- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Til máls tóku Ármann Kr. Ólafsson um liði 2, 9 og 12, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um lið 12, Ólafur Þór Gunnarsson um lið 9, 2, 3 og 12, Gunnar Ingi Birgisson um liði 12, 2, 3 og lagði fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
""Ekki verði farið í viðræður og/eða kaup á fasteignum af ríkinu fyrr en bæjaryfirvöld hafi haft samráð við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga og ákvörðun verði tekin í framhaldi af þeim viðræðum.
Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir, Aðalsteinn Jónsson""
Þá fjallaði Gunnar Ingi Birgisson um lið 24. Því næst tók til máls Elfur Logadóttir um liði 12, 14 og 21, Ómar Stefánsson um liði 21, 14, 12 og 9, Guðríður Arnardóttir um liði 2 og 3 og lagði til að tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks yrði vísað til bæjarráðs. Þá fjallaði Guðríður Arnardóttir um liði 12, 14 og 20. Því næst óskaði Ómar Stefánsson eftir því að bera af sér sakir. Þá tóku til máls Margrét Björnsdóttir um liði 6, 12, 15 og lagði fyrir hönd bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks fram eftirfarandi breytingartillögu á 5 og 6 grein fyrir stofnskrá Náttúrufræðistofu Kópavogs:
""Að 5. gr. hljóði svo:
""Málefni Náttúrufræðistofu Kópavogs heyra undir Umhverfis- og samgöngunefnd á Umhverfissviði Kópavogsbæjar. Bæjarskrifstofur annast bókhald stofunnar og fjárreiður.""
Og 6. gr. hljóði svo:
""Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogsbæjar fari með stjórnun verkefna á Náttúrufræðistofu í samráði við Menningar- og þróunarráð. Skulu nefndirnar vinna að viðgangi hennar í samræmi við siðareglur Alþjóðaráðs safna (ICOM), annast stefnumörkun, fjalla um fjárhagsáætlanir og fylgjast með fjárhag og starfsemi hennar.""
Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir, Aðalsteinn Jónsson""
Þá tók Ármann Kr. Ólafsson um stjórn fundarins. Þá óskaði Guðríður Arnardóttir eftir því að bera af sér sakir.
Hlé var gert á fundi kl. 18.36. Fundi var fram haldið kl. 18.40.
Þá tók til máls Ólafur Þór Gunnarsson um liði 14 og 15.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu Guðríðar Arnardóttur um að vísa tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um viðræður við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga til úrvinnslu bæjarráðs. Sex bæjarfulltúar greiddu atkvæði með þeirri afgreiðslu en fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.
Ármann Kr. Ólafsson, Ólafur Þór Gunnarsson og Ómar Stefánsson tóku til máls um stjórn fundarins.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að vísa stofnskrá fyrir Náttúrufræðistofu Kópavogs ásamt breytingartillögum til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni en fimm greiddu atkvæðu gegn henni og fimm greiddu atkvæði með henni. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Til máls tók Elfur Logadóttir um lið 1 og 2 og óskaði fært til bókar að hún taki undir afstöðu umhverfis- og samgöngunefndar undir lið 2. Þá tóku til máls Ómar Stefánsson um lið 3, Guðmundur Freyr Sveinsson um lið 2, Guðríður Arnardóttir um lið 2 og 3, Margrét Björnsdóttir um lið 2, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um liði 2 og 3, og Ólafur Þór Gunnarsson um lið 2.
Kl. 19.22 tók Rannveig Ásgeirsdóttir sæti sitt á fundinum og vék Guðmundur Freyr Sveinsson þá af fundi.
Hlé var gert á fundi kl. 19.28. Fundi var fram haldið kl. 19.31.
Þá tóku til máls Hjálmar Hjálmarsson um lið 2, Aðalsteinn Jónsson um lið 2, Ómar Stefánsson um lið 2 og Ármann Kr. Ólafsson um lið 2 og lagði fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks:
""Ef niðurstaðan verður sú að byggja upp tjaldstæði á Kópavogstúni er lagt til að haldinn verði íbúafundur með íbúum í nágrenni við fyrirhugað tjaldstæði og að sent verði dreifibréf í hvert hús þegar boðað verður til hans.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Björnsdóttir, Aðalsteinn Jónsson""
Bæjarstjórn vísar tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar til úrvinnslu bæjarráðs með sjö samhljóða atkvæðum en einn bæjarfulltrúi sat hjá.
Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Til máls tóku Ómar Stefánsson um liði 1 og 5 og Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um lið 1.
Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Til máls tók Ómar Stefánsson.
Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.
Til máls tóku Hjálmar Hjálmarsson um liði 1 og 2, Ármann Kr. Ólafsson, Hjálmar Hjálmarsson, Ármann Kr. Ólafsson og Ólafur Þór Gunnarsson.
Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.
Brynjar Örn Gunnarsson kjörinn varamaður í forvarna- og frístundanefnd í stað Daníels Þórs Bjarnasonar.
Sigurður Grétarsson kjörinn aðalmaður í leikskólanefnd í stað Hugrúnar Sigurjónsdóttur.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson um liði 9, 17, 24 og 27, Ómar Stefánsson um liði 17, 28 og 29, Guðríður Arnardóttir um liði 9, 17 og 28, Ármann Kr. Ólafsson um liði 9 og 28 og lagði fram eftirfarandi tillögu við tillögu undir þeim lið:
""Einnig verði settar skýrar reglur um þann tíma sem heimilt er að líði frá því að kjörnir fulltrúar leggja fram fyrirspurn þar til svarað er.
Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir, Aðalsteinn Jónsson""
Þá tók Ármann Kr. Ólafsson til máls um liði 10 og 29. Því næst tók til máls Elfur Logadóttir um lið 6 og lagði fram eftirfarandi bókun:
""Ég skora á bæjarráð Kópavogs að leggja fram drög að breytingu á ritun fundargerða sem allra fyrst.
Elfur Logadóttir""
Þá fjallaði Elfur Logadóttir um liði 11, 28 og 29, og þá tók Ármann Kr. Ólafsson til máls um stjórn fundarins. Þá tóku til máls Ólafur Þór Gunnarsson um lið 28, Hafsteinn Karlsson um liði 28 og 6, Gunnar Ingi Birgisson um liði 6, 9, 28, Margrét Björnsdóttir um liði 2, 3 og 18, Ómar Stefánsson um liði 17 og 28 og lagði fram eftirfarandi tillögu:
""Undirritaður leggur til að fundarsköp bæjarráðs verði tekin inn í þessa endurskoðun.
Ómar Stefánsson""
Þá tóku til máls Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um liði 6, 9, 17 og 28, Hjálmar Hjálmarsson um liði 6, 28 og 9, Elfur Logadóttir um lið 6, Ármann Kr. Ólafsson um lið 28, Margrét Björnsdóttir um liði 2 og 3 og Hjálmar Hjálmarsson um lið 28.
Ármann Kr. Ólafsson tók til máls um stjórn fundarins. Þá tók til máls Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um liði 2 og 3.
Bæjarstjórn samþykkti tillögun frá Ármanni Kr. Ólafssyni, Gunnari Inga Birgissyni, Margréti Björnsdóttur og Aðalsteini Jónssyni með tíu samhljóða atkvæðum en einn bæjarfulltrúi sat hjá.
Bæjarstjórn samþykkti tillögu Ómars Stefánsson með fimm atkvæðum gegn fjórum en tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.