Félagsmálaráð

1331. fundur 06. júní 2012 kl. 13:00 - 14:00 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sigurjón Örn Þórsson formaður
  • Kjartan Sigurgeirsson aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Sveinsdóttir aðalfulltrúi
  • Ásdís Helga Jóhannesdóttir aðalfulltrúi
  • Helga Guðrún Jónasdóttir aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Rannveig María Þorsteinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Rannveig María Þorsteinsdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir lögfræðingur sat fundinn.

1.1206098 - Aðsent erindi

Fyrir liggur erindi frá Báru Denný Ívarsdóttur forstöðuþroskaþjálfa og Felix Högnasonar yfirþroskaþjálfa Dimmuhvarfs dags. 4. júní s.l.

Með samþykkt bæjarráðs Kópavogs frá 5. janúar sl. var ráðgjafahópi Capacent falið að gera  úttekt á faglegu starfi og rekstri heimilisins í Dimmuhvarfi og kanna hvort tækifæri væru til breytinga og hagræðingaraðgerða í starfseminni án þess að skerða þjónustu og lífsgæði íbúa. Samþykkt bæjarráðs var byggð á ákvörðun félagsmálaráðs frá 25.október 2011 um að gera úttektir á rekstri og faglegu starfi starfsstöðva bæjarins í ljósi nýafstaðinnar yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríkinu. En eitt af markmiðum yfirfærslunnar var að ná fram samlegðaráhrifum og bættri þjónustu við íbúa. Skýrsla Capacent var kynnt í félagsmálaráði 26. apríl sl.

Í skýrslunni eru settar fram tillögur er miða að því að efla frekar þætti eins og  stjórnun, faglega þjónustu, rekstur,  eftirlit með rekstri, aðbúnað íbúa o.fl.  Það er von félagsmálaráðs að stjórnendur Dimmuhvarfs líti jákvæðum augum á þær tillögur og að góð samvinna myndist milli þeirra og velferðarsviðs Kópavogs um að hrinda þeim í framkvæmd og tryggja þannig íbúum enn betri þjónustu og ná nauðsynlegu hagræði í rekstri heimilisins.

Félagsmálaráð felur félagsmálastjóra að fylgja eftir tillögum starfshóps.

2.1205629 - Skýrsla Capacent um Dimmuhvarf. Staða máls

Félagsmálaráð samþykkir tillögur starfshóps sem byggðar eru á skýrslu Capacent um Dimmuhvarf.

Fundi slitið - kl. 14:00.