Bæjarstjórn

1128. fundur 15. desember 2015 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1509919 - Fjárhagsáætlun 2016.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram tillögur að gjaldskrám fyrir sundlaugar Kópavogs, íþróttahús og knatthús.
Birkir Jón Jónsson lagði til að tillögum að gjaldskrám yrði vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarstjórn samþykkti tillögu Birkis Jóns Jónssonar með 11 atkvæðum.

2.1506593 - Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs.

Frá bæjarstjóra, lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Kópavogi 2016.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Kópavogsbæ með 11 atkvæðum.

3.1512420 - Gjaldskrá Kópavogshafna 2016

Frá bæjarstjóra, lögð fram tillaga að gjaldskrá Kópavogshafnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að gjaldskrá fyrir Kópavogshöfn með 11 atkvæðum.

4.1507357 - Húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogsbæjar.

Frá bæjarstjóra f.h. starfshóps um húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogsbæjar, dags. 8. desember, lögð fram tillaga varðandi húsnæði undir bæjarskrifstofur Kópavogs. Starfshópurinn komst ekki að niðurstöðu í vinnu sinni en var sammála um að nauðsynlegt væri að bæjarstjórn taki ákvörðun fljótt enda ástand núverandi húsnæðis óviðunandi. Hópurinn leggur til að bæjarstjórn velji milli tveggja kosta, að ráðast í viðhald í Fannborg eða hefja viðræður um kaup á nýju húsnæði og sölu fasteigna í Fannborg.
Einnig lögð fram greinargerð bæjarstjóra um vinnu starfshópsins. Loks lögð fram áskorun til bæjarstjórnar frá starfsfólki bæjarskrifstofa Kópavogs vegna húsnæðismála, dags. 10. desember.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að afgreiðslu tillögunnar verði vísað til næsta fundar bæjarstjórnar.

Hlé var gert á fundi kl. 18.05. Fundi var fram haldið kl. 18.42.

Kl. 18.42 vék Pétur Hrafn Sigurðsson af fundi og tók Bergljót Kristinsdóttir sæti hans.

Hlé var gert á fundi kl. 19.35. Fundi var fram haldið kl. 20.05.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að tillaga stýrihópsins verði lögð fyrir rýnihópa íbúa í byrjun næsta árs. Þá verði tillögur hópsins kynntar á íbúafundi þegar vinnu rýnihópa er lokið. Bæjarstjórn taki endanlega afstöðu eigi síðar en á fundi sínum þann 26. janúar 2016.

5.1512426 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar þann 15. desember 2015.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 26. nóvember og 3. og 10. desember, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 19. og 26. nóvember, barnaverndarnefndar frá 12. nóvember, forsætisnefndar frá 10. desember, íþróttaráðs frá 19. nóvember, jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 25. nóvember, leikskólanefndar frá 19. nóvember, lista- og menningarráðs frá 19. nóvember, skipulagsnefndar frá 30. nóvember, stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 20. nóvember, stjórnar Strætó frá 13. og 16. nóvember og svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 27. nóvember.
Lagt fram.

6.1511020 - Bæjarráð, dags. 26. nóvember 2015.

2798. fundur bæjarráðs í 14. liðum.
Lagt fram.

7.1511635 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 20. nóvember, lögð fram til samþykktar gjaldskrá fyrir slökkviliðið. Bæjarráð samþykkti gjaldskránna fyrir sitt leyti og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum gjaldskrá fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.

8.1511024 - Bæjarráð, dags. 3. desember 2015.

2799. fundur bæjarráðs í 46. liðum.
Lagt fram.

9.15082227 - Austurkór 42 og 44. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lagt fram að nýju erindi Byggvír ehf., f.h. lóðarhafa, dags. 17.8.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Austurkórs 42 og 44. Á fundi skipulagsnefndar 26.10.2015 var málinu frestað og því vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram breytt tillaga dags. 27.11.2015 þar sem komið er til móts við athugasemdir sem bárust á kynningartíma. Í breytingunni felst að aðkomukótar Austurkórs 42 og 44 eru lækkaðir um 20 cm og hámarkshæð er lækkuð úr 7,5 m í 7,2 m. Byggingarreitur er því 50 cm lægri en heimilt er í gildandi deiliskipulagi. Hækkun byggingarreits á vesturhliðum húsanna verður því 90 cm í stað 1,2 m sbr. uppdrætti dags. 17.11.2015. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu dags. 27.11.2015 með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

10.1511074 - Álalind 1-3. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram að nýju tillaga ASK arkitekta f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 1-3. Uppdrættir í mkv. 1:200, 1:400 og 1:500 ásamt skýringarmyndum mótt. 26.11.2015. Á fundi skipulagsnefndar 9.11.2015 var málinu frestað. Lóðarhafi óskaði eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að íbúðum fjölgar úr 27 í 36 og bílastæðum fjölgar úr 40 í 54 í samræmi við kröfur um fjölda bílastæða pr. íbúð. Bílakjallari stækkar. Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í skipulagsskilmálum Glaðheimasvæðis, austurhluta og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

11.1510547 - Álalind 2. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram að nýju tillaga ASK arkitekta f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 1-3. Uppdrættir í mkv. 1:200, 1:400 og 1:500 ásamt skýringarmyndum mótt. 26.11.2015. Á fundi skipulagsnefndar 9.11.2015 var málinu frestað. Lóðarhafi óskaði eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að íbúðum fjölgar úr 27 í 36 og bílastæðum fjölgar úr 40 í 54 í samræmi við kröfur um fjölda bílastæða pr. íbúð. Bílakjallari stækkar. Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í skipulagsskilmálum Glaðheimasvæðis, austurhluta og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

12.1511076 - Álalind 4, 6 og 8. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lagt fram erindi Zeppelin arkitekta f.h. lóðarhafa að byggingaráformumum fyrir Álalind 4, 6 og 8 dags. 27.11.2015. Lóðarhafi óskaði eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að íbúðum fjölgar ír 42 í 44. Innkeyrsla inn í bílgeymslu færist frá suðurenda lóðar að innkeyrslu inn á lóð í norðri sbr. erindi dags. 27.11.2015. Bílageymsla færist til suðurs. Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í skipulagsskilmálum Glaðheimasvæðis, austurhluta og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

13.1511077 - Álalind 10. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram tillaga KRark dags. 25.11.2015 f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 10. Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:500 ásamt skýringarmyndum. Lóðarhafi óskaði eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að heildarbyggingarmagn eykst um úr 1850 m2 í 1931,5 m2 eða um 81,5 m2. Lítillega er farið út fyrir byggingarreit á suðurhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 25.11.2015. Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í skipulagsskilmálum Glaðheimasvæðis, austurhluta og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

14.1508150 - Álalind 14. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram að nýju tillaga Tvíhorf arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 17.8.2015 að byggingaráformum fyrir Álalind 14. Uppdráttur og skýringarmyndir í mkv. 1:100 dags. 17.8.2015. Á fundi skipulagsnefndar 17.8.2015 var málinu frestað. Lóðarhafi óskaði eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar til suðurs og norðurs, gefin er heimild til að svalir fari út fyrir byggingarreit og heildarbyggingarmagn eykst úr 4000 m2 í 5220 m2 sbr. uppdráttum dags. 3.11.2015. Á fundi skipulagsnefndar 17.8.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða breytingu á deiliskipulagi Álalindar 14 fyrir lóðarhöfum Álalindar 16; Askalindar 2 og 2a. Lagt fram skriflegt samþykki tilgreindra lóðarhafa dags. 30.11.2015. Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í skipulagsskilmálum Glaðheimasvæðis, austurhluta og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagnefndar með 11 atkvæðum.

15.1511749 - Álalind 16. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram tillaga KRark dags. 5.11.2015 f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 16. Uppdrættir í mkv. 1:300 og 1:200 ásamt skýringarmyndum. Lóðarhafi óskaði eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Byggingarreitur og byggingarreitur bílageymslu færast lengra til suðurs sbr. uppdráttum dags. 5.11.2015. Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í skipulagsskilmálum Glaðheimasvæðis, austurhluta og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

16.1511688 - Bæjarlind 5. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lagt fram erindi lóðarhafa mótt. 24.11.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Bæjarlindar 5. Í breytingunni felst íbúðum fjölgar úr 39 í 45. Tvær af nýjum íbúðum hússins verða þakíbúðir sem haldast að öllu leyti innan samþykkts byggingarreits. Bílakjallari stækkar þannig að bílastæðum fjölgar úr 31 í 37 og á lóð verða 40 bílastæði. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

17.15062180 - Bæjarlind 7-9. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram tillaga Atelier arkitekta dags. 23.11.2015, f.h. lóðarhafa, að breyttu deiliskipulagi Bæjarlindar 7-9. Í breytingunni felst að bætt er við tveimur þakíbúðum og verður húsið því fimm hæðir með inndreginni 6. hæð. Hluti þakíbúða fer 80 cm upp úr samþykktum byggingarreit. sbr. uppdrætti dags. 23.11.2015. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

18.1511789 - Glaðheimar - austurhluti. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Glaðheima - austurhluta dags. 27.11.2015. Uppdráttur í mkv. 1:10.000 þar sem fram koma þær breytingar sem gerðar hafa verði á svæðinu og tilgreindar eru í tölulið 18-25 í fundargerð 1269. fundar skipulagsnefndar. Ennfremur lagt fram skriflegt samþykki allra lóðarhafa á deiliskipulagssvæðinu dags. 30. nóvember 2015. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

19.1509372 - Hafnarbraut 9, 13-15 og Bakkabraut 10.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram tillaga Teiknistofunnar Tröð fh. lóðarhafa, dags. 25.9.2015, að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 9 og 13-15 og Bakkabrautar 10. Í breytingunni felst m.a. að íbúðum er fjölgað um 10 verða 78 í stað 68 og hluti húsnæðisins verður fyrir atvinnustarfsemi samtals 1,260 m2. Hæð fyrirhugaðra húsa er óbreytt miðað við gildandi deiliskipulag þ.e. 4 hæðir auk kjallara. Miðað er við 1,3 bílastæði á íbúð og 1 bílastæði á hverja 50 m2 í atvinnuhúsnæði. Hluti bílastæða eru í niðurgrafinni bílgeymslu. Lóðamörk breytast. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

20.15082892 - Skógarlind 2. Sjálfsafgreiðslustöð / fjölorkustöð.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lagt fram erindi VA Arkitekta dags. 18.11.2015 f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að koma fyrir sjálfsafgreiðslustöð við suðurenda byggingar. Gert er ráð fyrir sölu á hefðbundnu eldsneyti, endurnýjanlegum eldsneyti, íblöndðu eða hreinu, rafmagnshleðslu eða öðrum umhverfisvænum orkugjöfum. Bílastæðum á lóð fækkar um 21 og fallið yrði frá frekari nýtingu á byggingarreit. Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Sverrir Óskarsson lagði til að afgreiðslu málsins verði frestað.

Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins með 11 atkvæðum.

21.1510008 - Þorrasalir 31. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga lóðarhafa dags. 1.10.2015 að breyttu deiliskipulagi Þorrasala 31. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss á tveimur hæðum verði byggt einbýlishús á einni hæð. Útveggur vesturhliðar fer 0,6m út fyrir byggingarreit á 5 m kafla frá suðurhlið. Á norðuausturhorni fer útveggur 0,6 m út fyrir byggingarreit. Gólfkóti hússins hækkar um 20 cm sbr. uppdrætti dags. 1.10.2015. Á fundi skipulagsnefndar 5.10.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þorrasala 2, 4, 29 og 33; Þrúðsala 12, 14 og 16. Kynningu lauk 27.11.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust við kynnta tillögu. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

22.1512004 - Bæjarráð, dags. 10. desember 2015.

2800. fundur bæjarráðs í 15. liðum.
Lagt fram.

23.1511016 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 19. nóvember 2015.

173. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 7. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.

24.1511023 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 26. nóvember 2015.

174. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 10. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.

25.1511006 - Barnaverndarnefnd, dags. 12. nóvember 2015.

50. fundur barnaverndarnefndar í 7. liðum.
Lagt fram.

26.1512007 - Forsætisnefnd, dags. 10. desember 2015.

60. fundur forsætisnefndar í 2. liðum.
Lagt fram.

27.1511004 - Íþróttaráð, dags. 19. nóvember 2015.

52. fundur íþróttaráðs í 35. liðum.
Lagt fram.

28.1511019 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 25. nóvember 2015.

41. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

29.1511013 - Leikskólanefnd, dags. 19. nóvember 2015.

64. fundur leikskólanefndar í 12. liðum.
Lagt fram.

30.1511017 - Lista- og menningarráð, dags. 19. nóvember 2015.

51. fundur lista- og menningarráðs í 7. liðum.
Lagt fram.

31.1511018 - Skipulagsnefnd, dags. 30. nóvember 2015.

1269. fundur skipulagsnefndar í 26. liðum.
Lagt fram.

32.1511022 - Skólanefnd, dags. 30. nóvember 2015.

95. fundur skólanefndar í 6. liðum.
Lagt fram.

33.1501345 - Fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 20. nóvember 2015.

150. fundur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í 5. liðum.
Lagt fram.

34.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 13. nóvember 2015.

230. fundur stjórnar Strætó 3. liðum.
Lagt fram.

35.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 16. nóvember 2015.

231. fundur stjórnar Strætó í 1. lið.
Lagt fram.

36.1501351 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 27. nóvember 2015.

62. fundur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið.