Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi tillögu undir umræðum um lið 30 í fundargerð bæjarráðs 2593. fundar, 5/5, sbr. lið 2 í þessari fundargerð:
""Lagt er til að kallað verði án tafar eftir gögnum frá Íbúðalánasjóði um ráðstafanir sem sjóðurinn kann að hafa gert til að koma af stað framkvæmdum við frágang Vindakórs 2-8 s.s. útboðslýsingu ásamt framkvæmdaáætlun fyrir verkið. Frestur verði veittur til 15. júní til að hefja framkvæmdir.
Er þeim tilmælum beint til byggingarfulltrúa að leggja á dagsektir að upphæð kr. 150.000,- á dag frá og með 15. júní nk.
Ármann Kr. Ólafsson""
Bæjarstjóri lagði til, varðandi dagsektir vegna Vindakórs 2 - 8, að kallað verði án tafar eftir gögnum frá Íbúðalánasjóði um ráðstafanir, sem sjóðurinn kann að hafa gert til að koma af stað framkvæmdum við frágang Vindakórs 2-8 s.s. útboðslýsingu ásamt framkvæmdaáætlun fyrir verkið. Frestur verði veittur til 31. maí til að leggja fram umrædd gögn. Liggi umrædd gögn ekki fyrir ásamt ásættanlegri framkvæmdaáætlun innan þessa frests er þeim tilmælum beint til byggingarfulltrúa að leggja á dagsektir að upphæð kr. 150.000,- á dag frá og með 1. júní nk.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.