Bæjarstjórn

1088. fundur 14. janúar 2014 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
 • Margrét Björnsdóttir forseti
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
 • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
 • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
 • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
 • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
 • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
 • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1401288 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 14. janúar 2014.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 12. og 19. desember og 9. janúar, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 17. og 23. desember, barnaverndarnefndar frá 18. nóvember og 12. desember, félagsmálaráðs frá 17. desember, framkvæmdaráðs frá 17. desember, hafnarstjórnar frá 9. desember, íþróttaráðs frá 19. desember, jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 18. desember, lista- og menningarráðs frá 12. desember, skipulagsnefndar frá 10. og 17. desember, stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 16. desember, stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13. desember, stjórnar SSH frá 6. janúar, stjórnar skíðasvæða hbsv. frá 5. desember, stjórnar Sorpu bs. frá 17. desember og 6. janúar, eigendafundar Sorpu frá 6. janúar, svæðisskipulagsnefndar hbsv. frá 13. desember og umhverfis- og samgöngunefndar frá 17. desember.

Hlé var gert á fundi kl. 16:05.  Fundi var fram haldið kl. 16:19.

 

Lagt fram.

2.1311017 - Skipulagsnefnd, 10. desember

1233. fundargerð í 25 liðum.

Lagt fram.

3.1312010 - Skipulagsnefnd, 17. desember

1234. fundargerð í 1 lið

Lagt fram.

4.903113 - Glaðheimar. Endurskoðun deiliskipulags.

Forseti óskaði eftir heimild fundarins til að gefa Birgi Sigurðssyni, skipulagsstjóra, orðið til að gera grein fyrir tillögu að skipulagi Glaðheimasvæðisins og var það samþykkt. Þá tók Birgir Sigurðsson til máls og gerði grein fyrir tillögu skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi austurhluta Glaðheima. Skipulagssvæðið, sem er 3,6 ha að flatarmáli, nær til þess hluta Glaðheima sem liggur austan fyrirhugaðs Glaðheimavegar milli Bæjarlindar og Lindavegar og að norðurmörkum lóða við Askalind 2a, 2, 4 og 6. Á svæðinu er nú Áhaldahús bæjarins, reiðskemma Gusts og hluti gamla skeiðvallarins, mannvirki sem verða fjarlægð. Í gildandi deiliskipulagi frá 2009 er gert ráð fyrir blandaðri landnotkun á svæðinu þ.e. verslun, þjónustu og íbúðarhúsnæði samtals um 38.500 m2 að samanlögðum grunnfleti þar af um 13.000 m2 í verslun og þjónustu. Í umræddri tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir svæðið er fallið frá hugmyndum um að hluti þess verði fyrir verslun og þjónustu og þess í stað verði eingöngu byggðar íbúðir á svæðinu alls um 300 talsins. Í miðju svæðisins er gert ráð fyrir leikskóla og útivistarsvæði (bæjargarði). Aðkoma verður frá Lindavegi og fyrirhuguðum Glaðheimavegi.

Byggingarmagn á svæðinu breytist óverulega frá gildandi deiliskipulagi, en miðað er við 37.700 m2 í íbúðarhúsnæði og 9.400 m2 í niðurgröfnum bílageymslum eða samtals um 47.000 m2. Nýtingarhlutfall svæðisins er því áætlað um 1.0 og um 1.3 ef bílgeymslur neðanjarðar eru meðtaldar. Gert er ráð fyrir 1,7 bílastæðum á íbúð að meðaltali. Í tillögunni er fyrirkomulagi byggingarreita breytt miðað við gildandi deiliskipulag, hæð fyrirhugaðra húsa breytist svo og fyrirkomulag bílastæða á lóðum. Áætlað er að á svæðinu komi til með að búa um 700 íbúar miðað við 2.5 íbúa á íbúð eða um 200 íbúar á ha sbr. uppdráttum dags. 6.12.2013. í mkv 1:2000.
Skipulagsnefnd samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt að tillagan verði í upphafi næsta árs kynnt fyrir hverfaráðum Fífuhvamms og Smára.

Hlé var gert á fundi kl. 16:42. Fundi var fram haldið kl. 16:43.

Bæjarstjórn samþykkir einróma að framlögð deiliskipulagstillaga verði auglýst með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.1312005 - Bæjarráð, 12. desember

2712. fundargerð í 23 liðum.

Lagt fram.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu f.h. bæjarfulltrúa minnihlutans:

"Vegna neyðarástands á húsnæðismarkaði samþykkir bæjarstjórn að kaupa nú þegar 30-40 íbúðir víðsvegar í bænum til að mæta vanda þeirra sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda í húsnæðismálum. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hefja nú þegar undirbúning að byggingu tveggja fjölbýlishúsa með leiguíbúðum. Þar verði hagkvæmar íbúðir til leigu bæði á hinum almenna markaði og hinum félagslega. Gert er ráð fyrir að þær verði tilbúnar á árinu 2015.
Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Pétur Ólafsson, Ólafur Þór Gunnarsson og Hjálmar Hjálmarsson"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að tillögu minnihluta verði frestað og leitað umsagnar félagsmálaráðs, sviðsstjóra velferðarsviðs, fjármálastjóra og bæjarlögmanns.

Tillaga Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra, var felld með jöfnum atkvæðum en fimm greiddu atkvæði með henni og fimm greiddu atkvæði á móti. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Tillaga minnihlutans var samþykkt með sex atkvæðum gegn fjórum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

6.1210289 - Vallakór 2. Breytt deiliskipulag

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Lóðargjöld verði innheimt samkvæmt breyttu deiliskipulagi.

Bæjarstjórn samþykkir einróma tillögu að breyttu deiliskipulagi. Lóðargjöld verði innheimt samkvæmt breyttu deiliskipulagi.

7.1211244 - Grænatún 20. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Lóðargjöld verði innheimt samkvæmt breyttu deiliskipulagi.

Bæjarstjórn samþykkir með átta atkvæðum tillögu að breyttu deiliskipulagi. Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá. Lóðargjöld verði innheimt samkvæmt breyttu deiliskipulagi.

8.1306855 - Austurkór 63-65. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Lóðargjöld verði innheimt samkvæmt breyttu deiliskipulagi.

Bæjarstjórn samþykkir með átta atkvæðum tillögu að breyttu deiliskipulagi. Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá. Lóðargjöld verði innheimt samkvæmt breyttu deiliskipulagi.

9.1309366 - Þrymsalir 10. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Lóðargjöld verði innheimt samkvæmt breyttu deiliskipulagi.

Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum tillögu að breyttu deiliskipulagi. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá. Lóðargjöld verði innheimt samkvæmt breyttu deiliskipulagi.

10.1312012 - Bæjarráð, 19. desember

2713. fundargerð í 22 liðum.

Lagt fram.

11.1401002 - Bæjarráð, 9. janúar

2714. fundargerð í 27 liðum.

Lagt fram.

12.1401230 - Samningur um endurskoðun

Bæjarráð samþykkir einróma tillögu fjármálastjóra um að bæjarstjóra verði heimilað að semja við Deloitte um endurskoðun Kópavogsbæjar.

Bæjarstjórn samþykkir, m.v.t. 8. tl. 1. mgr. 58. gr., sbr. og 72. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, að ganga til samninga við Deloitte um endurskoðun sveitarfélagsins, með vísan til tillögu og forsendna í framlögðu erindi fjármálastjóra, dags. 8. janúar 2014, til bæjarráðs. Tekur samkomulagið til endurskoðunar þriggja fjárhagsára að síðastliðnu ári meðtöldu. Bæjarstjóra falið að fullgilda samkomulagið með vísan til forsendna.

Samþykkt með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

13.1312014 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 17. desember

100. fundargerð í 7 liðum.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

14.1312016 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 23. desember

101. fundargerð í 7. liðum.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

15.1311012 - Barnaverndarnefnd, 18. nóvember

32. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

16.1312007 - Barnaverndarnefnd, 12. desember

33. fundargerð í 5. liðum.

Lagt fram.

17.1312011 - Félagsmálaráð, 17. desember

1362. fundargerð í 9 liðum.

Lagt fram.

18.1312008 - Framkvæmdaráð, 17. desember

59. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

19.1312002 - Hafnarstjórn, 9. desember

93. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

20.1312006 - Íþróttaráð, 19. desember

30. fundargerð í 83 liðum.

Lagt fram.

21.1312015 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, 18. desember

24. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

22.1311024 - Lista- og menningarráð, 12. desember

23. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

23.1301027 - Stjórn Reykjanesfólkvangs, 16. desember

Fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

24.1301028 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 13. desember

811. fundargerð í 33 liðum.

Lagt fram.

25.1401107 - Stjórn SSH, 6. janúar

398. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

26.1301048 - Stjórn skíðasvæða hbsv., 5. desember

335. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

27.1301050 - Stjórn Sorpu, 17. desember

329. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

28.1401098 - Stjórn Sorpu, 6. janúar

330. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

29.1401114 - Eigendafundur Sorpu, 6. janúar

3. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

30.1301024 - Svæðisskipulagsnefnd hbsv., 13. desember

40. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

31.1312004 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 17. desember

43. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.