagt fram breytingatillögur um að halda leiksskólagjöldum óbreyttum til hagsbóta fyrir barnafólk, stofnun þróunarsjóðs fyrir grunnskólakennara til að bæta skólastarf í Kópavogi, flýta framkvæmdum við leikskóla til hagsbóta fyrir bæði börn og leikskólakennara og skapa tómstundaaðstöðu fyrir ungt fólk i Kórnum. Enn fremur að leggja eina milljón króna til stofnunar Öldungaráðs í Kópavogi. Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur höfðu ekki áhuga á að styðja þessar tillögur og felldu þær allar. Samfylkingin ásamt fulltrúum VGF og Framsóknarflokksins lögðu fram tillögu til úrbóta á húsnæðismarkaði sem ekki hlaut framgang.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir"

Fulltrúar minnihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Ekki er brugðist við neyðarástandi á húsnæðismarkaði í fjárhagsáætlun Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins. Eru það dapurleg skilaboð til allra þeirra sem bíða eftir úrlausnum í húsnæðismálum. Bæði Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík studdu tillögur til úrbóta í húsnæðismálum í Reykjavík og vekur það furðu að samflokksmenn þeirra í bæjarstjórn Kópavogs sjái enga möguleika á að setja fjármagn til lausnar bráðum húsnæðisvanda.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Birkir Jón Jónsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Kristín Sævarsdóttir"

Fulltrúi Framsóknarflokksins lagði fram eftirfarandi bókun:
"Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar ársins 2015 gerir ráð fyrir um 400 m.kr. afgangi af A- og B- hluta samstæðunnar. Þá er ekki gert ráð fyrir tekjum af lóðasölu. Framsóknarflokkurinn studdi lækkun á fasteignagjöldum á íbúðar- og atvinnuhúsnæði ásamt lækkun á vatnsgjaldi. Jafnframt studdi flokkurinn ýmis mál sem til framfara horfa.
Forgangsmál Framsóknarflokksins vegna fjárhagsáætlunar 2015 eru málefni barnafólks í Kópavogi. Við lögðum til að gjaldskrár skólamáltíða, dægradvalar og leikskólagjalda hækki ekki á næsta ári. Að Frístundakort verði 40.000 kr. og veiti þannig börnum í Kópavogi aukin tækifæri á að stunda íþróttir, tómstundir og tónlistarnám. Jafnframt lögðum við til að framlag bæjarins til barna hjá dagforeldrum hækki og lögðum einnig til að systkynaafsláttur þvert á skólastig yrði hækkaður. Að auki lögðum við til aukin fjárframlög til Markaðsstofu Kópavogs og til endurbóta Kópavogshælisins. Þessar tillögur voru allar felldar af hálfu meirihluta Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokks.
Nóvemberspá Þjóðhagsstofnunar gerir ráð fyrir að verðbólga verði 2,7% á næsta ári. Áætlun meirihlutans miðast við eldri þjóðhagsspá þar sem verðlagshækkanir voru áætlaðar 3,4%. Gangi hin nýja spá eftir munu gjöld bæjarins lækka um 200 m.kr. Þær tillögur sem Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram til útgjaldaauka eru rúmar 100 m.kr. Að auki lagði minnihluti bæjarstjórnar til átaks í byggingu leiguíbúða í Kópavogi þar sem framlag sveitarfélagsins væri m.a. í formi úthlutunar lóða en því var hafnað af meirihlutanum.
Framsóknarflokkurinn mun áfram tala fyrir þeim áherslumálum sem frambjóðendur flokksins boðuðu í aðdraganda síðustu kosninga og munum halda áfram að veita meirihlutanum málefnalegt aðhald. Að teknu tilliti til framangreindra atriða mun Framsóknarflokkurinn ekki greiða fjárhagsáætlun meirihlutans atkvæði sitt.
Birkir Jón Jónsson"

Fulltrúi VGF lagði fram eftirfarandi bókun:
"Fjárhagsáætlun fyrir 2015 ber að mörgu leyti vott um að fjárhagur bæjarins fari batnandi. Því veldur vonbrigðum að ekki hafi verið tekið meira tillit til tillagna um að bæta við í félagslegum þáttum, einkum í húsnæðismálum. Tillögur VGF um lækkun leikskólagjalda og gjalda í dægradvöl eru felldar. Flestar tillögur í umhverfismálum eru felldar, en yfirlýsingar meirihlutans um bót og betrun í þeim málum vekja þó væntingar.
Sérstök vonbrigði eru að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar treysti sér ekki til að leiðrétta stórfellt okur í matarkostnaði eldri borgara. Kostnaðurmunur milli Reykjavíkur og Kópavogs upp á 200 þúsund á ársgrundvelli snertir flokkana ekki. Þá vekur einnig athygli að tekjumörk vegna lækkunar fasteignagjalda eru ekki hækkuð, en þau eru nú lægri en lægsti mögulegi lífeyrir.
Forgangsröðun meirihlutans er því skýr. Harðar hægri áherslur eru aftur við lýði, Björt framtíð hefur ákveðið að halda sig með ákveðnum hætti hægra megin við miðju.
Ólafur Þór Gunnarsson"

Hlé var gert á fundi kl. 23:36. Fundi var fram haldið kl. 23:46.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Nú er að störfum þverpólitísk nefnd með fulltrúum allra flokka sem vinnur að stefnumótun og tillögum í húsnæðismálum. Fyrir liggur að verið er að tvöfalda framlag til uppbyggingar félagslegs húsnæðis milli ára auk þess sem verið er að byggja húsnæði fyrir fatlaða. Það er hins vegar álitamál til hvers skipaðar eru þverpólitískar nefndir ef þær fá ekki tíma og svigrúm til að koma með tillögur.

Varðandi "okur" á mat fyrir eldri borgara þá er rétt að taka það fram að Kópavogsbær greiðir með honum þannig að okur á ekki við. Margt í fjárhagsáætlun 2015 hefur það að markmiði að auka velferð eldri borgara s.s. heimahjúkrun, heimaþjónusta, frítt í sund og fleira.
Ármann Kr. Ólafsson, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Johnson, Guðmundur Geirdal, Jón Finnbogason, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson"

3.1410582 - Gjaldskrá Kópavogshafna 2015

Lögð fram gjaldskrá fyrir árið 2015. Almennt hefur gjaldskráin hækkað um 2% frá árinu 2014. Í grein 18 er bætt við ákvæði sem heimilar hafnarstjórn að leggja á allt að þrefalt gjald á báta á landi sem ílengjast lengur en eitt ár á svæðinu.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá Kópavogshafna fyrir árið 2015 með sjö atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði með tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði.

4.1411060 - Þriggja ára fjárhagsáætlun 2016-2018

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram og gerði grein fyrir þriggja ára fjárhagsáætlun 2016-2018 og lagði til að hún yrði samþykkt.
Bæjarstjórn samþykkir þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2016 - 2018 með sjö atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæði féllu þannig:
Ármann Kr. Ólafsson, Jón Finnbogason, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu atkvæði með tillögunni en Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Ólafur Þór Gunnarsson greiddu ekki atkvæði.

5.1412088 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 9. desember 2014

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 27. nóvember og 4. desember, byggingarfulltrúa frá 20. og 27. nóvember, barnaverndarnefndar frá 9. og 30. október, félagsmálaráðs frá 1. desember, forsætisnefndar frá 28. nóvember, heilbrigðisnefndar frá 24. nóvember, jafnréttis- og mannréttindanefndar frá 26. nóvember, skólanefndar frá 1. desember, stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 21. nóvember, stjórnar SSH frá 6. og 13. október, 10. nóvember og 1. desember, stjórnar Slökkviliðs hbsv. frá 8., 9. og 24. október og 5. og 21. nóvember, stjórnar Strætó bs. frá 5., 20. og 24. nóvember og umhverfis- og samgöngunefndar frá 2. desember.
Lagt fram.

6.1411019 - Bæjarráð, 27. nóvember

2752. fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

7.1411345 - Austurkór 89. Umsókn um lóð

Borist hefur umsókn um lóðina Austurkór 89 frá Steinari Jónssyni, kt. 080972-5399. Umsækjandi hefur skilað inn afriti skattframtals 2014 og yfirlýsingu banka. Umsækjandi er skuldlaus við bæjarsjóð.

Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma samkvæmt úthlutunarreglum.

Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar Austurkór 89 til umsækjanda.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum að gefa Steinari Jónssyni, kt. 080972-5399, kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 89.

Birkir Jón Jónsson vék af fundi undir þessum lið.

8.1412002 - Bæjarráð, 4. desember

2753. fundargerð í 27 liðum.
Lagt fram.

9.1411014 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 20. nóvember

136. fundargerð í 11 liðum.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

10.1411020 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 27. nóvember

137. fundargerð í 13 liðum.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

11.1410003 - Barnaverndarnefnd, 9. október

40. fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

12.1410026 - Barnaverndarnefnd, 30. október

41. fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

13.1411021 - Félagsmálaráð, 1. desember

1381. fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

14.1411023 - Forsætisnefnd, 28. nóvember

35. fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

15.1401094 - Heilbrigðiseftirlits, 24. nóvember

196. fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

16.1411018 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, 26. nóvember

31. fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

17.1412001 - Lista- og menningarráð, 3. desember.

35. fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

18.1411022 - Skólanefnd, 1. desember

79. fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

19.1401106 - Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, 21. nóvember

822. fundargerð í 29 liðum.
Lagt fram.

20.1401107 - Stjórn SSH, 6. október

406. fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

21.1401107 - Stjórn SSH, 13. október

407. fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

22.1401107 - Stjórn SSH, 10. nóvember

408. fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

23.1401107 - Stjórn SSH, 1. desember

409. fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

24.1401109 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 8. október

137. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

25.1401109 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 9. október

138. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

26.1401109 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 24. október

139. fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

27.1401109 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 5. nóvember

140. fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

28.1401109 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 21. nóvember

141. fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

29.1401118 - Stjórn Strætó bs., 5. nóvember

203. fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

30.1401118 - Stjórn Strætó bs., 20. nóvember

204. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

31.1401118 - Stjórn Strætó bs., 24. nóvember

205. fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

32.1411005 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 2. desember

57. fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

33.1001158 - Bæjarstjórnarfundir í desember 2014

Lögð fram tillaga um að seinni fundur bæjarstjórnar falli niður í desember.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.
Forseti lagði til að skrifurum væri falið að ganga frá og samþykkja fundargerð.

Fundi slitið.