Bæjarstjórn

1329. fundur 25. nóvember 2025 kl. 16:00 - 20:20 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Hanna Carla Jóhannsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.25093860 - Fjárhagsáætlun 2026 - seinni umræða

Frá bæjarstjóra, lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2026 til seinni umræðu.
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri kynnti þær breytingar sem orðið höfðu á fjárhagsáætlun ársins 2026 á milli umræðna. Bæjarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætlun 2026 svo breyttri og lagði til að hún yrði samþykkt.

Fundarhlé hófst kl. 18:18, fundi fram haldið kl. 19:59.


Tillaga að álagningu gjalda fyrir 2026:

I. Lagt er til að útsvar fyrir árið 2026 verði óbreytt, 14,93%

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.


II. Lagt er til að fasteignagjöld fyrir árið 2026 verði álögð sem hér segir:

a) Fasteignaskattur

Íbúðarhúsnæði lækki úr 0,162% í 0,151% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Atvinnuhúsnæði lækki úr 1,40% í 1,39%% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Opinbert húsnæði óbreytt, 1,320% af fasteignamati (sbr. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Hesthús lækki úr 0,162% í 0,151% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Sumarhús lækki úr 0,162% í 0,151% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.


b) Vatnsskattur og holræsagjald

Vatnsskattur lækki úr 0,058% af heildarfasteignamati og verði 0,055%. Aukavatnsgjald skv. mæli verði kr. 58,28 (var 56,47) fyrir hvern m3 vatns (hækkar um 3,39%).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Fráveitugjald, sbr. reglugerð um fráveitugjald í Kópavogsbæ nr. 729/2001, lækki úr 0,058% af fasteignamati og verði 0,056%, sbr. lög um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976 með síðari breytingum. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald. Ekki skal reikna fráveitugjald af húsi það ár sem bygging þess hefst. Rotþróargjald fyrir íbúðarhúsnæði að Vatnsenda verði kr. 37.623 (var 36.456) og innheimtist með fasteignagjöldum (hækkar um 3,2%).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

c) Lóðarleiga:

Fyrir lóðir íbúðar-, sumar-, hesthúsa og í Lækjarbotnum verður óbreytt, 23,62 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Fyrir lóðir annarra húsa, óbreytt 185,40 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.


Gjalddagar fasteignagjalda 2026 verði tíu, þann 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst, 1. september, 1. október og 1. nóvember og greiðist tíundi hluti gjaldsins hverju sinni. Eindagi verði í lok hvers mánaðar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.


Gjaldendur sem greiða lægri fasteignagjöld en 50.000 kr. greiði þau í einu lagi á gjalddaga 03.03.2026.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.


Gjaldendur er greiða fasteignagjöld að fullu fyrir lokun þann 17.02.2026 fá 3% staðgreiðsluafslátt
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.


d) Elli- og örorkulífeyrisþegar er njóta lækkunar fasteignaskatts skulu fá staðgreiðsluafslátt samkvæmt sömu reglum og aðrir gjaldendur af þeim hluta er þeim ber að greiða.

Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk í framtali ársins 2025:

100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 7.440.000 krónur (var 7.133 þ).
Hjón með heildarárstekjur allt að 9.506.000 krónur (var 9.114 þ).

75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 7.440.001 - 7.563.000 krónur (var 7.251 þ.).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 9.506.001 - 9.790.000 krónur (var 9.386 þ).

50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 7.563.001 - 7.687.000 krónur (var 7.370 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 9.790.001 - 10.245.000 krónur (var 9.823 þ).

25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 7.687.001 - 7.807.000 krónur (var 7.485 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 10.245.001 - 10.688.000 krónur (var 10.247 þ).

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.


e) Veittur verður styrkur til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, sbr. sérstakar reglur bæjarstjórnar þar um.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.



III. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að leggja sérstakt sorphirðu- og eyðingargjald á hverja íbúð í Kópavogi á árinu 2026 samkvæmt eftirfarandi gjaldskrá (sjá sér skjal):
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Forseti bar undir fundinn þrjár breytingartillögur Viðreisnar í heild sinni:
Bæjarstjórn hafnar tillögunum með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Forseti bar undir fundinn fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 í heild sinni með framkomnum breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.


Bókun:
"Rekstrarafgangur bæjarsjóðs á þessu kjörtímabili sýnir að reksturinn er ekki sjálfbær. Eina skiptið sem reksturinn skilaði afgangi, 2024, byggðist á einskiptistekjum af lóðaúthlutunum og auknum framlögum frá Jöfnunarsjóði. Á sama tíma er gert út á að bjóða upp á lægstu fasteignaskatta á landinu, sem samrýmist illa stöðugum og ábyrgum rekstri bæjarsjóðs. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og þrjú ár þar á eftir er gert ráð fyrir verulegum lántökum; veltufé frá rekstri dugar hvorki fyrir fjárfestingum né afborgunum lána. Það er ekki merki um ábyrga fjármálastjórn.

Það er óásættanlegt að lögbundin velferðarþjónusta sé ekki fullfjármögnuð meðan fatlað fólk með samþykkt mat á stuðningsþörf vermir biðlista mánuðum og árum saman. Lög gera ráð fyrir að fjármögnun lögbundinna verkefna sé tryggð áður en ráðist er í ólögbundin verkefni, þótt þangað renni nú fleiri milljarðar. Það er ekki sanngjarnt að láta þá sem bíða eftir þjónustu bera byrðarnar af deilum milli ríkis og sveitarfélaga.

Fjárhagsáætlun 2026 ber jafnframt vitni um skort á framtíðarsýn. Við ráðstöfun lands er fyrst og fremst horft til ábata og tekna af sölu byggingarréttar en ekki húsnæðisþarfar ólíkra hópa og fjölbreyttrar íbúasamsetningar. Engin samgöngu- og hjólreiðaáætlun liggur fyrir þrátt fyrir skuldbindingar um breyttar ferðavenjur. Frábærar tillögur ungmenna, meðal annars um lægri gjöld í strætó og ungmennahátíð í anda Skrekks, komast ekki að."

Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Kolbeinn Reginsson

Theódóra S. Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 20:10.

Bókun:
"Fjárhagsstaða Kópavogsbæjar er sterk og þróunin hefur verið jákvæð á kjörtímabilinu á alla helstu mælikvarða. Skuldir hafa haldið áfram að lækka að raunvirði þrátt fyrir mikla fjölgun íbúa, skuldahlutföll lækka enn og veltufé frá rekstri nemur fimm milljörðum króna. Á sama tíma hafa fasteignaskattar lækkað verulega á kjörtímabilinu og hafa lækkað umfram hækkun fasteignamats. Eru fasteignagjöld í Kópavogi núna þau lægstu meðal stærstu sveitarfélaga landsins. Fullyrðingar minnihlutans um fjárhagslega stöðu Kópavogsbæjar standast enga skoðun og eru í hrópandi ósamræmi við þá mælikvarða sem skipta máli í rekstri sveitarfélaga.
Ábyrg fjármálastjórn kallar á skýra forgangsröðun. Áhersla meirihlutans á þessu kjörtímabili hefur verið að tryggja öfluga grunnþjónustu. Meirihlutinn gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að fjármagna velferðarþjónustuna og hafa framlög til málaflokksins hækkað um 36% á kjörtímabilinu, og er sá málaflokkur þar sem framlög hafa hækkað mest á yfirstandandi kjörtímabili. Meirihlutinn mun halda sig við ábyrga stefnu sem byggir á góðum rekstri og miðar að því að bæta lífsgæði íbúa á sjálfbæran og ábyrgan hátt til framtíðar."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir
Hanna Carla Jóhannsdóttir

Dagskrármál

2.25093861 - Þriggja ára fjárhagsáætlun 2027-2029 - seinni umræða

Frá bæjarstjóra, lögð fram tillaga að þriggja ára fjárhagsáætlun 2027-2029 til seinni umræðu.
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri, lagði fram og gerði grein fyrir þriggja ára fjárhagsáætlun og lagði til að hún yrði samþykkt.
Forseti bar undir fundinn tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árin 2027-2029.

Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árin 2027-2029 með 6 atkvæðum og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

Önnur mál fundargerðir

3.2510025F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 430. fundur frá 24.10.2025

Fundargerð í 22 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 10 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

4.2511009F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 431. fundur frá 07.11.2025

Fundargerð í 11 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 10 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

5.2511001F - Bæjarráð - 3235. fundur frá 13.11.2025

Fundargerð í 12 liðum.

Önnur mál fundargerðir

6.2511012F - Bæjarráð - 3236. fundur frá 20.11.2025

Fundargerð í níu liðum.
  • 6.1 2511329 Þjónustusamningur um rekstur áfangaheimilis
    Kynning á drögum að nýjum þjónustusamningi við Samhjálp um rekstur áfangaheimilis. Niðurstaða Bæjarráð - 3236 Gestir véku af fundi kl. 10:10

    Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti drög að nýjum þjónustusamningi við Samhjálp um rekstur áfangaheimilis og vísar drögum áfram til staðfestingar í bæjarstjórn.


    Bókun bæjarráðs:
    "Bæjarráð óskar eftir því að velferðarsvið birti reglulega tölulegar upplýsingar á vettvangi velferðarráðs er varða notkun Kópavogsbúa á neyðarskýlum Reykjavíkurborgar, Kaffistofu Samhjálpar, ásamt biðlista og notkun á úrræði Kópavogsbæjar í Dalbrekku.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum drög að nýjum þjónustusamningi við Samhjálp um rekstur áfangaheimilis.

Önnur mál fundargerðir

7.2511018F - Forsætisnefnd - 246. fundur frá 20.11.2025

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2511014F - Menntaráð - 152. fundur frá 18.11.2025

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2510029F - Ungmennaráð - 54. fundur frá 27.10.2025

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2511010F - Skipulags- og umhverfisráð - 19. fundur frá 17.11.2025

Fundargerð í tíu liðum.
Lagt fram.
  • 10.6 2112910 Vatnsendablettur 241A. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu uppfærð tillaga umhverfissviðs að breytingu á deiliskipulagi við Vatnsendablett 241A dags. 17. janúar 2022, uppfærð 9. maí 2025 og 14. nóvember 2025. Í breytingunni felst að lóðinni verði skipt í tvær lóðir og að heimilt verði að reisa einbýlishús á einni hæð ásamt kjallara á hvorri lóð í samræmi við 2.2.6 gr. eignarnámssáttar Kópavogsbæjar og ábúanda Vatnsenda dags. 30. janúar 2007. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 17. janúar 2022, uppf. 9. maí og 14. nóvember 2025. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 19. maí 2025 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Var hún auglýst frá 10. september til 23. október, athugasemdir bárust. Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2025 og uppfærðum uppdrætti dags. 14. nóvember 2025. Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 19 Samþykkt með áorðnum breytingum dags. 14. nóvember 2025 með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2025 með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Leó Snæs Péturssonar og Helgu Jónsdóttur. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Hákon Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 10 atkvæðum.
  • 10.8 25071207 Þinghólsbraut 63. Byggingarleyfisumsókn.
    Lögð fram að nýju til afgreiðslu byggingarleyfisumsókn Ívars Arnars Guðmundssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 63 við Þinghólsbraut ásamt leiðréttri umsögn dags. 14. nóvember 2025. Sótt er um 30,2 m² viðbyggingu á suð-vesturhlið, ásamt breytingum á innra skipulagi hússins og að komið verði fyrir stiga á austurhlið hússins. Núverandi þakform yrði framlengt og þakið hækkað um 23 cm yfir mestu þakhæðina. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,28 í 0,3. Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 3. september til 3. október 2025 og athugasemd barst. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 13. október 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 27. október 2025 var umsókninni vísað til skipulags- og umhverfisráðs. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs 3. nóvember 2025 var umsóknin samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2025.
    Bæjarstjórn staðfesti afgreiðsluna þann 11. nóvember 2025.
    Vegna innsláttarvillu er umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2025 lögð fram að nýju með leiðréttingu dags. 14. nóvember 2025.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 19 Samþykkt með vísan til leiðréttrar umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2025. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 10 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

11.2511004F - Velferðar- og mannréttindaráð - 10. fundur frá 07.11.2025

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2511005F - Velferðar- og mannréttindaráð - 11. fundur frá 10.11.2025

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2509095 - Reglur um notendasamninga

Lögð fram til staðfestingar bæajarstjórnar drög að nýjum reglum Kópavogsbæjar um notendasamninga.



Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 16.10.2025 framlögð drög að nýjum reglum um notendasamninga til fyrir sitt leiti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum drög að nýjum reglum Kópavogsbæjar um notendasamninga.

Önnur mál fundargerðir

14.2511572 - Fundargerð 988. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga frá 31.10.2025

Fundargerð 988. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga frá 31.10.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2511104 - Fundargerð 412. fundar stjórnar Strætó frá 10.10.2025

Fundargerð 412. fundar stjórnar Strætó frá 10.10.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.25111345 - Fundargerð 141. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 07.11.2025

Fundargerð 141. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 07.11.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.2511484 - Fundargerð 617. fundar stjórnar SSH frá 03.11.2025

Fundargerð 617. fundar stjórnar SSH frá 03.11.2025.
Lagt fram.

Kosningar

18.2206344 - Kosningar í leikskólanefnd

Kosning í leikskólanefnd.
Bergur Þorri Benjamínsson er kosinn aðalmaður og varaformaður í stað Sigrúnar Bjarnadóttur.

Kosningar

19.2206320 - Kosningar í velferðarráð

Kosning í velferðarráð.
Sigrún Bjarnadóttir er kosin aðalmaður og varaformaður í stað Hjördísar Ýr Johnson.

Kosningar

20.2206342 - Kosningar í menntaráð

Kosning í menntaráð.
Björn Rögnvaldsson er kosinn aðalamaður í stað Donotu Bukowska.
Eydís Inga Valsdóttir er kosin varamaður.

Fundi slitið - kl. 20:20.