Bæjarstjórn

1037. fundur 10. maí 2011 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1104024 - Bæjarráð 28/4

2592. fundur

Ármann Kr. Ólafsson tók til máls um liði 9, 11, 12, 14, 23, 24, 35 og 37, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um lið 12, Guðný Dóra Gestsdóttir um liði 9 og 12, Gunnar Ingi Birgisson um liði 9, 24, 35 og 37, Ómar Stefánsson um liði 9, 11, 24 og 38, Hjálmar Hjálmarsson um liði 24 og 9, Elfur Logadóttir um lið 12 og 24 og Ómar Stefánsson sem óskaði eftir að bera af sér sakir. Þá tóku til máls Margrét Björnsdóttir um lið 3, 9, 24 og 35, Pétur Ólafsson um lið 24, Aðalsteinn Jónsson um liði 9 og 24, Guðný Dóra Gestsdóttir um lið 9 og 12, Ármann Kr. Ólafsson um lið 24 og Pétur Ólafsson sem óskaði eftir að bera af sér sakir. Þá tóku Elfur Logadóttir til máls um lið 24 og Ármann Kr. Ólafsson sem óskaði eftir að bera af sér sakir. Þá tók Hjálmar Hjálmarsson til máls um lið 24.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

2.1105002 - Bæjarráð 5/5

2593. fundur

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson um liði 5, 13, 30, 31, 39, 42, 45 og lagði til að afgreiðslu þess liðar yrði frestað. Þá fjallaði Gunnar Ingi Birgisson um lið 49. Þá tóku til máls Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um lið 30, Ómar Stefánsson um liði 3, 30 og 50, Guðríður Arnardóttir um lið 13 og lagði til að liðnum yrði vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu. Þá fjallaði Guðríður Arnardóttir um liði 3, 50, 30 og 45. Næst tóku til máls Ómar Stefánsson um lið 3, 25, 26 og 50, Elfur Logadóttir um lið 12, Aðalsteinn Jónsson um lið 50, Hjálmar Hjálmarsson um liði 14, 13, 49 og 6, Ármann Kr. Ólafsson um lið 30 og lagði fram eftirfarandi tillögu:

""Lagt er til að kallað verði án tafar eftir gögnum frá Íbúðalánasjóði um ráðstafanir sem sjóðurinn kann að hafa gert til að koma af stað framkvæmdum við frágang Vindakórs 2-8 s.s. útboðslýsingu ásamt framkvæmdaáætlun fyrir verkið. Frestur verði veittur til  15. júní til að hefja framkvæmdir.

Er þeim tilmælum beint til byggingarfulltrúa að leggja á dagsektir að upphæð kr. 150.000,- á dag frá og með 15. júní nk.

Ármann Kr. Ólafsson""

Þá fjallaði Ármann Kr. um lið 50 og 12. Næst tóku til máls Margrét Björnsdóttir um liði 4, 3, 25, 26, 31, 45 og 50, Guðríður Arnardóttir um liði 50 og 4, Hjálmar Hjálmarsson um liði 11 og 50, Ármann Kr. Ólafsson um liði 11 og 50 og Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um lið 50.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

3.1104190 - Framtíð sundlauganna - rýnihópur

Mál sem vísað var til bæjarstjórnar á fundi bæjarráðs 5/5, sbr. lið 13 í fundargerð.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Guðríðar Arnardóttur um að vísa málinu til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs einróma.

4.1002166 - Vindakór 2-8, varðandi dagsektir

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi tillögu undir umræðum um lið 30 í fundargerð bæjarráðs 2593. fundar, 5/5, sbr. lið 2 í þessari fundargerð:
""Lagt er til að kallað verði án tafar eftir gögnum frá Íbúðalánasjóði um ráðstafanir sem sjóðurinn kann að hafa gert til að koma af stað framkvæmdum við frágang Vindakórs 2-8 s.s. útboðslýsingu ásamt framkvæmdaáætlun fyrir verkið. Frestur verði veittur til 15. júní til að hefja framkvæmdir.

Er þeim tilmælum beint til byggingarfulltrúa að leggja á dagsektir að upphæð kr. 150.000,- á dag frá og með 15. júní nk.

Ármann Kr. Ólafsson""



Bæjarstjóri lagði til, varðandi dagsektir vegna Vindakórs 2 - 8, að kallað verði án tafar eftir gögnum frá Íbúðalánasjóði um ráðstafanir, sem sjóðurinn kann að hafa gert til að koma af stað framkvæmdum við frágang Vindakórs 2-8 s.s. útboðslýsingu ásamt framkvæmdaáætlun fyrir verkið. Frestur verði veittur til 31. maí til að leggja fram umrædd gögn. Liggi umrædd gögn ekki fyrir ásamt ásættanlegri framkvæmdaáætlun innan þessa frests er þeim tilmælum beint til byggingarfulltrúa að leggja á dagsektir að upphæð kr. 150.000,- á dag frá og með 1. júní nk.

Forseti bar fyrst upp tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar, þar sem hún gengur lengra. Var hún samþykkt með sex atkvæðum gegn þremur en tveir bæjarfulltrúar sátu hjá. Var tillaga Guðrúnar Pálsdóttur, bæjarstjóra, ekki tekin til afgreiðslu þar sem fyrri tillaga var samþykkt.

5.1104019 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 19/4

8. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án umræðu.

6.1105001 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 3/5

9. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án umræðu.

7.1104016 - Barnaverndarnefnd 14/4

2. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

8.1104027 - Félagsmálaráð 3/5

1306. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

9.1101848 - Heilbrigðiseftirlit 24/3

160. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

10.1101848 - Heilbrigðiseftirlit 2/5

161. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

11.1104026 - Leikskólanefnd 3/5

18. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

12.1104021 - Menningar- og þróunarráð 18/4

3. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

13.1104028 - Menningar- og þróunarráð 2/5

4. fundur

Til máls tóku Hjálmar Hjálmarsson um lið 3, Guðný Dóra Gestsdóttir um liði 2 og 3 og Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

14.1103017 - Skipulagsnefnd 19/4

1189. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

15.1104023 - Skólanefnd 2/5

28. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

16.1101641 - Stjórn Héraðsskjalasafns 18/4

72. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

17.1101303 - Stjórn SSH 11/4

361. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

18.1101996 - Stjórn Sorpu bs. 2/5

285. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

19.1101878 - Stjórn Strætó bs. 25/3

154. fundur

Til máls tók Hjálmar Hjálmarsson um fundargerðina í heild.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

20.1101878 - Stjórn Strætó bs. 29/4

155. fundur

Til máls tók Hjálmar Hjálmarsson um fundargerðina í heild.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

21.1105044 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2010, fyrri umræða

Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, gerði grein fyrir helstu niðurstöðum ársreiknings Kópavogsbæjar, A og B hluta. Greindi hún frá rekstrarniðurstöðum og helstu frávikum. Þannig skýrði hún út sjóðsstreymi og niðurstöður Efnahagsreiknings og lagðar voru fram skýrslur skoðunarmanna reikninga og skýrsla löggiltra endurskoðenda bæjarins. Einnig var lagður fram ársreikningur LSK til kynningar. Þá lagði bæjarstjóri til að ársreikningi Kópavogsbæjar yrði vísað til seinni umræðu.

Til máls tóku Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Elfur Logadóttir, Guðríður Arnardóttir og Gunnar Ingi Birgisson.

 

Bæjarstjórn samþykkti einróma tillögu bæjarstjóra og vísaði ársreikningi til seinni umræðu.

22.1103103 - Kosningar í menningar- og þróunarráð 2011

Jón Guðlaugur Magnússon var kjörinn varamaður í menningar- og þróunarráð í stað Brynjars Arnar Gunnarssonar.

23.1103104 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2011

Agla Huld Þórarinsdóttir var kjörin varamaður í umhverfis- og samgöngunefnd í stað Brynjars Arnar Gunnarssonar.

Fundi slitið - kl. 18:00.