Bæjarstjórn

1092. fundur 11. mars 2014 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
 • Margrét Björnsdóttir forseti
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
 • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
 • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
 • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
 • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
 • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
 • Páll Magnússon bæjarritari
 • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
 • Guðrún Jóna Jónsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.905315 - Málefni Skógræktarfélags Kópavogs

Hlé var gert á fundi kl. 16:30.  Fundi var fram haldið kl. 16:31.

Kl. 17:55 vék Guðríður Arnardóttir af fundi og tók Guðrún Jóna Jónsdóttir sæti hennar á fundinum.

Hlé var gert á fundi kl. 18:15.  Fundi var fram haldið kl. 18:28.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir einróma að fela endurskoðendum Kópavogsbæjar að draga saman sundurliðaðan kostnað Skógræktarfélags Kópavogs vegna byggingar Leiðarenda 3, húss Skógræktarfélags Kópavogs og skila skýrslu til bæjarstjórnar.

2.1403132 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 11. mars 2014

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 27. febrúar og 6. mars, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 18. og 25. febrúar og 4. mars, félagsmálaráðs frá 4. mars, forsætisnefndar frá 6. mars, framkvæmdaráðs frá 5. mars, hafnarstjórnar frá 3. mars, heilbrigðisnefndar frá 3. mars, leikskólanefndar frá 4. mars, lista- og menningarráðs frá 20. febrúar, skólanefndar frá 3. mars, stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 28. febrúar, stjórnar skíðasvæða hbsv. frá 18. febrúar, stjórnar Slökkviliðs hbsv. frá 21. febrúar, stjórnar Sorpu bs. frá 3. mars og stjórnar Strætó bs. frá 31. janúar, 21. og 28. febrúar.

Lagt fram.

Hlé var gert á fundi kl. 19:00.  Fundi var fram haldið kl. 19:40.

3.1402020 - Bæjarráð, 27. febrúar

2721. fundargerð í 18 liðum.

Lagt fram.

4.14021149 - Áskorun á Alþingi. Tillaga frá Ómari Stefánssyni.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarráð skorar á Alþingi að draga til baka tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki, og setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Með því mun: "ríkisstjórnin leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins".
Ómar Stefánsson"
Pétur Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég fagna tillögu fulltrúa Framsóknarflokksins.
Pétur Ólafsson"

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram breytingartillögu þess efnis að í stað "Bæjarráð" komi "Bæjarstjórn".

Breytingartillaga Ólafs Þórs Gunnarssonar var samþykkt með átta samhljóða atkvæðum en þrír bæjarfulltrúar sátu hjá.

Tillaga Ómars Stefánssonar borin upp svo breytt. Óskað var eftir nafnakalli.

Atkvæði féllu þannig:

Ómar Stefánsson sagði já,

Rannveig Ásgeirsdóttir sagði já,

Aðalsteinn Jónsson sagði já,

Ármann Kr. Ólafsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þingsályktunin sem lögð er fram af samflokksmanni bæjarfulltrúans, ráðherra Framsóknarflokksins, er málefni Alþingis og landsstjórnarinnar. Sveitarstjórn Kópavogs hefur á sínum starfsvettvangi næg verkefni sem snúa að hlutverki sveitastjórnarstigsins eins og dagskrá bæjarins ber með sér.  Má þar nefna velferðarmál, skólamál, ýmsar framkvæmdir og sjúkraflutninga svo eitthvað sé nefnt.  Það er því mikilvægt að bæjarstjórn haldi sig við það hlutverk sem henni er ætlað en láti Alþingi eftir að leysa úr sínum málum.  Þá má benda Framsóknarflokknum á að þeim hefði verið í lófa lagið að kalla til fundar á vettvangi flokksins hér í bæ og senda frá sér ályktun um framgöngu utanríkisráðherra."

Ármann Kr. Ólafsson greiddi ekki atkvæði,

Guðrún Jóna Jónsdóttir sagði já,

Gunnar Ingi Birgisson greiddi ekki atkvæði,

Hafsteinn Karlsson sagði já,

Hjálmar Hjálmarsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði já,

Margrét Júlía Rafnsdóttir sagði já,

Ólafur Þór Gunnarsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði já,

Margrét Björnsdóttir greiddi ekki atkvæði.

Tillagan var samþykkt með átta atkvæðum en þrír bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þetta mál snertir þjóðina og snýst um lýðræði og gefin loforð og þá sérstaklega hjá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Það að bæjarstjórn Kópavogs taki stutta stund og samþykki áskorun á Alþingi er ekki að taka tíma frá öðrum málum sem snúa að bæjarfélaginu.  Allt tal um slíkt er hjal og rétt að vísa því til föðurhúsanna.  Rétt er að minna á og halda til haga að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir m.a.: Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins.

Ómar Stefánsson"

Hlé var gert á fundi kl. 21:16. Fundi var fram haldið kl. 21:20.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég tek undir þann hluta bókunar Ómars Stefánssonar um að vísa málinu til föðurhúsanna en bendi á að föðurhúsin eru hjá Framsóknarflokknum.

Ármann Kr. Ólafsson"

Hlé var gert á fundi kl. 21:21. Fundi var fram haldið kl. 21:24.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Enn og aftur til að halda öllu til haga þá er einungis verið að vísa til föðurhúsanna þeim hluta í bókun þeirra félaga Gunnars og Ármanns þar sem talað er um "Sveitarstjórn Kópavogs hefur á sínum starfsvettvangi næg verkefni sem snúa að hlutverki sveitarstjórnarstigsins eins og dagskrá bæjarins ber með sér. Má þar nefna velferðarmál, skólamál, ýmsar framkvæmdir og sjúkraflutninga svo eitthvað sé nefnt."

Ómar Stefánsson"

5.1403002 - Bæjarráð, 6. mars

2722. fundargerð í 24 liðum.

Lagt fram.

6.1402456 - Þríhnúkar. Tillaga frá Ómari Stefánssyni.

Lögð fram til afgreiðslu tillaga Ómars Stefánssonar frá 2722. fundi bæjarráðs dags. 6. mars sem var svohljóðandi:

"Tel að hlutverki okkar sé lokið í þessu verkefni. Legg til að bæjarstjóra verði falið að hefja söluferli á okkar hlut í Þríhnúkum."

 

Tillagan var felld með sjö atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi atkvæði með tillögunni en þrír bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

7.1402014 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 18. febrúar

105. fundargerð í 8 liðum.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa einróma.

8.1402017 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 25. febrúar

106. fundargerð í 9 liðum.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa einróma.

9.1403003 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 4. mars

107. fundargerð í 8 liðum.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa einróma.

10.1402023 - Félagsmálaráð, 4. mars

1366. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

11.1403005 - Forsætisnefnd, 6. mars

17. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

12.1402008 - Framkvæmdaráð, 5. mars

61. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

13.1402359 - Austurkór 163-165. Umsókn um parhúsalóð

Borist hefur umsókn um lóðina Austurkór 163-165 frá KE Bergmót ehf. kt. 471107-0930. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjanda verði úthlutað lóðinni Austurkór 163-165.

Bæjarstjórn samþykkir einróma að úthluta KE Bergmót ehf., kt. 471107-0930, byggingarrétti á lóðinni Austurkór 163-165.

14.1402366 - Austurkór 167-169, umsókn um parhúsalóð

Borist hefur umsókn um lóðina Austurkór 167-169 frá KE Bergmót ehf. kt. 471107-0930. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjanda verði úthlutað lóðinni Austurkór 167-169.

Bæjarstjórn samþykkir einróma að úthluta KE Bergmót ehf., kt. 471107-0930, byggingarrétti á lóðinni Austurkór 167-169.

15.1402019 - Hafnarstjórn, 3. mars

94. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

16.1401094 - Heilbrigðisnefnd, 3. mars

187. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

17.1403001 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, 5. mars

25. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

18.1402022 - Leikskólanefnd, 4. mars

46. fundargerð í 9 liðum.

Lagt fram.

19.1402018 - Lista- og menningarráð, 20. febrúar

25. fundargerð í 48 liðum.

Lagt fram.

20.1402021 - Skólanefnd, 3. mars

69. fundargerð í 8 liðum.

Lagt fram.

21.1401106 - Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, 28. febrúar

813. fundargerð í 33 liðum.

Lagt fram.

22.1401108 - Stjórn skíðasvæða hbsv., 18. febrúar

336. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

23.1401109 - Stjórn Slökkviliðs hbsv., 21. febrúar

129. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

24.1401098 - Stjórn Sorpu bs., 3. mars

332. fundargerð í 8 liðum.

Lagt fram.

25.1401118 - Stjórn Strætó bs., 31. janúar

191. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

26.1401118 - Stjórn Strætó bs., 21. febrúar

192. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

27.1401118 - Stjórn Strætó bs., 28. febrúar

193. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.