Bæjarstjórn

1278. fundur 09. maí 2023 kl. 16:00 - 20:13 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson, aðalmaður boðaði forföll og Elísabet Berglind Sveinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hannes Steindórsson aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson, aðalmaður boðaði forföll og Thelma Bergmann Árnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.22114969 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2022 - seinni umræða

Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lagðir fram ársreikningar Kópavogsbæjar og stofnana bæjarins fyrir árið 2022.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Aðalsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Eignasjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Byggingarsjóðs MK. Samþykktur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Húsnæðisnefndar Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Tónlistarhúss Kópavogs. Samþykktur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Bílastæðasjóðs Kópavogs. Samþykktur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Hafnarsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Fráveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Vatnsveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning Vatna ehf. Samþykktur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. Samþykktur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning félagsins Músik og sögu ehf. Samþykktur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning félagsins Leikskólinn Undraland ehf. Samþykktur með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði í heild sinni samantekinn ársreikning Kópavogsbæjar, þ.e. ársreikning Kópavogsbæjar, A- og B-hluta fyrirtækja hans ásamt framlögðum ársreikningum B-hluta fyrirtækja og öðrum fylgigögnum. Samþykktur með 11 atkvæðum.

Dagskrármál

2.2304393 - Íbúa- og hagaðilasamráð

Dagskrármál að beiðni fulltrúa Vina Kópavogs, Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í bæjarstjórn.

Samband íslenskra Sveitarfélaga gaf í árslok 2017 út handbókina Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa. Með því að setja málið á dagskrá viljum við beina athyglinni að lögbundnum skyldum sveitarfélaga í þessu efni og þar með réttindum íbúa til þess að samráði sé beitt þar sem við á. Markmið og aðferðarfræði viljum við setja í samhengi við hvernig Kópavogur hefur staðið að málum.
Umræður.

Önnur mál fundargerðir

3.2304010F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 366. fundur frá 14.04.2023

Fundargerð í átta liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

4.2304014F - Bæjarráð - 3127. fundur frá 27.04.2023

Fundargerð í 28 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.2304019F - Bæjarráð - 3128. fundur frá 04.05.2023

Fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.
  • 5.3 23042054 Staða uppbyggingar nýs Kársnesskóla
    Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 25.04.2023, lagðar fram upplýsingar um stöðu uppbyggingar nýs Kársnesskóla, ásamt minnisblaði lögmanns Kópavogbæjar er varðar málefnið dags. 25.04.2023. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum 27. apríl og fól sviðsstjóra umhverfissviðs að taka saman frekari upplýsingar fyrir næsta fund. Nú lögð fram umbeðin gögn.

    Niðurstaða Bæjarráð - 3128 Trúnaðarmál.
    Niðurstaða Bæjarráð - 3128

    Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur að veita heimild til riftunar verksamnings um byggingu Kársnesskóla fyrir sitt leyti og vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

    Bókun:
    „Mikilvægt er að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin í framkvæmd nýs Kársnesskóla. Undirrituð telja að Kópavogsbær geti ekki lengur unað við alvarlegar og viðvarandi vanefndir aðalverktaka Kársnesskóla. Ítrekaðar áskoranir til verktakans um að koma verkinu á réttan kjöl hafa ekki borið árangur og væntingar um að verkið klárist með fullnægjandi hætti undir stjórn hans þverrandi. Óhjákvæmilegt er því annað en að teknar verði nauðsylegar ákvarðanir til að koma verkinu í viðunandi horf með hagsmuni íbúa að leiðarljósi.“

    Ásdís Kristjánsdóttir,
    Orri V. Hlöðversson
    Hjördís Ýr Johnson
    Kolbeinn Reginsson
    Bergljót Kristinsdóttir



    Niðurstaða bæjarstjórnar:

    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs um heimild til riftunar með 8 atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur.

    Fundarhlé hófst kl. 19:38, fundi fram haldið kl. 19:50.

    Bókun:
    "Riftun getur haft í för með sér umtalsverða röskun á byggingu nýs Kársnesskóla. Bæði geta orðið tafir á verkinu auk þess sem kostnaður mun að öllum líkindum aukast, enda er líklegt að dýrara sé að fá aðra verktaka til verksins. Þá hafa verktakaskipti almennt neikvæð áhrif á ábyrgð á gæðum verksins, sem verður óskýrari eftir því sem fleiri koma að því. Verktaki hefur í samskiptum sínum við Kópavogsbæ haldið fram vanefndum bæjarins og gert kröfu um framlengingu á verktíma og bætur vegna þess. Undirritaðar telja mikilvægt að leita allra leiða til þess að ná samningum við núverandi verktaka um að ljúka verkinu."

    Sigurbjörg E. Egilsdóttir
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir
    Bergljót Kristinsdóttir

    Fundarhlé hófst kl. 19:52, fundi fram haldið kl. 20:07.


    Bókun:
    „Mikilvægt er að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin í byggingu nýs Kársnesskóla. Undirrituð telja að Kópavogsbær geti ekki lengur unað við alvarlegar og viðvarandi vanefndir aðalverktaka Kársnesskóla. Ítrekaðar áskoranir til verktakans um að koma verkinu á réttan kjöl hafa ekki borið árangur og væntingar um að verkið klárist með fullnægjandi hætti undir stjórn hans fara þverrandi. Óhjákvæmilegt er því að heimilað verði að taka nauðsynlegar ákvarðanir til að koma verkinu í viðunandi horf með hagsmuni íbúa að leiðarljósi.“

    Ásdís Kristjánsdóttir
    Orri V. Hlöðversson
    Hjördís Ýr Johnson
    Hannes Steindórsson
    Sigrún Hulda Jónsdóttir
    Elísabet B. Sveinsdóttir
    Helga Jónsdóttir
    Thelma Árnadóttir

Önnur mál fundargerðir

6.2305003F - Forsætisnefnd - 212. fundur frá 04.05.2023

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2304018F - Íþróttaráð - 131. fundur frá 27.04.2023

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2304003F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 99. fundur frá 12.04.2023

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2304001F - Leikskólanefnd - 151. fundur frá 13.04.2023

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2304016F - Lista- og menningarráð - 153. fundur frá 26.04.2023

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2304012F - Menntaráð - 112. fundur frá 18.04.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2304023F - Menntaráð - 113. fundur frá 02.05.2023

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2304004F - Skipulagsráð - 141. fundur frá 17.04.2023

Fundargerð í tíu liðum.
Lagt fram.
  • 13.5 2201276 Nónhæð. Nónsmári 1-7 og 9-15. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju umsókn Hrólfs Karls Cela arkitekts, dags. 11. janúar 2022 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 1-7 og 9-15 við Nónsmára um breytingu á deiliskipulagi Nónhæðar staðf. 13. nóvember 1991 m.s.br., fyrir fyrrgreindar lóðir. Í breytingunni felst að á lóðinni Nónsmára 1-7 fjölgar íbúðum úr 55 í 60 og á lóðinni Nónsmára 9-15 fjölgar íbúðum úr 45 í 50. Heildarfjölgun íbúða er alls 10 íbúðir. Þá er sótt um hækkun byggingarreita þannig að hús nr. 1 og 9 hækki úr tveimur hæðum í þrjár og hús númer 5, 7, 13 og 15 úr fjórum hæðum í fimm hæðir. Byggingarmagn á lóðunum eykst úr 15.600 m² í 17.300 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,5 í 0,6. Bílastæðum neðanjarðar fjölgar úr 82 í 104 en bílastæðum ofanjarðar fækkar úr 125 í 122. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 10. janúar 2022. Einnig fylgir tillögunni skuggavarpsgreining dags. 27. janúar 2022.
    Á fundi skipulagsráðs þann 30. maí 2022 var ofangreind tillaga lögð fram að lokinni kynningu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn skipulagsdeildar dags. 13. maí 2022 og uppfærð 30. maí 2022 um þær athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma tillögunnar. Skipulagsráð hafnaði tillögunni. Afgreiðsla skipulagsráðs var staðfest á fundi bæjarráðs þann 21. júlí 2022. Í úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. janúar 2023 var ákvörðun bæjarráðs um að hafna tillögunni felld úr gildi.
    Þá er lagður fram ofangreindur úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 92/2022 dags. 20. janúar 2023 ásamt drögum að greinargerð skipulagsráðs með afgreiðslu málsins dags. 17. mars 2023. Jafnframt eru lögð fram tvö erindi Hjalta Steinþórssonar lögmanns f.h. lóðarhafa dags. 7. febrúar 2023 og 15. mars 2023.
    Á fundi skipulagsráðs 3. apríl 2023 var afgreiðslu málsins frestað.
    Þá er einnig lögð fram greinargerð bæjarlögmanns dags. 11. apríl 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 141 Fundarhlé hófst kl. 17:07, fundi fram haldið kl. 17:30.

    Bókun Kristins Dags Gissurarsonar vegna greinargerðar bæjarlögmanns dagsett 11. apríl 2023:

    „Það vekur undrun hvernig greinargerð bæjarlögmanns Kópavogs rekur sig að þeirri niðurstöðu að deiliskipulag Nónhæðar sé meitlað í stein og sé nánast óumbreytanlegt frá því sem nú er.
    Ekki verður séð að litið sé hlutlaust á fyrirliggjandi tillögu um breytingu á deiliskipulagi Nónhæðar. Þvert á móti. Greinargerðin er unnin huglægt og skautað fram hjá fjölmörgum atriðum er lúta að gerð góðs skipulags.
    Lögð er ofuráhersla á suma þætti en kosið að sleppa öðrum, eða gert lítið úr, er snúa að skipulagsmálum. Dregin eru fram atriði úr umsögn skipulagsdeildar og gert mikið úr þeim þó það liggi fyrir að umsögnin í heild var í raun afar jákvæð gagnvart þessum hugsanlegu breytingum á deiliskipulagi Nónhæðar.
    Þá er ótrúlega áhugavert að lesa kaflann um Aðalskipulag Kópavogs í greinargerðinni. Þar er teygt og togað í allar þær áttir sem henta þykir fyrir þegar ákveðinni niðurstöðu.
    Greinargerð þessi heldur því miður ekki vatni og væri betur ógerð.“

    Bókun skipulagsráðs:
    "Tillaga lóðarhafa að breytingu á deiliskipulaginu gengur gegn fyrri ákvörðun skipulagsráðs, dags. 4. desember 2017. Þá var deiliskipulag samþykkt eftir víðtækt samráð við hagsmunaaðila, ekki síst íbúa. Deiliskipulagið er byggt á málefnalegum sjónarmiðum, meðalhófs var gætt við meðferð málsins og sérstaklega horft til markmiðskafla 1. gr. skipulagslaga um að tryggja samráð og réttaröryggi.
    Gildandi deiliskipulag er að mati skipulagsráðs til þess fallið að ná markmiðum Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Í greinargerð þess er tekið fram að heildarfjöldi íbúða á Nónhæð sé áætlaður um 150. Hvorki eru bindandi skilmálar um fjölda íbúða né um það hvernig megi fjölga þeim.
    Við mat á tillögu lóðarhafa lítur skipulagsráð til þess að hækkun húsa leiðir til aukins skuggavarps fyrir íbúðir á efri hæðum við Arnarsmára 38, útsýni breytist vegna hækkunar á byggingarreit á norðurhluta lóðarinnar Nónhæðar 9-15 og hækkun byggingarreits úr 4 hæðum í 5 hæðir er ekki í samræmi við aðliggjandi íbúðarbyggð. Umhverfisþátturinn borgarlandslag er því metinn neikvæður á hverfið í heild.
    Að mati skipulagsráðs eru ekki veigamiklar ástæður eða málefnaleg sjónarmið sem standa til breytingar á deiliskipulaginu. Íbúar eiga að geta treyst því að ekki sé ráðist í breytingar á skipulagi nema veigamiklar ástæður eða skipulagsrök standi til þess. Með hliðsjón af öllu framangreindu er það mat skipulagsráðs að synja beri tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Nónsmára 1-7 og 9-15. Um frekari rökstuðning vísar skipulagsráð til greinargerðar bæjarlögmanns dags. 11. apríl 2023."

    Skipulagsráðs hafnar framlagðri tillögu með þremur atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur gegn atkvæði Kristins Dags Gissurarsonar. Andri Steinn Hilmarsson, Gunnar Sær Ragnarsson og Hákon Gunnarsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.


    Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni vegna afgreiðslu skipulagsráðs:

    „Nú þegar skipulagsráð og bæjarráð Kópavogsbæjar hafa verið gerð afturreka með höfnun á deiliskipulagsbreytingu vegna Nónsmára 1 -7 og 9 -15 samkvæmt niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 20. janúar 2023, sætir það furðu að enn skuli eiga að höggva í sama knérunn og hafna enn á ný í stað þess að leita skynsamlegra lausna.
    Nú skal ekki notast við þau málsrök Kópavogsbæjar að afgreiðsla málsins hafi ekkert haft með samráðsferli og meinta málamiðlun með hagaðilum að gera þegar óskað var eftir breytingu á núverandi deiliskipulagi. Nú skal hið meinta samkomulag og samráð vera hryggjarstykkið í röksemdafærslu fyrir höfnun málsins. Þó liggur fyrir og kemur fram í umsögn skipulagsdeildar frá 13. maí 2022 (uppfært 30. maí 2022) að Birgir, þáverandi skipulagsstjóri og Smári, arkitekt á skipulagssviðinu mátu stöðuna í samráðsferlinu þannig að ekki næðist sameiginleg niðurstaða enda hvikuðu Íbúasamtök Nónhæðar aldrei frá því að landnotkun ætti að vera óbreytt, þ.e. opið svæði og stofnanasvæði.
    Staðreyndir málsins eru eftirfarandi:
    1. Sama stóra græna svæðið skilur að Nónsmára og aðliggjandi byggð.
    2. Engin stækkun á byggingarreit, aðeins hækkun hluta húsanna.
    3. Breyting sú sem óskað er eftir veldur aðliggjandi byggð engum eða óverulegum áhrifum.
    4. Þjónar vel markmiðum Aðalskipulags Kópavogs um þéttingu byggðar og betri nýtingu innviða.
    5. Færri bílastæði ofanjarðar, fleiri neðanjarðar.
    6. Húsin eru aðeins með inn- og útkeyrslu frá Smárahvammsvegi. Því er engin aukning umferðar um Arnarsmára og aðliggjandi götur.
    7. Fagurfræðilega verða húsin betri með inndreginni fimmtu hæð.
    Þessi deiliskipulagsbreyting þjónar vel markmiðum 1.1 greinar í Skipulagsreglugerð 90/2013. Skipulagsrökin fyrir þessari deiliskipulagsbreytingu eru augljós.
    Það er miður, að mati undirritaðs, að heildarhagsmunir, fagleg vinnubrögð, fagurfræði og almenn skynsemi skuli ekki hafa verið höfð að leiðarljósi við afgreiðslu þessa máls. Vísa að lokum einnig til bókunar minnar við fyrri afgreiðslu málsins.“
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 13.8 2304871 Vatnsendi - norðursvæði. Breytt mörk deiliskipulags.
    Lögð fram tillaga Arkþing Nordic dags. 14. apríl 2023 f.h. skipulagsdeildar Kópavogs að breyttu deiliskipulagi Vatnsenda-Norðursvæði sem samþykkt var í bæjarstjórn 26. júlí 2002. Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð sem liggur að skipulagssvæðinu. Nauðsynlegt er að aðlaga mörk deiliskipulags Vatnsenda norðursvæðis vegna þess. Umrætt deiliskipulag Vatnsendahvarfs/Vatnsendahæðar er auglýst samhliða þessari breytingu á deiliskipulagi. Í tillögunni felst breyting á mörkum skipulagssvæðis Vatnsenda-norðursvæðis í samræmi við tillögu að deiliskipulagi fyrir Vatnsendahæð/Vatnsendahvarf. Mörk deiliskipulagsins Vatnsenda-norðursvæðis munu flytjast að gönguleiðinni sem aðskilur skipulagssvæðið við nýja deiliskipulagið á Vatnsendahæð.
    Uppdrættir í mælikvarða 1:3000 dags. 14 apríl 2023. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Vatnsenda-norðursvæðis með síðari breytingum.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 141 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 13.9 2304870 Hörðuvellir - Vatnsendi. Breytt mörk deiliskipulags.
    Lögð fram tillaga Arkþing Nordic dags. 14. apríl 2023 f.h. skipulagsdeildar Kópavogs að breyttu deiliskipulagi Hörðuvalla sem samþykkt var í bæjarstjórn 24. júlí 2003. Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð sem liggur að skipulagssvæðinu. Nauðsynlegt er að aðlaga mörk deiliskipulags Hörðuvalla vegna þess. Umrætt deiliskipulag Vatnsendahvarfs/Vatnsendahæðar er auglýst samhliða þessari breytingu á deiliskipulagi. Í tillögunni felst að breyta mörkum skipulagssvæðis Hörðuvalla í samræmi við tillögu að deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð. Þar er gert ráð fyrir nýrri 500 íbúða byggð á 29 hektara svæði. Mörk deiliskipulags Hörðuvalla breytist austan við Klappakór og Perlukór þar sem mörkin færast nær Andarhvarfi, og við gatnamót Kambavegs og Kleifakórs, en þau gatnamót verða innan nýs deiliskipulagssvæðis.
    Uppdrættir í mælikvarða 1:2000 dags. 14 apríl 2023. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Hörðuvalla með síðari breytingum.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 141 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 13.10 2304873 Vatnsendahvarf - athafnasvæði. Breytt mörk deiliskipulags.
    Lögð fram tillaga Arkþing Nordic dags. 14. apríl 2023 f.h. skipulagsdeildar Kópavogs að breyttu deiliskipulagi Vatnsendahvarfs-athafnasvæðis sem samþykkt var í bæjarstjórn 213.05.2008. Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að auglýsa tillögu að aðliggjandi deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð. Nauðsynlegt er að aðlaga mörk deiliskipulags athafnasvæðisins vegna þess. Umrætt deiliskipulag Vatnsendahvarfs/Vatnsendahæðar er auglýst samhliða þessari breytingu á deiliskipulagi. Í tillögunni felst að breyta mörkum skipulagssvæðis Vatnsenda-athafnasvæðis til samræmis við tillögu að deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð. Þar er gert ráð fyrir nýrri 500 íbúða byggð á 29 hektara svæði. Mörk deiliskipulags Vatnsenda-athafnasvæðis færast upp að gönguleið meðfram Turnahvarfi og norðan við gönguleið við Kambaveg. Gatnamót Turnahvarfs og Kambavegar verða innan nýs deiliskipulagssvæðis í Vatnsendahvarfi/Vatnendahæð.
    Uppdrættir í mælikvarða 1:2000 dags. 14 apríl 2023. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Vatnsendahvarfs-athafnasvæðis með síðari breytingum.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 141 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

14.2304005F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 163. fundur frá 18.04.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2304006F - Ungmennaráð - 39. fundur frá 26.04.2023

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2303022F - Öldungaráð - 21. fundur frá 30.03.2023

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.23041536 - Fundargerð 923. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 05.04.2023

Fundargerð 923. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 05.04.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.23041537 - Fundargerð 924. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17. apríl 2023

Fundargerð 924. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17. apríl 2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.23041534 - Fundargerð 922. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.03.2023

Fundargerð 922. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.03.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.2304898 - Fundargerð 555. fundar stjórnar SSH frá 03.04.2023

Fundargerð 555. fundar stjórnar SSH frá 03.04.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

21.23041664 - Fundargerð 556. fundar stjórnar SSH frá 17.04.2023

Fundargerð 556. fundar stjórnar SSH frá 17.04.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

22.23031938 - Fundargerð 368. fundar stjórnar Strætó frá 17.03.2023

Fundargerð 368. fundar stjórnar Strætó frá 17.03.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

23.2305306 - Fundargerð 369.fundar stjórnar Strætó frá 21.04.2023

Fundargerð 369.fundar stjórnar Strætó frá 21.04.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

24.2305151 - Fundargerð 5. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna frá 03.03.2023

Fundargerð 5. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna frá 03.03.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

25.2305153 - Fundargerð 6. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna frá 13.03.2023

Fundargerð 6. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna frá 13.03.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

26.2305154 - Fundargerð 7. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna frá 04.04.2023

Fundargerð 7. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna frá 04.04.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

27.23041969 - Fundargerð 104. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 27.02.2023

Fundargerð 104. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 27.02.2023.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 20:13.