Bæjarstjórn

1119. fundur 23. júní 2015 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1406289 - Kosning forseta bæjarstjórnar

Ólafur Þór Gunnarsson gerði tillögu um Margréti Friðriksdóttur.
Margrét Friðriksdóttir var kjörin forseti með 11 atkvæðum.

2.1406289 - Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.

Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
Pétur Hrafn Sigurðsson kjörinn 1. varaforseti með 11 atkvæðum.
Sverrir Óskarsson kjörinn 2. varaforseti með 11 atkvæðum.

3.1406289 - Kosning skrifara.

Kosning tveggja skrifara.
Karen Halldórsdóttir og Ása Richardsdóttir kjörnar skrifarar með 11 atkvæðum.

4.1406289 - Kosningar í bæjarráð

Kosning fimm fulltrúa sem aðalmenn.
Bæjarstjórn kaus aðalmenn í bæjarráð:
Af A-lista
Theódóra Þorsteinsdóttir
Karen Halldórsdóttir
Hjördís Ýr Johnson

Af B-listsa
Pétur Hrafn Sigurðsson
Birkir Jón Jónsson

Tilnefndur áheyrnarfulltrúi Ólafur Þór Gunnarsson.

5.15062164 - Húsnæði stjórnsýslu Kópavogsbæjar.

Frá bæjarritara, dags. 16. júní, lagt fram minnisblað um húsnæði stjórnsýslu Kópavogsbæjar. Lagt er til að bæjarstjórn heimili bæjarstjóra að ganga til samninga um kaup á 3.489 fermetrum (þremur hæðum) í Nýja Norðurturninum við Smáralind með fyrirvara um að endanlegur kaupsamningur verði lagður fyrir bæjarráð til samþykkis. Þá heimilar bæjarstjórn að nýstofnaður skuldabréfaflokkur Kópavogsbæjar, KOP 15-1 sem er opinn verði stækkaður um allt að 1.500.000.000 kr. að nafnvirði til að fjármagna kaupin. Flokkurinn er til 25 ára, með 4 gjalddaga á ári. Þá er lagt til að bæjarstjórn heimili bæjarstjóra að hefja undirbúning sölu fasteigna og byggingarrétts í Fannborg.
Ása Richardsdóttir lagði fram eftirfarandi dagskrártillögu:
"Lagt er til að málinu Húsnæði stjórnsýslu Kópavogsbæjar verði frestað þangað til á næsta reglulega fundi bæjarstjórnar eftir sumarleyfi.
Ása Richardsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Ólafur Þór Gunnarsson"

Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum gegn fimm. Atkvæði með tillögunni greiddu Ása Richardsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Birkir Jón Jónsson, Pétur Hrafn Sigurðsson, Sverrir Óskarsson og Margrét Friðriksdóttir. Atkvæði gegn tillögunni greiddu Ármann Kr. Ólafsson, Theódóra Þorsteinsdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Johnson og Guðmundur Geirdal.

6.15062205 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar þann 23. júní 2015.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs þann 11. og 18. júní, afgreiðslna byggingarfulltrúa þann 28. maí og 4. júní, barnaverndarnefndar frá 16. apríl, forsætisnefndar frá 18. júní, forvarna- og frístundanefndar frá 11. júní, hafnarstjórnar frá 1. júní, íþróttaráðs frá 4. júní, jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 4. júní, leikskólanefndar frá 3. júní 2015, lista- og menningarráðs frá 11. júní, skipulagsnefndar frá 15. júní, skólanefndar frá 8. júní, stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. maí, stjórnar Sorpu frá 12. júní, stjórnar SSH frá 1. júní, stjórnar Strætó frá 12. júní og svæðisskipulagsnefndar frá 1. júní.
Lagt fram.

7.1506007 - Bæjarráð, dags. 11. júní 2015.

2778. fundur bæjarráðs í 16. liðum.
Lagt fram.

8.1506593 - Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs. Tillaga lögfræðideildar.

Frá lögfræðideild, dags. 3. júní, lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Kópavogsbæ í samræmi við lög nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum tillögu að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Kópavogsbæ og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

9.1404085 - Ný lögreglusamþykkt Kópavogs 2014. Minnisblað lögfræðideildar.

Frá lögfræðideild, dags. 3. júní, lögð fram að nýju umsögn vegna breytinga á nýrri lögreglusamþykkt Kópavogsbæjar. Bæjarráð vísaði afgreiðslu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögur lögfræðideildar um breytingar á nýrri lögreglusamþykkt Kópavogsbæjar með 11 atkvæðum.

10.1506010 - Bæjarráð, dags. 18. júní 2015.

2779. fundur bæjarráðs í 21. lið.
Lagt fram.

11.1504406 - Álalind 4-8. Úthlutun

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 5. maí, lagt til að Nordic Holding ehf. verði gefinn kostur á byggingarrétti á lóðinni Álalind 4-8.
Bæjarráð samþykkti með 4 atkvæðum og einni hjásetu að leggja til við bæjarstjórn að Nordic Holding ehf. verði gefinn kostur á byggingarrétti á lóðinni Álalind 4-8.
Bæjarstjórn samþykkir að gefa Nordic Holding ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Álalind 4-8 með níu samhljóða atkvæðum en Karen Halldórsdóttir og Kristín Sævarsdóttir greiddu ekki atkvæði.

12.15061886 - Líkamsræktarstöðvar 2015, útboð á húsnæði í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni í Versölum

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 9. júní, lögð fram beiðni um heimild til að bjóða út í opnu útboði það húsnæði sem notað er undir rekstur á líkamsræktaraðstöðu í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni Versölum. Bæjarráð samþykkti með fjórum atkvæðum gegn einu að heimilað verði að fara í opið útboð á húsnæði sem notað er undir rekstur á líkamsræktaraðstöðu í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni Versölum með framlögðum breytingum Ólafs Þórs Gunnarssonar.
Bæjarstjórn samþykkir að veita heimild til útboðs með níu atkvæðum gegn tveimur. Tillöguna samþykktu Margrét Friðriksdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Ólafur Þór Gunnarsson og Kristín Sævarsdóttir en Pétur Hrafn Sigurðsson og Birkir Jón Jónsson greiddu atkvæði gegn tillögunni.

13.1402319 - Dalaþing 4. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Stefáns Þ. Ingólfssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Dalaþings 4. Á fundi skipulagsnefndar 20.4.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu skipulagsstjóra fyrir lóðarhöfum Dalaþings 1, 2, 3, 5, 6, 7, 8, 9; Hafraþings 5, 6, 8, 7, 8, 9, 10, 11, 12. Kynningu lauk 11. júní 2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með tíu samhljóða atkvæðum en Ólafur Þór Gunnarsson greiddi ekki atkvæði.

14.1503043 - Digranesvegur 18. Grenndarkynning.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Apparat teiknistofu f.h. lóðarhafa, þar sem óskað er eftir að breyta eign nr. 0102 úr tannlæknastofu í íbúð. Á fundi skipulagsnefndar 16.3.2015 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesvegar 1, 16, 16a, 18a og 20. Kynningu lauk 11. júní 2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

15.1410308 - Hlíðarvegur 43 og 45. Grenndarkynning.

Lögð fram að nýju tillaga KRark f.h. lóðarhafa að nýjum íbúðarhúsum við Hlíðarveg 43 og 45. Á fundi skipulagsnefndar 1.6.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegar 41: Hrauntungu 60, 62, 64 og 66.
Lagt fram skriflegt samþykki lóðarhafa Hlíðarvegar 41; Hrauntungu 60, 62, 64 og 66 (lóðarhafar sem fengu grenndarkynningu senda) dags. 9.6.2015. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

16.1304140 - Viðmið um fjölda barna í leikskólum. Hagsmunir barna, velferð og vellíðan

Frá leikskólafulltrúa, dags. 4. júní, lögð fram bókun leikskólanefndar þar sem tillaga menntasviðs varðandi viðmið um fjölda barna í leikskólum Kópavogs var samþykkt og málinu vísað til bæjarráðs. Bæjarráð staðfesti afgreiðslu leikskólanefndar um viðmið um fjölda barna í leikskólum bæjarins með fimm atkvæðum og vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Jafnframt lögð fram tillaga frá bæjarfulltrúum Samfylkingar og VGF um að lækkun á fjárframlögum vegna breytingu á viðmiðum verði varið í niðurgreiðslur til foreldra barna hjá dagforeldrum og til að hraða endurbótum á leikskólum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

Bæjarstjórn hafnar tillögu frá fulltrúum Samfylkingar og VGF með sjö atkvæðum en fjórir greiddu atkvæði með henni. Atkvæði með tillögunni greiddu Pétur Hrafn Sigurðsson, Birkir Jón Jónsson, Ólafur Þór Gunnarsson og Kristín Sævarsdóttir en atkvæði gegn tillögunni greiddu Margrét Friðriksdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson og Guðmundur Geirdal.

17.1505018 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 28. maí 2015.

153. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 8. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

18.1506004 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 4. júní 2015.

154. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 14. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

19.1504003 - Barnaverndarnefnd, dags. 16. apríl 2015.

45. fundur barnaverndarnefndar í 2. liðum.
Lagt fram.

20.1506016 - Forsætisnefnd, dags. 18. júní 2015.

50. fundur forsætisnefndar í 1. lið.
Lagt fram.

21.1506009 - Forvarna- og frístundanefnd, dags. 11. júní 2015.

31. fundur forvarna- og frístundanefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

22.1505023 - Hafnarstjórn, dags. 1. júní 2015.

100. fundur hafnarstjórnar í 4. liðum.
Lagt fram.

23.1505019 - Íþróttaráð, dags. 4. júní 2015.

48. fundur íþróttaráðs í 50. liðum.
Lagt fram.

24.1506003 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 4. júní 2015.

38. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

25.1506002 - Leikskólanefnd, dags. 3. júní 2015.

59. fundur leikskólanefndar í 1. lið.
Lagt fram.

26.1505021 - Lista- og menningarráð, dags. 11. júní 2015.

44. fundur lista- og menningarráðs í 1. lið.
Lagt fram.

27.1506001 - Skipulagsnefnd, dags. 15. júní 2015.

1261. fundur skipulagsnefndar í 18. liðum.
Lagt fram.

28.1505009 - Skólanefnd, dags. 8. júní 2015.

88. fundur skólanefndar í 10. liðum.
Lagt fram.

29.1501339 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 29. maí 2015.

828. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 46. liðum.
Lagt fram.

30.1501250 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 12. júní 2015.

351. fundur stjórnar Sorpu í 5. liðum.
Lagt fram.

31.1501341 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 1. júní 2015.

416. fundur stjórnar SSH í 3. liðum.
Lagt fram.

32.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 12. júní 2015.

221. fundur stjórnar Strætó í 9. liðum.
Lagt fram.

33.1501351 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar hbsv. dags. 1. júní 2015.

59. fundur svæðisskipulagsnefndar í 6. liðum.
Lagt fram.

34.1406406 - Sumarleyfi bæjarstjórnar.

Frá bæjarstjóra, tillaga að sumarleyfi bæjarstjórnar. Með vísan til 8. gr. samþykkta Kópavogsbæjar er lagt til að reglulegir fundir bæjarstjórnar falli niður í júlí og ágúst. Samkvæmt 35. gr. laga nr. 138/2011 og 32. gr. samþykkta Kópavogsbæjar fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella í sumarleyfi hennar. Fundir bæjarráðs verði 2. og 4. fimmtudag í júlí og ágúst. Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, dró tillögu um sumarleyfi bæjarstjórnar til baka.

Hlé var gert á fundi kl. 19.51. Fundi var fram haldið kl. 19.54.

Fundi slitið.