- Íbúar
- Leikskólaaldur - Dagforeldrar
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Okkar Kópavogur
- Íbúasamráð
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Barnvænt sveitarfélag
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Fundarhlé hófst kl. 18:18, fundi fram haldið kl. 19:59.
Tillaga að álagningu gjalda fyrir 2026:
I. Lagt er til að útsvar fyrir árið 2026 verði óbreytt, 14,93%
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.
II. Lagt er til að fasteignagjöld fyrir árið 2026 verði álögð sem hér segir:
a) Fasteignaskattur
Íbúðarhúsnæði lækki úr 0,162% í 0,151% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.
Atvinnuhúsnæði lækki úr 1,40% í 1,39%% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.
Opinbert húsnæði óbreytt, 1,320% af fasteignamati (sbr. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.
Hesthús lækki úr 0,162% í 0,151% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.
Sumarhús lækki úr 0,162% í 0,151% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.
b) Vatnsskattur og holræsagjald
Vatnsskattur lækki úr 0,058% af heildarfasteignamati og verði 0,055%. Aukavatnsgjald skv. mæli verði kr. 58,28 (var 56,47) fyrir hvern m3 vatns (hækkar um 3,39%).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.
Fráveitugjald, sbr. reglugerð um fráveitugjald í Kópavogsbæ nr. 729/2001, lækki úr 0,058% af fasteignamati og verði 0,056%, sbr. lög um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976 með síðari breytingum. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald. Ekki skal reikna fráveitugjald af húsi það ár sem bygging þess hefst. Rotþróargjald fyrir íbúðarhúsnæði að Vatnsenda verði kr. 37.623 (var 36.456) og innheimtist með fasteignagjöldum (hækkar um 3,2%).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.
c) Lóðarleiga:
Fyrir lóðir íbúðar-, sumar-, hesthúsa og í Lækjarbotnum verður óbreytt, 23,62 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.
Fyrir lóðir annarra húsa, óbreytt 185,40 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.
Gjalddagar fasteignagjalda 2026 verði tíu, þann 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst, 1. september, 1. október og 1. nóvember og greiðist tíundi hluti gjaldsins hverju sinni. Eindagi verði í lok hvers mánaðar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.
Gjaldendur sem greiða lægri fasteignagjöld en 50.000 kr. greiði þau í einu lagi á gjalddaga 03.03.2026.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.
Gjaldendur er greiða fasteignagjöld að fullu fyrir lokun þann 17.02.2026 fá 3% staðgreiðsluafslátt
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.
d) Elli- og örorkulífeyrisþegar er njóta lækkunar fasteignaskatts skulu fá staðgreiðsluafslátt samkvæmt sömu reglum og aðrir gjaldendur af þeim hluta er þeim ber að greiða.
Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk í framtali ársins 2025:
100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 7.440.000 krónur (var 7.133 þ).
Hjón með heildarárstekjur allt að 9.506.000 krónur (var 9.114 þ).
75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 7.440.001 - 7.563.000 krónur (var 7.251 þ.).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 9.506.001 - 9.790.000 krónur (var 9.386 þ).
50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 7.563.001 - 7.687.000 krónur (var 7.370 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 9.790.001 - 10.245.000 krónur (var 9.823 þ).
25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 7.687.001 - 7.807.000 krónur (var 7.485 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 10.245.001 - 10.688.000 krónur (var 10.247 þ).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.
e) Veittur verður styrkur til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, sbr. sérstakar reglur bæjarstjórnar þar um.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.
III. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að leggja sérstakt sorphirðu- og eyðingargjald á hverja íbúð í Kópavogi á árinu 2026 samkvæmt eftirfarandi gjaldskrá (sjá sér skjal):
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.
Forseti bar undir fundinn þrjár breytingartillögur Viðreisnar í heild sinni:
Bæjarstjórn hafnar tillögunum með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.
Forseti bar undir fundinn fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 í heild sinni með framkomnum breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.
Bókun:
"Rekstrarafgangur bæjarsjóðs á þessu kjörtímabili sýnir að reksturinn er ekki sjálfbær. Eina skiptið sem reksturinn skilaði afgangi, 2024, byggðist á einskiptistekjum af lóðaúthlutunum og auknum framlögum frá Jöfnunarsjóði. Á sama tíma er gert út á að bjóða upp á lægstu fasteignaskatta á landinu, sem samrýmist illa stöðugum og ábyrgum rekstri bæjarsjóðs. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og þrjú ár þar á eftir er gert ráð fyrir verulegum lántökum; veltufé frá rekstri dugar hvorki fyrir fjárfestingum né afborgunum lána. Það er ekki merki um ábyrga fjármálastjórn.
Það er óásættanlegt að lögbundin velferðarþjónusta sé ekki fullfjármögnuð meðan fatlað fólk með samþykkt mat á stuðningsþörf vermir biðlista mánuðum og árum saman. Lög gera ráð fyrir að fjármögnun lögbundinna verkefna sé tryggð áður en ráðist er í ólögbundin verkefni, þótt þangað renni nú fleiri milljarðar. Það er ekki sanngjarnt að láta þá sem bíða eftir þjónustu bera byrðarnar af deilum milli ríkis og sveitarfélaga.
Fjárhagsáætlun 2026 ber jafnframt vitni um skort á framtíðarsýn. Við ráðstöfun lands er fyrst og fremst horft til ábata og tekna af sölu byggingarréttar en ekki húsnæðisþarfar ólíkra hópa og fjölbreyttrar íbúasamsetningar. Engin samgöngu- og hjólreiðaáætlun liggur fyrir þrátt fyrir skuldbindingar um breyttar ferðavenjur. Frábærar tillögur ungmenna, meðal annars um lægri gjöld í strætó og ungmennahátíð í anda Skrekks, komast ekki að."
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Kolbeinn Reginsson
Theódóra S. Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 20:10.
Bókun:
"Fjárhagsstaða Kópavogsbæjar er sterk og þróunin hefur verið jákvæð á kjörtímabilinu á alla helstu mælikvarða. Skuldir hafa haldið áfram að lækka að raunvirði þrátt fyrir mikla fjölgun íbúa, skuldahlutföll lækka enn og veltufé frá rekstri nemur fimm milljörðum króna. Á sama tíma hafa fasteignaskattar lækkað verulega á kjörtímabilinu og hafa lækkað umfram hækkun fasteignamats. Eru fasteignagjöld í Kópavogi núna þau lægstu meðal stærstu sveitarfélaga landsins. Fullyrðingar minnihlutans um fjárhagslega stöðu Kópavogsbæjar standast enga skoðun og eru í hrópandi ósamræmi við þá mælikvarða sem skipta máli í rekstri sveitarfélaga.
Ábyrg fjármálastjórn kallar á skýra forgangsröðun. Áhersla meirihlutans á þessu kjörtímabili hefur verið að tryggja öfluga grunnþjónustu. Meirihlutinn gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að fjármagna velferðarþjónustuna og hafa framlög til málaflokksins hækkað um 36% á kjörtímabilinu, og er sá málaflokkur þar sem framlög hafa hækkað mest á yfirstandandi kjörtímabili. Meirihlutinn mun halda sig við ábyrga stefnu sem byggir á góðum rekstri og miðar að því að bæta lífsgæði íbúa á sjálfbæran og ábyrgan hátt til framtíðar."
Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir
Hanna Carla Jóhannsdóttir