Bæjarstjórn

1325. fundur 09. september 2025 kl. 16:00 - 18:41 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og María Ellen Steingrímsdóttir , sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.2508012F - Bæjarráð - 3224. fundur frá 28.08.2025

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

2.2508019F - Bæjarráð - 3225. fundur frá 04.09.2025

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 18:01, fundi fram haldið kl. 18:32


Bókun af fundi bæjarráðs 4.9 undir lið 2:

Í umræðu um framkvæmdir í miðbæ hefur verið skýr samstaða um að byggingarleyfi verði ekki veitt nema fyrir liggi fullnægjandi lausnir sem tryggja aðgengi allra, sbr. bókun meirihlutans 3. júlí sl.
Svarið sem nú er lagt fyrir fundinn byggist annað hvort á misskilningi eða vísvitandi útúrsnúningi. Fyrirspurn okkar er skýr og lýtur að aðgengi hreyfihamlaðra að byggingum í Fannborg á framkvæmdatíma. Ósk okkar var um sundurliðaðar upplýsingar fyrir hvern fasa fyrirhugaðrar uppbyggingar um fjarlægðir í metrum frá bílastæðum hreyfihamlaðra að aðalinngangi hverrar byggingar.

Svarið sem bæjarráð fær frá umhverfissviði er drög að aðgengisáætlun sem gera verði ráð fyrir að taki breytingum milli framkvæmdafasa. Engar vegalengdir eru málsettar og engin leið er að gera sér grein fyrir fjarlægð frá bílastæðum að aðalinngangi bygginga.

Við óskuðum eftir staðfestingu á að sérmerkt bílastæði hreyfihamlaðra verði ekki fjær en 25 m. frá aðalinngangi heimilis og þjónustustofnana eins og áskilið er í 1. mgr. 6.2.4. gr. byggingarreglugerðar. Vangaveltur um nýjar byggingar, gamlar byggingar, byggingar sem á að rífa eða byggingar sem fá að standa eiga ekkert erindi í svar við fyrirspurn okkar. Hreyfihamlaðir eiga einfaldlega tilkall til þess að fjarlægðin sé innan 25 metra meðan á áralöngum framkvæmdum á reitnum stendur.

Við hljótum að krefjast þess að fá án dráttar svar við fyrirspurn sem réttur okkar stendur til að fá skýrt og skilmerkilega.

Bergljót Kristinsdóttir
Einar Örn Þorvarðarson
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Helga Jónsdóttir


Bókun af fundi bæjarráðs 4.9 undir lið 2:

"Það er óásættanlegt og bæjarfulltrúum minnihlutans til minnkunar að væna starfsmenn bæjarins um útúrsnúning þegar þeir eru að sinna störfum sínum af ábyrgð og fagmennsku. Í fyrirliggjandi aðkomuáætlun er skýrt tekið fram að aðgengi og fjarlægðir að bílastæðum fyrir hreyfihamlaða verði sambærilegar og nú er. Þetta var ítarlega rakið og staðfest á fundi skipulags- og umhverfisráðs við afgreiðslu byggingaráforma. Gerð er krafa um að framkvæmdaraðilar uppfylli kröfur um fullnægjandi aðgengi á framkvæmdatíma og skuldbindi sig til að aðlaga aðgengið að þörfum hreyfihamlaðra í hverjum áfanga verksins. Fjarlægðir bílastæða fyrir hreyfihamlaða hafa verið kynntar og rökstuddar ítarlega í fylgigögnum byggingaráforma. Aðgengisáætlun og fjöldi bílastæða fyrir hreyfihamlaða verða aðlagaðar að þörfum íbúa eins og kostur er á meðan á framkvæmd stendur. Þá skal áréttað að farið verður eftir byggingarreglugerð, gildandi lögum og reglum á öllum stigum framkvæmdatíma."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Vignir Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Elísabet Sveinsdóttir



Bókun við lið 2 í fundargerð bæjarráðs frá 4.9.2025:

"Það er óviðunandi með öllu að kjörnir fulltrúar fái ekki skýrt svar við skýrri fyrirspurn sem beint er til stjórnsýslunnar. Svar umhverfissviðs fól alls ekki í sér þær upplýsingar sem um var beðið. Ætti öllum þó að vera ljóst hvað felst í spurningu um fjarlægð í metrum talið og skiptingu á mismunandi fasa verks. Upplýsingar um þetta efni hafa m.a. verið kynntar á fundi notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks þannig að þær liggja þegar fyrir hjá stjórnsýslunni. Sorglegur skortur á skilningi á réttindum og skyldum bæjarfulltrúa og ráðinna starfsmanna kemur fram í bókun meirihlutans um að það sé óásættanlegt og bæjarfulltrúum minnihlutans til minnkunar að væna starfsmenn bæjarins um útúrsnúning í svarinu sem lagt var fyrir. Það er bæjarstjóra til minnkunar að undirrita bókunina og þar með fullyrðingu um að svar umhverfissviðsins hafi verið unnið af ábyrgð og fagmennsku. Það er nefnilega ábyrgð bæjarstjóra að sjá til þess að mál stjórnsýslunnar sem lögð eru fyrir bæjarráð séu vel undirbúin og upplýsandi."

Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Kolbeinn Reginsson
María Ellen Steingrímsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir


Bókun við lið 2 í fundargerð bæjarráðs frá 4.9.2025:

"Bæjarfulltrúar bera sameiginlega ábyrgð á málefnalegri umræðu og virðingu í samskiptum, bæði sín á milli og við starfsmenn bæjarins og það er ekki umræðunni til framdráttar að draga í efa heiðarleika eða fagmennsku þeirra sem sinna störfum fyrir bæinn. Bæjarfulltrúar hafa fullan rétt á því að finnast svör starfsmanna ófullnægjandi og þá er hægt að óska eftir frekari upplýsingum. Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar að mati meirihlutans."

Andri S. Hilmarsson
Ásdís Kristjánsdóttir
Björg Baldursdóttir
Elísabet B. Sveinsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Orri V. Hlöðversson


  • 2.4 2509080 Úthlutun lóða Skyggnishvarf 13-17
    Tillaga að úthlutun lóða til Fjallasólar ehf. Niðurstaða Bæjarráð - 3225 Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum og hjásetu Einars Arnars Þorvarðarsonar og Helgu Jónsdóttur framlagða tillögu að úthlutun Skyggnishvarfs 13-17 til Fjallasólar ehf. og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum og hjásetu Kolbeins Reginssonar, Helgu Jónsdóttur, Maríu Ellenar Steingrimsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur úthlutun að lóðunum Skyggnishvarfi 13-17 til Fjallasólar ehf.
  • 2.5 2509081 Úthlutun lóða Skyggnishvarf 19-23
    Tillaga um úthlutun lóða til Fjallasólar ehf. Niðurstaða Bæjarráð - 3225 Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum og hjásetu Einars Arnars Þorvarðarsonar og Helgu Jónsdóttur framlagða tillögu að úthlutun Skyggnishvarfs 19-23 til Fjallasólar ehf. og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum og hjásetu Kolbeins Reginssonar, Helgu Jónsdóttur, Maríu Ellenar Steingrimsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur úthlutun að lóðunum Skyggnishvarfi 19-21 til Fjallasólar ehf.
  • 2.9 2509171 Samningur sveitarfélaganna og Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins
    Frá SSH, dags. 01.09.2025, lögð fram drög að sameiginlegum samningi sveitarfélaganna og Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins vegna áranna 2026-2028 og er skrifstofu SSH falið að senda þau til afgreiðslu á vettvangi sveitarfélaganna. Niðurstaða Bæjarráð - 3225 Bæjarráð samþykkir framlögð drög að sameiginlegum samningi sveitarfélaganna og Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins vegna áranna 2026-2028 og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlögð drög að sameiginlegum samningi sveitarfélaganna og Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins vegna áranna 2026-2028.

Önnur mál fundargerðir

3.2508016F - Velferðar- og mannréttindaráð - 7. fundur frá 25.08.2025

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.2508010F - Lýðheilsu- og íþróttanefnd - 5. fundur frá 28.08.2025

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.2508024F - Menntaráð - 147. fundur frá 02.09.2025

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2508006F - Skipulags- og umhverfisráð - 13. fundur frá 01.09.2025

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.
  • 6.7 25032174 Digranesvegur 15. Kópavogsskóli. Nýtt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga umhvefissviðs að deiliskipulagslýsingu dags. 29. ágúst 2025, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir nýtt deiliskipulag Kópavogsskóla að Digranesvegi 15. Fyrirhugað deiliskipulagssvæði er um 2,2 ha að flatarmáli og afmarkast af skipulagsmörkum deiliskipulags miðbæjar Kópavogs reiti B1-1, B4, B2 og B1-3 til vesturs, skipulagsmörkum deiliskipulags leikskóla við Skólatröð og að lóðarmörkum Vallartraðar 2, 6, 8 og 10 ásamt lóðamörkum Skólatraðar 1, 3, 5, 7, 9 og 11 til norðurs, skipulagsmörkum deiliskipulags Traðarreitar eystri til austurs og að lóðamörkum Digranesvegar 15 til suðurs.
    Elín Mjöll Lárusdóttir verkefnastjóri gerði grein fyrir erindinu.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 13 Samþykkt með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð skipulagslýsing verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

7.2508026F - Innkaupanefnd - 6. fundur frá 01.09.2025

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.25081632 - Fundargerð 36. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 25.08.2025

Fundargerð 36. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 25.08.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.25081222 - Fundargerð 409. fundar stjórnar Strætó frá 15.08.2025

Fundargerð 409. fundar stjórnar Strætó frá 15.08.2025.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:41.