Bæjarstjórn

1054. fundur 13. mars 2012 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varafulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Tjörvi Dýrfjörð varafulltrúi
  • Guðmundur Örn Jónsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1202019 - Bæjarráð 1/3

2632. fundur

Til máls tóku Hjálmar Hjálmarsson, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Guðríður Arnardóttir, Ómar Stefánsson um stjórn fundarins. Þá tóku til máls Ólafur Þór Gunnarsson um liði 12, 16, 17 og 18, Gunnar Ingi Birgisson um lið 12, Hjálmar Hjálmarsson um lið 18, Ómar Stefánsson um liði 2 og 18, Hjálmar Hjálmarsson um lið 18, Ólafur Þór Gunnarsson um lið 18, Ómar Stefánsson um lið 18 og Hjálmar Hjálmarsson sem óskaði eftir því að bera af sér sakir. Þá tók til máls Gunnar Ingi Birgisson um liði 18, 16 og 17, og Ólafur Þór Gunnarsson, sem óskaði eftir því að bera af sér sakir.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

2.1202533 - Starfskjör bæjarstjóra

Tillögu að ráðningarsamningi við bæjarstjóra vísað til bæjarstjórnar, sbr. lið 20 í fundargerð bæjarráðs 1/3 sl.

Til máls tók Ómar Stefánsson og gerði hann grein fyrir tillögu að ráðningarsamningi við bæjarstjóra.  Þá tóku til máls Guðríður Arnardóttir, Ómar Stefánsson, Hjálmar Hjálmarsson, Ómar Stefánsson og Guðríður Arnardóttir og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Heildarlaun bæjarstjóra Kópavogs eru eftirfarandi:

Föst laun 706.730 kr.

Yfirvinna 220.182 kr.

Bílastyrkur 138.750 kr.

Laun bæjarstjórn 133.928 kr.

Laun bæjarráð 148.809 kr.

Heildarlaun pr. mánuð 1.326.714 kr.

Guðríður Arnardóttir"

 

Ráðningarsamningur við bæjarstjóra var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

3.1203009 - Bæjarráð 8/3

2633. fundur

Til máls tóku Guðríður Arnardóttir um liði 4, 5, 6, 7, 10, 17, 19, 18 og 34, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um stjórn fundarins, Margrét Júlía Rafnsdóttir um liði 7 og 10 og Gunnar Ingi Birgisson um liði 6, 7, 10, 17 og 18.

Kl. 17:45 vék Guðríður Arnardóttir af fundi og tók Tjörvi Dýrfjörð sæti hennar á fundinum.

Þá tóku til máls Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um liði 7, 19, 17 og 25, Aðalsteinn Jónsson um liði 6, 7, 10 og 17, Ólafur Þór Gunnarsson um liði 5, 25, 6, 7, 10, 17, 18, 32, 33 og 34 og lagði til að lið 17 yrði vísað til umsagnar jafnréttis- og mannréttindaráðs, Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 17, Margrét Júlía Rafnsdóttir um liði 7 og 17, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um liði 18.

Hlé var gert á fundi kl. 18:55.  Fundi var fram haldið kl. 19:28.

Kl. 19:28 vék Margrét Júlía Rafnsdóttir af fundi og tók Guðmundur Örn Jónsson sæti hennar.

  

Til máls tók Hjálmar Hjálmarsson um liði 5, 7, 10, 32, 33, 18, 17 og 34, Pétur Ólafsson um stjórn fundarins, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 17, Margrét Björnsdóttir um lið 33 og Hjálmar Hjálmarsson um liði 33, 17, 10 og 34 og lagði til að lið 17 yrði frestað.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

4.1201358 - Vinnuskóli 2012

Tillaga garðyrkjustjóra um vinnutíma og laun i vinnuskólanum 2012, sem samþykkt var í bæjarráði 8/3, sbr. lið 5 í fundargerð.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna einróma.

5.1203004 - Skipun hverfaráða.

Tillaga frá Ómari Stefánssyni, Ármanni Kr. Ólafssyni og Rannveigu Ásgeirsdóttur um skipun hverfaráða, sem vísað var til bæjarstjórnar á fundi bæjarráðs 8/3, sbr. lið 17 í fundargerð.

Hlé var gert á fundi kl. 19:56.  Fundi var fram haldið kl. 20:01.

 

Tillaga Hjálmars Hjálmarssonar um frestun var felld með sex atkvæðum en fimm greiddu atkvæði með henni.

 

Tillaga Ólafs Þórs Gunnarssonar um að vísa tillögunni til umsagnar jafnréttis- og mannréttindaráðs var felld með sex atkvæðum en fimm greiddu atkvæði með henni.

 

Hlé var gert á fundi kl. 20:03.  Fundi var fram haldið kl. 20:04.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sex atkvæðum en fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

 

Pétur Ólafsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Stofnun hverfaráða er í anda aukins lýðræðis í bænum. Umrædd tillaga meirihlutans er ekki fullmótuð og fljótfærnisleg. Það væri í anda þess lýðræðis sem tillagan boðar að vinna hana á lýðræðislegri hátt með aðkomu nefndarkerfis bæjarins.

Pétur Ólafsson, Tjörvi Dýrfjörð, Guðmundur Örn Jónsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Hjálmar Hjálmarsson"

 

Hlé var gert á fundi kl. 20:05. Fundi var fram haldið kl. 20:11.

 

Rannveig Ásgeirsdottir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Á tíma fyrri meirihluta var í málefnasamningi tillaga um stofnun hverfaráða. Sú tillaga eða útfærsla á henni náði aldrei fram að ganga þá 20 mánuði sem hann starfaði.

Nú er loks komin fram tillaga að stofnun slíkra ráða íbúum til heilla og notuð til grundvallar aðferðarfræði  sem mælt var með og hafði reynst ágætlega og til þess fallin að ná lýðræðislegri dreifingu fundamanna. 

Við teljum það hag allra að halda áfram með verkefni úr málefnasamningi en draga ekki framkvæmdina frekar. Það er lýðræði að fela íbúum einnig aðkomu að mótun ráðanna.

Rannveig Ásgeirsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir, Aðalsteinn Jónsson"

6.1202017 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 28/2

36. fundur

Bæjarstjórn staðfestir afreiðslu byggingarfulltrúa.

7.1203007 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 6/3

37. fundur

Bæjarstjórn staðfestir afreiðslu byggingarfulltrúa.

8.1202021 - Félagsmálaráð 2/3

1325. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

9.1203008 - Framkvæmdaráð 7/3

25. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

10.1203056 - Lóðagjöld. Yfirtökugjöld. Tillaga um breytingu á gjaldskrá.

Tillaga að breytingu á lóðagjöldum, ásamt lögfræðiáliti sem óskað var eftir í framkvæmdaráði, sbr. bókanir í fundargerð bæjarráðs 8/3, lið 6 og lið 30.

Hlé var gert á fundi kl. 20:14.  Fundi var fram haldið kl. 20:15.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu um breytingu á gjaldskrá með átta atkvæðum en þrír bæjarfulltrúar sátu hjá.

11.1202022 - Hafnarstjórn 6/3

80. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

12.1201279 - Heilbrigðisnefnd 27/2

169. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

13.1202001 - Leikskólanefnd 7/2

25. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

14.1202020 - Leikskólanefnd 6/3

26. fundur

Til máls tók Hjálmar Hjálmarsson um lið 7, Ómar Stefánsson um lið 7, Hjálmar Hjálmarsson sem óskaði eftir því að bera af sér sakir, Aðalsteinn Jónsson um lið 7, Ólafur Þór Gunnarsson um lið 7, Pétur Ólafsson um lið 7, Hjálmar Hjálmarsson um lið 7, Margrét Björnsdóttir um lið 7, Ómar Stefánsson um lið 1, Tjörvi Dýrfjörð um lið 7 og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 7.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

15.1201024 - Skólanefnd 29/2

39. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

16.1201284 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 24/2

794. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

17.1201287 - Stjórn Sorpu bs. 24/2

295. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

18.1201287 - Stjórn Sorpu bs. 5/3

296. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

19.1201288 - Stjórn Strætó bs. 2/3

167. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

20.1202018 - Umhverfis- og samgöngunefnd 5/3

16. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

21.708167 - Bæjarmálasamþykkt

Tillaga að breytingu á samþykktum Kópavogsbæjar, seinni umræða.

Til máls tók Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, og gerði grein fyrir tillögunni. Til máls tók Pétur Ólafsson og lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar er úrelt, þar sem ný sveitarstjórnarlög tóku gildi þann 1. janúar 2012.  Tilvísanir í samþykktinni eru því rangar, m.a. hafa einstaka greinar í nýjum lögum hliðrast.  Þannig er t.d. vísað í 49. grein laganna frá árinu 1998, sem fjallar um fundargerðir nefnda á meðan 49. grein laganna frá 2012 fjallar um kosningar í nefndir og ráð.  Þetta getur valdið alvarlegum misskilningi þegar bæjarmálasamþykktin er túlkuð og því leggja fulltrúar Samfylkingarinnar til að frekari umræðu og ákvörðun um breytingar á bæjarmálasamþykkt verði frestað til næsta fundar þegar samþykktin hefur verið leiðrétt m.t.t. nýrra sveitarstjórnarlaga.

Pétur Ólafsson, Tjörvi Dýrfjörð, Guðmundur Örn Jónsson"

Til máls tóku Ólafur Þór Gunnarsson, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Hjálmar Hjálmarsson, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Ólafur Þór Gunnarsson og Hjálmar Hjálmarsson.

 

Tillaga bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar felld með sex atkvæðum en fimm greiddu atkvæði með henni.

 

Hlé var gert á fundi kl. 21:30. Fundi var fram haldið kl. 21:37.

 

Forseti bar undir fundinn framlagða tillögu að breytingum á samþykktum um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar. Fram kom ósk um að tillagan væri borin fram í tvennu lagi.

 

Tillaga um breytingu á töluliðum B.2 og B.5 um stofnun atvinnu- og þróunarráðs og lista- og menningarráðs í stað menningar- og þróunarráðs borin upp og var hún samþykkt með sex atkvæðum gegn fimm.

Tillaga um breytingu á töluliðum B.15, B.18 og B.20 borin upp og var hún samþykkt með sjö atkvæðum gegn þremur en einn bæjarfulltrúi sat hjá.

 

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykktum um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar með sex atkvæðum gegn einu.  Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

 

Ólafur Þór Gunnarsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Breytingar þær sem eru nú gerðar á bæjarmálasamþykkt Kópavogs eru að mínu mati ótímabærar. Ekki hafa komið fram þau rök sem kalla á þessar breytingar nú, svo skömmu eftir þær breytingar sem gengu í gegn snemma á síðasta ári. Menningar- og þróunarráð hefur enn ekki fengið tækifæri til að starfa í gegnum heila fjárhagsáætlun og reynsla því lítil.  Þó að í sjálfu sér megi skoða það að fjölga í tilteknum nefndum vaknar sú spurning hvort tilgangurinn sé aðallega að tryggja báðum fylkingum Sjálfstæðisflokksins mann í þeim nefndum.  Ekki er heldur gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun að þenja út nefndakerfið með tilheyrandi kostnaði og því get ég ekki stutt þessar breytingar.

Ólafur Þór Gunnarsson"

Hjálmar Hjálmarsson tekur undir bókun Ólafs Þórs Gunnarsonar.

 

Pétur Ólafsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Hér er verið að leggja til að breyta fulltrúafjölda í þremur nefndum bæjarins úr 5 í 7. Það er erfitt að sjá rökin fyrir þessari breytingu, þar sem meirihlutinn er samsettur úr þremur framboðum sem hvert á sinn fulltrúa í öllum 5 manna nefndum bæjarins. Hér er augljóslega verið að koma fulltrúum beggja flokksbrota Sjálfstæðisflokksins að nefndarstarfi bæjarins. Öllum er ljóst hve klofinn Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi er gagnvart þessum tveimur leiðtogum flokksins, litlir kærleikar eru milli þessara tveggja fylkinga eins og glögglega hefur mátt lesa af málflutningi þessara hópa, m.a. hér á fundum bæjarstjórnar.  Á þessu má sjá að sá meirihluti sem nú er starfandi í Kópavogi er myndaður úr fjórum flokkum, Lista Kópavogsbúa, Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki Gunnars Birgissonar og Sjálfstæðisflokki Ármanns Kr. Ólafssonar.

Pétur Ólafsson, Tjörvi Dýrfjörð, Guðmundur Örn Jónsson"

22.1006264 - Kosningar í almannavarnanefnd 2010 - 2014

Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara, frestað á fundi bæjarstjórnar 28/2.

Kosningunni var frestað.

23.1006263 - Kosningar í stjórn Tónlistarskóla Kópavogs 2010 - 2014

Kosning tveggja varamanna í stjórn Tónlistarskóla Kópavogs, frestað á fundi bæjarstjórnar 28/2.

Kosningunni var frestað.

24.1103104 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2011

Kosning fimm varamanna í umhverfis- og samgöngunefnd, frestað á fundi bæjarstjórnar 28/2.

Kosningunni var frestað.

25.1103100 - Kosningar í forvarna- og frístundanefnd

Diljá Helgadóttir kjörin varamaður í stað Ómars Stefánssonar.

26.1103101 - Kosningar í jafnréttis- og mannréttindaráð

Björg Baldursdóttir kjörin varamaður í stað Ómars Stefánssonar.

27.1006271 - Kosningar í leikskólanefnd

Ragnhildur Björg Konráðsdóttir kjörin varamaður í stað Ómars Stefánssonar.

28.1103103 - Kosningar í menningar- og þróunarráð

Auður Arna Antonsdóttir kjörin varamaður í stað Ómars Stefánssonar.

29.1006265 - Kosningar í stjórn Héraðsskjalasafns

Sigríður Hrund Guðmundsdóttir kjörin varamaður í stað Ómars Stefánssonar.

30.1006253 - Kosningar í skólanefnd

Guðlaugur Siggi Hannesson kjörinn varamaður í stað Ómars Stefánssonar.

Fundi slitið - kl. 18:00.