Bæjarstjórn

1101. fundur 09. september 2014 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Unnur Tryggvadóttir Flóvenz varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Unnur Tryggvadóttir Flóvenz sat fundinn sem varamaður Péturs Hrafns Sigurðssonar.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, tók til máls um stjórn fundarins og lagði til að dagskrárliðum 1 og 2 yrði frestað til næsta fundar.

1.1306126 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015 - 2040

Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins hefur unnið að gerð nýs svæðisskipulags í samræmi við samkomulag sveitarfélaganna dags. 24. ágúst 2012 og verkefnislýsingu sem afgreidd var frá nefndinni 24. maí 2013.
Á fundi sínum þann 22. ágúst 2014 samþykkti svæðisskipulagsnefnd að auglýsa tillögu að nýju svæðisskipulagi ásamt umhverfisskýrslu sbr. 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. mgr. 7. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum áætlana nr. 105/2006. Nefndin óskar eftir því að aðildarsveitarfélögin staðfesti þá ákvörðun fyrir 13. október n.k.

Bæjarráð fullnaðarafgreiddi málið á fundi sínum þann 28. ágúst, í sumarleyfi bæjarstjórnar, og samþykkti að tillaga að nýju svæðisskipulagi yrði auglýst.

Bæjarstjórn frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar með ellefu atkvæðum.

2.1102649 - Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, endurskoðun

Lagðar fram tillögur stýrihóps um endurskoðun á vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu.
Bæjarstjórn frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar með ellefu atkvæðum.

3.1409078 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 9. september 2014.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 4. september, fundargerð heilbrigðiseftirlits frá 25. ágúst, fundargerð stjórnar Strætó frá 29. ágúst og fundargerð barnaverndarnefndar frá 28. ágúst.
Lagt fram.

4.1408017 - Bæjarráð, 4. september

2741. fundur í 15. liðum.
Lagt fram.

5.1408143 - Austurkór 153. Umsókn um lóð.

Borist hefur umsókn um lóðina Austurkór 153 frá Jóni Ægi Jónssyni kt. 141080-4749 og Guðnýju Hólm Þorsteinsdóttur kt. 070579-3839.
Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma samkvæmt úthlutunarreglum.

Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar Austurkór 153 til umsækjanda.
Bæjarráð samþykkir að gefa Jóni Ægi Jónssyni og Guðnýju Hólm Þorsteinsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 153 og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með ellefu atkvæðum að veita Jóni Ægi Jónssyni og Guðnýju Hólm Þorsteinsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 153.

6.1409081 - Tekjur sundlauganna - rekstur líkamsræktarstöðva

Frá deildarstjóra íþróttamála, dags. 26. ágúst, varðandi tekjur í sundlaugum Kópavogsbæjar og rekstur líkamsræktarstöðva.
Bæjarráð samþykkti tillögu íþróttadeildar á fundi sínum 4. september, um framlengingu gildandi samnings við núverandi leigutaka til 1. júní 2016.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með ellefu atkvæðum.

7.1408014 - Barnaverndarnefnd, 28. ágúst.

39. fundur í 12. liðum.
Lagt fram.

8.1401094 - Fundargerð Heilbrigðiseftirlits, 25. ágúst.

192. fundur
Lagt fram.

9.1401118 - Fundargerð stjórnar Strætó, 29. ágúst

199. fundur í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið.