Félagsmálaráð

1264. fundur 02. júní 2009 kl. 14:30 - 16:05 Fannborg 4 fundarherbergi 2 hæð
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir lögfræðingur félagssviðs
Dagskrá

1.905291 - Breytingar á reglum um fjárstyrk vegna lögmannsaðstoðar í barnaverndarmálum

Lögð fram tillaga lögfræðings félagssviðs að breytingum á núgildandi reglum um fjárstyrk vegna lögmannsaðstoðar í barnaverndarmálum.

Félagsmálaráð samþykkir breytingar á reglum um fjárstyrk vegna lögmannsaðstoðar í barnaverndarmálum.

Hildur Jakobína Gísladóttir yfirmaður fjölskyldudeildar sat fundinn undir þessum lið.

2.905353 - Greinargerð vegna samráðsfundar með dagmæðrum

Lögð fram greinargerð félagsmálastjóra eftir fund með samtökum dagmæðra og yfirmanni daggæsludeildar sem haldinn var þann 27. maí sl.




Lagt fram til kynningar.

3.905193 - Yfirfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaga

Kynning á umræðum á málþingi um flutning þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga.




Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra sat fundinn undir þessum lið.


Félagsmálaráð vekur athygli á því að skammur tími er til stefnu en stefnt er að því að yfirfærsla málefnisins til sveitarfélaga hafi átt sér stað í ársbyrjun 2011.  Félagsmálaráð hvetur Bæjarráð til þess að hraða ákvörðunartöku um hvernig undirbúningi flutningsins skuli háttað.

Fundi slitið - kl. 16:05.