Bæjarstjórn

1043. fundur 11. október 2011 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
 • Hafsteinn Karlsson 1. varaforseti
 • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
 • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
 • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
 • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
 • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
 • Aðalsteinn Jónsson aðalfulltrúi
 • Guðný Dóra Gestsdóttir varafulltrúi
 • Páll Magnússon bæjarritari
 • Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður
 • Alexander Arnarson varamaður
Fundargerð ritaði: Þórður Cl. Þórðarson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1109022 - Bæjarráð 29/9

2610. fundur

Ármann Kr. Ólafsson tók til máls og ræddi fyrst lið 1 og bókun fulltrúa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.  Hann ræddi síðan lið 2, mánaðarskýrslur 2011, síðan lið 5 og óskaði bókað að bókun í lið 5 væri dregin til baka þar sem hún byggði á röngum gögnum.  Hjálmar Hjálmarsson tók til máls og bar af sér sakir. Ármann Kr. Ólafsson tók þá til máls og bar af sér sakir. Þá tók Hjálmar Hjálmarsson til máls og bar af sér sakir og síðan aftur Ármann Kr. Ólafsson og bar af sér sakir.  Þá tók Gunnar Ingi Birgisson til máls og ræddi lið 1, síðan lið 4, þá lið 13, erindi Sunnuhlíðar, þá lið 15.  Næst tók Guðríður Arnardóttir til máls og ræddi fyrst framlagninu fundargerða nefnda í bæjarráði og síðan lið 2 mánaðarskýrslu. Þá ræddi hún lið 13, erindi Sunnuhlíðar. Þá tók Rannveig Ásgeirsdóttir til máls og ræddi fyrst lið 1, framlagningu fundargerða nefnda. 

Kl. 16:45 tók Hafsteinn Karlsson sæti sitt á fundinum. 

Rannveig ræddi síðan lið 2.  Þá tók Gunnar Ingi Birgisson til máls og ræddi lið 13.  Rannveig Ásgeirsdóttir tók til máls og bar af sér sakir.  Þá tók Aðalsteinn Jónsson til máls og ræddi lið 2 mánaðarskýrslu, og síðan lið 5.  Þá tók Hjálmar Hjálmarson til máls og ræddi lið 1 og bókun minnihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og síðan lið 2 mánaðarskýrslu.  Þá tók Ármann Kr. Ólafsson til máls og svaraði Hjálmari Hjálmarssyni og ræddi síðan lið 2 mánaðarskýrslu.  Þá tók Hjálmar Hjálmarsson til máls og bar af sér sakir.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og fundargerðin afgreidd.

2.1110002 - Bæjarráð 6/10

2611. fundur

Ármann Kr. Ólafsson tók til máls og ræddi fyrst lið 1, skýrslu framtíðarhóps SSH yfir stjórnsýslu- og rekstrarúttekt byggðasamlaga höfuðborgarsvæðisins, þá lið 6, síðan lið 7, þá lið 9 og síðan lið 10 og lið 25. 

 

Ármann Kr. Ólafsson óskaði eftir því að bæta 4 lið við fyrirspurn sína í 25 lið : Hversu margir starfsmenn leikskóla Kópavogs hafa stundað nám í ""Leikskólabrú"" við leikskóla Kópavogs síðastliðin 5 ár?  

   

Þá tók Gunnar Ingi Birgisson til máls og ræddi lið 6, síðan lið 5, þá lið 22. Páll Magnússon starfandi bæjarstjóri tók næstu til máls og svaraði Gunnar Inga Birgissyni varðandi lið 22.  Þá tók Hjálmar Hjálmarsson til máls og ræddi lið 1, Skýrslu framtíðarhóps SSH yfir stjórnsýslu- og rekstrarúttekt byggðasamlaga höfuðborgarsvæðisins.  Þá tók Margrét Björnsdóttir til máls og ræddi lið 13, þá lið 7, hreinsunarátak á atvinnusvæðum Kársnesi, síðan lið 21.   

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu,  

3.1109021 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 27/9

23. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án umræðu.

4.1109015 - Barnaverndarnefnd - 6

Lagt fram.

5.1109027 - Barnaverndarnefnd - 7

Lagt fram.

6.1109026 - Félagsmálaráð 4/10

1316. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

7.1110001 - Framkvæmdaráð 5/10

17. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

8.1101848 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 26/9

164. fundur

Margrét Björnsdóttir kvaddi sér hljóðs varðandi fundargerðina.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

9.1109023 - Leikskólanefnd 4/10

21. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

10.1101641 - Stjórn Héraðsskjalasafns 26/9

74. fundur

Gunnar Ingi Birgisson kvaddi sér hljóðs og ræddi lið 1, 2 og 3 og óskaði svara varðandi þá á fundinum.  Forseti gerði grein fyrir því að ekki væri unnt að verða við ósk hans um að varpa upp teikningum fyrirhugaðs húsnæðis Héraðsskjalasafns. Páll Magnússon starfandi bæjarstjóri kvaddi sér hljóðs og svaraði spurningum varðandi lið 3, starfsmannamál.  Gunnar Ingi Birgisson kvaddi sér hljóðs og kvaðst ekki víkja úr ræðustól fyrr en sýndar hafi verið teikningar fyrirhugaðs Héraðsskjalasafns og kvaðst víta forseta.

 

Fundarhlé var gert kl. 18.00 og fundi framhaldið kl. 18.04.  Forseti gaf Gunnari Inga Birgissyni orðið aftur.  Þá tók Guðríður Arnardóttir til máls og svaraði fyrirspurn Gunnars Inga Birgissonar og lagði til  frestun  afgreiðslu fundargerðarinnar til næsta fundar bæjarstjórnar og þá lægju fyrir umræddar teikningar.  Þá kvaddi Ármann Kr. Ólafsson sér hljóðs og ræddi sama mál og kvaðst sammála frestun.  Þá tók Guðríður Arnardóttir til máls og kvað umrædda teikningu hafa verið lagða fram í bæjarráði og væru þær aðgengilegar í One systen kerfinu.  Þá tók Ármann Kr. Ólafsson til máls og ræddi sama. Hann tók síðan aftur til máls og ræddi stjórn fundarins.  Gunnar Ingi Birgisson tók til máls og bar af sér sakir. Guðríður Arnardóttir tók til máls og bar af sér sakir. Þá tók Guðný Dóra Gestsdóttir til máls og ræddi sama. Ármann Kr. Ólafsson tók aftur til máls og ræddi sama.

 

Frestun fundargerðarinnar borin undir atkvæði og samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

11.1101867 - Stjórn slökkviliðs hbsv. 30/9

102. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

12.1101996 - Stjórn Sorpu 3/10

289. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

13.1101303 - Stjórn SSH 5/9

366. fundur

Alexander Arnarson kvaddi sér hljóðs og ræddi snjóframleiðslu í Bláfjöllum. Þá tók Guðríður Arnardóttir til máls og svaraði fyrirspurn Alexanders varðandi áhættumat og snjóframleiðslu. Þá tók Hjálmar Hjálmarson til máls og ræddi sama, síðan Ármann Kr. Ólafsson og ræddi fundargerðina almennt.  Þá tók Gunnar Ingi Birgisson til máls vegna sama.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

14.1101878 - Stjórn Strætó 30/9

160. fundur

Ármann Kr. Ólafsson bar fram spurningu til fulltrúa Kópavogsbæjar í stjórn Strætó varðandi  bókanir í fundargerðinni. Hjálmar Hjálmarsson svaraði fyrirspurn Ármanns Kr. Ólafssonar. Þá tók Alexander Arnarson til máls og  ræddi málefni Strætó. Hjálmar Hjálmarson tók aftur til máls og ræddi sama. Þá tók Rannveig Ásgeirsdóttir til máls og ræddi sama.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

15.1109270 - Tillaga um að kannaður verði kostnaður við rekstur tómstundavagns

Tillaga sem lögð var fram í bæjarstjórn 27/9 og frestað til næsta fundar:
""Bæjarstjóra verði falið að kanna hvað rekstur tómstundavagns kostar bæjarfélagið. Miða skal við daga (milli klukkan 15 og 20) fyrir börn upp að 10 ára aldri.
Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir, Aðalsteinn Jónsson""

Ármann Kr. Ólafsson kvaddi sér hljóðs og ræddi tillöguna.

Fundarhlé var gert kl. 19:05.  Fundi var síðan fram haldið kl. 19:30. 

 Þá tók Guðríður Arnardóttir til máls og lagði til að tillögunni yrði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2012.  Þá tók Aðalsteinn Jónsson til máls og ræddi tillöguna. Þá tók Hjálmar Hjálmarsson til máls, síðan Ármann Kr. Ólafsson, síðan aftur Hjálmar Hjálmarsson, þá Guðríður Arnardóttir.  

 Kl. 19:55 var gert fundarhlé  og fundi var síðan fram haldið kl. 19:58.  

Guðríður Arnardóttir tók til máls og lagði fram svofellda tillögu: Bæjarstórn vísar tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar og   felur íþróttaráði og forvarna- og frístundaráði að fjalla um mögulegar útfærslur á því hvernig má styrkja þjónustu tómstundavagns í Kópavogi.  Þá tók Alexander Arnarson til máls, síðan Pétur Ólafsson. 

Kl. 20:05 var gert fundarhlé og fundi síðan fram haldið kl. 20:08.  Tillaga Guðríðar Arnardóttur borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

16.1109219 - Reglur um lóðaúthlutanir

Drög að reglum um úthlutun lóða fyrir íbúðarhúsnæði lagðar fram í bæjarráði 6/10 og vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Guðríður Arnardóttir kvaddi sér hljóð og gerði grein fyri reglunum og lagði til að þær yrðu samþykktar. Þá tók Ármann Kr. Ólafsson til máls, síðan Guðríður Arnardóttir.  Þá tók Ármann Kr. Ólafsson aftur til máls og síðan Guðríður Arnardóttir.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og tillögur að reglum um lóðaúthlutanir bornar undir atkvæði og samþykktar með 10 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:00.