Barnaverndarnefnd

28. fundur 23. maí 2013 kl. 15:30 - 16:30 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir lögfræðingur
  • Ingibjörg Sveinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sveinbjörn F Strandberg varafulltrúi
  • Andrés Pétursson aðalfulltrúi
  • Anna Eygló Karlsdóttir starfsmaður nefndar
  • Hafsteinn Karlsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Lögfræðingur
Dagskrá

1.1301624 - Heimsókn Barnaverndarstofu

Starfsfólk Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson forstjóri, Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur og Páll Ólafsson sviðstjóri komi á fund nefndarinnar sem liður í heimsókn stofunnar til barnaverndarnefnda á landinu.

 Barnaverndarstofa lýsti yfir ánægju með vinnubrögð og samstarf við barnaverndarnefnd Kópavogs og segja barnaverndarstaf í Kópavogi til fyrirmyndar á landsvísu.  Barnaverndarnefnd Kópavogs þakkar fulltrúum barnaverndarstofu fyrir góða og gagnlega heimsókn og tekur undir þau orð að samstarf milli stofunnar og nefndarinnar er gott.

Fundi slitið - kl. 16:30.