Bæjarstjórn

1124. fundur 13. október 2015 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Páll Magnússon bæjarritari
 • Jón Finnbogason varafulltrúi
 • Andri Steinn Hilmarsson varafulltrúi
 • Kristinn D Gissurarson varafulltrúi
 • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Jón Finnbogason sat fundinn í fjarveru Margrétar Friðriksdóttur.
Andri Steinn Hilmarsson sat fundinn í fjarveru Hjördísar Ýr Johnson.
Kristinn Dagur Gissurarson sat fundinn í fjarveru Birkis Jóns Jónssonar.

1.1311339 - Starfshópur um stöðu húsnæðismarkaðarins.

Frá starfshópi um stöðu húsnæðismarkaðarins, lögð fram skýrsla hópsins vegna húsnæðismála í Kópavogi.
Lagt fram.

2.1510252 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar þann 13. október 2015.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 24. og 28. september og 8. október, félagsmálaráðs frá 21. september og 5. október, forsætisnefndar frá 8. október, heilbrigðisnefndar frá 28. september, jafnréttinda- og mannréttindaráðs frá 16. september, leikskólanefndar frá 17. september, lista- og menningarráðs frá 10. og 21. september, skipulagsnefndar frá 5. október, skólanefndar frá 28. september, skólanefndar MK frá 2. september, stjórnar Sorpu frá 24. september, stjórnar Strætó frá 28. ágúst og 10. september og umhverfis- og samgöngunefndar frá 29. september.
Lagt fram.

Forseti tók til umræðu lið 30 í fundargerð bæjarráðs frá 8. október sl. sérstaklega þar sem Jón Finnbogason hafði vakið athygli á vanhæfi sínu til að taka þátt í umfjöllun um málið.

Umræða fór fram um lið 30 í fundargerð bæjarráðs frá 8. október sl. Vék Jón Finnbogason af fundi undir þessum lið.

Hlé var gert á fundi kl. 19.20. Fundi var fram haldið kl. 19.50.

Hlé var gert á fundi kl. 19.58. Fundi var fram haldið kl. 20.07.

Hlé var gert á fundi kl. 20.25. Fundi var fram haldið kl. 20.28.

3.1509023 - Bæjarráð, dags. 24. september 2015.

2789. fundur bæjarráðs í 19. liðum.
Lagt fram.

4.1509028 - Bæjarráð, dags. 28. september 2015.

2790. fundur bæjarráðs í 21. lið.
Lagt fram.

5.1510004 - Bæjarráð, dags. 8. október 2015.

2791. fundur bæjarráðs í 31. lið.
Lagt fram.

6.1310048 - Eineltisstefna Kópavogsbæjar.

Frá verkefnastjóra velferðarsviðs, dags. 5. október, lögð fram til samþykktar uppfærð eineltisstefna Kópavogsbæjar. Bæjarráð vísaði afgreiðslu til bæjarstjórnar og fól bæjarritara að yfirfara grein 4.
Bæjarstjórn samþykkir uppfærða eineltisstefnu bæjarins með 11 atkvæðum.

7.1509916 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. október, lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 29.9.2105 varðandi þá þætti sem breyta þarf í Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 m.a. með tilvísan í nýstaðfest Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Með tilvísan í ofangreint minnisblað samþykkti skipulagsnefnd að hefja undirbúning að endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

8.1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. október, lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs að deiliskipulagi fyrir hluta þróunarsvæðis Auðbrekku, svæði 1, 2 og 3. Tillagan er í samræmi við Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 og nær til Nýbýlavegar 2-12, Auðbrekku 1-13, Auðbrekku 29, Skeljabrekku 4 og Dalbrekku 2-10. Í tillögunni er gert ráð fyrir að heimila aukið byggingarmagn á ofangreindum svæðum með því markmiði að koma fyrir blandaðri byggð þar sem horft verður til fyrstu íbúða kaupenda og að koma til móts við óskir þeirra sem koma til með að búa og starfa á Auðbrekkusvæðinu um að nota "grænar lausnir" þegar kemur að bílaeign, ferðamáta og sorpflokkun. Tillögunni fylgir húsakönnun dags. í desember 2014 og umhverfisskýrsla frá verkfræðistofunni Mannvit dags. 23. ágúst 2015 þar sem fram koma áhrif breytingarinnar á umhverfisþættina andrúmsloft, ásýnd, útsýni, samfélag og eignir. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

9.1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. október, lögð fram tillaga frá Tennisfélagi Kópavogs og Tennishöllinni, dags. 8.9.2015, vegna stækkunar Tennishallarinnar þar sem óskað er eftir að framlagðar tillögur að nýju útliti og stækkunar Tennishallarinnar fái afgreiðslu hjá skipulagsnefnd, sjá mál nr. 1509276. Þá lagður fram uppdráttur mótt. 28.9.2015 sem sýnir fyrirhugaða stækkun Tennishallarinnar. Við austurhlið núverandi tennishallar kemur 2100 m2 viðbygging, 44,5 metrar x 49 metrar að stærð, hæð viðbyggingar verður 10 metrar. Tengibygging úr gleri verður á suðurhlið viðbyggingar sbr. uppdrætti mótt. 28.9.2015. Skipulagsnefnd hafnaði tillögunni og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi tillögu um afgreiðslu:
"Lagt er til að skipulagsstjóra verði falið að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við skipulagslög.
Ármann Kr. Ólafsson"

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar með níu samhljóða atkvæðum. Ása Richardsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu ekki atkvæði.

Sverrir Óskarsson og Ása Richardsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Harmað er að ákveðnir bæjarfulltrúar ætli að knýja fram stækkun Tennishallarinnar inn í miðjan Kópavogsdal. Áður fyrr var Tennishöllin í Sporthúsinu en þeir seldu það hús frá sér og fengu að byggja sér nýja Tennishöll fyrir aftan Sporthúsið. Nú er tillaga um nýja byggingu til viðbótar. Vel hefur farið um starfsemi Tennishallarinnar hingað til og bæði Kópavogsbúar og íbúar annarra sveitarfélaga hafa fengið þar góða þjónustu, enda er þetta besta tennisaðstaða landsins og nýverið voru Smáþjóðaleikarnir haldnir í húsinu. Undirritaður er á móti því að Tennishöllin fái að stækka um 2.100 fm inn í miðjan Kópavogsdal, inn í eina fallegustu perlu Kópavogsbæjar. Mikil þétting er framundan í bænum og við verðum að standa vörð um grænu svæði bæjarins og leyfa náttúrunni að njóta sín. Ef hver skipulagsnefnd ákveður eina svona byggingu í miðjan dalinn er ljóst hvert stefnir með gæði náttúrunnar í Kópavogi.
Sverrir Óskarsson, Ása Richardsdóttir"

10.1410307 - Kársnesbraut 19. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. október, lagt fram að nýju erindi KRark, dags.15.10.2014, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að reisa tveggja hæða fjórbýli á lóðinni við Kársnesbraut 19. Á fundi skipulagsnefndar 17.8.2015 var málinu frestað og því vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 5.10.2015. Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri tillögu með vísan í umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 5.10.2015 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kristinn Dagur Gissurarson var andvígur því að hafna tillögunni. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum gegn atkvæði Kristins Dags Gissurarsonar.

11.1510039 - Naustavör 32-42 og 44-50. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. október, lögð fram tillaga Arkís arkitekta dags. 5.10.2015 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 32-42 og 44-50. Í breytingunni felst að 2/3 hluti þakflatar fjölbýlishúsanna nr. 32-34, 36-42 og 44-50 fer 0,5 meter uppfyrir bygginarreit og þriðjungur þakflatar fer 0,1 meter upp fyrir hámarkshæð byggingarreitar. Fyrirkomulag bílastæða, aðkoma og lóðarmörk breytast sbr. uppdráttum Arkís arkitekta dags. 5.10.2015. Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt dags. 22. mars 2005 m.s.br. 14. apríl, 8. september og 22. september 2015. Skipulagsnefnd taldi umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og samþykkti því breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum.

Ólafur Þór Gunnarsson vék af fundi undir þessum lið.

12.812106 - Þríhnúkagígur.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. október, lögð fram tillaga að lýsingu deiliskipulagsverkefnis og matslýsing vegna deiliskipulags Þríhnúkagígs og nágrennis í Kópavogi dags. í september 2015. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða lýsingu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

13.1312123 - Hverfisskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 2. október, lagt fram minnisblað varðandi hverfisáætlun Smárans varðandi næstu skref hverfisáætlunar, ásamt framkvæmdaáætlun fyrir Smárann. Kostnaðarliðum erindisins er vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og umhverfis- og samgöngunefndar með 11 atkvæðum.

14.1509022 - Félagsmálaráð, dags. 21. september 2015.

1397. fundur félagsmálaráðs í 11. liðum.
Lagt fram.

15.1510001 - Félagsmálaráð, dags. 5. október 2015.

1398. fundur félagsmálaráðs í 8. liðum.
Lagt fram.

16.1510005 - Forsætisnefnd, dags. 8. október 2015.

55. fundur forsætisnefndar í 1. lið.
Lagt fram.

17.1501326 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 28. september 2015.

204. fundur heilbrigðisnefnar í 36. liðum.
Lagt fram.

18.1509015 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 16. september 2015.

39. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

19.1509016 - Leikskólanefnd, dags. 17. september 2015.

62. fundur leikskólanefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

20.1509011 - Lista- og menningarráð, dags. 10. september 2015.

47. fundur lista- og menningarráðs í 1. lið.
Lagt fram.

21.1509017 - Lista- og menningarráð, dags. 21. september 2015.

48. fundur lista- og menningarráðs í 3. liðum.
Lagt fram.

22.1509027 - Skipulagsnefnd, dags. 5. október 2015.

1266. fundur skipulagsnefndar í 19. liðum.
Lagt fram.

23.1509026 - Skólanefnd, dags. 28. september 2015.

91. fundur skólanefndar í 4. liðum.
Lagt fram.

24.1501328 - Fundargerðir skólanefndar MK, dags. 2. september 2015.

13. fundur skólanefndar MK í 5. liðum.
Lagt fram.

25.1501250 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 24. september 2015.

354. fundur stjórnar Sorpu í 3. liðum.
Lagt fram.

26.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 28. ágúst 2015.

224. fundur stjórnar Strætó í 6. liðum.
Lagt fram.

27.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 10. september 2015.

225. fundur stjórnar Strætó í 4. liðum.
Lagt fram.

28.1509009 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 29. september 2015.

69. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 10. liðum.
Lagt fram.

29.1507357 - Starfshópur um húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogsbæjar.

Frá bæjarstjóra, dags. 9. október, lögð fram beiðni um framlengingu á störfum starfshóps um húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogsbæjar til 1. nóvember nk.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum að veita starfshópi um húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogsbæjar umboð til að starfa áfram til 1. nóvember nk. Krstinn Dagur Gissurarson greiddi ekki atkvæði.

30.1406235 - Kosningar í félagsmálaráð 2014-2018.

Kosning aðal- og varamanns í félagsmálaráð.
Ólöf Pálína Úlfarsdóttir kjörin aðalmaður í stað Matthísar Imsland.
Ingibjörg Ingvadóttir kjörin varamaður í stað Ólafar Pálínu Úlfarsdóttur.

31.1408320 - Kosningar í embætti forvarna- og frístundanefndar 2014-18.

Kosning aðalmanns í forvarna- og frístundanefnd.
Páll Marís Pálsson kjörinn aðalmaður í stað Ólafar Pálínu Úlfarsdóttur.

32.1408096 - Kosningar í embætti íþróttaráðs 2014-18.

Kosning aðal- og varamanns í íþróttaráð.
Matthías Imsland kjörinn aðalmaður í stað Sigurjóns Jónssonar.
Arnar Kristinsson kjörinn varamaður í stað Hjartar Sveinssonar.

33.1510212 - Kosning fulltrúa í stjórn Reykjanesfólkvangs.

Kosningunni var frestað.

Fundi slitið.