Ferlinefnd

133. fundur 22. febrúar 2010 kl. 16:15 - 17:30 Fannborg 4 fundarherbergi 2 hæð
Fundargerð ritaði: Guðlaug Ósk Gísladóttir ritari
Dagskrá

1.1003048 - Þjónustuhús í Guðmundarlundi

Tekið fyrir þjónustuhús og aðstaða í Guðmundarlundi. Húsið er hannað með tilliti til aðgengis fyrir alla. Eitt sérmerkt bílastæði er fyrir fatlaða við húsið. Önnur tvo sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða á bílastæði. Salerni fyrir fatlaða er í húsinu. Húsið á einni hæð. Huga þarf að hæðamun frá gangstétt upp að grunnfleti þjónustuhúss m.t.t. aðgengis fyrir fatlaða. Áætlað er að þjónustuhúsið verði tekið í notkun haustið 2011

2.1003049 - Bílastæði fyrir fatlaða

Bílum með lyftu fer fjölgandi og þarf stærð bílastæða að taka mið af því. Lyfta með hjólastól opnast til hægri á bílunum og þarf svæðið að vera 2,40 m til að hinn fatlaði komist inn og út úr bílnum án hjálpar.

Þetta þarf að hafa almennt í huga, en einnig við endurskoðun bókarinnar Aðgengi fyrir alla.

Fundi slitið - kl. 17:30.